Tíminn - 29.09.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.09.1983, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 7 umsjón: B.St. og K.L. ■ Joan Collins er nú á hátindi frægðar sinnar. En ekki er allt sem sýnist. Joan Collins óttast um ■ Joan Collins stendur nú á hátindi frægðar sinnar og feg- urðar, fimmtug að aldri. En þó að halda mætti, að hún væri alsæl, er ekki allt sem sýnist. Hún þjáist af ótta um að hún sé að verða undirlögð af liðagigt, sem geti komið til með að heilsuna afskræma hinar fögru hendur hennar. - Eg er hrædd um að erfa gigtveiki móður minnar, segir Joan og bætir því við, að hún þykist þegar hafa orðið vör við fyrstu einkennin. - Ég er farin að finna til segir hún döpur. þetta orð, og þetta er ennþá mín vara raunverulega, því að það á eftir að ganga endanlega frá samkomulagi milli mín og kaup- félagsins, þó að það sé langt komið.“ -Það ætti þá að geta verið stutt í það að varan komist á markað? „Já, ef að samkomulag næst milli okkar þá verður varan sett á markað um allt land og jafnve! erlendis. Ég hef fengið talsverð- ar fyrirspurnir um þetta bæði heima og erlendis. Prufur eru þegar komnar út fyrir landstein- ana og menn virðast vera mjög spenntir fyrir þessu.“ -Tilraunaframleiðslan hefur þá gengið vel. „Mjög vel. Framúr öllum vonum. Mælingar á vörunni koma mjög vel út. í 100 gr. af hrárri vöru (staðlað meðaltal af öllum skrokknum) eru hitaein- ingar aðeins 150, prótein er 17- 20% og fita er ekki nema 8-9%, en er oft um 20 í venjulegu kjöti. Framparturinn er t.d. geysilega góður steiktur. Þetta þýðir al- gera byltingu í nýtingu á honum. Þá má geta þess að nýtingin á skrokknum í heild er alveg í toppi. Þá má geta þess að fjölóm- ettaðar fitusýrur eru 4-8%, sem er. mjög gott.“, -Hefurðu, Steindór fengist við eitthvað þessu líkt áður? „Já, já, ég á margar margar uppskriftir skrifaðar hjá mér, en ég hef oft talað fyrir daufum eyrum og þó að þetta gangi vel, þá er oft eins og maður sé að tala við menn frá steinöld þegar mað- ur fitjar upp á nýjungum í verkun kindakjöts, sem hefur verið stöðnuð í 30-40 ár. Ég hef í 21 ár verið að stinga upp á einhverjum nýjungum og ég hef yfirleitt ekki komið þeim fram.“ -Hvað þýðir Lado-lamb? „Lado er latneskt heiti á runnategund sem óx á Ítalíu- skaga á tímum Rómverja. Róm- verjar beittu búfé á þessa runna- tegund og fengu við það sérstakt bragð í kjötið. Það voru reyndar Rómverjar sem byrjuðu marin- eringu og marinering er komið af latneska orðinu marinus, sem þýðir haf. Þeir lögðu kjötið ein- faldlega í sjóinn. Þar var hitinn réttur og mjólkursýrugerlamir fóru af stað. Við þökkum Steindóri fyrir spjallið og óskum honum góðs gengis....“ erlent yfirlit ■ Það er kaldhæðnislegt að þegar sósíalisti sest loks í for- sætisráðherrastól á Ítalíu eftir langvarandi stjórnarsetu Kristi- legra demótkrata skuli vera hans fyrsta verk að skera niður margs konar útgjaldaliði ríkisins sem flokkast undirfélagsmál. Bettino Craxi hefur nú verið forsætisráð- herra í nokkrar vikur og veitir forstöðu samsteypustjórn fimm flokka. Þótt stjórnarskipti hafi verið tíð á Ítalíu hefur hinn íhaldssami Kristilegi demókrata- flokkur haldið lengi um stjórnar- taumana og sér nú líklega eftir þeim í hendurnar á Craxi, sem er formaður Sósíalistaflokksins. Það er hrikalegt verkefni sem Craxi stendur frammi fyrir. Efnahagslíf landsins er helsjúkt og skrifinnskan og spillingin er utan alls mannlegs skilnings. Ital- ía hefur lengi verið talin hinn sjúki líkami Evrópu, og er þá átt við þá efnahagslegu og pólitísku upplausn sem hrjáir þjóðina. Þótt svo eigi að heita að íhalds- menn hafi stjórnað landinu eru ríkisumsvifin og „velferðin" meiri þar en í mörgum þeim löndum sem sósíalistar hafa stjórnað. En ítalir geta huggað sig við að efnahagslíf Belgíu og Hollands er á svipaðri leið og hjá þeim. Bettino Craxi veit að þótt flokkur hans kenni sig við sósíal- isma þýðir ekki að sýna neina linkind í að skera á höfuðmeinin sem þjá þjóðlífið og þá er fyrst og fremst ráðist á ríkisútgjöldin sem eru að kollsigla allt efna- hagslífið. Hann mun leggja fram fjárlagafrumvarp sitt fyrir næsta ár í lok þessa mánaðar og þar verða lækkuð verulega útgjöld til félagsmála, því ríkið stendur ekki lengur undir öllum þeim útgjöldum sem á það eru lögð. Stefnt er að því að halli ríkissjóðs verði ekki meiri en sem svarar 1000 milljörðum króna, en verði látið reka á reiðanum og haldið áfram á sömu braut og hingað til verður hallinn á fjárlögum um 1.600 milljarðar króna. Nýja stjórnin ætlar að byrja á Ítalía: Endurreisnin hefst með niðurskurði til félagsmála að krukka í flókið og ruglkennt eftirlaunatryggingakerfi og spara með því um 30 milljarða króna. Eftirleiðis munu örorkubætur ekki verða greiddar til þeirra sem hafa tilteknar hámarkstekj- ur og þak verður sett á greiðslur til elli- og eftirlaunþega, þannig að hafi þeir einhverjar tekjur aðrar verða launin frá trygging- unum og eftirlaunasjóðum lækkuð. Þar á móti verða hækk- uð ellilaun til þeirra sem engar aðrar tekjur hafa. Sú upphæð sem einstaklingar greiða fyrir lyf verður nú helm- ingi hærri en áður og lækka útgjöld ríkissjóðs til lyfjakaupa sem því nemur. Launþegahreyfingin hefur lagst þungt á móti öllum þessum ráðstöfunum, en Craxi er ólík- legur til að láta það hafa nokkur áhrif á gjörðir sínar. Það er margt fleira sem nýja ríkisstjórnin ætlar að herða eftir- lit með. Meðal þess er að sjá svo um að fullfrískt fólk komist ekki upp með að fá veikindapeninga, eins og mikil brögð eru að. Gerðar verða stikkprufur á „sjúkiingum" og þeir sem gera sig seka um að svíkja fé með því að gera sér upp veikindi missa rétt sinn til veikindagreiðslna. Allt tryggingakerfið verður skorið upp og leggur ríkisstjórn- in mikla áherslu á það í áróðri sínum að höfða til þjóðarnauð- synjar. Hún hvetur fólk til að leggja sitt af mörkum til að lagfæra efnahagsástandið og notfæra sér ekki smugur í félagsmálalöggjöf- inni til að hafa fé út úr því opinbera, sem er nokkurs konar þjóðaríþrótt á Ítalíu. Það er tiltölulega auðvelt fyrir klóka einstaklinga að krækja sér í fjórföld og jafnvel fimmföld laun með því að ná peningum út úr mismunandi eftirlauna- og tryggingasjóðum. Þetta á nú að reyna að lagfæra. En þetta er aðeins byrjunin á sparnaðaráformum ríkisstjórnar Craxis. Það er í mörg horn að líta og hagsmunastreitan er söm við sig á Ítalíu, eins og víða annars staðar. í ríkisstjórninni eru 29 ráðherrar úr fimm flokkum. Fyrsta skrefið er að fá stjórnarflokkana og einstaka ráðherra til að fallast á læknis- meðferðina. Þá er eftir að reka ráðstafanirnar gegnum þingið og síðan að virkja embættismanna- kerfið til að framkvæma þær. Allar mikilvægar ákvarðanir eru ræddar og teknar á fundum átta ráðherra, en í þeirri ráð- herranefnd eru fulltrúar úr öllum stjórnarflokkunum. Þaðsemþar er ákveðið er ekki rætt nánar í ríkisstjórninni. Þetta ber auðvit- að keim af einræði á sinn hátt, en stjórnarflokkarnir viðurkenna allir að þref og ítalskt mælsku- flóð á ríkisstjórnarfundum leiðir ekki til árangurs. Þetta kerfi hefur gefið góða raun til þessa, en það er ekki þar með sagt að allir ráðherrarnir sætti sig við það þegar fram í sækir. Samkvæmt ítölskum lögum á að leggja fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár fram fyrir 30. septem- ber. Það er talið víst að þá muni forsætisráðherrann boða þjóð- inni að hún verði að herða sultar- ólina og hætta að lifa um efni fram, eða á ríkinu. Sósíalistinn Craxi mun leggja til ýmsar afturhaldssamar ráð- stafanir. Hann hefur farið fram á við samstjórnarflokka sína að þeirsamþykki aðeftirlaunaaldur verði hækkaður. Konur komast nú á eftirlaun 55 ára gamlar og karlar 60 ára. Forsætisráðherr- ann leggur til að eftirlaunaaldur miðist við 65 ár og jafnréttis kynjanna verði gætt. Ríkisstarfs- menn á Ítalíu komast nú á eftirlaun eftir 20 ára starf. Enda er sú raunin að margt fertugt fólk lit'ir praktuglega í sólinni á kostnað skattgreiðenda. Þessu vill Craxi breyta og telur að enginn ástæða sé til að bruðla svona með fullfrískt vinnuafl. Verði tillögur ríkisstjórnar- innar samþykktar mun það hafa áhrif á daglegt líf og tckjur yfir 16 milljóna ítala, og á þann hátt að þcir munu missa spón úr aski sínum, og því stór biti að kyngja fyrir stjórnarþingmenn sem leita þurfa endurkjörs. Og það er á fleiri sviðum sem ríkisstjórnin ætlar að skera niður útgjöld til félagsmála. Fjöl- skyldubætur verða ekki greiddar til þeirra fjölskyldna sem hafa yfir 360 þúsund krónur í árslaun. Þær verða að sjá fyrir sínum börnum án ríkisaðstoðar. En allt þetta er aðeins byrjun- in í þeirri viðleitni að koma efnahagsmálum Ítalíu á réttan kjöl, en niðurskurðurinn til fél- agsmála gctur ráðið hvort tekst að rétta þjóðarskútuna við á næstu mánuðum og árum. Oddur Olafsson ií skrifar s

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.