Tíminn - 29.09.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.09.1983, Blaðsíða 2
4 I • Vetrardagskrá útvarpsins: smAþjöhustu þAttum ATVINNUVEG- ANNA ÖLLUM KASTAD FYRIR RÖM — en í staðinn kemur fréttamagasín Páls Heiðars Jónssonar ■ „Helst nýmæla er að smá þjónustu- þáttum sem verið hafa árdegis verður öllum kastað fyrir róða ug í staðinn kemur fréttamagasín sem Páll Heiðar Jónsson hefur umsjón með alla virka daga frá 17.10-18.00.“ sagði Ævar Kjart- ansson dagskrárstjóri er Tíminn spurði hann hvað helst væri nýmæla í komandi vetrardagskrá, sem senn fer að heijast. „Morgunþáttur verður með svipuðu sniði og í fyrra, nú undir stjórn Stefáns Jökulssonar. Kvöldvökunni verður breytt. Henni verður dreift yfir vikuna og verður svona hálftíma á dag fjóra daga vikunnar. Sigmar B. Hauksson verður með „kúltúrmagasín" eftir há- degi á laugardögum, þar sem fjallað verður um listir og menningu. Þá eru upp taldar stærri breytingar á fyrirkomu- lagi“, sagði Ævar. „Fyrir utan þetta má nefna að Edda Björgvinsdóttir og Helga Thorberg verða með þáttinn. „Á tali“ a.m.k. fram að áramótum". Stefán Jökulsson, arftaki Stefáns Jóns í morgunútvarpinu, sagði „að þátturinn yrði í beinni útsendingu á sama tíma og í fyrra milli 7.15 og 9.00 og inn í hann yrði skotið föstum liðum eins og morg- unleikfimi, fréttum, morgunorðum og veðurfréttum o.s.frv. Tímanum yrði síð- an skipt á milli tónlistar og talmáls. Tónlistin ríflega helmingur og svo stuttir talmálsliðir á milli. Liðir eins og. „Úr dagblöðunum“. „Kynning dagskrár", og ýmiskonar þjónusta við hlustendur, símatími o.fl. Tónlistin sem við leikum verður á léttu nótunum, til þess fallin að vekja fólk og kæta. Við verðum með „kontakt“ menn út á landi sem senda okkur reglulega efni. Þá verður mjög náið samstarf við RUVAK., skotið inn sendingum þaðan þegar það á við.“, sagði Stefán, sem hefur sér til aðstoðar Kristínu Jónsdótt- ur og Kolbrúnu Halldórsdóttur. „Menn eru auðvitað eitthvað óhressir” — segir Agnar Gudnason, blaðafulltrúi bændasamtakanna ■ „Menn eru auðvitað eitthvað óhressir, vegna þess að þessi þáttur er búinn að vera svo lengi, en nýjungin getur reynst miklu betur og ástæðulaust er að mótmæla að óreyndu máli“, sagði Agnar Guðnason blaðafulltrúi í tilefni að því að nú leggjast búnaðarþættir niður og landbúnaðarmál fljóta með í fréttamagasíni Páls Heiðars eins og annað efni tengt atvinnuvegunum. „Löngu fyrir stríð voru komnir þættir", sagði Agnar aðspurður um sögu búnaðarþáttanna. Svokölluð útvaps- þáttanefnd, sem var fljótlega kosin af Búnaðarfélaginu, sá um þá. Síðan er Gísli Kristjánsson, í kring um 1949-50, ráðinn af útvarpinu til að sjá um búnað- arþætti. Skömmu stðar fengum við út- hlutað þætti sem hét. „Spjallað við bændur“. Fimm mínútna þættir alltaf á föstudögum. Þóttu vinsælir og lengi vel var þetta eina efnið í útvarpinu sem ekki var borgað fyrir“., sagði Agnar Guðna- son að lokum. - BK ■ Páll Heiðar Jónsson. ■ Páll Magnússon. ■ Guðrún Birgisdóttir. „FJÖLBREYITUR ÞAfTUR UM ATVINNU- OG EFNAHAGSLÍF” — segir Páll Heiðar um hið nýja fréttamagasín sitt ■ „Þetta á að vcra fjölbreyttur þáttur um atvinnu- og efnahagslíÞ', sagði Páll Heiðar Jónsson er hann var spurður um hið nýja fréttamagasín er hann stýrir í Ríkisútvarpinu og hefur göngu sína n.k. ntánudag. „Þátturinn kemur að vissu leyti í staðinn fyrirfasta þætti um tiltekn- ar atvinnugreinar. Það er hugmyndin að stokka þetta upp og Ijalla daglega uin hluti sem snerta hvem einasta mann. I fæstum orðum sagt: Við verðum með atvinnuvegina. Við verðum með efna- hagsmálin í víðasta samhengi og að sjálfsögðu stjórnmál", sagði Páll enn- frcmur. Með Páli í þættinum verða Guðrún Birgisdóttir fjölmiðlafræðingur fyrrum samstarfsmaður Páls Heiðars í Morgun- vöku og Páll Magnússon fyrrum aðstoð- arritstjóri Storðar. Þátturinn verður á dagskrá alla virka daga. Hefst kl. 17.10 og lýkur kl. 18.00, og eins og fyrr segir þá verður fyrsta útsending á mánudag. - BK „KOMIÐI SÆL” A JÓLAMARKAÐI ■ Bókaforlagið Vaka mun senda frá sér á jólamarkaðinn hressilega viðtals- bók við Sigurð Sigurðsson fyrrum íþróttafréttamann útvarps og sjónvarps, sem Vilhelm G. Kristinsson hefurskráð. Bókin mun heita „Komiði sæl“ en sú kveðja var einskonar vörumerki Sigurð- ar öll þau ár sem hann starfaði við fréttamennsku hjá útvarpi og sjónvarpi. Samkvæmt upplýsingum forlagsins er frásögn Sigurðar mjög lifandi og opin- ská varðandi það sem gerðist bakvið tjöldin í ríkisfjölmiðlunum þá áratugi sem Sigurður starfaði þar., og segir hann ekki síst frá ýmsu sem ekki var hægt-áð segja í hljóðnemann. Þá rifjar hann einnig upp keppnisferðir íslenskra íþróttamanna til útlanda. Þetta er fyrsta bókin sem Vilhelm Kristinsson ritar en hann starfaði lengi við fréttamennsku. Hann er nú fram- kvæmdastjóri Santbands íslenskra bankamanna. í bókinni „Komiði sæl“ munu á fjórða hundrað manns koma við sögu og verða birtar fjölmargar myndir sem ekki hafa áður komið fyrir alntennings sjónir. ■ Sigurður Sigurðssun og Vilhelm G. Kristinsson ræöast við á heimili Sigurðar við efnisvinnslu á bók þeirra „Komiði sæl“ sem væntanleg er frá Vöku í haust. íbúar í Skugga- hverfinu stofna hagsmuna- samtök ■ Álaugardagkl. 14.30 verðurhald- inn í Þjóðleikhúskjallaranum stofn-, fundur íbúasamtaka norðan Hverfis- götu. íbúar á svæðinu sem afmarkast af Ingólfsstræti, Hverfísgötu, Snorra- braut og Skúlagötu, eða skuggahverf- inu svonefnda hafa tekið höndum saman um þcssa félagsstofnun og er hvatinn að henni vafalítið þær miklu umræður sem farið hafa fram undan farið um skipulagsmál þessa svæðis. Harald G. Haralds, einn úr undir- búningsnefndinni fýrir stofnfundinn sagði í samtali við blaðið í gær að margt ungt fólk hefði að undanförnu tlutst í þetta hverfi og þar væri þjónusta í lágmarki. Það bæri ekki að líta á samtökin sem mótmælasamtök gegn fyrirhuguðu skipulagi heldur miklu fremur sem hagsmunasamtök íbú- anna, sem viidu fá að liafa áhrif á það hvernig hverfið þróaðist og hvernig búið væri að þeiin af hálfu borgaryfir- valda. Allir íbúar á svæðinu. sem og þeir scm þar hafa atvinnurekstur nteð höndum eru vclkomnir á stofnfundinn. - JGK i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.