Tíminn - 29.09.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.09.1983, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 13 teknir tali ■ Verslunarhús Kaupfélags Skaftfellinga á Kirkjubæjarklaustri. „REYNUM EFTIR BESTU GETU AÐ RATA HINN GULLNA MEÐALVEG” — rætt vid Einar Valdimarsson, útibússtjóra Kaupfélags Skaftfellinga á Kirkjubæjarklaustri ■ Miðja vegu milli gamla og nýja hverfisins á Klaustri standa þrjár þjón- ustustofnanir: Minningarkapellan, úti- bú Kaupfélags Skaftfellinga og Póstur og sími. Þessa stundina er mest um að vera í kaupfélaginu. Heimamenn jafnt ferðamönnum leita í hillunum að því sem þarf til neyslunnar. Inni á skrifstofu situr útibússtjórinn Einar Valdimarsson. Er alltaf svona mikið um að vera í versluninni? - Nei, þetta er auðvitað háannatími, ferðamannatíminn. Annars er ekki hægt annað að segja en að við höfum nóg að gera, það tekur hvað við af öðru; haustið með sláturtíðina, jólaannir í framhaldi. Við kvörtum ekki. Hvert er þjónustu-svæði útibúsins? - Utibúið þjónar hreppunum milli sanda, þó skiptist á milli Víkur og Klausturs þjónusta við Álftaver og Skaftártungu. Hálfsmánaðarlega keyr- um við hér út um sveitir með varning, og svo gengur okkar bíll hér tvisvar í viku milli Klausturs og Reykjavíkur. Vöru- flutningaþjónusta er mjög ríkur og nauð- synlegur þáttur í okkar starfi. Eru margir félagsmenn í kaupfélag- inu? - Nei, þeir eru hlutfallslega ekki margir, mun færri en áður var. Eg held það byggist að einhverju leyti á því að félagið hefur ekki getað greitt beinan arð, fjárhagsstaðan hefur ekki gefið tækifæri til þess. Því hugsa menn e.t.v. minna um að ganga í félagið, nema menn sjái það beint í pyngjunni að af því sé hagur. Starfar útibúið sem sjálfstæð stofnun? ■ Einar Valdimarsson, útibússtjóri. - Já, það gerir það. Aðstæður eru þannig að aðalstöðvarnar eru um 80 km í burtu svo þetta kemur nokkuð af sjálfu sér. Við tökum allar vörur beint úr Reykjavík má segja. Skrifstofuhald er sameiginlegt. Hvernig fer verslun að komast að óskum neytenda, og hvernig verða þær uppfylltar? - Við reynum eftir bestu getu að rata hinn gullna meðalveg, þannig að fólk fái það sem nauðsynlegast er og það sem hægt er að vera með. Ef til vill erurn við að brölta með jafnvel of mikið, of mikla vörulagera, miðað við fólksfjöldann hérna. Þróunin hefur hefur verið í þá áttina að framboð hefur stöðugt aukist. Þegar ég byrjaði hérna fyrir um 20 árum, seldum við ekki einu sinni brauð. Fólk bakaði sín brauð, keypti hveiti í sekkjum. Nú seljum við að sjálfsögðu brauð, og flytjum þau bæði frá Reykja- vík og Selfossi. Hvaða leiðir eru færar til að lækka vöruverð? - Við kaupum flcstar okkar vörur í gegnum Sambandið og þær vörur eru mikið keyptar í gegnum samkaup, þar sem öll kaupfélögin og jafnvel kauptc- lögin á Norðurlöndum kaupa saman, t.d. frá Austurlöndum og víðar. Við erum með í þessum samkaupum vor og haust, kaupum jólavörurnar í apríl t.d. Þetta kemur oft til góða í vöruverði og vöruvali, því að sjálfsögðu vcljum við þar úr stóru úrvali. Hcfur kaúpfclagið stuðlað að atvinnu- uppbyggingu hér? - Nei, samanborið við aðra staði ntarga, hefur það ekki vcrið . Hér hafa einstaklingar tekið sér fyrir hendur að byggja upp nauðsynlega þjónustu í byggingariðnaöi og vélaviðgerðum svo dæmi séu tekin. Eru einhverjar frantkvæmdir á döf- inni? - Við höldum frckar aðokkur höndum nú um sinn en þó er ætlunin, þegarvitað verður nánar um skipulag vcgamála, vcgna brúargcrðar yfir Skaftá, að byggja söluskála í stað þess gamla scm upphaf- lega var til bráðabirgða. Eitthvað að lokum Einar? - Eg vona að samvinna og þjónusta Kaupfélagsins eigi cftir að aukast og dafna viö íbúa þjónustusvæðisins. Það er bcggja hagur aö hér vcrði áfram uppbygging í sveit og þéttbýli. - Birgir. „SJÓNVARPIÐ EYÐILAGÐI MIKIÐ LESTRARIÐKUNINA” — spjallað við Þórarinn Magnússon, sem var farandkennari um 30 ára skeid ■ „Ég er svo sem ekkert sérstakt að gera, nema kannski mætti kalla þetta svolítið sjálfsnám“, sagði Þórarinn Magnússon, er hann var spurður hvað hann væri að grafa hingað og þangað í sveitunum. Þórarinn starfaði sem far- kennari í mörg ár í Skaftártungu, bú- störfum sinnti hann í Hátúnum og hin síðari ár hefur hann starfað í Skaftár- skála við afgreiðslustörf. „Jú ég tók að mér að safna svolitlum upplýsingum fyrir þjóðháttadeildina, fyrir Arna Björnsson. Að leita eftir gömlum mann- anna vcrkum“. - Hvar hefur þú helst leitað „Heima hjá mér í Hátúnum og á Refsstöðum, sem upphaflega munu hafa heitið Erpsstaðir. Milli Hátúna og Ás- garðs eru tvær eyðijarðir; Kársstaðir og Refsstaðir. Búið er að slétta algjörlega yfir Kársstaðina, en þar hefur verið bænahús. Einnig mun hafa verið bæna- hús í Hátúnum, sem ég vissi ekki um fyrr en fyrir ári og ég tel mig vera búinn að finna hvar það hefur verið“. - Ertu e.t.v. búinn að komast að einhverju fleiru markverðu? „Ekki gott að segja, ég tel mig vera nokkuð vissan um hvar Sönghóll er, en það er gíghóll í landi Hæðagarðs sem maður kemur fyrst að er maður fer gömlu götuna suður í hóla. - Hvenær fara Refsstaðir í eyði? „Það er ábyggilegt að þeir fóru ekki algjört í eyði fyrr en í kringum 1880, en það var búið að færa bæinn þá. Hann mun hafa verið dálítið lengi í eyði um Skaftáreldana. Ég giska nú á, að þessi bær hafi verið byggður upp úr því, en það er ágiskun eins og ég sagði.“ - Hefurðu grafið djúpt? „Já sumsstaðar, t.d. gróf ég nærri þriggja metra djúpt, vestan við Tungu- lækjarbrú, í hólnum þar, áður en ég komst niður á mannvistarleifar.“ Þórarinn gengur fram að glugga og sækir þangað undirskál, með ýmsum brotum og ókennilegum hlutum. „Hvað heldurðu að þetta sé?“ spyr hann. „Ég fann þetta í Meðallandi, en gat þó ekki afhafnað mig nógu vel, vegna þess hve mikið vatn var komið í holuna." Auðvitað hafði blaðamaður ekki hug- mynd um hvað í skálinni var, en áhuginn í augum Þórarins sagði honum að þetta hlyti að vera eitthvað merkilegt. Talið berst að30áraferii hanssem farkennara. „Ég var nú æði-mörg ár í Skaftártungu við kennslu. Þar var nú ekkert skólahús og ég kenndi hálfan mánuð á einum bæ í einu og komu þá krakkar af nærliggj- andi bæjum og voru, ef hægt var, á viðkomandi bæ“. - Hvernig gekk þetta? „Kennd var náttúrufræði, landafr, kristinfr og saga, auk lesturs, skriftar og reiknings. Auðvitað gekk þetta nokkuð misjafnlega, eins og gengur. Yfirleitt var þó hægt að sjá hvort heimilisfólkið hafði lagt rækt við undirbúning en hann hvíldi mjög á því, því krakkarnir voru hálfan rhán. heima og hálfan í skóla. - Hvemig fór lestrarnámið fram? „Stöfunaraðferðin var þá eingöngu notuð, en ég er viss um að þegar ég var til dæmis að kenna þeim eldri, að oftast fylgdust þau yngstu með af miklum áhuga og lærðu að lesa á þann hátt, það er alveg öruggt“ - Var til mikið af bókum á heimilunum? „Já, það tel ég og ég tel að það hafi verið lesi æði-mikið, sérstaklega áður en útvarpið kom og síðan sjónvarpið en það eyðilagði mikið lestrariðkunina. - Hvað með handmenntir? „Jú, ég kenndi teikningu og handa- vinnu, þótt sumum þætti það nú hálf- gerður óþarfi, en þetta var ákaflega vinsælt hjá krökkunum og ég held mjög gott fyrir þau. Við þökkum Þórarni fyrir spjallið, þótt stutt sé og óskum honum velfarnað- ar. - Birgir ■ Hér mundar Þórarinn Magnússon heimasmíðað tól til sýnistöku í leit hans að „gömlum ntannanna verkum“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.