Tíminn - 29.09.1983, Qupperneq 3

Tíminn - 29.09.1983, Qupperneq 3
„Verðbólguhrað- inn 15-20% um mittárið 1985” — sagði Brynjólfur Bjarnason, hagfræðingur, á félagsfundi Verslunarráðsins ??Geta jafnvel leitt til atvinnuleysis” — að mati Verslunarráðsins, ef ekki er tímanlega brugðist rétt við samdrætti á vissum sviðum atvinnulífsins ■ „Þótt margt hafi áunnist í stjórn efnahagsmála á skömmum tíma eru mörg viðfangsefni enn óleyst. Ber hæst sá vandi, sem miðstýring undanfarinna ára hefur leitt af sér. Of stór fiskiskipa- stóll miðað við afrakstur fiskimiða, of- framleiðsla í landbúnaði og fjárfestinga- mistök, þar sem arðsemissjónarmið hafa ekki verið látin ráða. Hér þarf að bjarga því sem bjargað verður, en cinnig gera kerfisbreytingu, svo slík mistök verði ekki endurtekin“, segir meðal annars í ályktun, sem gerð var í lok almenns félagsfundar hjá Verslunarráði Islands, sem haldinn var í gær. Einnig segir, að rtiikilvægt sé að varð- veita þann árangur, sem þegar hefur náðst í baráttunni við verðbólguna. Þeim árangri væri auðvelt að spilla með óraunhæfum kjarasamningum, sem gætu leitt til atvinnuleysis og nýrrar verð- bólguskriðu. Aukinn kaupmáttur launa verði að byggjast á því sem þjóðin aflar, en ekki því sem tekið er að láni erlendis til að halda uppi fölskum lífskjörum á kostnað framtíðarinnar. Þá segir: „Þær aðgerðir sem gripið var til í sumar til að ná jafnvægi í efnahags- lífinu og laga útgjöld þjóðarinnar að lægri þjóðartekjum hafa að sjálfsögðu leitt til samdráttar í atvinnulífinu á vissum sviðum. Þetta kann að leiða til minni atvinnu og jafnvel atvinnuleysis ef ekki er brugðist rétt við tímanlega. -Sjó ■ „Fiest þessara fyrirtækja eru það stór, að ekki er á færi einstaklinga eða fyrirtækja að kaupa þau. Yrði þeim hins vegar breytt í hlutafélög í eigu ríkissjóðs væri efiaust grundvöllur fyrír sölu hlutabréfanna, að undangenginni breyt- ingu á skattalögum“, sagði Steinar Berg Bjömsson, forstjóri Lýsis hf. þar sem hann fjallaði um sölu ríkisfyrirtækja í ræðu sinni á opnum fundi hjá Verslunar- ráðinu, sem haldinn var að Hótel Esju í gær. Skattalagabreytingin, sem Steinar á við, miðar í þá átt, að fjárfesting í hlutabréfum verði skattlögð á sama hátt og ríkistryggð skuldabréf. „Þegar við lítum á, að almenningur, sem hefur áhuga á að spara, getur á miklu betri kjörum falið ríkinu fjármuni sína til ávöxtunar í formi spariskírteina og notið verulegra skattfríðinda. Hins vegar er það stefna yfirvalda, eins og fram kemur í núverandi skattalögum, að gera kaup hlutabréfa og eign þeirra að óarðbærustu og vitlausustu fjárfestingu sem hægt er að hugsa sér,“ sagði Steinar. „Það mætti hugsa sér,“ segir hann á öðrum stað, „að öllum þeim ríkisfyrir- tækjum, sem selja ætti yrði breytt í hlutafélög og þeim síðan kosin stjórn eins og í öðrum hlutafélögum. Ríkis- sjóður gæti síðan boðið hlutabréf sín til sölu á almennum verðbréfamarkaði og látið á það reyna, hvort einstaklingar eða fyrirtæki vildu nýta sér þann hvata, sem í breyttum skattalögum fælist til þess að eignast hlut í þessum fyrirtækj- um.“ Hann fjallaði einnig um ríkisfjármál og í ræðunni kom fram, að árið 1960 var skattheimta til ríkis-og sveitarfélaga 34% af vergum þjóðartekjum. Tíu árum seinna eða 1970 hafi hlutfallið aukist um 8% og í lok ársins 1980 hafi það verið orðið 44%. Með sama áframhaldi yrði hlutfallið komið upp í 75% af vergum þjóðartekjum um næstu aldamót, eða eftir rúm 16 ár. -Sjó ■ Fundur Verslunar- ráðsins var fjöisóttur. í ræöustól er Ragnar S. Halidórsson, formaður ráösins, en hann stjórn- aði fundinum. Tímamynd Ámi Sæberg. Hafrannsóknarskipið Hafþór selt' og hugaö að kaupum á öðru: „HÖFUM f HUGA SKIP UR RAÐSMÍÐAVERKEFNINU” — segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra ■ Hafrannsóknarskipið Hafþór er nú ingu þess efnis í sjávarútvegsráðuneyt- og hafrannsóknarbúnaðar og hafa til sölu og verið er að ganga frá auglýs- inu. Hann verður seldur án veiðarfæra nokkrír sýnt málinu áhuga. Síðan er Erfiðlega gengur að berja saman nýju síldarverði: Ekki hægt að verðleggja upp á væntanlegt gengissig ■ „Háð fjölmörguin óvissuþáttum má ætla að um mitt ár 1984 verði hraði verðbólgunnar milli 15 og 20%,“ sagði Brynjólfur Bjarnason, hagfræðingur og forstjóri Almenna bókafélagsins, í erínd- inu „Er jafnvægi á næsta leyti?“, sem hann flutti á fjölsóttum félagsfundi í Verslunarráði Islands, sem haldinn var að Hótel Esju í gær. 1 erindinu kom Brynjólfur víða við. Hann sagði að von væri á frekari sam- drætti í íslensku efnahagslífi. Það skipti miklu máli í þeim samdrætti sem fyrir- sj áanlegur væri, hvemig tækist með hlut- deild heimamarkaðar, raungengi og það atvinnustig sem hér á landi verður. Miklu skipti hvemig til tækist í væntan- legum kjarasamningum. Svigrúm til kaupmáttaraukninga væri ekkert. Þá taldi hann ástæðu til að ætla að verðlag í utanríkisverslun mælt í dollur- um hækkaði eitthvað. Þar skipti okkur hins vegar mestu máli verð á matvæla- hráefni helstu markaðslanda. Þótt spáð væri verðhækkun á innfluttum matvæl- um til Bandaríkjanna og magnaukningu iðnvara, væri mikil óvissa um okkar vörur eins og ljóst væri af verðstríði fiskafurða, sem réðist af framboði og eftirspurn. -Sjó ■ „Það liggur mikið á að ná verði fyrir helgina og ég leyfi mér að vona að það heppnist,“ sagði Ami Benediktsson, annar fulltrúa kaupenda, í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins, sem Ijall- ar um sfldarverð til frystingar. „Þetta er býsna erfið verðlagning. Það hefur lengi tíðkast að láta sífellt undan og verðleggja upp á væntanlegt gengis- sig, það var til dæmis gert í fyrra, en nú er það ekki hægt. Þess vegna verða kaupendur að velta því gaumgæfilega fyrir sér hver raunveruleg geta þeirra er,“ sagði Árni. Fundir í yfirnefndum Verðlagsráðs sjávarútvegsins stóðu fram á kvöld í gær og verður væntanlega haldið áfram í dag. -Sjó áformað að festa kaup á öðru skipi fyrir Hafrannsókn í staðinn. „Það er enn ekkert ákveðið í þeim efnum en við munum leita samninga um nýtt skip og höfum í huga skip úr raðsmíðaverkefninu" sagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Tímann er við spurðum hann um þetta mál. Hann sagði að salan á Hafþóri hefði verið í undirbúningi hjá ráðuneytinu undanfarna mánuði og um ástæður söl- unnar sagði Halldór: „Við erum að leita allra leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstrinum. Það lá ljóst fyrir að þetta skip er dýrt í rekstri og hér var því um hreina sparnaðarráðstöfun að ræða.“ -FRI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.