Tíminn - 29.09.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.09.1983, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 ir leikinn „Óheppnin ettir íslendinga“ ■ „Ég verð nú bara að segja það, að heppnin fylgir aldrei íslenskum liðum í svona keppnum,“ sagði Heimir Karlsson Víkingur eftir leikinn við Raba. Við uppskárum ekki eins og við áttum skilið í þessum leik, þetta er bara alltaf svona. Við áttum fullt af fxrum sem við notuð- um ekki, og skot sem hefðu með heppni getað lent inni, ef við hefðum náð að skora í fyrri hálfleik hefði það breytt öllu. Við áttum skilið minnst jafntefli í leiknum.“ „Munurinn á atvinnumönnum og áhugamönnum“ ■ „Þetta er bara munurinn á atvinnu- mönnum og áhugamönnum“, sagði Jean Paul Colonoval, þjálfari Víkinga eftir leikinn. „Við fáum fleiri færi og skorum ekkert, en þeir fá þrjú færi og skora tvö mörk. Þetta er náttúrlega afskaplega leiðinlegt, en ég er ánægður með barátt- una í mínu liði. Við vorum mun nær sigri en úrslitin segja, ef við hefðum til dæmis náð að skora úr dauðafæri á 25. mínútu. - Ég er ekki að áfellast Ómar Torfason, það er bara þannig að við þurfum flmm færi til að skora eitt mark, meðan þeir þurfa bara eitt. En ég get ekki ætlast til að við skorum mörk gegn Ungvcrsku meisturunum, þegar það gengur ekki hjá okkur í íslandsmótinu.“ „Vantaði herslumuninn“ ■ „Það vantaði bara herslumuninn“, sagði Aðalsteinn Aðalsteinsson Víking- ur eftir leikinn. „Við vorum bara ekki nógu ákveðnir, ekki nógu frekir. - Menn höfðu bara ekki trú á þessu, á því að við gætum sigrað. Karlinn hefur talað um þessa karla sem snillinga í allt sumar, og svo geta þeir ekki meira. Þetta var einfaldlega allt of mikið í maganum á mönnum.“ Punktar úr UEFA keppninni: Watford áfram! Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: ■ Watford stillti upp 4 framherjum gegn Kaiserslautern til að reyna að vinna upp 3-1 tapið í fyrri leiknum í UEFA keppninni í knattspyrnu. Mörkin létu heldur ekki á sér standa. Richardson, sem spilaði í gærkvöldi sinn fyrsta leik fyrir Watford, skoraði strax á 4. mínútu og aftur á 67. mínútu en þeim þýsku tókst að skora sjálfsmark á 8. mínútu og sleppa tveimur dauðafærum til að koma Englendingunum í aðra umferð í fyrstu Evrópukeppni sinni. Bayern Múnchen bætti upp lélega frammistöðu sína á Kýpur t fyrri leiknum með því að taka áhugamennina með tveggja stafa tölu. Rummenigge bræð- urnir voru mjög atkvæðamiklir í leiknum. Júgóslavarnir í Hadjuk Split sigruðu í vítaspyrnukeppni á móti Rúmenunum. Svíarnir sóttu stíft í fyrri hálfleik á móti þýska liðinu frá Bremen. Á 38. mínútu skoraði Rönneberg úr víti og hefðu mörkin hæglega getað orðið 4 eða 5. En í seinni hálfleik kom nýtt þýskt lið inn á völlinn. Austurríski landsliðsmað- urinn, Pezzey, besti maður vallarins, jafnaði á 47. mínútu og Shipka gerði sigurmarkið á 57. mínútu. Þrátt fyrir að Þjóðverjar hafi þarna náð í óvæntan sigur í Svíþjóð, er árangur þeirra í Evrópukeppninni nú sá lélegasti í 14 ár, þ.e. 2 lið af 6 eru fallin úr keppninni. -MÓ/JÓL ■ Heimir Karlsson í baráttu við Halgivik bakvörð Raba ETO Györ á Laugardalsvelli! í gær. Hann verður hér að láta í minni pokann, og hinir Ungverjamir koma til að taka boltann. Heimir náði ekki að skora fremur en aðrir Víkingar í gær, en þó munaði litlu í lok leiksins, þegar Kovacs markvörður varð að grípa til sparihanskanna og slá í horn þrumufleyg Heimis af 25 metra færi. Tímamynd Róbert SAMI HOFUÐVERKURINN VARD VfKINGUM AB FALLI — gekk ekki ad skora eins og í íslandsmótinu - töpuðu 0-2 fyrir Raba en áttu mun fleiri færi ■ Sami höfuðverkurinn og þjáði Vík- inga svo mjög í sumar á íslandsmótinu varð þeim að falli á Laugardalsvelli í gærkvöld, þegar liðið lék við Ungversku meistarana Raba ETO Györ í Evrópu- keppni meistaraliða í knattspyrnu. Vík- ingum var um megn að skora, en þó fengu þeir til þess fjölmörg færi léku vel og gáfu Ungverjunum ekkert eftir. Ung- verjarnir sýndu lítið, rétt að liðið hrykki í gang við og við í síðari hálfleik, og þá sýndi liðið hvað í því bjó, lék fallegan og hraðan fótbolta, og fáar rispur nægðu til þeirra tveggja marka sem skildu þegar upp var staðið. Raba er því komið áfram í keppninni með 4-1 samanlagt. Liðin fóru afskaplcga varlega af stað í, leiknum, Ungverjarnirtaugaveiklaðirog hræddir að því er virtist, auk þess sem þeir sættu sig grcinilega illa við slæman Laugardalsvöllinn. Víkingar virtust feimnir við atvinnumennina, og trúna á að hægt væri að skora mark virtist vanta. Þó sóttu þeir í sig veðrið þegar á leið fyrri hálfleikinn og voru hreinlega miklu betri. Víkingar áttu góð færi í fyrri hálfleik, sem hefðu getað gefið af sér mörk. Var það helst á 25. mínútu, þegar fyrirgjöf kom óvænt alla leið til Ómars Torfasonar á markteignum, þar sem hann stóð fyrir opnu marki, en varnarmaður hafði ekki hitt boltann hjá Ungverjunum. Ómar virtist illa viðbúinn, og í fátinu sem á hann kom skaut hann himinhátt yfir. Þremur mínútum síðar átti Aðalsteinn Aðalsteinsson þrumuskot af 20 metra færi rétt yfir mark Ungverja, og fimm mínútum fyrir leikhlé vann Heimir bolt- ann með skalla af markverðinum eftir hornspyrnu Aðalsteins, Ungverjar björguðu á línu og enginn Víkingur var til að pota. Þá komst Heimir einn upp gegn einum varnarmanni, og gaf ekki á félaga sinn Ómar Björnsson til hliðar við sig, en Ungverjar stöðvuðu síðan Heimi. Ungverjarnir áttu ekki umtalsvert færi í fyrri hálfleik, og stóðu lítt undir nafni. í síðari hálfleik kom hreint og beint annað lið Raba inná. Liðið tók góða ■ Þórður Marelsson í baráttunni við Ungverja í gær. Myndin er nokkuð dæmigerð fyrir Þórð, hann er ódrepandi baráttujaxl, mikill vinnuhestur á leikvelli. Tímamynd Róbert spretti, sem endaði með marki á 59. mínútu, þá skoraði Magyar. Eftir að Szabo gaf fyrir, og Buelsa þrumaði í varnarmann Víkings á línunni barst boltinn út til Magyars, sem negldi upp í vinkilinn af markteig, 1-0. Ungverjarnir fengu þrjú færi í viðbót, og skoruðu úr einu, varamaðurinn Szertes komst einn inn fyrir eftir fallegt samspil og skoraði eftir að hafa leikið á Ögmund 2-0, fjórum mínútum fyrir leikslok. í hin skiptin tvö kom þrumuskot í hliðarnetið af 20 metra færi, og Buelsa brenndi hroðalega af á markteignum. Víkingar sóttu milli góðra kafla Ung- verjanna, en ógnuðu ekki fyrr en í lokin. Þá tók Ómar Torfa annað skot yfir dauðafrír á markteig, fékk að vísu erfiðan bolta að vinna úr, og Heimir Karlsson skaut geysilegu þrumuskoti af 25 metra færi, sem markvörðurinn Kovacs rétt náði að verja í horn. Leikurinn var skemmtilegur á köflum, en datt niður á milli, og vonleysið sem einkenndi Víkingana var helst til þreyt- andi. Þar vantaði herslumuninn, annað hvort í því að skjóta á markið, eða koma boltanum fyrir, allt annað gekk. Annars stóðu Víkingar sig vel, en það verður bara að skora mörk í fótbolta, ef eitthvað á að ganga. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Jóhann Þorvarðarson stóðu upp úr Vík- ingsliðinu, léku báðir mjög vel, en aðrir voru jafnir. - Ungverjarnir virtust allir svipaðir, léttir. nettir og fljótir strákar. - SÖE FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 11 umsjón: Samúel Örn Erlingsson ■ i SKAGAMENN NAÐU JAFN- TEFU GEGN EVRÓPU- MEISTURUNUM ABERDEEN! - Jöfnuðu á sídustu mínútu úr vítaspyrnu. Mark dæmt af ÍA ■ „Þetta var stórkostlegt, þaö eru allir himinlifandi meö þessi úrslit gegn Aber- deen“, saði Jón Askelsson, bakvörður- inn trausti í Akranesliðinu í viðtali við Tímann í gærkveldi en þá léku Skaga- menn síðari leik sinn gegn Evrópumeist- urum Aberdeen í Skotlandi, nánar til- tekið á Pittodrie-leikvanginum. Er upp var staðið hafði hvort lið skorað eitt mark. Sem sagt: 1-1 jafntefli. Frábær frammistaða Skagamanna, svo ekki sé meira sagt. Eins og flestum er kunnugt um lauk fyrri leik liðanna með sigri Aberdeen 2-1 er leikið var í Laugardaln- um. Skagamenn eru þó úr leik, marka- talan samtals 2-3 en ef satt skal segja væri alveg jafn sanngjart að þeir færu í aðra umferð. Gordon Strachan, HM stjarnan rauðhærða, skoraði fyrir Aber- deen um miðjan síðari hálfleik, úr umdeildir vítaspyrnu en á lokamínútu leiksins fengu Skagamenn vítaspyrnu. Hana tók að þessu sinni Jón Áskelsson, viðmælandi Tímans. „Ég skal viður- kenna að það var dálítið erfitt að taka þessa sþyrnu en sem betur fer náði Leighton ekki að verja hana“ sagði Jón. Að sögn hans skoruðu Skagamenn mark nokkrum mínútum fyrir leikslok sem dæmt var af vegna rangstöðu. „Það var alveg út í hött, skal ég segja þér. ÁSGEIRI VÍSAÐ AF LEIKVELLI! — og Stuttgart féll út • Frá Magnúsi Olafssyni í Bonn: ■ Stanslaust í 90 mínútur sótti VFB Stuttgart móti búlgarska liðinu LS Sofia á útivelli, og jafnlengi lá mark í loftinu. Óteljandi marktækifæri dugðu þó ekki, og verða þjóðverjam- ir því að bíta í það súra epli að fá ekki að vera með í framhaldinu. Heima- menn skoraðu mark sitt á síðustu sekúndu leiksins. Ásgeiri Sigurvinssyni var vísað af leikvelli á 89. mínútu leiksins fyrir Ijótt Drot á sóknarmanni LS Sofia, og að sögn þýska þularins mun þetta hafa verið réttlátur dómur hjá Bridge frá Wales. Þetta kemur nokkuð á óvart hér í Þýskalandi, því Ásgeir er þekktur fyrir heiðarlega og íþrótta- mannlega framkomu á knattspyrnu- vellinum, og til dæmis um það fékk hann aðeins tvær aðvaranir á knatt- spymuvellinum í fyrra. Ásgeir var annars yfirburðamaður í liði Stuttgart, og skapaði hann hvað eftir annað stórhættu við mark heimamanna, eins og sjá mátti í þýska sjónvarpinu í gærkvöldi. Átti þulurinn ekki orð til að lýsa frammi- stöðu hans og þótti sorglegt að leikur- inn endaði svona hjá honum. -MÓ/SÖE Punktar úr Evrópukeppnum: Árni Sveins skoraði eftir sendingu frá Sigga Jóns en dómarinn dæmdi svo rang-stöðu á Sigþór sem var lengst úti á kanti og hafði akkúrat engin áhrif á leikinn. Varnarmaðurinn sem var með Sidda stökk meira að segja aftur fyrir endalínu til að gera hann rangstæðan. Alveg fáránlegt", sagði Jón. „Við byrjuðum leikinn alveg hræði- lega og gátum ekkert fyrstu 20 mínúturn- ar. Þeir fengu þá 3-4 góð færi en Bjarni varði glæsilega í öll skiptin. Eitt sinn komst McGee einn í gegn en Bjarni varði ævintýralega", sagði Jón. „Síðan komumst við smá saman inn i leikinn og í síðari hálfleik höfðum við í fullu tré við þá. Árni Sveinssön hélt þá Strachan niðri en hann hafði verið nokkuð sterkur í fyrri hálfleiknum.“ „Þeir vóru ekkert góðir þessir karlar og mér finnst liðið engan veginn neitt sérstakt. Auðvitað erum við þó firna- hressir með svona skemmtileg úrslit“, sagði Jón. Að lokum vildi hann koma á' framfæri kærri þökk til hinna 10 íslensku áhorfenda. „Það heyrðist vel í þeim“. Áhorfendur voru ekki ánægðir með þessi úrslit og er leiknum lauk var baulað á skoska liðið. Til hamingju Skagamenn! -Jól ■ Hinn ungi Sigurður Jónsson lék vel í Aberdeen í gær, og nú vill Ferguson fá hann. Ferguson vill fá Sigga ■ Framkvæmdastjóri Aberdeen, Alex Ferguson sagði í viðtali við breska úl- varpið BBC í gærkvöld, að hann hefði mikinn áhuga á að fá Sigurð Jónsson frá Akranesi til liðs við sig. Bætist þar með Aberdeen í hóp þeirra liða sem eltast við Sigurð, en Sigurður hefur fengið tilboð og rætt hefur verið við hann af mörgum félögum víða að úr heiminum. - Fergu- son sagði í viðtalinu, sem tekið var eftjr leik Aberdeen og Akraness í gærkvöld að hann hefði mikinn áhuga á að fá Sigga Jónsson („this Siggi Jonsson") til liðs við Aberdeen. -MÓ/SÖF. lágu í Jena! ■ Vestmannaeyingar biðu lægri hlut fyrir a-þýska atvinnumannaliðinu, Carl Zeiss Jena er liðin léku í A-Þýskalandi í gærkveldi. Lauk leiknum með 3-0 sigri Jena. Mörkin þrjú komu á 8 mínútna kafla í síðari hálfleiknum. „Þetta var gjörólíkt lið miðað við leikinn í Kópavogi fyrir hálfum mán- uði“, sagði Áki Haraldsson, stjórnar- 10-0 í Glasgow! ■ Þeir Skotar í Glasgow Rangers keyrðu á fullu á móti Valetta frá Möltu, í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu til að reyna að setja nýtt Evrópumet, 23-0, en Möltumennirair vörðust vel þannig að leiknum lauk aðeins 10-0. Kölnarliðið lék nú sinn fyrsta sannfær- andi leik í iangan tíma og gæla menn við þá hugmynd að samskiptaerfiðleikar leikmanna á milli séu yfirstignir. Manchester United fer áfram á úti- mörkum. Tveir einstaklingar í Liverpool liðinu settu persónuleg met í leiknum gegn Dönunum í Odenseliðinu í Evrópu- keppni meistaraliða, þeir Kenny Dalg- lish og Mike Robinson. Dalglish skor- aði tvö mörk og hefur nú skorað flest mörk allra Breta í Evrópukeppnum í knattspyrau, eða 15 alls. Gamla metið átti Denis Law, 14 mörk. Robinson skoraði einnig tvisvar og eru það fyrstu mörk hans fyrir Liverpool, en hann var keyptur þangað í haust. HSV, núverandi Evrópumeistarar, sátu yfir í lyrstu umferð. NAUMUR HAUKASKUR KR tapaði 14-15 í Hafnarfirði ■ Haukar úr Hafnarfirði sigruðu KR- inga með 15 mörkum gegn 14 í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöldi. Leikurinn sem var háður í Hafnarfirði var mjög harður. Staðan í hálfleik var 10 mörk gegn 6 KR-ingum í vil. Haukamir þéttu vörnina og bættu markvörsluna í síðari hálfleik og nægði það til sigurs. KR-ingar byrjuðu leikinn mjög vel og náðu forystu fljótt og sást t.d. 4-1 á töflunni. KR-ingar héldu þessu áfram fram að leikhléi en þá var staðan 10-6 eins og áður kom fram. Fyrri hálfleikur einkenndist af góðri markvörslu og vöm- in var nokkuð föst fyrir enda tókst Hafnfirðingum aðeins að skora sex sinnum. Vörnin og markvarslan var allt önnur í seinni hálfleik hjá Haukunum. Á meðan voru KR-ingar bæði klaufskir og óheppnir. Haukunum tókst að jafna metin 10-10 og ná svo tveggja marka forystu 12-10. Þá tókst KR-ingum loks að skora sitt fyrsta mark í seinni hálfleik, og var Ólafur Lárusson þar að verki. Tvö Haukamörk fylgdu í kjölfarið, Þórir Gíslason og Sigurjón Sigurðsson skoruðu. Guðmundur Albertsson skor- aði nú tvö mörk og staðan var 14-13 Haukum í vil. Hörður Sigmarsson gerði .síðan sigurmark Haukanna og tryggði þeim sín fyrstu stig í 1. deild í vetur. Lokastaðan var 15-14 Haukum í vil. í lokin áttu KR-ingar aukakast og aðeins tvær sekúndur eftir en það rann út í sandinn. í lokin var'Jakob Jónsson, kom frá KA í sumar, sleginn illa og varð að flytja hann í sjúkrahús. Dómararnir Árni Sverrisson og Hákon Sigurjónsson dæmdu þama ekkert og er það mjög slæmt að ekki sé dæmt á slíka hluti, jafnvel skaðlegt fyrir handboltann hér á landi. Mörk Hauka: Hörður 4, Þórir 4, Pétur 3, Ingimar 2, Jón og Sigurjón 1 hvor. Mörk KR: Ólafur 5, Guðmundur 3, Jakob 2, Bjöm 2, Friðrik, og Willum 1 hvor. -BH maður í Eyjaliðinu í spjalli við Tímam að leik loknum í gærkveldi. „Þeir léki mun betur og leikurinn var hraðari“. f fyrri hálfleik höfðu Eyjamenn í fullu tré við Þjóðverjana og þrátt fyrir að heimamenn hefðu sótt mun meira náðu þeir ekki að koma tuðrunni í netið framhjá Aðalsteini Jóhannssyni sem stóð sig mjög vel í markinu. „Strákarnir börðust mjög vel og virkilega góður andi var í liðinu“, sagði Áki. Staðan í hálfleik var því 0-0 og áhorfendur bauluðu á Jena-menn. „Þjóðverjarnir mættu síðan mjög sterkir til síðari hálfleiks og á 53., 54. og 65., mínútu gerðu þeir út um leikinn með 3 mörkum. Það gerði auðvitað útslagið en strákarnir héldu samt haus allan leikinn og stóðu vel fyrir sínu sagði Áki. Að sögn Áka voru úrslitin réttlát en Eyjamenn léku e.t.v. enn betur í gær- kveldi en er liðin mættust í Kópavogi forðum. Áhorfendur voru á milli 8 og 9 þúsund. _jó| Kalli og félagar lögðu Rússana ■ Karl Þórðarson frá Akranesi og félagar hans í Laval í Frakklandi lögðu að velli sovéska stóliðið Dynamó Kiev í UEFA keppninni í gærkvöld í Frakk- landi 1-0, og slógu þar með Rússana út. Fyrri leiknum sem leikinn var í Sovétrikj- unum iauk með markalausu jafntefli, og vöktu úrslitin milda athygli. Ekki tókst að afla frétta um það í gær hvort Kalli lék með en víst er að það stóð til. Þess má geta að uppistaða sovéska landsliðs- ins hefur fram að þessu verið skipuð leikmönnum úr Kiev liðinu. - SÖE Ursiit Evrópukeppni meistaraliða Víkingur Ísl.-Raba ETO UngverjaI....0-2 Raba áfram (4-1 samanlagt) Jeuncssc Esch (Austurríki)-Dynamo Bcrlin (A-ÞýskaI.)...0-2, Berlin áfram (1-6 samanl.) Viking (Noregi)-Partizan Belgrad (Júgósl) ..0-0, Belgrad áfram (5-1 samanlagt) Grasshoppers Zúrich (Sviss)-Dynamo Minsk (Sovét)...2-2, Minsk áfram (3-2 samanlagt) Atletico de Bilbao (Spáni)-Lech Poznan Póllandi)...4-0, Bilbao áfram (4-2 samanl.) Bohemians Prag (Tékkósl.)-Fenerbahce Istanbul (Tyrkl.)...4-2, Bohemias áfram (5-2 samanlagt) Omonia Nikosia (Kýpur)-Armildub Sofia (Bulg.)...4-1, Sofia áfram (4-4) Liverpool (Englandi)-Odense (Danmörku) ...5-0, Liverpool áfram (6-0 samanlagt) Dundee United (Skotlandi)-Hamrun Spart- ans Möltu...3-0, Dundee áfram (6-0 samanl.) IFK Gautaborg (Svíþj.)-Roma (Ítalíu)...2-1 Roma áfram (4-2 samanlagt) Standard Liege (Belgíu)-Athlone Town (Ir- landi) ...8-2, Standard áfram (11-4 samanl.) Olympiakos (Grikklandi)-Ajax (Hollandi) ...2-0, Olympiakos áfram (2-0 samanl.) Dynamo Búkarest (Rúmeníu)-Kuusyisii Lahti (Finnlandi...3-0, Búkarest áfram (4-0 samanl.) Nantes (Frakklandi)-Rapid Wien (Austurr.) ...1-3, Wien áfram (6-1 samanlagt) Linfield (N-írlandi)-Benfica (Portúgal)...2-3 Benfica áfram (6-2 samanl.) Evrópukeppni bikarhafa Köln (V-Þýskal.)-Innsbruch (Austurr.)..7-1 Köln áfram (7-2 samanlagt) Glasgow Rangers (Skotl.)-Valetta (Möltu) ...10-0, Rangers áfram (18-0 samanlagt). Danzig (Póllandi)-Juventus Trino (Ítalíu) ...2-3, Juventus áfram (11-2 samanlagt). Beveren (Belgíu)-Famagusta (Kýpur)...3-1, Beveren áfram (7-1 samanl.) Dukla Prag (Tékkó.)-Man.Utd. (Engl.)..2-2 Man. Utd. áfram (3-3 samanlagt) Shaktyar Donetzk (Sovétr.)-Nyköping (Svíþj.)...4-2, Donetzk áfram (9-3 samanl.) Nento Tirana (Albaníu)-Hammarby (Sviþj.) ...2-1, Hammarby áfram (5-2 samanlagt) Barcelona (Spáni)-Magdeburg (A- Þýskal.)...2-0, Barcelona áfram (7-1 samanl) Paris St. Germain (Frakkl.)-Glentoran (N- írlandi)...2-l, Paris St. áfram (4-2 samanl.) Valeahoska (Finnl.)-Sligo Rovers (írl.)...3-0 Valeahoska áfram (4-0 samanlagt). Avenir Beggen (Luxemb.)-Servette Genf (Sviss)...l-5, Servette áfram (9-1 samanlagt). Ujpest Dosza (Ungverjal.)-AEK Aþena (Grikkl.)...4-1, Dosza áfram (4-3 samanl.) Brann (Noregi)-NEC Nijmegen (Hollandi) ...0-1, Nijmegen áfram (2-1 samanl.) UEFA keppnin Watford (Engl.)-Kaiserslaurem (V- Þýskal)...3-0, Watford áfram (4-3 samanl.) Bayern Múnchen (V-Þýskal.)-Larnak (Kýpur)...10-0, Bayern Múnchen áfram (11- 0 samanl.) LS Sofia (Búlgaríu)-Stuttgart (V-Þýskal.) ...1-0, Sofia áfram (1-0 samanl.) Maimö (Svíþjóð)-Werder Bremen (V- Þýskal.) ...1-2, Bremen áfram (3-2 samanl.) Frankfurt O.A. (A-Þýskal.)-Nottingh. For. (Engl.) ...0-1, Forest áfram (3-0 samanl.) I.eipzig (A-Þýskal.)-Bordeaux (Frakld.) ...4-0, Leipzig áfram (7-2 samanl.) Aston Villa (Engl.)-Vitoria Guimarcs (Port- úgal) ...5-0, Villa áfram (5-1 samanl.) Real Madrid (Spáni)-Sparta Prag (Tékkó.) ...1-1, Sparta áfram (4-3 samanl.) Antwerpen (Belgiu)-Zúrich (Sviss)...4-2 Antwerpen áfram (8-3 samanl.) Austria Wien (Austurr.)-Aris Bonneweg (Luxemb.) ...10-0Wienáfram (15-Osamanl.) Laval (Frakklandi)-Dynamo Kiev (Sovétr.) ...1-0 Lavai áfram (1-0 samanl.) Tottenham (Englandi)-Drocheta (írlandi) ...3-0 Tottenham áfram (14-0 samanl.) Inter Milano (Italíu)-Trabzonspor (Tyrkl.) ...2-0, Milano áfram (2-1 samanl.) Feyenoord (Hollandi)-St. Mirren (Skotl.) ...3-0, Feyenoord áfram (4-0 samanl.) Aarhus (Danmörku)-Glasgow Celtic (Skotl.) ...14, Celtic áfram (5-1 samanl.) Coleraine (N-írl.)-Sparta Rotterdam (Hol- landi) ...1-1, Sparta áfram (5-1 samanl.) B1903 (Danmörku)-Banik Ostrava (Tékkó) ...1-1, Ostrava áfram (6-1 samanl.) Sporting Lissabon (Portúg.)-SeviUa (Spáni) ...3-2 Lissabon áfram (4-3 samanl.) Groningen (Hollandi)-Atletico de Madríd (Spáni) ..3-0, Groningen áfram (4-2 samanl.) Honved (Ungverjal.)-Larissa (Grikklandi) ...3-0, Honved áfram (3-2 samanl.) Elfsborg (Svíþjóð)-Widzev Lodz (Póllandi) ...2-2, Lodz áfram (2-2 samanl.) HJK Helsinki (Finnl.)-Spartak Moskva (So- vétr.)...0-5, Moskva áfram (7-0 samanl.) Anderlecht (Bclgíu)-Bryne (Noregi) ...1-1, Anderiecht áfram (4-1 samanl.) St. GaUen (Sviss)-Radnicki Nis (Júgóslv.) ...1-2, Nis áfram (5-1 samaniagt) Saloniki (Gríkld.)-Lokomotiv Plodiv (Búlg.) ...3-1, Saloniki áfram (5-2 samanl.) Hadjuk SpUt (Júgóslav.)-Universitatea Cra- iova (Rúm.) ...1-0, SpUt áfram á vítaspymuk- eppni (1-1 samanl.) Rabat Ajax (Möltu)-Inter Bratislava (Júgó) ...0-6, Bratislava áfram (16-0 samanlagt) Lens (Frakkl.)-Gent (Belgíu)...2-1, Lens áfram (3-2 samanl.) -MÓ/SÖE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.