Tíminn - 29.09.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.09.1983, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 5 fréttaskýring ^ g«U «* rifib»r*r AW*0- IIDa* ■- ■ .-■--J.l.adM __ Kjarabót á krepputímum Bílakaup Steingnms r. # 1 • 700.000 kr.friömw —veík a' manna • „Þjó5m þarf að leggja Steingrímur kaupir jeppa --- fr— cnn Kúsund króna trieinoi frá rikmu »beh»k«r5*•ír, r byrfU «» I rfctaiJámtWUi kvafflil uppivMn^'",o unih««V;n' jK'Hi ««-‘Punt>. - ________ ‘ • ci-xia 105- Slringrimur ít^* '*nn * Hlustendakönn unin: Kvöld- fréttirnar vinsælar ■ 1 næstu viku verður birt niðurstaða úr hlustendakönnun, sem ríkisútvarpið lét framkvæma í vor. í sumar hefur verið unnið úr könnuninni og er lokaskýrsla nú frágengin. Tíminn hefur fregnað að ein af niður- stöðum könnunarinnar sé að fyrirkomu- lagið á kvöldfréttunum hafi mælst mjög vel fyrir hjá þeim sem þátt tóku, og að fleiri hlusti nú á kvöldfréttir útvarps en áður. Tíminn mun birta meira úr niður- stöðum fljótlega. -BK Ráðstefna um AÐFLUTNINGSGJOiD FELLD NIÐUR SL13 ÁR Á BIFREHh UM HJA 40 RADHERRUM einkaflugs ■ Flugmálastjóri og Vélflugfélag ís- lands boða í samvinnu við Flugleiðir hf. til ráðstefnu um öryggismál einkaflugs sem fer fram á Hótel Esju laugardaginn 1. október. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Einkaflug öryggi 83“ og er opin öllum einkaflugmönnum, flugvélaeigendum, flugnemum og öðru flugáhugafólki. í tilefni 10 ára afmælis Flugleiða hf. Itefur félagið ákveðið að veita skráðum þátttakendum ráðstefnunnar utan af landi sérstök kjör á flugi og gistingu á Flugleiða hóteli umrædda helgi. Að ráðstefnunni lokinni mun Vélflugfélag íslands efna til aukaaðalfundar og standa síðar um kvöldið fyrir „Flugdýrafagn- aði“ í salarkynnum Hótel Esju. Þeir sem ekki hafa fengið senda dagskrá ráðstefnunnar er bent á að hafa samband við Flugmálastjórn í síma 18430 þar sem þátttökutilkynningum er veitt móttaka. -GSH U mf erðarvika ■ Samkvæmt heimildum Tímans hafa fjölmargir ráðherrar á undanförnum árum notfært sér þá heimild að kaupa bifreið til einkaafnota, án þess að greiða af henni aðflutningsgjöld, en þess ber þó að geta, að fjölmargir þeirra sem hér um ræðir, hafa gert það eftir að ráðherratíð þeirra lauk, en réttinn sem slíkan hafa ráðherrarnir í eitt ár, eftir að ráðherratíð þeirra lýkur. Eins og mörgum mun kunnugt er heimildarákvæði í lögum sem leyfir ráðherrum, og starfsmönnum utanríkisþjónustunn- ar að kaupa bifreiðar fyrir einkaafnot á ofangreind- um kjörum, en ef ráðherrar kjósa ekki að notfæra sér þann möguleika, þá geta þeir látið ríkissjóð kaupa bifreið sem þeir nota sína ráðherratíð, og er það af mörgum talin enn ódýrari leið. Þjóðviljinn gerir að umræðuefni á forsíðu sinni í gær, að Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra hafi keypt sér nýjan bíl. Þessi umfjöllun Þjóðviljans, og útleggingar blaðsins í því tilefni urðu okkur hér á Tímanum tilefni til þess að reyna að upplýsa á hvem hátt heildarákvæði þessi hafa verið nýtt af ráðherrum og utanríkis- þjónustu undanfarin ár. Á daginn kom að mörg ljón voru í veginum, einkum og sér í lagi í hinum ýmsu skúmaskotum fjármálaráðuneytisins, þar sem tak- markaður áhugi virðist vera fyrir hendi að veita upplýsingar um þessi mál, að ekki sé nú meira sagt. Eftir um það bil 20 símhringingar fékkst samband við Ingólf Friðjónsson hjá tolladeild fjármálaráðuneytisins, og hann var spurður um það hverjir hefðu nýtt sér þessa heimild undanfarin 10 ár, hvaða bíltegundir hefði verið um að ræða, og hve há upphæð aðfiutnings- gjöldin hefðu verið hverju sinni: „Við erum ekki með neinar handbærar upp- lýsingar um öll þau atriði sem þú spyrð um þannig að það tæki okkur par vikur að fletta þessu öllu upp,“ sagði Ingólfur, „þannig að ég get ekki séð að það sé nokkur vinnandi vegur að veita þér þessar upplýsingar. Það er algjörlega útilokað.“ Niðurstaðan varð því sú að þrátt fyrir þá staðreynd að bifreiðamál heyra undir fjármálaráðuneytið, og að innflutningur og aðflutningsgjöld heyra undir tolla- deild fjármálaráðuneytisins, fengust engar upplýsingar um ofangreind atriði, enda fjármálaráðherra erlendis! Eftir krókaleiðum tókst Tímanum þó að verða sér úti um eftirfarandi upplýs- ingar, en þær ná aftur til ársins 1970. Eru þessar upplýsingar einungis um ráðherra (eða fyrrverandi ráðherra, en heimildin gildir í ár eftir að ráðherradómi er lokið). Utanríkisþjónustan ogbankarnir verða að bíða betri tíma. Þeir sem hafa nýtt sér undanþágu samkvæmt 14. tölulið 3. greinar tolla- skrárlaga frá setningu reglugerðar no. 6 1970 um bifreiðarmál ríkisins. Árið 1970 nýtlu þessir sér ákvæðið: Emil Jónsson, 1. apríl Magnús Jónsson, 27. apríl Eggert G. Þorsteinnson, 16. apríl Ingólfur Jónsson, 29. júní Jóhann Hafstein, 6. nóvember Bjarni Benediktsson (dánarbú) 11. nóv- ember Gylfi Þ. Gíslason, 19. nóvember Auður Auðuns, 2. desember Árið 1971 nýttu þessir sér ákvæðið: Magnús Kjartansson, 1. október Magnús Torfi Ólafsson, 19. október Hannibal Valdimarsson, 4. nóvember Árið 1972 nýttu þessir sér ákvæðið: Halldór E. Sigurðsson, 5. janúar Einar Ágústsson, 5. janúar Ólafur Jóhannesson, 6. janúar Árið 1973 nýtti þessi sér ákvæðið: Björn Jónsson, 29. nóvember Árið 1974 nýttu þessir sér ákvæðið: Lúðvík Jósepsson, 6. maí Vilhjálmur Hjálmarsson, 11. nóvember Árið 1975 nýttu þessir sér ákvæðið: Gunnar Thoroddsen,-8. janúar Matthías Á. Mathiesen, 23. janúar Halldór E. Sigurðsson, 27. maí Magnús Torfi Ólafsson, 4. júní ( sem. fyrrverandi ráðherra) Magnús Kjartansson, 17. júlí (sem fyrr- verandi ráðherra) Lúðvík Jósepsson, 2. ágúst (sem fyrrver- andi ráðherra) Ólafur Jóhannesson, 7. nóvember. Þeir sem nýttu sér ákvæðið 1976: Geir Hallgrímsson, 18. mars Einar Ágústsson, 23. júlí Matthías Bjarnason, 21. september 1977 nýtti einn maður sér ákvæðið: Vilhjálmur Hjálmarsson, 16. desember 1978 nýttu þeir sér ákvæðið: Gunnar Thoroddsen, 12. júlí Halldór E. Sigurðsson, 2. ágúst Matthías Á. Mathiesen, 3. ágúst Matthías Bjarnason, 6. desember (sem fyrrverandi ráðherra) 1979 nýttu þessir sér ákvæðið: Ólafur Jóhannesson, 20. febrúar Einar Ágústsson, 14. mars (sem fyrrver- andi ráðherra) Geir Hallgrímsson, 20. mars (sem fyrr- verandi ráðherra) Tíminn hefur heimildir fyrir því að þegar ríkisstjórn dr. Gunnars Thor- oddsen tók við völdum í febrúar 1980, þá vildu bæði Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson kaupa bíla án aðflutnings- gjalda, en vegna þeirrar starfsreglu sem ráðherrar í ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar höfðu viðhaft, þ.e. að nýta ekki þessa heimild, þá hafi þeir hætt við að kaupa bíla með þeim kjörum, heldur hafi þeir látið ríkissjóð kaupa Mercedes Benzana sem þeir óku á í ráðherratíð sinni, og eru nú komnir til þeirra.Alberts Guðmundssonar og Halldórs Ásgríms- sonar. Þeir munu hins vegar báðir þ.e. Pálmi og Friðjón hafa keypt sér bíla í sumar, og notfært sér niðurfellingu á aðflutningsgjöldum. Sömu sögu sé að segja af ráðherrum sem fóru frá völdum í vor, að undanskildum Ólafi Jóhannes- syni og ráðherrum Alþýðubandalagsins. Er Tíminn ræddi við Hjörleif Guttorms- son fyrrverandi iðnaðarráðherra í gær- kveldi og spurði hann hvort hann hyggð- ist nótfæra sér þessa heimild: „Það hefur aldrei hvarflað að neinum í okkar hópi að notfæra sér þetta, og mér kom það satt að segja ekki í hug að þeir sem voru með okkur í síðustu ríkisstjórn létu henda sig þessi ósköp.“ - AB á Akureyri ■ Umferðarvika stendur nú yfir á Akureyri í tilefni af Norrænu umferðar- öryggisári. Á þriðjudag var útifundur á íþróttavellinum þar sem 3-4000 grunn- skólanemendur komu saman, í tilefni vikunnar. Óli H. Þórðarson fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs flutti ávarp og séra Pálmi Matthíasson flutti hug- vekju. Þá hélt einn nemandi úr hverjum skóla stutta ræðu. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er ýmislegt á dagskrá vikunnar. Eftirlit með nmferðinni hefur verið hert og fræðsla aukin. Þá munu ökukennarar halda fundi um endurmenntun bílstjóra og á laugardag munu þeir taka fólk í tíma, bæði bóklega og verklega eftir óskum. -GSH Skátastarf í Vesturbæ ■ Skátafélagið Ægisbúar er að hefja vetrarstarf sitt og verður innritun í húsnæði þess að Neshaga 3 laugardaginn 1. október frá kl. 13.00 til 17.00. í félaginu starfa tvær léttskátasveitir fyrir alduinn 9-11 ára, bæði kyn; fjórar skátasveilir fyrir 11-15 ára, bæði kyn; og tvær dróttskátasveitir fyrir 15-18 ára þar sem bæði kyn starfa saman. Ennfremur er töluverður hópur rekka og svanna, þ.e. 18 ára og eldri. Félagsstarfið hefur verið blómlegt undanfarið og í því er lögð áhersla á sjálfsbjargarviðleitni og virðingu fyrir umhverfinu og náunganum. Farið er í útilegur og unglingum kennt hvernig á að búa sig miðað við aðstæður hverju sinni. Mikið er lagt upp úr kennslu í hjálp í viðlögum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.