Tíminn - 06.11.1983, Síða 18
SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1983
18- Wmmrn'
Þetta lyf framleiddi
Dreser fyrstur 1899
Fyrsta vísbending gefur 5 stig, önnur 4 stig, þriðja 3 f jórða 2 og fimmta 1 stig Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórfta Fimmta vísbending
1. 1. Þetta þýska skáld var jafnaldri Beethovens og Hegels. 2. Hann sótti gjarna yrkis- efni i grískar goðsögur. 3. Mesta ást lífs hans var bankastjórafrú að nafni Su- sette. 4. Hann kallaði hana „Dio- tirnu" og orti mikið til hennar. 5. Hann dó í Tubingen 1843 og var þá orðinn geð- bilaður.
2. 1. Þetta lyf framleiddi Dreser nokkur i Þýskalandi fyrstur árið 1899. 2. Sagt er að Bandarikja- menn éti 14 milljón kiló af því á ári. 3. Lyfjafræðin kallar það „acetylsalicyl-sýru.“ 4. Það er að finna í berki pílviðarins. 5. Einkum hefur það þótt gott við höfuðverk og til þess að halda niðri hita.
3. 1. Þessi gáfumaður fædd- ist árið 1723 í Kirkcaldy á Skotlandi. 2. Hann var um hrið pró- fessor i rökfræði og sið- fræðilegri heimspeki. 3. Hann tók upp hanskann fyrir „guðleysingjann“ David Hume eftir dauða hans. 4. Þekktastur er hann þó af ritum sínum um hagfræði. 5. Hann ritaði „Auðlegð þjóðanna."
4. 1. Fram eftir þessari öld var enginn teljandi byggð i kaupstað þessum. 2. En nú eru þar m.a. 4 barnaskólar og 2 gagn- fræðaskólar. 3. Þar hafa gatnafram- kvæmdir verið stórfengleg- ar. 4. Einkum eiga nú margir leið um Gjána á degi hverjum. 5. Miðbær kaupstaðarins er miðpunktur Stór- Reykjavíkursvæðisins.
5. 1. Fræðimaður þessi fædd- ist 10. apríl 1924 að Fremstafelli í Köldukinn í S-Þing. 2. Hann ritaði doktorsrit- gerð um Fóstbræðrasögu. 3. Hann þýddi rit Durants um Rómaveldi og Grikkland hið forna. 4. Lengi starfaði hann við handritarannsoknir og út- gáfustörf í Höfn. 5. Arið 1971 varð hann forstöðumaður Árnastofn- unar.
6. 1. Kauptun þetta stendur i landi jarðanna Kirkju- hvamms og Syðsta Hvamms. 2. Löggiltur verslunarstað- ur varð það 1895. 3. Þar eru hafnarskilyrði góð og nú er aðallega róið á rækju og grásleppu. 4. Það er i umdæmi Jóns ísberg, sýslumanns. 5. Þaðan má sjá út yfir Húnaflóann.
7. 1. Á sínum tíma voru fluttir í útvarpi 15framhaldsþætt- ir eftir hann, sem nefndust „Fjölskylda Orra.“ 2. Hann leikstýrði tveimur kvikmyndum, „Töfraflösk- unni“ og „Gilitrutt." 3. Faðir hans var lengi út- varpsstjóri. 4. Hann er sjálfur einn vin- sælasti útvarpsmaður hér- lendis. 5. Árið 1981 kom út skáld- saga hans, „Einbjörn Hansson."
oö 1. Nafnið á fjalli þessu merkir „Ég brenn.“ 2. í fjallinu töldu forn- Grikkir að væri verkstæði Hefastosar og Kýklópa. 3. Það hefur gosið 136 sinnum, svo vitað sé, en sjálfsagt miklu oftar. 4. Árið 1669 myndaðist nýr tindur á því, Monti Rossi, við eldgos. 5. Það er auðvitað á Sikiley.
9. 1. Danskur stjórnmálamað- ur, látinn 1942. 2. Lengi var hann orðaður við vindlaframleiðslu. 3. Auðþekktur var hann af skallanum, gleraugunum og skegginu. 4. Forsætisráðherra Dana var hann um árabil. 5. Að fornafni hét hann „Þorvaldur."
■ © 1. Þetta var fyrsta þjóðin sem þekkt er af samtima áletrunum. 2. Þeir komu af fjöllum ofan og lögðu undir sig lág- sléttu Mesópótamíu. 3. Sumir telja að þar hafi þá verið fyrir þjóð sem Úba- díar hét. 4. Meðal borga þeirra voru Úr og Nippúr. 5. Frægasti konungur þeirra var Sargon.
Svör vid spurningaleik á bls. 20