Tíminn - 08.12.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.12.1983, Blaðsíða 1
Nýja húsnæðismálafrumvarpið - sjá bls. 9 FJÖLBREYTTARA OGBEIRABtAO! Fimmtudagur 8. desember 1983 285. tölublað - 67. árgangur Siðumula 15-Postholf 370 Reykjavik - Ritstjorn 86300- Augtýsingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Tæki Siglósíldar eru gód, en húsakynnin léleg: ÓTTAST AD NÝIR EIGENDUR FLYTJI VÉLARNARIBURTU ef utanbæjarmenn kaupa Siglósíld, segir bæjarstjórinn á Siglufirði ■ „Ég veit ekki hvort iðnaðar- ráðherra hefur áttað sig á því að SiglósQd er rekin samkvæmt ákveðnum lögum og ég hygg að samþykkt Alþingis hljóti að verða að liggja fyrir áður en hún er seld, og í framhaldi af því samþykki verði væntanlega að auglýsa verksmiðjuna til sölu,“ sagði Óttar Proppe bæjarstjór- inn á Siglufirði m.a. er Tíminn spurði hann í gær álits á þeim orðum iðnaðarráðherra að geng- ið yrði frá sölu SiglósQdar á næstu dögum. I>eir aðilar sem hyggjast kaupa Siglósíld eru Niðursuðuverk- smiðjan hf. á ísafirði og Mar- bakki hf. í Kópavogi, ásamt hugsanlega einhverjum Siglfirð- ingum, þannig að ef af kaupun- um verður, þá er ljóst að verk- smiðjan verður að miklu, eða öllu leyti í eigu fyrirtækja utan Siglufjarðar. Óttar var spurður hvaða þýðingu hann teldi að slíkt gæti haft fyrir atvinnulífið á Siglufirði: „f þeim óljósu fregn- um sem hafa borist um þessa aðila, hefur aldrei komið fram að þeir ætluðu sér að leggja niður gaffalbita. Hins vegar hef- ur það lengi verið vitað, að þeir hygðust pilla rækju fyrir stóran hring í Efnahagsbandalaginu. í sjálfu sér er það gott og blessað, en auðvitað byggir það eingöngu á því, hversu lágt kaup er hér á landi í dag. Það er ekkert vit í því að flytja ópillaða rækju frá Bretlandi eða Hollandi og pilla hana hér og selja hana svo aftur til Efnhahagsbandalagsins, því það er enginn þáttur í því ferli sem getur varíerað, nema laun- in. Þetta hlýtur því að byggjast á því,“ sagði Óttar, „hversu laun eru lág hér á landi, í dag og í framhaldi þess vaknar spurning um hvað yrði um framtíðarrekst- ur, ef laun hækka eitthvað." Óttar sagði að Siglfirðingar hefðu helst óttast það, í sam- bandi við þessa aðila sem nú vilja kaupa, að niðurlagning á gaffalbitum legðist niður, og því væri það í sjálfu sér ánægjuefni, ef það væri rétt sem sagt hefði verið, að þeir hygðust leggja niður gaffalbita. Óttar sagði jafnframt: „í sjálfu sér er ekkert á móti því að fá þarna inn einhverja aðila frá ísafirði eða annars staðar frá, í rækjuvinnslu, ef það er tryggt að verksmiðjan gengur. Menn hafa hins vegar verið með efasemdir um það eða ótta, því að sjálft húsið sem Siglóverksmiðjan er í, það er lélegt, en aftur á móti eru tækin mörg hver nokkuð góð. Hér er því ákveðinn ótti við það, ef þetta eru utanbæjaraðilar, að þeir myndu bara senda Drang eina ferð eftir tækjunum, og þá þyrfti ekki að spyrja að fram- haldinu hérna.“ -AB Sjá einnig bls. 3. IÍTSVAR VERÐI LÆKKAÐ Í10% ■ Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins mun nú á næstunni leggja fram tillögur um lækkun ýmissa opinberra gjalda, til handa Reykjavíkingum, m.a. að útsvar verði lækkað í 10% úr 11%, sem þýðir um 104 mUljón króna lækkun. „Það er rétt að ég mun nú á næstunni leggja fram í borgar- stjórn tillögur um að ákveðin verði lækkun úrsvars úr 11% niður í 10%sagði Kristján er Tíminn spurði hann um þetta mál í gær. „Ef þetta verður samþykkt," sagði Kristján, „þá þýðir það að dregið verður úr skattheimtu á Reykvíkingum, um 104 milljónir króna. Ég mun þar að auki gera tillögu um að fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði verði lækkuð verulega, en þau eiga að hækka um 57%. Ég mun auk þess gera tillögu um að aðstöðugjöld á iðnaði hér í borg- inni verði lækkuð," sagði Kristj- án jafnframt. Kristján sagði að tillagan varð- andi lækkun á aðstöðugjöldum af iðnaði yrði lögð fram, til þess að færa hann til jafns við fisk- veiðarnar, þannig að iðnaður héldist hér í borginni, en flyttist ekki í nágrannabyggðirnar. - AB. Vitni mótmælir fréttatil* kynningu VITNI SENDIR FRfl SÉR YFIRLÝSINGU ■ Frumrannsókn rannsóknar- lögreglu ríkisins í ákæru Skafta Jónssonar um meint harðræði lögreglunnar vegna handtökp er nú lokið og gögn send ríkissak- sóknara til ákvörðunar. Rann- sóknarlögreglan sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um málið og í gærkvöldi sendi eitt vitnanna í málinu frá sér yfirlýsingu vegna fréttatilkynningarinnar þar sem það segir að framburður sinn sé áiitinn úr samhengi í frétt rann- sóknarlögreglunni og nánast snúið í andhverfu sína. í frétt rannsóknarlögreglunn- ar kemur fram að málsaðiljum ber ekki saman um það sem gerðist. Skafti heldur því fram að í lögregluþílnum hafi lög- reglumaður ítr.ekað rifið í hár sér og keyrt höfuð hans niður í gólfið en lögreglumennirnir neita því alfarið. Fréttatilkynning rannsóknar- lögreglunnar og yfirlýsing vitnis- ins eru birtar í heild sinni á blaðsíðu 2 og 3. -GSH ■ Jólin minna og mcir og meir á nærveru sína með hverjum deginum. Þessi mynd var tekin er verið var að reisa jólatré við Hafnarbúðir, svo sem árlega er gert en kveikt verður á þvi á laugardag Tímamynd Róbert. „LJóst að Skeiðar- árhlaup er hafið” segir Sigur- jón Rist, vatnamæl- ingamadur ■ „Það er alveg Ijóst að Skeiðarárhlaup erhafið. Ragn- ar Stefánsson í Skaftafelli þekkir vel einkennin og hefur gefið þau upp og það kemur allt heim og saman. Vatns- niagnið í ánni er nú svipað og á sumrum og það mun að líkinduin halda áfram að vaxa í um hálfan niánuð þar til hlaupið nær hámarki. Síðan tekur venjulega viku að sjatna í ánni ef miðað er við fyrri hlaup,“ sagði Sigurjón Rist vatnamælingamaður í samtali við Tímann í gær þegar hann var spurður um nýhafinn vöxt í Skeiöará. Sigurjón sagöi að venjulega liði langur tími milli Skeiöar- árhlaupa, frá 6 upp í 10 ár, en síðasta hlaup í Skeiðará var fyrir tæpum tveim árum. Sig- urjón sagði að það hlaup hefði verið stutt og vatnsmagn í Grímsvötnum hefði verið um 50 metrum hærra en venjulega þegar hlaupið tók að réna, þannig að hlaupið nú kæmi ekki svo á óvart. Hann sagði einnig að í október hefði Ragn- ar ( Skaftafelli fundið brenni- steinsfýlu af ánni og orðið var við háhitavatn þannig að þeir hefðu frekar gcrt ráð íyrir þessu hlaupi nú. Sigurjón sagði að Skeiðar- árhlaup hefðu frekar farið minnkandi. Þegar hann mældi fyrst Skeiðarárhlaup árið 1954 var vatnsmagnið um 10.000 teningsmetrar í hámarkinu en síðast hefði vatnsmagn aðeins mælst um 2000 teningsmetrar. Hann sagðist því ekki eiga von á að brýrnar á Skeiðaársandi kæmust í hættu en þó gæti svo farið ef áin bryti úr jöklunum og flytti stóra jaka með sér niður á sand. Skeiðarárhlaup eiga upptök sín í Grímsvötnum sem eru um 50 kílómetra inni í Vatnajökli. Þar safnast vatn saman í hvilft undir um HK) metra þykkri íshellu og þegar það hefur náð vissri hæð hleypur það fram. -GSH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.