Tíminn - 08.12.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.12.1983, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 fréttir Upplýst á Alþingi um tekjur fógeta af uppboðum: TEKJUHÆSTIUPPBOÐSHAIDARINN FÆR YFIR 2 MILUÓNIR A ARI! ■ Tckjur fógeta af uppboðum eru allgóðar samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hefur geflð á Al- þingi. Mjög er það samt misjafnt eftir því um hvaða embætti er að ræða. Það embætti sem hæst hafði upp úr uppboð- um á s.l. ári fékk 2.2. millj. kr. í uppboðslaun. A fyrstu sex mánuðum þessa árs var sama embætti búið að fá 1.2 milljónir króna fyrir að halda uppboð. Jóhanna Sigurðardóttir lagði þær spurningar fyrir dómsmálaráðherra hverjar væru tekjur uppboðshaldara á síðasta ári og fyrstu sex mánuði þessa árs. Óskaði hún sundurliðunar eftir hverju embætti um sig og hvernig tekjur skiptust milli einstakra uppboðshaldara. Uppboðshaldarar fá 1% innheimtu- gjald af þeirri upphæð sem innheimtist t.d. af sölu fasteigna og skipa. Fyrir sölu lausafjár frá kaupanda 6% með gjald- fresti og 3% við staðgreiðslu. Frá selj- anda 4%. Dómsmálaráðherra tók fram í svari sínu að þeir sendu ráðherranum upplýs- ingar um tekjur sínar sem trúnaðarmál, en tekjur þessar eru ekki greiddar úr ríkissjóði, og ekki er hægt að afla upplýsinga nema beint frá uppboðshald- ara. Skoðanir eru skiptar um hvort heimilt cr að birta þær nema viðkomandi uppboðshaldari veiti til þess beina heim- ild. Því eru ekki birt nöfn embætta og uppboðshaldara þeirra sem tekjurnar fá. Er því gefin upp tala fyrir hvert embætti, og þau merkt númerum. Hjá níu embættum skiptast tekjurnar milli fleiri aðila við sama embættið. Tekið er fram að síðan í haust hafa kjaramál embættismanna sem hafa tekj- ur af embættum sínum fyrir utan föst laun verið í athugun hjá dómsmálaráðu- neytinu. Skráin fer hér á eftir: Tekjur uppboðshaldara skv. gjaldskrá nr. 757 30. desember 1981. 1982 1983 tU 30/6 1 .............. 72.433 80.233 2 .............. 50.282 12.328 3 ............... 5.876 9.057 4 .............. 46.977 31.539 5 .............. 16.300 10.200 6 ............... 3.000 1.500 7 .............. 13.832 6.274 8 .............. 62.121 158.342 9 .............. 35.346 41.947 10 ............ 342.450 332.790 11 .................. 0 49 12 ............ 473.616 467.908 13 ............ 240.522 161.358 14 .......... 2.190.915 1.221.899 15 ............. 25.980 23.295 16. ....... 14.833 9.698 17 .............. 35.104 53.276 18 ................. 600 400 19 .............. 44.269 17.544 20 ............... 5.547 2.578 21 .............. 40.250 44.892 22 ................. 365 95 23 ............... 3.254 7.672 24 ............... 3.465 14.715 25 .............. 10.084 38.201 26 .......... 1.620 22.110 27................ 262.674 204.383 Ærið er það misjafnt hvað embættis- mennirnir fá í uppboðstekjur og geta menn reynt að ráða í númer hvað hvert og eitt lögsagnarumdæmi hefur í skránni. -OÓ Setur Life lög- banra á Nýtt líf? ■ Svipmynd frá opnun NFSK. Tímamynd Ámi Sæherg Náttúrufræðistofa Kópavogs opnuð: Sýning á hryggleysingja- safni Jóns Bogasonar ■ Ekkj virðast öll kurl komin til grafar hvað snertir dcilu forráðamanna tísku- blaðsins Líf og Life, þrátt fyrir hæstarétt- ardóm sem úrskurðaði eins og kunnugt er að tískublaðinu Líf væri óheimilt að nota það nafn, þar sem lögfræðingur Life á Islandi, Sigurgeir Sigurjónsson hefur nú ritað Magnúsi Hreggviðssyni bréf, í nafni Life, þar sem hann segir m.a. að forráðamenn Life telji að ekki sé um nægar breytingar að ræða á nafni blaðsins, að nefna það Nýtt líf, eins og ákveðið hefur verið. „Það er rétt, að ég hef fengið bréf frá lögfræðingnum," sagði Magnús Hregg- viðsson stjórnarformaður Frjáls framtaks, í samtali við Tímann í gær. „Þar sem segir m.a.: „Á þetta nýja nafn yðar á tímaritinu, geta umbjóðendur Rækjuveiðar heimilaðar í Djúpinu ■ Hafrannsóknarstofnun hefur síðustú daga gert könnun á ástandi rækjusvæða í ísafjarðardjúpi. Sú könnun leiddi í Ijós að seiðum hefur fækkað um meira en helming á þessu svæði og með hliðsjón af þessri könnun hefursjávarútvegsráðu- neytið ákveðið að heimila rækjuveiðar í Djúpinu að nýju, -FRI mínir ekki fallist. Þessari afstöðu um- bjóðenda minna til stuðnings, vil ég t.d. benda yður á, að með þessu nýja nafni yðar, er enn fyrir hendi sá rökstuðningur í forsendum nefnds Hæstaréttardóms, að hjá almenningi sé vakin sú trú að um viðskiptasamband á milli aðila sé að ræða,“ en þetta er náttúrlega hlutur sem við hér á Frjálsu framtaki teljum að eigi alls ekki við nein rök að styðjast." Magnús sagðist telja að nafnið Nýtt ■ líf, tískublað og nafnið Life væru svo gjörólík, að það væri fjarri lagi að álykta að um tengsl væri að ræða þar á milli, viðskiptalega eða önnur. Magnús var spurður hvort hann ætti þá ef til vill von á því að lögfræðingurinn myndi fyrir hönd Life krefjast lögbanns á Nýtt líf, þegar það kemur út og sagði hann þá: „Það hefur verið látið að því liggja í samtölum við okkur að þeir hefðu slíkt í huga. Það þýðir einfaldlega það að þá eru ný málaferli í uppsiglingu, og þá verður það bara spurning hjá okkur, hvort við getum axlað þá fjár- hagslegu áhættu sem því fylgir, því ef festa á eitt blað, þá þýðir það einfaldlega kostnað upp á 1.5 til 2 milljónir króna.“ Aðspurður um hvort þeir hjá Frjálsu framtaki myndu þá frekar velja þá leið að breyta nafninu aftur, heldur en að fara út í málaferli, sagði Magnús: „Égvil nú ekkert um það segja að svo stöddu. Ég vil fyrst fá að sjá að þessi aðgerð verði ákvcðin af hálfu Life.áðurenéghugleiði áframhaldið fyrir alvöru.“ -AB ■ Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur hafið starfsemi sína í nýjum húsakynnum að Digranesvegi 12 en markmið hennar er að safna saman og varðveita heimildir um náttúrufar landsins, að standa að sýningum náttúrufræðigripa og fræðslu, að stuðla eftir föngum að náttúruvernd og fræðslu um umhverfismál og að stuðla eftir föngum að almennum nátt- úrurannsóknum. Nú stendur yfir í húsnæði NFSK sýning á hryggleysingjasafni því sem Kópavogsbær hefur keypt af Jóni Boga- syni en það er eitt merkasta sinnar tegundar á íslandi og eru í því bæði innlendar og erlendar dýrategundir, þar af um 100 sem ekki hafa fundist hér við land áður. Einnig er sýning á íslenskum mávateg- undum. Á vegum stofnunarinnar eru hafnar rannsóknir á náttúrufari bæjarlands Kópavogs og af öðrum verkefnum má nefna könnun á varpfuglum í bæjarland- inu og rannsókn á jarðfræði þess. Safnið verður opið fyrst um sinn á miðvikudögum og laugardögum milli kl. 13-16. Forstöðumaður er Árni Waag og starfsmaður auk hans er Jón Bogason. -FRI Bókin um Amgrím malara komin út ■ Halldóra Eldjárn, Þórarinn Eldjárn og Valdimar Jóhannsson Tímamynd Árni Sæberg ■ „Þegar faðir minn féll frá hafði hann gengið að fullu frá þessari bók, hún var orðin fullgilt verk sem hann var sáttur við. Mitt starf í sambandi við útgáfu hennar hefur einkum falist i formsat- riðum, yfirlestri texta, gerð nafnaskrár og þess háttar. Auðvitað hefði höfundur hugsanlega vikið einhverju til fyrir loka- frágang. í heild er þetta verk frágengið af hans hálfu og kemur út á þeim tíma, sem hann hafði hugsað sér.“ Eitthvað á þessa leið fórust Þórarni Eldjárn orð á blaða- mannafundi í gær. Þar var kynnt bókin Arngrímur málari eftir Kristján Eldjárn, en hún kom á rnarkað á afmælisdegi höfundarins, 6. desember hjá bókaútgáf- unni Iðunni. Hver var Arngrímur málari? Nokkur æviatriði hans voru rifjuð upp á dögun- um af því tilefni að sýning var haldin á verkum hans í Listasafni Islands, fyrsta „einkasýning" hans. Hann var fæddur á Skörðum í Reykjahverfi 1829. Hugur hans var fráhverfur búskap, en hann nam bókband og rennismíði og vann að mestu fyrir sér með bókbandi á fyrri árum. Hann lærði að leika á fiðlu og flautu af Voga-Jóni. En nafn hans hefur lifað í sögunni vegna frábærra hæfileika hans til teiknunarog málunar, hann varð fremsti myndlistarmaður á íslandi um sína daga, eftir að Sigurður málari var allur. Tengiliður milli Sigurðar og Þórar- ins B. Þorlákssonar segir Kristján Eld- járn í bók sinni. Þekktastur varð hann fyrir mannamyndir sínar og altaristöflur, sem eru í nokkrum kirkjum við tyja- fjörð, Grímsey, Skagafirði og í Stykkis- hólmi. Hið eina sem hann nam í list sinni var í gegnum bréfaskriftir sínar við Sigurð málara. Svo merkilega vill til að með gleggstu heimildum um Arngrím málara eru ræður svila hans séra Kristjáns Eldjárns Þórarinssonar á Tjörn yfir honum látn- um við húskveðju og yfir moldum hans, en sjaldgæft er að slíkar ræður hafi heimildagildi. En í þeim eru rakin kjör Arngríms og sagður á honum kostur og löstur. Honum var ekki gefið um skepnuhald eða fiskveiði og því hæddur og smáður framan af ævi. „En það er visst stolt í því,“ sagði Þórarinn Eldjárn að hann getur sagt að Arngrími var vel tekið í Svarfaðardal eftir að hann flutti þangað á efri árum. „Hann var metinn fyrir list sína kom sér upp vinnustofu og gat fargað búpeningi sínum sér til mikils léttis. Svo er að skilja að hann hafi síðustu árin getað lifað af list sinni með aðstoð konu sinnar, Þórunnar Hjörleifs- dóttur, sem var Ijósmóðir í dalnum og gat þannig dregið björg í bú. Kristján Eldjárn vann að því árum saman að draga saman föng til þessarar bókar og gekk hún fyrir öðrum fræði- störfum hans um langa hríð. „Ég get tekið undir það með honum,“ sagði Valdimar Jóhannsson bókaútgefandi á fundinum í gær, „að það stafaði sérstök- um ævintýraljóma af nafni Arngríms í Svarfaðardal þegar ég var að alast þar upp á sömu árum og Kristján og á Tjarnarheimilinu var hans minnst með mikilli virðingu. Og með þessari bók sem er í senn ævisaga og fræðileg rannsókn á listamanninum Arngrími Jónssyni hefur honum verið gerð betri skil en flestum öðrum íslenskum lista- mönnum og honum fundinn sá sess sem honum ber í íslenskri listasögu. JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.