Tíminn - 08.12.1983, Page 12
iþróttir
umsjón: Samud Öm Eriingsson
Víkingur
vann Hauka
í 1. deiid í handbotta 27*22
■ Víkingar sigruðu Hauka i 1. deild karla í
handknattleik í gxrkvöld 27-22. Víkingar náöu
fimm marka forystu í fyrri hálfleik og héldu
henni, sigrinum aldrei ógnað. Staðan í hálfleik
D-8 Víkingi í hag.
Sigurður Gunnarsson stórskytta var aðal-
maðurinn hjá Víkingum að þessu sinni, skoraði
10 mörk. Viggó Sigurðsson skoraði 6, Steinar
Birgisson 4, Guðmundur fyrirliði Guðmunds-
son 4, HilmarSigurgíslason 2, Jakob Frímanns-
son 2 og Guðmundur B Guðmundsson 1. Þórir
Gíslason var í miklu stuði með Haukunum
skoraði 10 mörk. Hörður Sigmarsson skoraði
4, Ingimar Jónsson og Pétur Guðnason 3 hvor,
Sigurjón Sigurðsson 2, og Helgi Harðarson 2.
Leikurinn hófst klukkan 21.15, og lauk um
klukkan 22.30.
-SÖE
Ballesteros frábær
- og á nóg af seðlum
■ Severiano Ballesteros, golfmeistarinn
spánski, fór aldeilis á kostum um síðustu helgi
í Sun City í S-Afríku. Ballesteros lék 13
höggum undir pari í keppninni, á 274 höggum
(69,67,70,68). Ballestcros hlaut 300 þúsund
dali í sigurlaun, sem jafngildir um 8.5 milljón-
um íslenskra króna. Eru þetta hæstu verðlaun
sem um getur í golfsögu jarðar og sýnt að Sevi
karlinn ætti að eiga fyrir salti í hafragrautinn
næstu vikurnar. Þrír kappar urðu í2«4.sæti, allir
á 279 höggum, David Graham Ástralíu, Nick
Faldo Bretlandi og Fyzzy Zöller Bandaríkjun-
um. Þeir fengu í verðlaun 80 þúsund dollara,
(2,3 millj. ísl. kr.jog Ray Floyd frá Bandaríkj-
unum sem varð fimmti á 281 höggi fékk 71 þús.
dali, sem jafngildir liðlega 2 milljónum króna.
-SÖE
Resch vann
■ Austurríkismaðurinn Erwin Resch sigraði
í fyrstu brunkeppninni í Heimsbikarkeppninni
á skíðum þetta árið. Keppnin var haldin um
síðustu heigi í Scladming í Austurríki. Landi
Resch, Harti Weirather varð annar, en þriðji
varð Kanadamaðurinn Steve Podborski. Urs
Raeber frá Sviss varð fjórði, og gamli brun-
kóngurinn Franz Klammer frá Austurríki
fimmti.
-SÖE
Birmingham
sló County út
■ Birmingham og Notts County mættust
fjórða sinni í enska mjólkurbikarnum í fyrra-
kvöld. Birmingham vann 3-1 og fer því áfram í
fjórðu umferð. Áður höfðu liðin ieikið þrisvar,
og alltaf gert jafntefli.
-SÖE
Ragnheiður
setti met
■ Ragnheiður Runólfsdóttir ÍA sctti nýtt
íslandsmet í KKImetra baksundi í Finnlandi um
síðustu helgi. Ragnheiður synti á 1:13,6 mín.
Gamla metið átti Salome Pórisdóttir Ægi, og
varð það orðið elst kvennameta.
-SOE
Jón Pé þjálfar
Hauka
■ Jón Pétursson, hinn gamalkunni leikmaður
Fram, icfur verið ráðinn þjálfari Hauka í
Hafnarfirði á komandi kcppnistímabili í 4.
dield. Liðið stóð sig allþokkalega á síðasta
keppnistímabili, lék í úrslitum deildarinnar, og
ætti því að standa þokkalega að vígi.
-SÖE
SIÐASTft ÞYSKfl
UÐIÐ FÉLL ÚR
— Bayern Munchen fékk skell á White Hart Lane
Frá Magnúsi Ólafssyni íþróttafréttamanni
Timans í V-Þýskalandi:
■ Fjörutíu þúsund áhorfendur á White
Veðbankar
farnir að
veðja um
úrslit HM
■ Veðbankar í Lundúnum hófu strax
eftir að dregið hafði verið í gær veðmál
um úrslit Heimsmeistarakeppninnar í
knattspyrnu, sem lýkur í Mexíkó árið
1986. Þeir spá eftirfarandi röð: 1. Brasi-
lía, 2. Argentína, 3. V-Þýskaland.
MóFSÖE
Nær Amór 8
liða úrslitum?
■ Lið Arnórs Guðjohnsen, Ander-
lecht sló, eins og sést hér annars staðar
á síðunni, Lens frá Frakklandi út úr
UEFA-keppninni í knattspyrnu í gær.
Anderlecht er því komið í 8 liða úrslit.
Nú er bara að vona að Arnór nái sér
nógu fljótt eftir uppskurðinn til að taka
þátt í 8 liða úrslitunum.
-SÖE
Hart Lane sáu Tottenham Hotspur slá
Bayern Munchen út úr UEFA-keppn-
inni í knattspymu í gærkvöld, er Totten-
ham sigraði 2-0, og því 2-1 samanlagt.
Bayern lék vel í fyrri hálfleik, og
komust Englendingarnir ekkert áfram
gegn hættulegum Þjóðverjum. í síðari
hálfleik var Tottenham hins vegar mun
sterkara. Steve Archibald skoraði á 53.
mínútu, og tveimur mínutum síðar kom
sigurmarkið eftir stórkostlega sendingu
frá Glenn Hoddle. Skömmu áður hafði
Michael Rummenigge brennt af fyrir
opnu marki, svipað og í Múnchen fyrir
hálfum mánuði.
Þar með eru öll þýsku liðin fallin úr
EM keppnunum, og verður að leita aftur
til ársins 1956 til að finna jafnhörmulega
útreið.
Austurrísku félögin tvö komust hins
vegar bæði áfram. Athygli vekur að
Austria Wien lék mjög vel í Mílanó, og
var fyrra til að skora á 73. mínútu. Inter
jafnaði sex mínútum síðar, og undir
lokin þurfti austurríski landsliðsmark-
vörðurinn Concilia reyndar oft að taka á.
- MÓL/SÖE:
Úrslitin í UEFA
keppninni
í
2-0 (2-1)
2-0 (3-1)
2-0 (4-0).
1-0 (2-1)
4-0 (7-2)
1-2 (1-2)
1-1 (2-3)
1-0 (1-2)
■ Úrslit urðu þessi í UEFA-keppninni í knattspyrnu í gærkvöld
lagður árangur í sviga)
Tottenham Hotspur, Englandi - Bayem Múnchen V-Þýskalandi .
Sparttak Moskva Sovétrikjunum - Sparta Rotterdam Hollandi
Hadjuk Split Júgóslavíu - Radnicki Nis Júgóslavíu
Anderlecht Belgíu - Lens Frakklandi ..............
Sparta Prag Tékkóslóvakíu - Watford Englandi......
Glasgow Celtic Skotlandi - Nottingham Forest Englandi
Inter Mílanó Ítalíu - Austria Wien Austurríki.....
Lokomotiv Leipzig A-Þýskalandi - Sturm Graz Austurríki
ísland lenti f
lakasta flokki
í gæðamati Evrópuliða hjá FIFA
■ íslendingum var raðað í lakasta
gæðaflokk knattspyrnuþjóða Evrópu við
niðurröðun FIFA, Alþjóðaknattspyrnu-
sambandsins, fyrir dráttinn í riðla undan-
keppni HM.
Skipt var í fjóra gæðaflokka, og efsti
flokkurinn alfarið valinn eftir frammi-
stöðu þjóða í síðustu úrslitakeppni HM.
f þeim flokki voru Austurríki, England,
Frakkland, Sovétríkin, Pólland, Spánn
Stúdínurnar
voru sterkari
— sigrudu Breiðablik 3-2 í blakinu
■ íþróttafélag Stúdenta sigraði Ung-
ménnafélagið Breiðablik í 1. deild
kvenna í blaki í fyrrakvöld 3-2 í sveiflu-
kenndum leik. Eftir að Blikastelpurnar
höfðu sigrað í tveimur fyrstu hrinunum,
tóku Háskólastúlkurnar sig á og sigruðu.
Blikar voru mun ákveðnari til að byrja
með, og unnu 15-3 í fyrstu hrinu, og
15-11 í næstu. Þá rumskaði lið ÍS, og
sigraði 15-5 í þriðju hrinu. Stúdínur
knúðu fram sigur í fjórðu hrinu 15-12,
eftir að hafa haft yfir 14-8. í fimmtu
hrinu var sveifla í báðar áttir, fyrst
komst UBK í 7-1, en tapaði svo hrinunni
7-15. Mestu munaði þarna um innákomu
Auðar Aðalsteinsdóttur, sem hafði ekki
fundið sig fram að því. Þarna brá svo við
að Auður var óstöðvandi, og Blikar
fundu engin ráð. Auður var sterkust
Stúdínanna, sérstaklega í lokin, og Úr-
súla Júnemann átti góðan leik. Sigurborg
Gunnarsdóttir stóð sig best Blika-
stúlkna, og Oddný Erlendsdóttir átti
góða kafla.
Staðan í kvennadeildinni er nú þessi:
fs
Völsungur
Breiðablik
Víkingur .
KA.........
8 7 1 21-8 14
7 6 1 18-3 12
7 4 3 14-9 8
3 0 3 2-9 0
.5 0 5 2-15 0
-SÖE
og Vestur Þýskaland. Þarna lenda að
sjálfsögðu ítalir líka samkvæmt mati
FIFA, en röðun þessi var notuð ein-
göngu við niðurröðun í flokka áður en
dregið var í riðlana. f öðrum flokki lentu
Danir, Belgar, Júgóslavar, Norður írar,
Skotar, Tékkar og Ungverjar. f þriðja
gæðaflokki voru Austur-Þjóðverjar,
Grikkir, frar, Hollendingar, Portúgalar,
Rúmenar, Svíar, Tyrkir, Svisslendingar,
Walesbúar og Búlgarar. f fjórða flokki,
með fslendingum, lentu Albanir,
Norðmenn, Finnar, Kýpurbúar, Lúx-
emborgarar og Möltubúar.
-SÖE
WAIESBUAR, SK0T-
AR 0G SPÁNVERJAR
— eru mótherjar íslendinga í næstu undankeppni
HM í knattspyrnu - Metfjöldi þátttakenda íHM -
Eiga íslendingar möguleika?
■ Walesbúar, Skotar og Spánverjar verða mótherjar íslendinga í næstu undan-
keppni Heimsmeistarakeppninnar í knattspymu. Dregið var í höfuðstöðvum FIFA,
alþjóðaknattspyrnusambandsins, í Zúrich í Sviss í gær. Móthcrjar þessir eru allt
sterkar knattspyrnuþjóðir, en þó ekki sterkari en það að íslendingar eiga að geta lagt
þær á góðum degi. Islendingar vom hins vegar óheppnir að því leyti, að lenda í
fjögurra liða riðli, þvi í fjórum af sjö Evrópuriðlum leika fimm lið.
Drátturinn í Evrópuriðlana fór þannig:
1. riðill: Pólland, Belgía, Grikkland og Albanía.
2. riðill: Vestur-Þýskaland, Tékkóslóvakía, Svíþjóð, Portúgal og Malta.
3. riðill: England, Norður írland, Rúmenía, Tyrkland og Finnland.
4. riðUI: Frakkland, Júgóslavía, Austur-Þýskaland, Búlgaría og Lúxcmborg.
5. riðill: Austurríki, Ungverjaland, Holland og Kýpur.
6. riðUI: Sovétríkin, Danmörk, Irland, Sviss og Noregur.
7. riðiU: Spánn, Skotland, Wales og ísland.
■ Ásgeir Sigurvinsson var hinn óumdeUanlegi sigurvegari í einviginu við Felix Magath í gærkvöld, þrátt fyrir að á honum
væra aUtaf tveir og þrír menn. Það eina sem háði Ásgeiri var hve vöUurinn var háll, þvi var erfitt fyrir samherja hans að
taka við sendingum hans. Tímamynd Róbert.
Alls tekur 121 þjóð þátt í HM í
knattspyrnu að þessu sinni, en loka-
ASGEIR 0G FELAGAR
LÖGÐU HSV AD VELll
— fyrsti ósigur HSV á heimavelli sídan árið 1981 - Ásgeirs gætt
af tveim og þremur mönnum allan leikinn
íþróttafréttamanni
Frá Magnúsi Ólafssyni
Tímans í V-Þýskalandi:
■ VFB Stuttgart sigraði Hamburger
Sport Verein í hörkuspennandi leik í
gxrkvöldi með tveimur mörkum gegn
engu. Leikurinn var spilaður í Hamborg,
og var liðið hátt á þriðja ár frá því að
HSV tapaði síðast Búndeslíguleik á
heimavelU. Það var reyndar einig fyrir
VFB Stuttgart í maí 1981 (1-3), en síðan
hefur HSV leikið 43 leiki á velli sínum
án taps. Með sigri þessum er VFB komið
■ Felix Magath, varð að bíta í það
súra epli ásamt félögum sínum í HSV
að tapa á heimaveUi í fyrsta sinn í á
þriðja ár.
í efsta sæti Búndeslígunnar, og verður
nær örugglega í efsta sæti Búndeslígunn-
ar að loknum 17 umferðum, svo fremi
sem Bayern Múnchen sigrar ekki með 7
marka mun um helgina. Verður VFB
því að öllum líkindum efst að hálfnaðri
keppninni, þegar farið er í jólafrí, og
þykir það mjög eftirsóknarvert.
Þótt leikið hafi verið á mjög hörðum
velli og sleipum, var leikurinn mjög
skemmtilegur, hraður, ágætlega leikinn,
og þó sérstaklega spennandi. í fyrri
' hálfleik var HSV í við betra, en Stuttgart
sýndi þó góðan leik og átti sín tækifæri.
Ásgeir Sigurvinsson átti margar stór-
kostlegar sendingar í fyrri hálfleiknum,
sem opnuðu oft illa vörn HSV. Annars
var hans mjög vel gætt í leiknum. Alltaf
þegar hann kom nálægt boltanum voru
tveir til þrír mótherjar komnir að honum,
og því er ljóst að ströng fyrirmæli höfðu
verið gefin varðandi hann. Ásgeir lék þó
af miklum dugnaði, hafði mikla yfirferð,
var nánast alls staðar á vellinum, og eini
dökki punkturinn á frammistöðu hans
var sá, að erfitt var fyrir samherja hans
að notfæra sér langar fastar og hárná-
kvæmar sendingar hans, sökum þess hve
háll völlurinn var.
í seinni hálfleik var Stuttgart mun
harðara eins og venjulega. Á 67. mínútu
tók Ásgeir aukaspyrnu, Scháfer fékk
boltann, sendi fallega inn í vítateiginn á
Dan Corneliusson sem lék á varnarmann
KYNNINGARDAGUR HJA UBK
■ Knattspyrnudeild Ungmennafélagsins
Breiðabliks í Kópavogi mun halda sérstakan
kynningardag í nýja íþróttahúsinu Digranesi
í Kópavogi næstkomandi sunnudag. Þar
verður margt til gamans gert auk þess sem
starfsemi deildarinnar verður ítarlega kynnt,
meðal annars sýnd heimildarmynd um félag-
ið, og að auki munu ýmsir íþróttavörufram-
leiðendur og innflytjendur kynna vörur sínar.
Dagskráin hefst með leik Homaflokks
Kópavogs klukkan 13.45, en klukkan 14.15
mun Guðni Stefánsson bæjarfulltrúi setja
hátíðina. Klukkan 14.30 hefjast knattspyrnu-
leikir í 6. og 7. flokki drengja og 3. flokki
stúlkna, og klukkan 16.00 eru skemmtiatriði
í umsjá leikmanna fjórðudeildarútibúsins
Augnabliks og fleiri jólasveina.
Klukkan 18 er hlé, 19.20 er flugeldasýning
Hjálparsveitar Skáta, 19.30 knattspyrnu-
keppni í m.fl. kvenna, 3. flokki karla,
Antik-Bikar gegn bæjarstjórn Kópavogs,
keppni í m.fl. karla og 2. flokki karla. Þá
verður frumsýnd kvikmynd um knattspyrnu-
deildina, kaffisala, upplýsingar veittar um
rekstur og störf, þjálfarar kynntir og fl.
-SÖE
og renndi knettinum fallega framhjá
Stein í marki HSV. Þremur mínútum
áður hafði Roleder markvörður reyndar
bjargað stórkostlega fyrir VFB.
Nú sótti HSV stanslaust, en VFB-
vörnin var góð að venju. Á 88. mínútu
náði Stuttgart skyndisókn, Allgöwer
slapp laus, og hljóp Iéttilega af sér tvo
varnarmenn. Tveimur mínútum síðar
lauk þessum einum mest spennandi leik
sem undirritaður hefur lengi séð.
' Jafntefli hefðu sennilega verið réttlát-
ari úrslit miðað við gang leiksins. En
VFB notaði sín tækifæi; meðan HSV
gerði það ekki, og það skiptir jú mestu
máli. _ MÓL/SÖE.
keppni hennar verður í Mexíkó árið
1986. Aldrei áður hafa svo margar
þjóðir tekið þátt. í úrslitakeppninni í
Mexíkó leika 24 lið. Tvær þjóðir komast
sjálfkrafa í úrslit, heimsmeistararnir frá
Italíu og gestgjafarnir, Mexíkanar. Úr
þeim fjórum riðlum Evrópu sem í eru
fimm þátttökuþjóðir, komast tvær efstu
beint í úrslit, í fjögurra liða riðlunum fer
efsta lið úr hverjum riðli beint í úrslit,
en lið númer tvö keppa um tvö sæti
ásamt sigurliði úr „Fyjaálfuriðli“,þar
sem keppa Ástralía,NýjaSjáland, israel
og Taiwan. Þannig er liklegst að alis
verði 14 þjóðir af 24 frá Evrópu.
Þau tíu sæti sem eftir eru, ef miðað er
við að Evrópuþjóðir verði 14, skiptast
þannig að Mexíkó fær eitt, lið frá Suður
Ameríku fá 4 sæti, lið frá Afríku fá tvö
sæti, lið frá Asíu tvö sæti og lið frá Mið-
og Norður-Ameríku og Karíbahafi eitt
sæti. 10 lið keppa frá Suður-Ameríku í
fjórum riðlum, Argentína, Brasilía og
Uruguay í sitt hverjum riðli, og fer eitt
lið áfram úr hverjum þeirra riðla sem
áðurnefndar þjóðir eru í, og sigurlið úr
fjórða riðlinum keppir við annað lið úr
hinum þremur um eitt sæti. 29 Afríku-
þjóðir keppa um þau tvö sæti sem þaðan
er um að ræða. og 27 Asíuþjóðir um
þeirra tvö sæti. 17 þjóðir frá Mið og
Norður-Ameríku og Karabahafi keppa
um eitt sæti.
Á ísland möguleika?
Mótherjar Islands í undankeppni HM
’86 eru sterkir, en þó ekki sterkari en
svo, að ástæða er til að ætla að íslending-
ar gætu staðið fyllilega uppi í hárinu á
hverjum þeirra sem er. íslendingar hafa
leikið fjóra landsleiki við Spánverja,
tapað þremur og gert eitt jafntefli. Fyrst
gerðum við jafntefli við þá árið 1967,
1-1, en töpuðum 3-5 fyrir þeim í Madrid
sama ár. Árið 1982 léku þjóðirnar þriðja
sinni, þá sigruðu Spánverjar 1-0 í
Madrid, og aftur í ár 1-0 í Reykjavík.
Báðir þessir leikir þóttu jafnir og spenn-
andi.
íslendingar hafa leikið þrjá leiki við
Wales, tvö jafntefli og eitt tap. Fyrst
léku þjóðirnar í Reykjavík 1966, og varð
jafntefli 3-3. Þá komu Walesbúar hingað
1980 og sigruðu okkur stórt 4-0, en
íslendingar hefndu tapsins árið eftir með
að ná jafntefli 2-2 í Swansea og þar með
var draumur Walesbúa úti um að komast
í úrslitakeppni HM á Spáni.
íslendingar hafa leikið einn leik við
Skota, í Reykjavík árið 1964, og unnu
þá Skotar 1-0.
Líklega eru Skotar sterkastir þessara
liða í dag, en hinar þjóðirnar tvær standa
nokkuð framarlega einnig. Það má búast
við harðri keppni í 7. riðli, þar sem
verður jöfn keppni allra liða og hvert stig
skiptir miklu máli. Út frá úrslitunum
sem sjást hér að ofan, eiga íslendingar
töluverða möguleika, ekki síst ef litið er
á að landslið íslands í dag er líklega það
sterkasta sem íslendingar hafa átt, á
pappírnum að minnst kosti.
-SÖE
SNARHIRI SIWNIVt MOIHIDÐU)
— þar sem sjóskídi, seglbretti, kappróður
og siglingar verða aðalgreinar
■ Félag sportbátaeigenda, Snarfari,
hefur ákveðið að stofna sérstaka íþrótta-
deild. Markmið deildarmnar er að iðka
hverskonar íþróttir á sjó, til dæmis
kappróður, kappsiglingar, sjóskíði, sigl-
ingabretti og fleira því skylt. íþróttadeild
þessa á að stofna sunnudaginn 11. des-
ember næstkomandi í bíósal Hótels
Loftleiða klukkan 14.00.
Að sögn talsmanna Snarfara er fjöldi
félagsmanna þeirra áhugasamur um alls
konar íþróttir sem tengjast sportbátum
og siglingum, og geta þeir nýtt sér
töluvert aðstöðu þá, sem félagið ræður
yfir í Elliðavogi. Nú stendur fyrir dyrum
hjá félaginu að byggja upp og endurbæta
aðstöðuna, en þar hefur félagið sett upp
smábátahöfn og aðstöðu. Nú á að bæta
aðstöðu á sjó og landi, og er unnið að
söfnun tilboða og hugmynda þar að
lútandi.
Talsmaður Snarfara sagði í samtali við
Tímann í gær, að með tilkomu íþrótta-
deildarinnar væri ætlunin að sækja um
aðild að ÍBR og ÍSÍ, enda þær íþróttir
sem stundaðar yrðu undir merki deildar-
innar viðurkenndar íþróttir á Ólympíu-
leikum. Einnig væri með tilkomu deild-
arinnar kominn félagsskapur fyrir þá
sem stunda vilja sjóskíði, seglbretti og
kappróður í Reykjavík.
-SÖE
■ Nú geta þeir sem vilja stundað sjóskíði í íþróttafélagi.