Tíminn - 08.12.1983, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983
umsjón: B.St. og K.L.
móðirin amerísk. Hún fæddist í
Albuquerque í Nýju Mexíkó, en
ólst upp í Montreal í Kanada,
þar sem hún talaði jöfnum hönd-
um ensku, frönsku og ítölsku.
Þessi málakunnátta hefur komið
sér vel fyrir hana, og sagðist hún
hafa verið eins og heima hjá sér
í Frakklandi þegar hún kom á
kvikmyndahátíðina í Cannes.
- Áhugamál mín fyrir utan
leiklistina? Mér þykir óskaplega
gaman áð elda mat, sérstaklega
grænmetisrétti og annað heilsu-
fæði, sagði hin nýja kvikmynda-
stjama.
og erlendis, hefur Bene-
dikt tekið þátt í fjölmörgum
samsýningum hér á landi og
einum 20 slíkum víða um
heim.
Málverk eftir Benedikt
eru í fjölmörgum lista-
söfnum, bæði hérlendis og
erlendis. Benedikt er lektor
í myndlist við Kennarahá-
skóla íslands, en þar hóf
hann kennslu 1965.
Blaðamaður Tímans
ræddi stuttlega við Benedikt
um sýningu þá sem hann
heldur nú, en hún stendur
yfir til 11. þessa mánaðar og
er opin daglega frá kl. 16. til
22.
„Ég sýni hér 37 málverk,
sem eru olíumálverk, akríl-
myndir eða pastelmyndir og
ég nefni sýninguna Myndir
frá ýmsum tímum, því elsta
myndin er um 20 ára gömul,
en sú yngsta var máluð í
sumar. Það er kannski svo-
lítið óvenjulegt við þessa
sýningu mína, að sóknar-
nefnd Kársnessóknar vinn-
ur með mér að vissu leyti,
því sóknarnefndin sér um
kaffiveitingar á meðan á
sýningunni stendur. Nú svo
mun skólakór Kársness og
Þinghólaskóla syngja hér á
sýningunni næsta laugar-
dagskvöld kl. 21 undir
stjórn Þórunnar Björnsdótt-
ur, þess ágæta músíkants,
þannig að það er ýmislegt
um að vera.“
-Er. eitthvert meginþema
í þessari sýningu þinni
Benedikt?
„Það er nú varla hægt að
segja það, en þó er megin-
viðfangsefni mitt maðurin
og landið, eins og oft áður.
Jafnframt er ég með nokkr-
ar trúarlegar myndir á þess-
ari sýningu. Málverk af Jes-
úm Kristi...
Þá sýni ég á þessari sýn-
ingu tvö verk sem ég sýndi á
alþjóðlegri sýningu í Rost-
ock í Þýskalandi í sumar.“
Ekki sakar að geta þess
að aðgangur að málverka-
sýningu Benedikts er
ókeypis.
erlent yfirlit
■ ÞAÐ var tilkynnt ( Moskvu
fyrir mánaðamótin síðustu, að
æðsta ráðið, en svo nefndist þing
Sovétríkjanna, hafi verið hvatt
til fundar 28. þ.m.
Samkvæmt stjórnarskrá Sov-
étríkjanna kemur æðsta ráðið
saman til fundar tvisvar á tólf
mánuðum og hefur venjulega
verið fylgt almanaksárinu. Oft-
ast hefur síðari fundurinn á
árinu verið haldinn í nóvember,
en nú hefur það dregist til loka
desember. Gizkað hefur verið á,
að þessi dráttur stafi af veikind-
um Andropov.
Fundir æðsta ráðsins standa
venjulega í tvo daga. Á fundum
sínum mun samkvæmt venju
eiga að ræða efnahags- og fram-
kvæmdaáætlun næsta árs. Ef allt
væri með felldu varðandi heilsu
Andropovs, myndi hann mæta á
fundinum, en þó væri það ekki
beinlínis nauðsynlegt formsins
vegna.
Venjan hefur verið sú, að
þingið afgreiði efnahagsáætlun-
ina einróma. Völd þingsins eru
meira á borði en í orði. Fimmtán
hundruð fulltrúar kjörnir í ein-
Dmitrij Ustinov, varnarmálaráðherra Sovétríkjanna og Juri Andropov.
Veikindi Andropovs hafa
veikt stöðu Sovétríkjanna
Mikilsverð fundahöld í Moskvu fyrir áramótin
ménningskjördæmum eiga sæti
á þinginu.
Miðstjórn Kommúnistaflokks-
ins er miklu valdameiri stofnun
en þingið. Hún hefur oftast kom-
ið saman nokkrum dögum fyrir
þingið. Þar hafa helztu ákvarð-
anir verið teknar.
Það veldur mestum vangavelt-
um nú í sambandi við það, að
þingið hefur verið kvatt saman,
hvort miðstjórnarfundur verður
haldinn á undan. Slíkan fund
þarf ekki að auglýsa né dagskrá
hans. Þar er ekki aðeins rætt um
efnahagsáætlunina, heldur öllu
fremur um öryggismál og utan-
ríkismál.
Það myndi vekja feikna at-
hygli, ef Andropov mætti ekki á
miðstjórnarfundi, ef hann væri
haldinn nú. Það þætti gefa til
kynna, að hann væri alvarlega
forfallaður, og ætti ekki langt
eftir sem æðsti maður Sovétríkj-
anna.
EFTIR langa þögn um veik-
indi Andropovs hefur það verið
látið fréttast, að honum sé að
batna og hann sé kominn til
vinnu eða sé í þann veginn að
gera það. Þetta var m.a. upplýst
á blaðamannafundi, sem helztu
hershöfðingjar Sovétríkjanna
héldu um eldflaugamái á mánu-
daginn var.
Það er vissulega mál til komið,
að það skýrist hvernig heilsu
Andropovs er háttað. Ekkert
ríki þolir það, og þó allra sízt
risaveldi, að æðsti maður þess
komi ekki fram opinberlega
mánuðum saman og virðist jafn-
framt fjarri stjórnarstörfum af
heilsufarslegum ástæðum.
Þessi fjarvera Andropovs hef-
ur ótvírætt veikt stöðu Sövétríkj-
anna.
Þótt birtar hafa verið yfirlýs-
ingar frá honum í fjölmiðlum,
hefur slíkt allt önnur og minrti
áhrif en að hann geri það sjálfur
opinberlega. Menn, sem hlaupa
í skarðið, hafa ekki sama vald og
aðalleiðtoginn. Fjarvera hans
skapar óvissu og veikir stöðuna
á margan hátt.
Þetta gildir jafnt um
stöðuna inn á við og út á við.
Það vekur t.d. athygli, að
síðan Andropov hvarf að mestu
af sjónarsviðinu um mitt
sumar, hafa fjölmiðlar lagt mun
minni áherzlu en áður á þær
breytingar, sem hann hafði ber-
sýnilega ætlað að koma fram,
eins og upprætingu á spillingu og
vinnusvikum, endurskipulagn-
ingu samgangna, aðallega járn-
brautanna, og meiri hagræðingu
hjá landbúnaði og iðnaði.
Það hefur líka verið augljóst
að utanríkisstefnan hefur ekki
haft sömu sveigju og fyrst eftir
að Andropov kom til valda.
Ef til vilf hefði Andropov ekki
getað komið í veg fyrir strand
viðræðnanna um meðaldrægu
eldflaugarnar í Evrópu, þótt
hann hefði verið heill heilsu.
Til þess þurfti vilja þeirra
beggja, hans og Reagans. Veik-
indi Andropovs hafa þó vafalítið
átt þátt í því, að ekki kom til
fundar þeirra, eins og var mikið
áhugamál ríkisstjórna í Vestur-
Evrópu.
ÞAÐ GETUR breytt miklu
fyrir Sovétríkin, hvort Andro-
pov kemur að nýju til fullra
starfa heill hcilsu. Sovétríkin
þurfa nú á því að halda, bæði
vegna ástandsins heima fyrir og
í alþjóðamálum að traustlega
verði haldið um stjórnartaum-
ana.
Andropov virtist í fyrstu ná
allgóðum tökum á hlutverkinu
sem leiðtogi Sovétríkjanna.
Hann náði á skömmum tíma
öllum þeim embættum, sem
Brésnjef þurfti til langan tíma.
Þannig virtist staða hans vera
orðin allsterk og vera líkleg til að
styrkjast, ef veikindi hefðu ekki
komið til sögunnar.
Þetta getur Andropov bætt sér
upp, ef heilsan verður í lagi.
Haldi veikindi hans hins vegar
áfram, mun hann smám saman
missa tökin og forustan verða
losaraleg sökum þess að hún
verður þá á margra höndum.
Fljótlega mun svo hefjast bar-
átta um það í æðstu stjórn flokks-
ins hver eftirmaður hans eigi að
verða.
Margt þykir benda til þess, að
í fjarveru Andropovs hafi völd
hershöfðingjanna aukizt. Þetta
þykjast sumir fréttaskýrendur
merkja á því, að þeir komi meira
fram en áður. Til þess bendir
m.a. áðurnefndur blaðamanna-
fundur, sem þeir héldu á mánu-
daginn var um eldflaugamálið.
Það er nýtt í sögu Sovétríkjanna,
að hershöfðingjum sé þannig
beitt í Sovétríkjunum og flokks-
foringjum óbeint ýtt til hliðar.
Þetta getur að einhverju leyti
stafað af því, að Andropov
komst til æðstu valda með aðstoð
hershöfðingjanna og yfirmanna
KGB-Ieynilögreglunnar. Þeir
munu vafalaust vilja einnig hafa
áhrif á hver eftirmaður hans
verður, þegar þar að kemur.
Ósennilegt er að einhver hers-
höfðingjanna verði fyrir valinu,
en þó er ekki rétt að útiloka það
með öllu. Sennilegra er, að það
verði maður að skapi þeirra.
Óánægja er sögð meðal yfir-
manna hersins og KGB vegna
vaxandi sleifarlags á ýmsum
sviðum. Þeir vilja traustari
stjórn. Þetta getur átt eftir að
hafa mikil áhrif á þróun mála í
Sovétríkjunum.
Þórarirm o
Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar Jk%m