Tíminn - 08.12.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.12.1983, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 fréttir Aðeins eitt tilboð barst í lyf jaþjónustu ríkisspitalanna: FOLI SER 36% ALAGNINGU A HEILDSÖLU EN HÚN ER NÚ 5%! ■ Opnu hafa verið tilboð í lyfjaþjón- ustu ríkisspítalanna, en útboðið fól í sér sölu og afgreiðslu á lyfjum á ríkis- spítölum en spítalarnir legðu til húsnæði fyrir apótek og flutning á lyfjum til deilda utan Landspítalans. Aðeins eitt tilboð barst, frá G. Ólafs- son h.f. sem fól í sér sölu lyfja á heildsöluverði með 36% álagningu. Frá verðinu var boðinn 5% afsláttur séu reikningar greiddir fyrir 20. dag næsta mánaðar eftir úttektarmánuð. Sambærilegur rekstrarkostnaður apóteks ríkisspítalanna svarar til 5% álagningar á heildsöluverð og er þá ekki reiknað með vaxtakostnaði. „Þetta þýðir nánast það að launa- kostnaður í apótekinu okkar er sem svarar 5% álagningu á heildsöluverð með söluskatti, en það sem G. Ólafsson býður er nánast 31% álagning", sagði Símon Steingrímsson framkvæmdastjóri tæknisviðs í samtali við Tímann. Tilboð- ið mun verða kynnt á fundi stjórnar ríkisspítalanna í dag. Lyfjafræðingafélag íslands sendi frá sér harðorða ályktun vegna ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að láta bjóða út lyfjaþjónustuna þar sem segir m.a. að hún brjóti í bága við lög um lyfjadreif- ingu og samrýmist ekki þingræðisregl- um. Á félagsfundi félagsins í nóvember var ályktunin samþykkt en í henni segir m.a.: „Það er álit fundarins að útboð á sérfræðiþjónustu sé fráleitt þar sem engan veginn sé unnt að tryggja að sá aðili sem lægst kynni að bjóða hefði yfir að ráða mestri sérþekkingu eða reynslu og útboð gæti þannig leitt til skertrar þjónustu við sjúklinga. “ Hvað varðaði þessa ályktun sagði Símon að í útboðsgögnum væri það tekið fram að ekki væri hægt að gera samning um þetta verk nema breyting yrði á lögunum. „Það sem við gerum er samanburður á kostnaði okkar og þeim greiðslum sem aðrir vilja fá íyrir þetta verk. Ef ástæða er til að gera þessa breytingu þá er ástæða til að mæla með lagabreytingu. Þessar niðurstöður benda ekki til þess“, sagði hann. -FRI ■ Þær voru illa farnar bifreiðarnar sem skullu saman á homi Laugavegs og Kringlumýrarbrautar í gær og mikil mildi að ökumennimir voru einir á ferð. Tímamynd Sverrir. Heljarskellur en ekki slys ■ Um kl. 18:45 í gær óku tveir bílar sínum. Ökumaður annars bílsins var saman á horni Laugavegar og Kringlu- fluttur á Slysavarðsstofunna tilöryggis. mýrarbrautar. Þetta var heljar skellur Báðir bílarnir voru dregnir af vett- en ekki slys, eins og lögreglan komst vangi. að orði. ökumenn voru einir í bílurn -BK Talsímagjöld til útlanda lækka ■ Umnæstuhelgitakagildilækkanirá talsímagjöldum við útlönd og eru þær yfirleitt á bilinu 19-23%. Þó er aðeins 17% lækkun til Bretlands og 10% itl Bandaríkjanna og Kanada. Þá hefur veirð ákveðið að segja upp samningum um rekstur sæsímanna SCOTICE og ICECAN frá íslandi, en uppsagnafrestur er tvö ár. Þeir voru á sínum tíma gerðir til loka ársins 1985. -BK Fyrirspurn á Alþingi: Spurt um kærur eða kvartanir á lögreglu ■ Stefán Benediktsson hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til dómsmálaráð- herra um kvartanir eða kærur vegna meðferðar lögreglu á fólki sem hún hefur haft afskipti af. Fyrirspurnin er í sex liðum, sem eru þannig. 1. Hvað hefur það gerst oft á s.l. 10 árum, að lagðar hafi verið fram kvartanir eða kærur vegna meðferðar lögreglu á mönnum sem hún hefur afskipti af? Eru til tölulegar upplýs- ingar um slík atvik og þá um eðli þeirra og afdrif? 2. Hve oft hefur farið fram rannsókn af slíku tilefni á s.l. 10 árum? 3. Hverjir hafa annast slíkár rannsókn- ir? 4. Hafa slíkar rannsóknir einhvern tíma þótt gefa tilefni til aðgerða af hálfu ákæruvalds? 5. Hafa fallið dómar í slíkum málum sem hér um ræðir? 6. Hvaða ályktanir dregur ráðherra af þeim upplýsingum sem fyrir liggja um þessi mál? Frumrannsókn íkærumáli Skafta Jónssonar lokið hjá lögreglunni: MÁLIÐ BÍÐUR NÚ ÁKVÖRÐUNAR AF HÁLFU RÍKISSAKSÓKNARA ■ Rannsóknarlögregla ríkisins hefur sent frá sér fréttatilkynningu um frum- rannsókn sem gerð var á vegum hennar vegna ákæru Skafta Jónssonar á hendur þrem lögreglumönnum um að þeir hafi sýnt sér harðræði við handtöku. Er í tilkynningunni rakinn framburður beggja málsaðila eins og hann kom fram við yfirheyrslur. Fréttatilkynningin fer hér á eftir en millifyrírsagnir eru blaðsins: „Hinn 28. f.m. sendi lögreglustjórinn í Reykjavík rannsóknarlögreglu ríkisins til meðferðar kærugögn af hálfu Skafta Jónssonar blaðamanns fyrir meint harð- ræði af hálfu lögreglunnar í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 27. f.m. Var af hálfu Skafta gerð sú krafa að rannsakað yrði hvort lögreglumenn hefðu gerst brotlegir með refsiverðum hætti aðfara- nótt 27. f.m. Lokið er nú frumrannsókn þessa máls af hálfu rannsóknarlögreglu ríkisins og verðarannsóknargögn send ríkissaksókn ara til ákvörðunar. Vegna þess sem fram hefur komið á vettvangi fjölmiðla þykir rétt að taka eftirfarandi fram: Framburður starfsfólks Leikhúskjallara og lögreglu Starfsfólk Leikhúskjallara hefur lýst ástæðum þess að lögreglan var kvödd þangað til aðstoðar aðfaranótt 27. f.m. Voru ástæðumar viðbrögð og hegðan Skafta er yfirhöfn hans fannst ekki þegar við fatahengið. Var hann með illyrði og hótanir í garð þess auk þess sem hann réðst að einum dyravarðanna, reif föt hans og veitti honum áverka. Hafi hegðan Skafta verið slík að óhjákvæmi- legt hafi verið að kalla á lögreglu sér til aðstoðar. Lögreglumenn þeir sem fóru á vettvang bera og að framkoma Skafta hafi verið slík að ekki hafi verið hægt að fá skýringar hjá honum á málavöxtum. Hann hafi sýnt tilburði til að ráðast á dyravörðinn aftur og hafi þeir orðið að handjárna hann og færa í lögreglubíl. Mótþrói mannsins við það hafi leitt til þess að hann féll á gólf bílsins og sé ekki útilokað að hann hafi þá hlotið áverka. Lögreglumennirnir segja að maðurinn hafi þá legið á maganum handjárnaður fyrir aftan bak og vegna stöðugs mótþróa hans hafi einn lögreglumaður orðið að halda honum. Lögreglumennirnir neita því alfarið allir að þeir hafi viljandi meitt manninn og í bílnum hafi aldrei verið tekið um eða þrifið í höfuð hans og það keyrt í gólf bílsins. Vinkona eiginkonu mannsins sem sat við hlið eiginkonunnar í bílnum hefur borið að hún hafi ekki séð neitt slíkt gerast. Eftir komu á lögreglustöð var maður- inn um klukkutíma í haldi en ekki er ástæða til að rekja hér það sem þar gerðist. Læknisvottorð um meiðslin í læknisvottorðinu kemur fram að maðurinn hafi komið á slysadeild í hádeginu á sunnudag 27. nóvember. í vottorðinu segir um áverka á andliti mannsins: „nef er mikið bólgið og glóðar- auga á vinstra auga. Ekki greinist skekkja á nefi, nasirvirðast báðaropnar. Á enni er - miðju enninu - 3 cm löng rispa, einnig er önnur rispa lítil vinstra megin á enni“. Síðar í vottorðinu segir: „Roði og smá mar eru á hárssverði á hnakkasvæði. Rtg.mynd var tekin af nefbeinum, þessi rtg.mynd sýndi brot á nefbeininu án teljandi tilfærslu á brot- flöskum". Framburður Skafta Af hálfu Skafta er því haldið fram að upphafið megi rekja til samskipta hans við starfsfólk Leikhúskjallara sem hafi verið byggt á misskilningi fyrst og fremst. Ágreiningur og átök hafi síðan fylgt og enda þótt upphaf þess mætti að hans sögn rekja til framkomu starfsfólksins hafi komið að því að hann var færður burtu af staðnum af lögreglu handjárn- aður og með valdi. Hann heldur því fram að í lögreglubílnum hafi honum verið misþyrmt af einum lögreglumanni með því, að sá hafi ítrekað þrifið í hár hans og keyrt höfuð hans niður í gólf ' bílsins. Vegna þessa hafi hann meðal annars nefbrotnað og hlotið aðra áverka á höfði. Því er og haldið fram af honum og eiginkonu hans sem jafnframt var í bílnum að þetta hafi maðurinn marg- sinnis gert, enda þótt þau hafi beðið hann að láta af því. Við rannsókn þessa máls hafa - auk lögreglumannanna og Skafta Jónssonar -, sex starfsmenn Leikhúskjallara verið yfirheyrðir og fleiri vitni, alls 20 manns.“ GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.