Tíminn - 08.12.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.12.1983, Blaðsíða 8
a FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttlr, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skaíti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:' Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Áhyggjur bandamanna Bandaríkjanna ■ Það birtist nú í mörgum myndum að þeim Vestur-Evr- ópumönnum fer ört fjölgandi, sem hafa áhyggjur af stefnu núverandi Bandaríkjastjórnar! alþjóðamálum. Vestur-Evr- ópubúar gagnrýndu á sínum tíma þátttöku Bandaríkja- manna í Víetnamstyrjöldinni, einkum þó þegar leið á styrjöldina. Sá ótti varð þó aldrei almennur, að þessi stríðsþátttaka þeirra gæti leitt til styrjaldar milli risaveld- anna. Bandaríkjastjórn hélt hemaðaraðgerðunum innan þeirra marka. Auknar áhyggjur vaxandi fjölda Vestur-Evrópumanna í sambandi við alþjóðamálin stafa ekki sízt af yfirlýsingum Reagans forseta og margra fylgismanna hans um stóraukinn vígbúnað, sem hafi það takmark að tryggja yfirburði Bandaríkjanna á hernaðarsviðinu. Þetta hvetur vitanlega hitt risaveldið til að vígbúast á sama hátt. Meðan unnið er að slíkum áætlunum, eykst eðlilega óttinn við það, að lítil alvara fylgi afvopnunarviðræðunum og fyrr en síðar komi til þess, að vopnin verði notuð. Mönnum stendur ekki minnst ótti af ráðagerð Bandaríkja forseta um vígbúnað úti í geimnum. Slík vopn, ef þau koma til sögu, gætu valdið algerri tortímingu mannlegs lífs, ef bæði risaveldin afla sér þeirra og beita þeim. Það er ekki aðeins hinar miklu vígbúnaðarfyrirætlanir, sem valda Vestur-Evrópumönnum áhyggjum, og sú sam- keppni risaveldanna, sem er líkleg til að fara í slóð þeirra. Síðustu aðgerðir Bandaríkjastjómar í málum Austurlanda nær, eru ekki síður uggvænlegar. Nú virðist vera að komast á legg hemaðarbandalag Bandaríkjanna og ísraels, sem augljóslega er beint gegn Sýrlandi og Aröbum yfirleitt, enda hefur því hvarvetna verið mótmælt í Arabalöndum. Allar stjómir Bandaríkjanna hafa hingað til hafnað óskum ísraels um slíkt bandalag. Það skref, sem hér er verið að stíga, getur leitt Bandaríkin út í stórstyrjöld á þessum slóðum, þótt þau vildu komast hjá því. Núverandi stjórn Bandaríkjanna heldur ekki lengur fast við þá mannréttindastefnu, sem Carter forseti vildi að mótaði afstöðu Bandaríkjanna. Stjómin, sem Bandaríkin styrkja í E1 Salvador, heldur óbeint og beint vemdarhendi yfir dauðasveitunum þar. Einræðisstjómir em studdar með efnahagslegri og hernaðarlegri aðstoð í mörgum löndum. Þá veldur það ekki sízt áhyggjum í Vestur-Evrópu, að uppsetning bandarísku meðaldrægu eldflauganna er hafin, án þess að nokkuð væri reynt til þrautar að ná samkomulagi, þrátt fyrir öfluga hreyfingu undir fomstu sósíaldemókrata í þá átt, að uppsetningunni yrði frestað í nokkra mánuði meðan frekari samningatilraunir væm reyndar. Hér réði ferðinni ofurkapp, sem hefur skapað meiri klofning í röðum stuðningsmanna Nato en áður em dæmi til. Það sýnir bezt, hvernig málum er komið, að Odvar Nordli, fyrrv. forsætisráðherra hefur látið í ljós, að Noregur hefði ekici staðið að hinni tvíþættu Nató-ályktun 1979, ef núverandi stjórn Bandaríkjanna hefði þá verið við völd, en Nordli var þá forsætisráðherra. Vestur-Evrópumenn vilja góða sambúð við Bandaríkin. Það þýðir hins vegar ekki það, að þeir fylgi skilmálalaust hvaða bandarískri ríkisstjóm, sem er. Það verða Bandaríkja- menn að skilja. Vígbúnaðarstefnan, sem nú ríkir í Bandaríkjunum, og hin herskáa stefna Bandaríkjanna í Austurlöndum nær veldur Evrópumönnum áhyggjum. Þess vegna hvílir viss uggur og vantrú yfir sambúð Vestur-Evrópu og Bandaríkj- anna um þessar mundir. Bandaríkjamenn verða að skilja, hvc.rt þetta rekur rætur sínar. _ - skrifað og skrafað 76% fanga á Litla- Hrauni háðir vímu- gjöfum ■ Brynleifur H. Stein- grímsson trúnaðarlæknir á Litla-Hrauni greinir frá niðurstöðum rannsóknarsem hann gerði á föngum sem sýndu að 76% vistmanna þar eru háðir vímugjöfum, ein- um eða fleiri. Það er bersýnilegt að sam- bandið milli neyslu vímuefna og afbrota er svo yfirgnæf- andi, að langbesta fyrirbyggj- andi aðgerðin gegn afbrotum er að koma í veg fyrir neyslu vímuefna. Brynleifur skrifar um niðurstöður rannsóknar sinn- ar í síðasta tölublað Verndar. Þar segir hann ma: Vímuefni Neysla áfengis og annarra vímuefna hefur lengi verið talin ein meginorsök afbrota enda afbrot oft framin undir áhrifum þeirra. Undirritaður gerði könnun á þessu hjá 109 föngum sem vistuðust á Vinnuhælinu á Litla-Hrauni 1982. Fjögur einkenni voru lögð til grund- vallar við greiningu fanganna í fimm hópa: 1. Þolmyndun, líkamlegri gegn efninu (tollerance). 2. Stjórnlaus neysla efnis- ins (loss of control). 3. Löngun í efnið (craving). 4. Fráhvarfseinkenni (shakes, hallucinationes). Avanamyndaðir (addict) voru þeir taldir fyrir efni sem höfðu a.m.k. tvö af ofan- greindum einkennum í sam- bandi við neyslu þess. I Óháðir vímugjöfum ...... 12 menn 11.0% II Háðir alcoholi ...... 24 menn 22.1% III Háðir alcoholi og öðrum vímugjöfum ........ 59mcnn 54.1% IV Óákveðið ...... 14 menn 12.8% Alls 109 menn 100.0% Samtals voru 76% vist- manna háðir neyslu einhvers vímugjafa. Það sem vekur sérstaka athygli er hið háa hlutfall þeirra sem háðir eru neyslu fleiri en eins vímugj- afa (54.1%). Sjúkdómur Teljist ávanamyndun (addiction) sjúkdómur, er samkvæmt þessari rannsókn meira en þrír fjórðu hlutar fanganna haldnir honum. Að sinni verður sjúkdómshug- takið ekki rætt hér enda breytir það í sjálfu sér litlu varðandi eðli þessa máls. Sjúkdómshugtakið er að verða alfa og omega í allri umræðu um alcoholisma og er þá fyrst og fremst notað í félagslegu skyni. Segja má að með þessu sé verið að lög- gilda sjúkdóminn og varpa honum yfir á þjóðfélagið sem vandamáli þess en ekki ein- staklingins. Það er miklum vafa undirorpið hvort lækn- ingamáttur sé í því fólginn að fá langvinna og kroniska neyslu vímugjafa viður- kennda sem sjúkdóm. Víma ekki afsökun afbrota í sama blaði er viðtal við Jón Helgason dómsmálaráð- herra þar sem aðallega er fjallað um afbrota- og fang- elsismál. Hér fara á eftir glefsur úr viðtalinu: - Það er víst öllum kunnugt að meiri hluti þeirra sem dvelja í fangelsum á íslandi er háður áfengi eða öðrum vímugjöfum. Mörg dæmi eru til um að áfengissjúklingar sem þurft hafa að bíða lengi eftir afplánun, hafa tekið sig verulega á í millitíðinni, farið í meðferð, losað sig undan ánauð vímugjafa og tekið upp eðlilega lífshætti. Finnst þér réttlætanlegt að tekið sé tillit til slíkra aðstæðna við uppkvaðningu dóma, til dæmis með verulegri stytt- ingu eða jafnvel náðun? „Það er rétt að meirihluti fanga flokkast undir áfengis- sjúklinga og að megnið af þeim afbrotum sem hér eru framin, eru framin í vímu- ástandi. En ég held að það sé útilokað að víma, hvort sem hún er vegna áfengis eða annarra efna, geti orðið af- sökun fyrir abroti. Menn verða alltaf að bera ábyrgð á gerðum sínum og taka afleið- ingum þeirra. Ég velti þessu fyrir mér fljótlega eftir embættistöku, hvaða aðili ætti þá að beita sér í slíkum málum. Geta dómsstólar til dæmis tekið tillit til slíkra breytinga á högum manna? í mínum huga má ekki blanda saman dómsvaldi og fram- kvæmdavaldi. Dómsstólarnir eiga að starfa sjálfstætt. Það eru því takmörk fyrir því hversu langt við hér í ráðu- neytinu getum í hlutverki ákæruvalds gengið í því að breyta áður uppkveðnum dómum.“ - En finnst þér koma til greina að gefinn sé kostur á annars konar refsivist, en nú gerist? „Þetta mál hefur nú verið mjög á dagskrá. Það væri ákaflega æskilegt ef hægt væri að koma slíku við. Megin- málið hlýtur þó að vera að bæta þær afplánunarstofnan- ir sem hér eru starfræktar og skapa föngum sem best um- hverfi." Vildi geta komið í veg fyrir afbrotin - Einhver orð að lokum frá hinum nýja dómsmála- ráðherra? „Já, aðeins þetta. í hvert skipti sem þessi mál koma upp á borð hjá mér finn ég hjá mér löngun til að gera eitthvað sem komið gæti í veg fyrir að einstaklingar lendi í slíkri ógæfu. Ég held að sú löngun hljóti að vera efst í huga flestra.“ Konur og stjórnmál ■ Konur og stjórnmál hafa verið mikið til umrærtu að undanförnu. Kvenfólk í Framsóknarflokknum og Alþýðu bandalaginu hafa t.a.m. krafist þess að mun meira tillit væri tekið til þeirra þegar skipaðar væru nefndir og ráð á vegum flokkanna - fvrir utan sjálfa framboðslistana. Að sjálfsögðu er ekkert nema gott eitt hægt að segja um aukna þátttöku kvenna í stjórnmálalífi og er það skoðun Tandra að landinu hefði verið betur stjórnað í gegnum tíðina ef konur hefðu haft hönd í bagga. Karlar hafa rottað sig saman og yfirleitt snúist gegn sókn kvenna - og stundum látið það álit í Ijós að konum væri best að halda sig heima hjá börnum og uppvaski. En stundum hafa karlar gert heiðarlegar tilraunir til að fá konur í framboð og gengið misjafnlega. Ástæðan er eflaust sú að konur hafa ekki hlotið þá þjálfun í stjómmálum sem nauðsynleg er talin, áður en haldið er af stað í bardagann. Eftirfarandi saga sannar það að nokkru ieyti. Á einu af kjördæmisþingum framsóknarmanna stóð karl í pontu og sagðist eitt sinn hafa farið á fund konu og beðið hana um að taka sæti á framboðslista. Kona þessi hugsáði sig um en sagði svo að miklu fremur vildi hún fara í bólið með karlinum en að taka sæti á listanum. Karlinn var vonsvikinn, þakkaði fyrir sig og fór í burt án þess þó að taka tilboði konunnar. Þegar ræðunni lauk á kjördæmisþinginu kom umræddur karl að borði hvar sátu nokkrar konur. Þau ræddu ummæli konunnar en í lok umræðunnar sagði ein kynsystra hennar: „Þetta var ekkert skrýtið hjá konunni. Hún kunni ekkert til verka í pólitík og treysti sér ekki til að taka þátt í baráttunni. Hinsvegar vissi hún mæta vel hvernig hún átti að haga sér í rúminu og bauð því aðeins það sem hún kunni": Nú verða konur innan stjórnmálaflokkanna að taka sig saman og hætta ekki fyrr en þær eiga á að skipa konum sem tilbúnar eru að fara af stað í framboð, konur sem kunna til verka á því sviði sem öðrum. Auðvitað kostar slíkur undirbúningur mikla vinnu en ef konur ætla sér áfram í stjórnmálum verða þær að tnía á mátt sinn og megin en ekki á kvótaskiptingar. Slíkt fyrirkomulag getur aðeins verið við lýði í nokkur ár - e.t.v. áratug. Tandri er þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að tala um sérstök „kvennamál" og sértök „karlamál“, en hann telur þó að kynin kunni að hafa á stundum mismunandi áherslur þegar kemur að því að taka afstöðu til mála. Það er landi og þjóð fyrír bestu að báðar raddir fái að heyrast. Ekki vill Tandri spá neinu um hvernig konum t.d. í Framsóknarflokknum gengur að komast á framboðslista flokksins við næstu kosningar. En um hitt er hann viss: Ef konur fá ekki verulega leiðréttingu sinna mála mun flokkurinn gjalda þess þegar talið verður upp úr kjörkössunum. Mikið verk bíður kvenfólks í Framsóknarflokknum og þær verða að brjóta niður múra fordóma áður en þær ná settu marki, en ef miða má við það verk sem þær hafa lagt að baki frá því að Húsavíkursamþykktin var gerð er Ijóst að þær eru á réttri leið. Tandri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.