Tíminn - 08.12.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 08.12.1983, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 22 kvikmyridir Svikamyllan svíkur ■ SVIKAMYLLA (The Osterman Weekend). Leikstjórí Sam Peckinpah. Handrit Alan Sharp eftir skáldsögu Robert Ludlum. Aðalhlutverk: Rut- her Hauer, John Hurt, Burt Lancaster. Sýnd í Regnboganum. Sam Peckinpah, sem hefur gert ýmsar velheppnaðar átakamyndir, fær hér efnivið úr fórum metsöluhöfundar og gerir honum að mörgu leyti sóma- samleg skil framundir lokin, en þá leysist myndin upp í tómt rugl, sem vonlaust, er að fá nokkurn botn í. Höfuðpersónurnar eru einkum tvær; þekktur sjónvarpsfréttamaður, John Tanner, ágætlega leikinn af Rutger Hauer, sem vakti athygli í Blade Runner sem nýlega var sýnd hér, og svo gamla kempan John Hurt, sem hér leikur bandarískan leyniþjónustu- mann, sem hyggst hefna sín á þeim, sem hann telur bera ábyrgð á dauða konu sinnar. Leyniþjónustan sannfærir Tanner um, að þrír nánir vinir hans séu njósnarar í þjónustu KGB - sanna honum það með myndum og segul- bandsupptökum. Og fá hann síðan til þess að hjálpa til við að afhjúpa þá eða snúa þeim. Fjórmenningarnir og fjöl- skyldur þeirra eyða árlega saman einni helgi (það er Österman-helgin, sem nafn myndarinnar á frummálinu vísar til), og að þessu sinni koma vinirnir saman heima hjá Tanner. Leyniþjón- ustan tekur hús hans yfir, kemur upptökuvélum fyrir í hverju herbergi, og leyniþjónustumaðurinn fylgist síð- an með öllu í sérstakri stjórnstöð. Atburðarásin er hröð og spennandi fram yfir miðja myndina, en síðan missa stjórnendur hennar öll tök á viðfangsefninu, m.a. vegna áhuga á að koma á framfæri boðskap um hvað sjónvarpið geti verið hættulegur miðill. - ESJ Tannerhjónín (Meg Foster og Rutger Hauer). Kvikmyndir bækur (I5TI SKMQQfl ÓnflN5 Sólon Islandus l-II. Skáldsagan Sólon Islandus segir frá uppvexti og ævi hagleiks- mannsins, sérvitringsins og heimspekingsins Sölva Helgasonar, sem uppi var á ofanverðri öldinni sem leið og lýsir lífsbaráttu fólks við kröpp kjör í erfiðu árferði. 1. bindi er 263 bls.,2. bindi 248 bls. Ljóðasafnið Að norðan I-IV. í þessum fjórum bindum eru allar tíu Ijóðabækur Davíðs. I Svartar fjaðrir - Kveðjur - Ný kvæði. Bókin er 293 bls. II í byggðum - Að norðan - Ný kvæðabók. Bókin er252 bls. III í dögun - Ljóð fra liðnu sumri. Bókin er 371 bls. IV Síðustu ljóð. Bókin er 308 bls. Mæll mál hefur að geyma óbundið mál: ritgerðir Davíðs um samtímamenn hans og Ast í skugga óttans Prentver hefur sent frá sér bókina Ást í skugga óttans eftir Anne Mather. Höfundur- inn er geysivinsæll um allan liinn enskumæl- andi heim, og hafa bækur hennar verið á metsölulistum í Englandi um langt skeið. Ást í skugga óttans, er spennandi saga um ástir og örlög ungrar konu, sem giftist rosknum manni. En hversvegna? Sagan er full af dularfullum atburðum, sem halda athygli lesandans til bókarloka. Denise Robins Get ég gleymt pví? Selmýri í Selásshreppi, fallegustu stúlkuna í Grundarskóla. sem fór út í heiminn með nrnf upp á níu fimm, gagnfræðingur frá Ási upp á sex sex, saltaði síld í Vík, afgreiddi í sj oppu á Akureyri svo hann Helgi á Fremra-Hóli féll i menntaskólanum, giftist henni, fór til Reykjavikur og varð rafvirki. Þegar þau sneru aftur heim í sveitina, munaði minnstu ■ Davíð Stefánsson málefni sem á döfinni voru og ræður sem hann flutti við ýmis tækifæri. Bókin er 226 bls. Bækurnar eru prentaðar í Víkingsprenti. Bókband Bókfell. Kápur hannaðiogteiknaði Ragnheiður Kristjánsdóttir auglýsinga- teiknari. Kápur eru prentaðar í Hólum. ASTRID LINDGREN LANGSOKKUR Jjj 'v * • • t * Jt' , r v > • ♦ »• /X Hún varð ástfangin af manninum sem hún hataði... Denise Robins Get ég gleymt því? Ægisútgáfan hefur gefið út bók eftir Denise Robins, - Get ég gleymt því. Þetta er ástarsaga, eins og fleiri bækur þessa höfund- ar, og segir frá tveimur systrum Lauru og Barböru og ungum lækni, sem flytur í þorpið þeirra til aðstoðar við gamla lækninn í þorpinu, og þar gerist margt sögulegt. Heildarútgáfa rftverka Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi Helgafell hefur nú að nýju útgáfu á ritsafni Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, en það kom síðast út í heild árið 1965. Ritsafnið verður í níu bindum og eru sjö þegar komin út. Hin, tvö bindi með leikritum, eru væntan- leg innan skamms. Þegar eru komin út: Lína langsokkur Frá Bókhlöðunni hf. hefur borist bókin Lína langsokkur eftir Astrid Lindgren. Lína er þegar þekkt hér á landi og hefur verið vinsæl áratugum saman, og krakkarnir muna hana úr sögunni og leikritinu um sterkustu, bestu skemmtilegustu og ríkustu telpuna, sem til er í öllum heiminum, - telpuna, sem býr alein á Sjónarhóli með apanum sínum og hesti og á vaðsekk fullan af gullpeningum. í bókinni segir frá Línu og leikfélögum hennar Tomma og Önnu og ævintýrum þeirra. Úrval opinskárra útvarps- samtala í bók frá Vöku: Kvöldgestir Jónasar Jónas- sonar Kvöldgestir Jónasar Jónassonar eru eitthvert vinsælasta útvarpsefni, sem flutt hefur verið hin síðari ár, og hefur samtalstækni Jónasar í þessum þáttum verið rómuð. Nú birtist úrval samtala úr þessum hugljúfu síðkvölds- þáttum í bók, sem var að koma á markað frá bókaútgáfunni Vöku. í bókinni ræða 15 kvöldgestir Jónasar Jónassonar opinskátt um líf sitt, reynslu og áhugamál og segir á bókarkápu, að gestimir njóti sín ekki síður á prenti en á öldum Ijósvakans. Mikill fjöldi mynda af fólkinu og ýmsu, sem því tengist, er birtur í bókinni og gefur efninu aukið gildi. Guðni Kolbeinsson, rithöfundur og ís- lenskufræðingur, hefur búið þetta vinsæla útvarpsefni til prentunar, en um það sérstæða verkefni segir hann í upphafsorðum bókar- innar: „Ég fór þá leið að láta orðafar kvöldgesta og gestgjafa þeirra halda sér að mestu óbreytt, felldi að vísu brott þarflitlar endur- tekningar og lagfærði orðalag á stöku stað. En ég gerði enga tilraun til að leggja mönnum í munn fágaðoggallalaust ritmál. Er það von mín að með þessu móti haldi Kvöldgestirsem mestu af upprunalegu svipmóti sínu og verði áfram opinskátt en um leið hugljúft spjall, enda þótt þeir hafi verið festir á bók." Kvöldgestir Jónasar Jónassonar á síðum bókarinnar eru: Garðar Cortes, Quðrúrr Svava Svavarsdóttir, Gunnar Björnsson, Haukur Heiðar Ingólfsson, Helena Eyjólfs- dóttir, Hulda Á. Stefánsdóttir, Ingólfur Guð- brandsson, Kristján frá Djúpalæk, Manuela Wiesler, Ómar Ragnarsson, Róbert Am- finnsson, Sigurður Pétur Bjömsson, SnoTÍ Ingimarsson, Stella Guðmundsdóttir, Valg- erður Bjarnadóttir. Bókin Kvöldgestir Jónasar Jónassonar er að öllu leyti unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Sagan um Önnu fyrsta skáldsaga Stefaníu Þorgrímsdóttur Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út skáldsög- una Sagan um Önnu eftir SteTaníu Þorgríms- dóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar sem er Mývetningur að uppruna og nú búsett í Garði. Efni sögunnar er kynnt svo á kápubaki: „Þetta er sagan um Onnu litlu á að þau fæm sveitavillt, því Selásshreppur hafði fengið sér andlitslyftingu. Sagan um Önnu lýsir iðandi mannlífi á Islandi nútímans og yfir frásögninni vakir draumur ungrar stúlku um að finna tilganginn með lífi sínu.“ Sagan um Önnu er 116 blaðsíður. Oddi prentaði. IIAN SliYIN öoktok nm KINVIRSKl KVKM LKMUINN Han Suyin Doktor Han Kínverski kvenlæknirinn ÆGISÚTGÁFAN hefur gefið út bókina Doktor Han, en hún var skrifuð af kínversku skáldkonunni Han Suyin, sem er löngu orðin heimsfrægur rithöfundur, segir á bókarkápu. Þessi bók er einna þekktust bóka Han Suyn og hefur verið kvikmynduð. Bókin segir frá ástarsambandi kínversks kvenlæknis og Eng- lendings sem kynnast í Hong Kong. Ólík uppeldisáhrif þeirra spanna gegnum söguna og gefa henni stórkostlegan bakgmnn. Sagt hefur verið að Han Suyin segi sína eigin sögu í þessari bók. Sfmi78900 SALUR 1 Seven Sjö glæpahringir ákveða að sam- einast i eina heild og hafa aðal- stöðvar sínar á Hawaii. Leyniþjón- ustan kemst á spor þeirra og ákveður að reyna að útrýma þeim á sjö mismunandi máta, og nota til þess þyriur, mótorhjól, bíla og báta. aðalhlutverk: Wllliam Smith, Cuich Koock, Barbara Leith, Art Metrana. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5,9.10 og 11.05. La Traviata Heimsfræg og splunkuný stór- mynd um hina frægu óperu Verdis, La Traviata. Myndin hefur larið sigurför hvar sem hún hefur verið sýnd. Meistari Zeffirelli sýnir hér enn hvað í honum býr. Ógleymanleg skemmtun fyrir þá sem una góðum og vel gerðum myndum. Aðelhlutverk: Placido Domingo, Teresa Stratas, Cornell MacNeil, Allan Monk Leikstjóri: Franco Zeffirelli Myndin er tekin í dolby stereo Sýndkl.5, 7 Dvergamir Hin frábæra Walt Disney mynd Sýnd kl. 3. SALUR2 Skógarlíf og jólasyrpa af Mikkamús Einhver sú alfrægasta grinmynd sem gerð hefur verið. Jungle Book helur allstaðar slegið aðsóknar- met, enda mynd fyrir alla aldurs- hópa. Saga eftir Rudyard Kipling um hið óvenjulega líf Mowglis. Aðalhlutverk: King Louie, Mowgli, Baloo, Bagheera, Shere-Khan, Col-Hathi Kaa. Sýndkl. 3,5,7,9, og 11 SALUR3 Zorroog hýrasverðið Sýnd kl. 3,5,7,9, og 11 SALUR4 Herra mamma (Mr. Mom) Splunkuný og jafnframt frábær grinmynd sem er ein aðsóknár- mesta myndin i Bandaríkjunum þetta árið. Mr. Mom er talin vera grinmynd ársins 1983. Jack missir vinnuna og verður að taka að sér heimilisstörfin, sem er ékki beint við hans hæfi, en á skoplegan hátt kraflar hann sig fram úr þvi. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Teri Garr, Martin Hull, Ann Jillian. Leikstjóri: Stan Dragoti Sýndkl. 5,7,9 og 11. Svartskeggur Disneymyndin fræga Sýnd kl. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.