Tíminn - 08.12.1983, Side 17

Tíminn - 08.12.1983, Side 17
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 17 menningarmál Samfylgd um heims borgina miklu Krístján Karlsson New York Kvæði Almenna bókafélagið j ■ Á bókarkápu er okkur sagt að ekki hafi áður verið ort á íslensku eins og Kristján Karlsson geri og eigi slík um- mæli ekki hvað síst við um þessa bók. Það mun ekki ofmælt að hún hafi sérstöðu mftðal íslenskra ljóðabóka. Svið ljóðanniá er svo fjarlægt okkur þar sem er heimsborgin mikla vestan hafs. Persónur ljóðanna, ef svo má segja, eru líka fjarlægar okkur. En það getur verið gaman að kynnast nýju fólki og nýju umhverfi og raunar er engu síður gagn- legt að finna hve hjörtum mannanna svipar saman. Kristján er hagorður í besta lagi, kann vel að beita málinu og getur verið Ijóðrænn þegar hann vill. Alls gætir þessa í þessari bók og allt eru þetta góðir kostir. Ef til vill háir það þessum skáld- skap þegar kemur til íslenskra lesenda að þeir þekki sig ekki nógu vel í New York og því missi marks þegar vitnað er tii götuheita þar. Eða hvað? Eru íslendingar kannski orðnir svo kunnugir þar að þeir þekki Central Park West, George Washington Bridge, Car- lears Park o.s. frv.? Það kemur væntan- lega í ljós. Sem sýnishorn má líta á Miss Haversham: „Stjúpmóðir svefnjurt svalablómin öll og ungfrú Haversham á 100 Park í háum turni kvölds og sunnanátt grönn stúlkan lýtur Ijóshærð yfirblómin og slæður hennar hárið sunnanblærinn liðast um turna og ufsir norður allt víst sakna ég þín enn Peg Haversham. GulUitar slæður sumarsólin dregur til sólarlags á ytri New York flóa sem áður blána í grænleit gluggatjöld og ginning hafsins, bátverjinn litur upp turn ofar tumi blikar einn af öðrum. Þessi Ijóð eru unnin af smekkvísi og vandvirkni. Þau eru stuðluð hnökra- laust. Kristján Karlsson býður nú íslenskum lesendum samfylgd sína og leiðsögn um hina miklu borg. Samt þori ég engu að spá um undirtektirnar. H.Kr. Vinnubrögð og hættir Dalamanna Minningar frá morgni aldar eftir Geir Sigurðsson frá Skerðings- stöðum Víkurútgáfan ■ Þetta er ekki samfelld minningabók þannig að höfundur segi sögu sína frá ári til árs. Þetta eru sjálfstæðir minninga- þættir. Geir kann vel að segja frá. Gerir það skipulega og hávaðalaust. Hann byrjar á því að lýsa bernsku- stöðvum sínum og fyrstu minningum. Næst segir hann frá séra Kjartani Helga- syni sem var í Hvammi í Dölum í 14 ár. Sá þáttur heitir Foringi í fjórtán ár. Annar þáttur er um Björn H. Jónsson skólastjóra, sem var 4 ár í Hjarðarholti. Geir bregður upp myndum frá far- kennslu og af ungmennafélagsfundi. Víst rekur hann þar minningar sínar en honum hefur eflaust verið ljóst, að þar var hann að leggja drög að aldarfarslýs- ingu. Það hefur honum tekist vel. Einn þátturinn heitir Máttur mannúð- arinnar. Þar segir frá sjúkraflutningi frá Glerárskógum í Hvammssveit til Reykja-i víkur í árslok 1913. Það er fróðleg lýsing til samanburðar við samtíma. Einn þátturinn heitir Fráfærur. Ég vildi að samstarfshópur menntamálaráðuneytisins í samfélags- fræðum læsi þann kafla. Það gæti komið sér vel. í einum kaflanum rekur Geir hvílíkt ágætisár varfyrir Dalamenn 1929. Þá var skólinn á Staðarfelli formlega vígður. Þá var byrjað á akfærum vegi áleiðis að Bröttubrekku til að rjúfa einangrun Dalasýslu. Þá var hafin bygging sund- laugar að Laugum í Sælingsdal. Þá kom fyrsti bíllinn í sýsluna. Og þá var árferði frábærlega gott, fádæma mildur vetur og. sumar gott. Geir segir að veðurfarið hafi ekki verið neitt sérstakt fyrir Dalasýslu. Hitt var það heldur ekki að öllu leyti. Skólar fyrir unglinga alþýðuheimila, íþrótta- mannvirki fyrir almenning, akfærir vegir um byggðir og milli þeirra og vélknúin ökutæki samfara þeim var allt saman ávextir þeirrar stjórnarstefnu sem upp var tekin með ríkisstjórninni 1927. Það bar auðvitað ekki allt upp á sama ár en þessar breytingar urðu um land allt. Skemmtileg og fróðleg er frásögn Geirs af timburflutningi þeirra ungmennafé- laganna frá Búðardal að Laugum. Þeir unnu þar kauplaust af þegnskap en reiðingshestar með timburdrögur og nýr vörubíll einingaðist illa á mjóum vegum. Síðasti þátturinn heitir: Þegar útvarp- ið kom á bæinn. Það er sönn og glögg mynd að þeirri fagnandi eftirvæntingu og hátíðlegu gleði sem bjó í hugum fólks þegar það lifði þau menningarlegu tíma- mót að heimili landsins gátu sameinast í því að njóta tónleika og talaðs orðs frá höfuðstöðvum lista og menningar. Geir Sigurðsson hefur hér skilað góðri bók sem fengur er að í y firlætisleysi sínu. H.Kr. Hamraskáld I Þór Sandholt Hanastél hugsana minna. Hamraskáld I Bóksala MH Reykjavík 1983 Þessu kveri fylgir formáli og þar segir svo m.a.: „Bók þessi, er nú kemur fyrir sjónir þínar ágæti lesandi, er hugsuð sem fyrsta bók í flokki skáldverka nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð og hefur flokkur þessi hlotið nafnið Hamraskáld. Framhald hans erundir móttöku þess- arar fyrstu bókar komið, en ef vel tekst til er ætlunin að gefa út bók missiris- lega". Höfundur þessara ljóða er 19 ára. Fyrsta ljóð bókarinnar heitir Sköpun og þar segir hann m.a.: „Ég vil að Ijóð mitt h'ði áfram eins og spegilmynd sálar minnar á skapadægrí þess. Ýmist lygnt og lokkandi ólgandi ellegar ísi legið. Með síbreytilegum bratta, hugmyndum og hrynjandi. Þó ávallt sjálfu sér samkvæmt og umfram allt skiljanlega blátt áfram.“ Sumum hefur fundist að ung skáld legðu meira kapp á annað en að vera umfram allt skiljanleg blátt áfram. Samt mun það teljast til kosta enda teljum við að málið sé til að tjá sig, gera sig skiljanlegan. En hvort tveggja er til að kappkosta að gera sig skiljanlegan öllum og að haga máli sínu svo að ekki skilji nema útvaldir. Þessi bók Þórs hefur ýmis einkenni yngri skálda samtímans svo sem tilraun til orðaleikja. Þó gætir rómantískra kennda meira en svo að falli að tískunni, t.d. „I tærum lindum augna þinna speglast vorið í hjarta mínu í morgun sá ég stúlku. Ljóshærða stúlku. Hún leit við mér og brosti með augunum. Hló. Og ég hló og brosti. Með augunum. Gráir veggir einingablokkanna litskrúðugir og lifandi við snertingu þína.“ Það er litlu hægt að spá um ungan höfund af þessu kveri „en gaman er að gera sér góðar vonir stundum." Hér bendir ýmislegt til nokkurs sjálfstæðis og þess er alltaf þörf. Að lokum lítum við á Tapað - fundið. „Jólin nítjánhundruð áttatíu og tvö týndust í auglýsingaflóðinu. Finnandi vinsamlegast skili þeim til barnanna. Jólasveinninn." Þetta er góð auglýsing. H.Kr. Halldór Krist- jánsson skrífar mSr-Æm Drögum vel úr ferð Á við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ! UUMFERDAR RÁÐ Geðþekk og fróð- leg minningabók Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum Hver einn bær á sína sögu síðara bindi Hörpuútgáfan ■ í þessu síðara bindi lýsir Hallgrímur störfum og lífsháttum fólks í ungdæmi sínu. Þar segir frá störfum manna árið um kring, fæði og fatnaði o.s.frv. Það er skemmst af að segja að mér finnst þetta síðara bindi öllu skemmmti- legra aflestrar en hið fyrra. Hallgrímur segir liðlega frá og frásögn hans er yfirleitt á lipru og léttu máli. Þess aðeins gætir einstöku sinnum að stíllinn verði nokkuð hátíðlegur. Margt það sem Hallgrímur segir er hliðstætt og áþekkt því sem við þekktum vestur í fjörðum og sumt raunar alveg eins. Þó eru stundum höfð önnur orð um sama verk eða hlut. 1 einu atriði hef ég tilhneigingu til að rengja Hallgrím. Hann segir að þorsk- hausar hafi komið 100 í kippu. Ekki þori ég að þræta en ég hélt að hefði verið gömul venja vestra að kippa 60 hausa saman, hálft stórt hundrað. Tólfræðu hundruðin voru ekki afar langt undan um aldamótin síðustu. Ég heyrði gamla konu telja svo að hún sagði tíutíu og ellefutíu. En þetta sannar ekkert um þorskhausatölu á kippunum í Ljár- skógum fyrir 70 árum. En þó ég þræti ekki við Hallgrím um æsku hans vil ég benda á annað. Á bls. 140 er hann að ræða um klæðnað. Þar segir m.a.: „Einnig vissi ég til þess, að konur gengju í svokölluðum opnum buxum, og sá ég slíkar buxur á einum eða tveimur bæjum í snúrinni. Á söguöld var það skilnaðarsök að ganga í slíkum flíkum". Þetta hefur illa snúist við í meðförunum. Það var einmitt skilnaðarsök ef buxurnar voru ekki opnar. Setgeirinn var einmitt ^ til þess að loka þeim. Og ekki veit ég hvað Hallgrímur á við þar sem hann segir: „Það var á þessum árum að Bænda- flokkurinn undir forustu Tryggva Þór- hallssonar bar fram þá tillögu, að bænd- um yrði tryggt fast verð fyrir afurðir sínar á svipuðum grundvelli og nú er gert. Þessi fjarstæða fékk engan byrþá" En þessi ummæli eru nokkurs konar innskot og breyta engu um heimildar- gildi bókarinnar um daglegt líf og störf við Hvammsfjörð á fyrstu tugum aldar- innar. H.Kr. Félagsstarf ddúbomom Jólafagnaður Hinn árlegi Jólafagnaður Félagsstarfs eldri borg- ara í Reykjavík verður haldinn að Hótel Sögu Súlnasal laugardaginn 10. des. og hefst kl. 14. Dagskrá: 1. Upplestur, Borgar Garðarsson leik- ari. 2.Söngur, nemendur frú Snæbjargar Snæbjarnardóttur söng- konu. 3. Upplestur frú Olga Sigurðardóttir. 4. Einsöngur og tvísöngur, hjónin Sig- linde Kahmann og Sigurður Björns- son óperusöngvarar. 5. Kaffiveitingar. 6. Fjöldasöngur, frú Sigríður Auðuns við hljóðfærið. 7. Helgileikur, nemendur úr Voga- skóla. Stjórnandi: Guðmundur Guðbrandsson skólastjóri. Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Lestu aðeíns stjórnarbíoðin? Höfuðmálgagn stjórnarandstöðunnar Áskriftarsími (91)81333

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.