Tíminn - 08.12.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.12.1983, Blaðsíða 16
rf;Oi n'íHVttKi.» f nr>4«imiiif í FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 16 heimilistíminn umsjón B.St. og K.L. Verðsamanburður á rafhlöðum TAFLA 1: Rafhlöður fyrir vasaljós, útvörp, segulbönd, rafknúin leikföng og fl. (R 20) A: Eveready 18.00 Hellesens blá 20.00 B: Varta super 21.35 Berec power 22.25 Wonder top1) 23.00 Hellesens rauö 25.00 National super 27.00 C: Philips super 19.75 Varta high performance21 25.10 Wonder super 26.40 Ray-O-Wac heavy duty 27.00 Varta super dry 29.05 Berec power plus 30.25 Hellesens gold 34.00 D (alkaline rafhlööur): Wonder alkaline 55.20 Duracell alkaline 65.00 National alkaline * 68.00 Berec alkaline plus 69.00 Ucar professional 74.05 Ray-O-Vac alkaline 86.40 Hellesens alkaline 95.00 Varta energy 98.50 TAFLA 2: Rafhlöður fyrir flöss, reiknivélar, reykskynjara og fl. (R 6) A: Eveready 9.65 Ð: Varta super 10.30 Berec power 10.70 Hellesens rauð 12.00 National super 12.00 Wonder top,) 12.50 C: Philips super 11.90 Wonder super 13.40 Varta high performance2) 14.10 Hellesens gold 16.00 Varta super dry 17.05 D (alkaline): Wonder alkaline .......................... 22.30 Ray-O-Vac alkaline 27.00 National alkaline 33.00 Ucar professional 33.00 Berec alkaline plus 33.75 Hellesens alkaline 34.00 Varta energy ............................. 34.25 Duracell alkaline ...................... 36.00 TAFLA 4: Rafhlöður fyrir myndavélar, tölvuspil, reiknivélar og fl. LR 03 - alkaline: Wonder11 .............................. 30.85 Varta 36.15 Berec ................................. 42.00 Ucar 43.00 Duracell .............................. 45.00 Hellesens 45.00 LR 1 - alkaline: Berec 48.80 Ucar 49.05 Duracell 55.00 Varta 70.70 Hellesens 80.00 MR 52 - kvikasilfur: Duracell 95.00 Ucar 103.80 Hellesens 140.00 Varta 144.10 LR 44 - alkaline: National 33.00 Hellesens 50.00 Ucar 60.00 Varta 72.35 1) Þessar rafhlöður eru aðeins seldar tvær á spjaldi, uppgefið verð er á einni rafhlöðu. TAFLA 5: Endurhlaðanlegar rafhlöður R 20 a: Varta accu hobby 196.25 Sanyo standard 210.001* b: Varta accu profi 392.55 Sanyo long life 410.00 R 6 a: Varta accu hobby 88.95 Sanyo standard 104.502* b: Varta accu profi 91.10 Sanyo long life 101.10 Hleðslutæki3) Sanyo 792.00 Emmerich (Varta) 1278.00 1) Þessar rafhlöður eru aðeins seldar tvær á spjaldi, uppgefið verð er á einni rafhlöðu. 2) Þessar rafhlöður eru aðeins seldar fjórar á spjaldi, uppgefið verð er á einni rafhlöðu. 3) Þessi tæki eru fyrir þrjár algengustu stærðir af sívölum rafhlöðum. Emmerich tækið getur auk þess hlaðið 9 volta rafhlöður (6F22). Ath. Rafhlöður i flokki b er hægt að hlaða oftar en í flokki a. TAFLA 3: Rafhlöður fyrir reykskynjara og fl. (6F 22) A: Eveready 33.10 B: Wonder top1' 35.70 Hellesens rauð 45.00 Varta super 52.15 Berec power 54.25 National super 56.00 C: Wonder super ............................. 34.80 Philips super ............................ 39.00 Varta super dry 65.35 Ðerec power plus 68.00 Hellesens gold 69.00 D (alkaline): Wonder alkaline 118.30 National alkaline ....................... 120.00 Varta energy ............................ 131.40 Duracell alkaline 135.00 Hellesens alkaline 139.00 Ucar professional 140.00 1) Þessi tegund er að fara af markaði. 2) Hellesensverksmiðjurnar i Danmörku hafa mótmælt að Varta high performance rafhlöður séu taldar i flokki C, heldur beri að telja þær með flokki A eða B. Vartaverksmiðjurnar í Þyskalandi hafa mótmælt þessari athugasemd og telja rafhlöðurnar rétt flokkaðar. Verðlagsstofnun leggur ekki mat á framangreint. R20 R6 6F22 LR03 LR1 MR52 LR44 Verðlagsstofn- un kannar verð á rafhlöðum og Ijósaperum —verð og ending m jög mismunandi eftir vörumerkjum TAFLA 6: Verðsamanburður á rafhlöðum í úr -innifalið í verði er rafhlaða, ísetning, stilling og fl. & 1* SRS4 SR41 Carl A Bergmann Skólavorðustig 5 210 210 Garðar Ólafsson Lækjartorgi 220 220 Franck Michelsen Laugavegi 39 229 198 Gilbert Laugavegi 62 210 210 Guðm. Hermannsson Lækjargotu2 210 210 Guðm. Þorsteinsson Bankastræti 12 220 220 Helgi Guðmundsson Laugavegi 82 2101) Helgi Sigurðsson Skóiavorðustig 3 220 210 Ingvar Benjamínss. Háaieitisb 58-60 229 198 Jóhannes Norðfjörð Hverfisgotu 49 210 Jón og Óskar Laugavegi 70 210 210 Klukkan Hamraborg, Kóp 210 210 Kornelius Jonsson Skóiavorðust 8 180 180 Magnús Asmundsson ingólfsstr 3 200 200 Magnús E. Baldvinsson Laugav 8 220 220 Paul E. HeideGiæsibæ 272 221 Stáltæki s.f. Þmgholtsstr. 1 150 Timadjasn Efstalandi 26 226 186 Úr og klukkur Laugavegi 49 175 175 Valdimar Ingimarss. Austurstr. 22 210 210 1) Uppgefið verð er miðað við Etic rafhlöður. Ef notaðar eru hins vegar rafhlöður af gerðinni Ucar, kostar sama þjónusta 220 kr. TAFLA 7: Ljósaperur Ljósaperur - 40W Targetti 20.00 Tungsram ............................... 21.85 Silvanía 22.50 Philips 23.90 Osram 24.20 GEC 25.15 Luma 26.75 Kúluperur - 40W Targetti 23.00 Tungsram ............................ 25.00 Luma .................................. 27.30 Philips 28.00 Silvanía .............................. 29.95 Osram ................................. 36.40 GEC .................................1 39.65 Kertaperur - 40W Targetti 23.00 Tungsram 25.00 Philips 26.05 Osram ................................. 28.65 Silvania .............................. 29.95 Luma 30.10 GEC ................................... 39.65 ■ Rafhlöður og Ijósaperur eru í notkun á hverju heimili og einkum hefur notkun rafhlaða færst í vöxt á undanförnum árum með tilkomu aukins fjölda smárra raftækja, sem knúin eru áfram með fieim. Allir kannast við, hvcrsu erfitt er að átta sig á því mikla úrvali rafhlaða, sem á markaði eru hérlendis og kemur þá ekki einungis verðmunur til, heldur og ýmis önnur atriði, sem taka verður með í reikninginn líka, s.s. cnding o.fl. Nú hefur Verðlagsstofnun kannað verð á nokkrum tegundum af rafhlöðum og Ijósaperum og eru niðurstöður birtar í 11. tbl. „Verðkynningar Verðlagsstofn- unar“. Verðlagning á rafhlöðum er frjáls, en flestir innflytjendur gefa þó út leiðbein- andi smásöluverðlista, sem flestar versl- anir selja eftir. í könnuninni er í flestum tilvikum birt leiðbeinandi smásöluverð. Niðurstöður Verðmunur á venjulegum Ijósaperum reyndist mestur vera 34%. Verðmunur á kúluperum og kertaperum var hins vegar mun meiri eða 72%. Ollu erfiðara er að átta sig á mismun- inum á rafhlöðunum, eins og fyrr segir, en í Ijós kont, að í átta tilvikum af sexián er dýrasta vörumerki meira en 50% dýrara en þaó ódýrasta. í einu tilviki er hæsta verð helmingi hærra en lægsta verð. Minni verðmunur á þeim vörumerkjum af endurhlaðanlegunt raf- hlöðum, sem héreru á markaði. Afturá móti er verðmunur á hleðslutækjum meiri. Athygli vekur, að verðlagning á úra- rafhlöðum, ísettum stilltum o.fl. sem innifalið er hjá úrsmiðum á höfuðborgar- svæðinu, er svipuð hjá þeim flestum, þó að verðlagning sé frjáls. Fylgist með endingunni Neytendum er bent á að fylgjast með endingu rafhlaða og athuga hvort síðasti söludagur er stimplaður á rafhöðurnar, en endingin getur verið mismikil á einstökum vörumerkjum. Það sama gild- ir um Ijósaperur. í könnuninni er hins vegar ekki lagt mat á gæði. „Verðkynning Verölagsstofnunar" liggur frammi endurgjaldslaust í skrif- stofu Verðlagsstofnunar, Borgartúni 7, og hjá fulltrúum Verðlagsstofnunar úti á landi, fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér niðurstöðurnar. Skýringar á töflum Rafhlöðum af algengustu stærð er skipt upp í fjóra undirflokka eftir notk- unarmöguleikum og gæðum. FLOKKUR A er ódýrasti flokkurinn. Þessar rafhlöður eru einkum ætlaðar í vasaljós, útvörp og önnur tæki sem nota lítinn straum. FLOKKUR B er heldur dýrari en flokkur A og notkunarsvið er mjög svipað en endingin heldur meiri. Þess má geta að rafhlöður í flokki A og B nýtast ekki að fullu við straumfrek tæki, en þó eru hér undantekningar og má þar nefna National gold. FLOKKUR C eru rafhlöður sem eink- um ber að nota í straumfrek tæki (segulbönd, rakvélar, rafknúin leikföng o.fl.) auk þess sem nota má þær í útvörp og vasaljós. Þær gefa sterkari straum á stuttum tíma en rafhlöður í flokki A og B (eru með meiri rýmd). FLOKKUR D eru svonefndar alka- line rafhlöður sem nota má á sama hátt og rafhlöður í flokkum A B ogC, en eru einkum notaðar í myndavélar og leiftur- ljós. reykskynjara, talstöðvar og vasa- reiknivélar. Alkaline rafhlöður eru einu rafhlöðurnar sem gefa frá sér fullan straumstyrk í miklu frosti og þola allt að 40°C frost, þó að það sé misjafnt eftir vörumerkjum. Alkaline rafhlöður eru hins vegar mun dýrari en venjulegar rafhlöður. Rafhlöður í töflu 4 eru einkum notað- ar í myndavélar, talkerfi, klukkur, vasa- reiknivélar og tölvuspil. Þetta eru alkal- ine rafhlöður, að undanskildum raf- hlöðum með staðalnúmerinu MR 52 sem eru úr kvikasilfri. Tvær af þessum rafhlöðum eru litlar og svipaðar tölu í laginu. Serstök ástæða er til að vara við að börn hafi slíkar rafhlöður undir höndum, enda hafa orðið banaslys af þeirra völdum í nágrannalöndunum þegar börn hafa sett slíkar rafhlöður upp í sig og í ógáti kyngt þeim. í töflu 5 eru þau tvö vörumerki af endurhlaðanlegum rafhlöðum sem flutt eru inn hingað til lands, auk þess sem sýnt er verð á hleðslutækjum. Ástæða er til að benda sérstaklega á að ekki er hægt að endurhlaða rafhlöður nema þær séu sérstaklega framleiddar til slíkra nota. í töflu 6 má sjá hvað úrarafhlöður kosta hjá úrsmiðum á höfuðborgarsvæð- inu. Innifalið í verðinu er, auk rafhlað- anna, ísetning, stilling og fl. í þessari töflu er ekki getið um tegundir af rafhlöðum, enda kom ekki í ljós verð- munur eftir því hvaða tegund er notuð. Að lokum er svo í töflu 7 getið uin verð á ljósaperum sem hér eru á markaði. Kannað var verð á venjulegum Ijósaperum kúluperum og kertaperum og er í öllum tilvikum birt verð á 40W perum, en verðmunur reyndist í flestum tilvikum ekki vera á perum af mismun- andi styrkleika.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.