Tíminn - 08.12.1983, Side 5
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983
Úttekt á vímuefnum medal unglinga í höfuðborginni:
TflUÐ ER ftÐ UM 30 UNGUNGAR
WUffNIST SKJÖTRflR HOFERDAR
■ Starfshópur um vímuefnamál sendi
nýlega frá sér greinargerdir og tillögur
um vímuefnamál til ýmissa ráða og
nefnda í borgarkerfinu. Koma þessar
aðgerðir í framhaldi af ýmsum upplýs-
ingum sem hópurínn sendi frá sér til
sömu aðila í maí síðastliðnum. I frétta-
tilkynningu sem hópurinn hefur sent til
fjölmiðla segir að brýnt sé að grípa til
skjótra og róttækra aðgerða til að bregð-
ast við þeim vanda sem nú blasi við til
að hindra að hann vaxi enn frekar.
Blaðið ræddi í gær við einn úr starfs-
hópnum, Helga Viborg sálfræðing hjá
Sálfræðideild skóla í Reykjavík.
„Starfshópurinn er áhugahópur fólks
sem vinnur við unglingamál með einum
eða öðrum hætti, en um þau mal fjalia
um 20 aðilar og stofnanir. Við vildum
fræðast hvert af öðru um ástand Og
horfur í vímuefnamálum hér á landi, í
öðru lagi vildum við sameina krafta
þessara stofnana, koma upplýsingum á
framfæri við yfirvöld og almenning, við
viljum vinna upp fræðsluefni fyrir skól-
ana, nemendur og kennara og við viljum
vinna að því að komið verði á fót lítilli
meðferðarstofnun sem gæti sinnt þeint
sem verst eru staddir í þessum málum.
Ennfremur viljum við ná til svokallaðra
áhættuhópa hér á höfuðborgarsvæðinu."
Hvernig skilgreinið þið þá?
„Það er t.d. fólk sem er að detta út úr
skólunum af ýmsum orsökum og heldur
sig mikið við Hlemm eða krúnkar sig
saman utan við skólana eða á félagsmið-
stöðvunum. Einnig eldri unglingar sem
eru lausir við vinnu og hafa ánetjast
vímuefnum. Útideild hefur unnið mikið
með þessa hópa en ekki getað sinnt þeim
sem skyldi, en við sem vinnum við þessi
mál vitum öll af þeim þótt sú aðstoð sem
við getum veitt sé ekki sú sem hún þyrfti
að vera.“
Ef við rifjum upp það sem kom fram
í greinargerðinni sem þið senduð frá
ykkur í maí s.l.. hversu stór sá hópur er
að ykkar mati sem þárf á bráðri aðstoð
að halda?
„Við sögðum í greinargerðinni að um
20 manna hópur unglinga, 13 ára og eldri
misnoti vímuefni nær daglega, en sá
hópur hefur stækkað og við teljum að
sambærileg tala nú sé um 30 manns.
Hluti þessa hóps er mjög langt leiddur
og þarf markvissa meðferð, en slík
meðferðartilboð eru ekki fyrir hendi á
íslandi.
Það segir í greinargerðinni að þörf
þessara unglinga fyrir vímu sé slík að
það virðist ekki skipta máli hvaða efni
þau noti. Spurningin standi fremur um
það hvaða efni séu aðgengilegust hverju
sinni. Auk áfengis, kannabisefna, leysi-
og úðunarefna og lyfia er á sundum um
þyngri efni að ræða. LSD. STP, englaryk
og fleira, kokaín, ameftarnin, mprfín og
heróín. Tvö síðasttöldu efnin virðast þó
ekki algeng, enda dýr.
Þú nefndir lyf, sem sérstakan flokk
vímugjafa. Er þar um að ræða læknislyf,
sem þarfnast uppáskriftar lækna?
„Þegar við skrifuðum okkar greinar-
gerð í vor, þá var mikið af slíkum lyfjum
í umferð. Það var brotist inn í eitt eða
tvö apótek um síðustu jól og það hrein-
lega flæddi yfir markaðinn. Síðan segja
okkur krakkar sem við tölum við að það
sé nánast ekkert vandamál að ná í
læknalyf. Þau virðast geta gengið að
þeim hjá læknum og fengið það mikið í
einu að það nægi til að halda partí fyrir
stóra hópa.“
Hvers konar lyf er þar um að ræða?
„Yfirleitt róandi lyf af ýmsu tagi. Síðan
má nefna sjóveikipillurnar sem þau geta
fengið án resepts í apótekunum og
unglingar nota sem vímugjafa.“
Þið hafið lagt fram tillögur um fyrir-
byggjandi ráðstafanir. Hverjar eru þær
og hverjar eru undirtektirnar?
„Við höfum lagt til að l'tidcildin verði
efld, að ráðinn verði maður sem kanm
umfang og eðli vímuefnaneyslu meðal
unglinga í Reykjavík og annar sem
vinni að stuðningsúrræðum fyrir þá
unglinga, sem þegar hafa ánetjast fíkni-
efnum og eins og ég gat um fyrr þá
höfum við lagt til að komið verði á fót
lítilli meðferðarstofnun. Það eru það
margir unglingar sem eru illa staddir,
jafnvel hreinlega lagstir út, að ég tel að
það sé einungis tímaspursmál hvenær
slík stofnun verður sett á laggirnar.
Þetta vandamál cr vaxandi og það er í
rauninni fáránlegt að hún skuli ekki
þegar vera til. Landspítalinn eða Vífils-
staðir geta ekki sinnt þessum málum. í
nágrannalöndunum eru stofnanir af
þessu tagi til og raunar hefur á stundum
verið gripið til þess ráðs að senda illa
farna unglinga á meðferðarstofnanir á
Norðurlöndunum.
Það má geta þess að fræðsluráð hcfur
þegar samþykkt að ráðinn verði starfs-
maður til að skipulcggja fræðslueíni um
þessi mál fyrir kennara og skólana, en
það á að sjálfsögðu eftir að koma fyrir
sparnaðarnefnd til umfjöllunar. Um hin-
ar stöðurnar sem við höfum lagt til að
verði stofnaðar er vcrið að fjalla í
borgarkerfinu.“
Hclgi sagði að lokunt að öll umfjöllun
um þessi ntál í fjölmiðlum væri viðkvæm
og tvíeggjuð. Nefndin hann sem dæmi að
það væri ekki tilviljun sem hefði hcnl
upp úr áramótunum í fyrra að unglingar
sem orðnir voru á valdi vímugjafa tóku
upp á því að sprauta sig í æð. Það var
þeim bókstaflega kennt með kvikmynd-
inni Dýragarðsbörn, sem sýnd var í einu
kvikmyndahúsanna. Þess má geta í því
sambandi að þessi mynd var þýsk og
fjallaði um unga súlku í Berlín sem
ánetjaðist fíkniefnum og sigraðist á
ávana sínu. Hún var talin holl áminning
til unglinga og var hvatt til þess að þeir
sæju hana, ef það mætti verða þeim til
viðvörunar.
-JGK
Arbæingar kreffjast úrbóta
í dagvistamálum:
Eitt dagheimili
fyrir 17
börn í hverfinu
— í óhæfu húsnæði. Ekkert skóla-
dagheimili fyrir hendi. Eini leikskól
inn býr við óviðunandi aðstöðu
B Hörmungará-.tand ríkir í dagvistai-
málum i Xrbæjarhverfi að því er fram
kemur i hréfi sem áhugamannahópur
hefur sent borgarstjóranum í Reykjavík
og félagsmálaráði. Bréfið kom fyrir
borgarráð í gær og fyldu því undirskriftir
Heildarsöltun
síldar nam
228.967
tunnum:
Annað mesta
söltunarar
frá upphafi
B Heildarsöltun síldar nam 228.967
tunum (miðað við 27/11) og er þetta
orðið annað mesta söltunarár Suður-
landssíldar frá upphafi.
Eftir að söltun lauk hefur stldveiði
verið dræm enda hættu ýmsir bátar
veiðum vegna erfiðleika á að losna við
aflann og sökum þess að verðlagsráð
sjávarútvegsins ákvað mun lægra verð til
frystingar en söltunar á vertíðinni.
Af einstökum söltunarstöðum var
Grindavík langhæst með samtals 40.727
tunnur en þar á eftir kom Höfn í
Hornafirði með 31.265 tunnur og þriðji
hæsti staðurinn var Eskifjörður með
25.418 tunnur. -FRI
um 1000 manns, sem stuðningsyfirlýsing
við innihald þess. Þessum nöfnum var
safnað á tveim dögum og hefði fjöldinn
getað orði mun meirí ef lengri tími hefði
verið til stefnu, segir ennfremur í bréf-
inu.
Eitt dagheimili er í Árbæjarhverfi og
rúmast þar 17 börn. Um aðbúnað þar
segir að húsið hafi upphaflega verið
byggt sem sumarbústaður og síðan
breytt í dagheimili. Húsið sé lekt,
geymsluaðstaða fyrir matvæli óviðun-
andi, aðstaða fyrir starfsfólk engin,
hreinlætisaðstaða fyrir börniri ekki nógu
góð og aðkoman hrikaleg. Húsið er
bráðabirgðahúsnæði og því takmarkað
sem leggja má til viðhalds þess. Þrátt
fyrir árleg loforð um úrbætur hafi ekkert
verið gert til að standa við þau.
Einn leikskóli er í hverfinu fyrir 110
börn. Um aðstöðu þar er það að segja
að húsið er lekt og aðstaða starfsfólks
slæm. Ekkert skóladagheimili er í Ár-
bæjarhverfi.
I niðurlagi bréfsins segir að borgar-
stjóri hafi á fundi Framfarafélags Ár-
bæjarhverfis 9. nóvember s.l. lofað því
að ný dagvist í hverfinu yrði á fjárhags-
áætlun næsta árs. Skora bréfritarar og
þeir sem undir skrifa á félagsmálaráð og
borgarstjórn að kynna sér ástand þessara
mála og láta síðan hendur standa fram
úr ermum.
MÍ
- ‘— 1
B Myndin er frá afhendingu viðurkenninganna, f.v.:
Vigfús Gunnarsson stjórnarmaður, Skúli Halldórsson, Strætisv. Reykjavíkur,
Hlemmi. Allheiður Guðmundsd., Kírkju Oháða 'safnaðarins. Oddur Olafsson,
Öryrkjabandal. ísl., v/íbúða að Flyðrugranda. Eggert G. Þorsteinss., Tryggingast.
ríkisins. Halldór S. Rafnar, form. sjóðsstjóm., Emil Guðmundsson, Hótel Loft-
leiðum. Sigursæll Magnússon, veitingah. Ártún. Jónína Guðmundsdóttir, stjórnar-
maður, Sigurður Magnússon, frkvm.stjóri. Á myndina vantar fulltrúa Bensínstöðvar
Skeljungs í Borgarnesi.
Vidurkenningar
úr Ferlissjódi
B Veittar hafa verið í fyrsta sinn viður-
kenningar úr Ferlissjóði Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra en sjóður þessi var
stofnaður fyrir tveimur árum og hlutverk
hans að stuðla að umbótum og öryggi í
ferlismálum fatlaðra.
Að þessu sinni voru það eftirtaldar 7
stofnanir sem hlutu viðurkenningu:
Tryggingastofnun ríkisins, Kirkja
Oháða safnaðarins, Öryrkjabandalag
íslands, Hótel Loftleiðir, Strætisvagnar
Reykjavíkur, Veitingahúsið Ártún, og
bensínstöð Skeljungs í Borgarnesi.
Rússar kaupa
gaffalbita
B Áfangasamningur um sölu á 26
þúsund kössum af gaffalbitum var
undirritaður í Moskvu nýlega, af full-
trúum Sölustofnunar lagmetis og
sovéska innkaupafyrirtækisins Prodin-
torg og verður varan framlcidd hjá K.
Jónssyni & Co. hf. á Akureyri og
Lagmetisiðjunni Siglósíld á Sigiufirði.
Þá var samið um sölu á 4 þúsund
kössum af niðursoðinni þorskalifur,
sem verður framleidd hjá Lifrarsam-
lagi Vestmannaeyja og Gerðaröst í
Garði.
Ákveðið var að frekari samningavið-
ræður fari fram í upphafi næsta árs, en
í rammaviðskiptasamningi landanna
er gcrt ráð fyrir að Sovétmenn kaupi
lagmeti af okkur fyrir vcrðmæti á
bilinu 110 til 180 milljónir á ári. -AB
-JGK