Tíminn - 08.12.1983, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.12.1983, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 Bók um Finn Jónsson listmálara Myndaval og umsjón hefur annast Frank Ponzi og Indriði G. Þorsteinsson. Almenna bókafélagið hefur gefið út list- averkabók um Finn Jónsson listmálara. Myndaval og útgáfu hefur annast Frank Ponzi listfræðingur, og hann skrifar einnig ritgerð sem nefnist Listamaður á undan sinni samtíðog er rækileg úttekt á list Finns Jónssonar. Indriði G. Þorsteinsson skrifar um ævi Finns og styðst þar við frásögn listamannsins. Prentsmiðjan Oddi hefurann- ast setningu, prentun og band bókarinnar auðsjáanlega með miklum ágætum. Finnur Jónsson er nú níutíu og eins árs og er því mál til komiðað út komi bók um hann. Listferill hans er sérkennilegur. Fiann er fyrsti framúrstefnumálarinn á íslandi, en framúrstefnulist hans var ekki vel tekið hér heima þegar hann sýndi hana hér 1925. Samtímis því sýndi hann átta framúrstefnu- myndir íSturm-salnum í Berlínásamsýningu með Kandinsky og Paul Klee o.fl. sem taldir eru upphafsmenn nútímalistar. Vöktu mynd- ir hans þar mikla athygli og var skrifað um hann af frægum listfræðingum í Þýskalandi, Frakklandi og víðar. En það var aldrei kunnugt hér heima og meginhluti þessara mynda glataðist, hafa sennilega lent í mál- verkabrennum Hitlers. Tvær þessara mynda björguðust þó til Ameríku og eru þar í listasafni Yaleháskóla og vel þekktar af listunnendum þar því að þær eru sífellt á farandsýningum víðsvegar um Bandaríkin. Hér heima var þessi glæsilegi listferill Finns ekki kunnugur fyrr en um 1970, þegar farið var að heiðra Finn erlendis með því að bjóða honum þátttöku í alþjóðlegum listsýn- ingum og veita honum margs konar aðra viöurkenningu. Annars var Finnur Jónsson alltaf mikils metinn málari hér á íslandi, en ekki fyrir framúrstefnulist sína, heldur landslagsmál- verk sem hann málaði mikið af á tímabilinu 1930-1960. Nú er Finnur Jónsson viður- kenndur jafnt hér á íslandi sem í útlöndum sem einn í hópi merkustu framúrstefnu- manna álfunnar á fyrri hluta aldarinnar. Um þennan sérkennilega listaferil fræð- umst við rækilega með myndum hinnar nýju bókar sem og í ritgerðum þeirra Franks Ponzi og Indriða G. Þorsteinssonar. SígurðurÁ Friðþjófeson Sjö fréttír * Sjö fréttir Út er komið hjá bókaforlaginu Svart á hvítu smásagnasafnið Sjö fréttir eftir Sigurð Á. Friðþjófsson. Þetta er fjórða bók Sigurðar, en hann er liðlega þrítugur að aldri. í bókinni eru sjö smásögur, og fjalla þær um manninn við ýmsar aðstæður: þegar sprengjan fellur, þegar tölvuvæðingin heldur innreið sína, þegar einsemdin ræður ríkjum ogþegarleitin að fullkomnuninni stendur sem hæst. Bókin er 104 bls. að stærð, Kristján Kristjánsson hannaði kápu. Bókin er unnin hjá Guðjón Ó og Félagsbókbandinu og kostar 444,60 krónur. r'. a r lTÖ í. -• s - . i Beðið eftir strætó, ný skáldsaga eftir Pál Pálsson Iðunn hefur gefið út nýja skáldsögu cftir Pál Pálsson. Nefnist hún Beðið eftir strætó og lýsir lífi unglinga í Reykjavík samtímans sem leita sér æsilegradífsreynslu í heimi fíkniefn- anna. 1 formála, „Til lcsenda", segir höf- undur um söguna á þessa leið: „Beðið eftir strætó er skrifuð' eftir frásögnum ungra Reykvíkinga á aldrinum þrettán til tuttug- uogeins, og standa í þeim sporum sem sagan ryenir að máta sig í. Allt sem hér fer á eftir hefur gerst - og er enn að gerast á einn eða annan hátt - í raunverulcikanum. Persónur sögunnar eru hinsvegar skáldskapur og sá sem þykist þekkja einhvern annan en sjálfan sig í biðskýlinu gerir það á eigin ábyrgð." - Eftir Pál Pálson hefur áður komið út sagan Hallærisplanið. Beðið eftir strætó er 96 blaðsíður. Anna Gunnlaugsdóttir teiknaði myndir og kápu. Oddi prentaði. Njósnari Lincolns í annarri útgáfu Út er komin hjá Prentveri, sagan Njósnari Lincolns eftir Louis A. Newcome. Þetta er önnur útgáfa, en sú fyrri seldist upp á fáum dögum fyrir allmörgum árum. Efni bókarinnar eru endurminningar úr borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum. Louis Newcome höfuðsmaður var 14 ára, þegar styrjöldin hófst, og það kom í hans hlut að inna af hendi þýöingarmikið starf í þágu upplýsingaþjónustunnar - hann var bara berfættur og rauðhærður strákur - hver hefði trúað því, að hann væri njósnari? Hann rataði í margan og mikinn háska, en hann slapp heil á húfi úr hverri hættu og missti aldrei móðinn. Það er ekki fyrr en á efri árum sínum, sem hann verður við hinum mörgu tilmælum um að bókfesta endurminningar sínar frá þessum viðburðaríku æskuárum. Hann lýsir atburð- unum eins og hann man þá, mörgum árum eftir að þeir gerðust, og bókin bregður upp, auk þess sem á daga Newcomes dreif; fagurri mynd af einum mesta manni Bandaríkjanna, Abraham Lincoln. Bellmaniana — eftir dr. Sigurð Þórarinsson Út er komin hjá ísafoldarprentsmiðju h.f. bók Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, Bellmaniana. Hún fjallar um Carl Michael Bellman, skáldið sænska sem hefur verið uppáhald vísnasöngvara og ljóðaunnenda í fjölmörgum löndum. fslendingar hafa sungið á þriðja tug Bellmanslaga, ef marka má vinsælar söngbækur - sum eru alþekkt eins og t.d. Gamli Nói, Guttakvæði og Nú göngum við á gleðifund. Sigurður Þórarins- son var eins og allir vita, snjall vísnasöngvari og samdi sjálfur vinsæla texta. í Bellmaniana eru auk ritgerðar um Bell- man sjö þýðingar hans á Bellmanskvæðum og sex þýðingar eftir aðra menn, sem eru Kristján Jónsson Fjallaskáld, Hannes Haf- stein, Jón Helgason, Árni Sigurjónsson og Jóhannes Benjamínsson. Þá eru í bókinni tvö kvæði á frummálinu. Sigurður samdi skýringar við öll þessi kvæði, sem gefa bókinni aukið gildi, og einnig eru í henni nótur að Jögunum við kvæðin og gítargrip. Eins og höfundurinn bendir á hafa íslending- ar. þekkt lög Bellmans vel, en kvæði hans síður, og er bókinni m.a. ætlað að bæta úr því. Bellmaniana er skreytt fjölda mynda, og eru það bæði ljósmyndir, gamlar grafíkmynd- ir og pennateikningar. Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur hafði umsjón með út- gáfu bókarinnar og ritaði inngang að henni. Bellmaniana er 105 bls. að stærð, og er að öllu leyti unnin hjá ísafoldarprentsmiðju h.f. Útsöluverð bókarinnar er kr. 599.00 og fæst bókin í öllum bókaverslunum. SAMVINNUTRYGGINGAR BRJÓTA BLAÐ í TRYGGINGAÞJÓNUSTU •g. Nú qeturou líka fengiðtryggingu með öðnim nauðsynjum til heimilisins í Miklagarði! ara.6 ersjónarmið okkarhjá Samvinnutryggingum að seintverði nóg að gert í trygginga- og öryggismálum fjölskyldu og heimilis. Til þess að auðvelda fólki tryggingainnkaupin opnum við afgreiðslu í nokkra daga í desember í stórmarkaðnum Miklagarði. Hún er í beinu tölvu- sambandi við aðalskrifstofu okkar í Ármúlanum. Þjónusta Samvinnutrygginga Miklagarði: ■| Starfsfólk okkar þar svarar öllum fyrirspurnum þínum um * tryggingamál án nokkurra skuldbindinga af þinni hálfu. ^ Ef þú óskar eftir er gengið frá tryggingu strax, beint gegnum tölvukeríl okkar. Dæmi um verð á Heimilistryggingu: Andvirði 400.000.- Steinhús, kr. 1.524,- til eins árs. Andvirði 400.000,- Timburhús, kr. 1.994,- til eins árs. ^Upplýsingabæklingar um fjölmarga tryggingavalkosti Sam- vinnutrygginga liggja frammi. A Núverandi viðskiptavinir Samvinnutrygginga geta m.a. fengið yfirlit ^yfir stöðu sína. Opnunartími fyrst um sinn: fimmtudaginn 8/12 - opið frá kl. 10-20 föstudaginn 9/12 - opið frá kl. 14-22 laugardaginn 10/12 - opið frá kl. 11-18 NÚ GETURÐU TRYGGT ÖRYGGI ÞITT, FJÖLSKYLDUNNAR OG HEIMILISINS TIL ALLS ÁRSINS MEÐ EINNI FERÐ í MIKLAGARÐ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.