Tíminn - 08.12.1983, Qupperneq 24

Tíminn - 08.12.1983, Qupperneq 24
Opið virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuveg' 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö a öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 « %^iabriel 4* p HÖGGDEYFAR UQJvarahlutir SSf1 Cmítm Ritstjorn 86300-Auglysingar 18300- Afgreidsia og askritt 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 Fimmtudagur 8. desember 1983 Ljóst að starfsmönnum verður fækkað hjá Rafmagnsveitum ríkisins: EN FRÉTTIR UM UPPSÖGN 90-100 MANNA „ÚR LAIISU LOFTI GRIPNAR" ■ ,.Ég tel að það hafi verið með öllu ástæðulaust af iðnaðar- ráðherra að láta í Ijósi þá skoðun að forsvarsmenn hcr hafi ekki náð þeim tökum sem þurfti,“ sagði Pálmi Jónsson, stjórnar- formaður Rafmagnsveitna ríkis- ins m.a. á fundi sem hann og forstjóri Rarik, Kristján Jónsson héldu með fréttamönnum í gær, í tilefni fréttar Morgunblaðsins í gær um uppsagnir 90 til 100 starfsmapna Rarík á næstunni, sem þeir sögðu- „algjörlega ór lausu lofti gripna.“ A tumlinum kom frani ad fiað sé cinnig tilhæfulaust með öllu að ætlunin sé að selja bíla fyrir- tækisins, enda myndi slíkt hafa í för með sér stóraukin útgjöld fyrirtækisins. Þá bentu þeir Pálmi og Kristján á að rangt væri, eins og hermt var í Morg- unblaðinu í gær, að fólksbílaeign fyrirtækisinsséu 150 til 160 bflar. Heildarbílaeign fyrirtækisins sé 125 bíl.ar, og þar á meðal séu vörubílar, snjóbílar og bílar vinnuflokka. Er þeir Pálmi og Kristján voru spurðir hvað tillögur Hagvangs, sem unnið hefur að úttekt á rekstri og skipulagi Rafmagns- veitnanna fyrir iðnaðarráðherra frá því sl. sumar, gerðu ráð fyrir að mörgum starfsmönnum fyrir- tækisins yrði sagt upp, sögðu þeir að ekkert endanlegt lægi fyrir í þeim efnum. Ljóst væri að eitthvað þyrfti að fækka starfs- inönnum, hér í Rcykjavík, en á skrifstofu í Reykjavík starfa nú 86 manns og 49 manns á verk- stæðum, en 210 manns á vegum svæðisskrifstofanna úti á landi. Kristján sagði að ef til vill yrði eitthvað um það að menn flyttust til í starfi, héðan og út á land, ef vilji starfsmanna fyrir slíku væri fyrir hendi, þar sem eitthvað þyrfti að fjölga starfsmönnum á ■ Frá fréttamannafundi sem þeir Krístján Jónsson, forstjóri Rafmagnsveitna ríkisins, Pálmi Jónsson, stjómarformaður fyrirtækisins og Kjartan Steinbech, formaður starfsmannaráðs héldu í gær í tilefni rangrar fréttar Morgunblaðsins um uppsagnir starfsmanna RARÍK o.fl. Tímamyndir - GE. Tollstjóri: Vill ekkert um málið ÞAD VERDUR VISSULfGA UM UPPSAGNIR AD RÆÐA segir Sverrir Hermannsson, idnaðarrádherra ■ „Þetta er í fyrsta skipti, sem ég heyri þetta, í Tímanum í dag, en annars vildi ég helst ekki þurfa að tala við fjármálaráð- herra í gegnum Tímann. Ég hef ekki haft þá jeynslu af því blaði,“ sagði Björn Hermanns- son tollstjóri, erTíminn sneri sér til hans í gær, og spurði hann hvað hann sem tollstjórinn í Reykjavík, vildi segja um orð Alberts Guðmundssonar fjár- málaráðherra á baksíðu Tímans í gær, þar sem hann sagði m.a. „Ef fyrirkomulaginu á toll- afgreiðslu verður ekki breytt nú fyrir áramót og sá háttur tekinn upp í tollafgreiðslu að hún gangi fljótt og snurðulaust fyrir sig, þá mun ég láta menn á vegum fjármálaráðuneytisins fara og endurskipuleggja embættið". - AB. ■ „Hagvangsmenn lögðu áhcrslu á það, í samtali við mig, að vera ekki að tilkynna þessar tillögur þeirra um Raf- magnsveitur ríkisins í jólamán- uðinum, því vissulega vcrður um uppsagnir að ræða,“ sagði Sverrir Hermannsson, iðnað- arráðherra, þegar Tíminn ræddi við hann i gær um hugs- anlega uppsagnir hluta starfs- fólks Rafmagnsveitna ríksins, og sagðist iðnaðarráðherra hafa samþykkt það sjónarmið Hagvangsmanna. Iðnaðarráðherra sagðist hafa lagt á það mikla áherslu, í samtölum sínum við þá Pálma Jónsson, stjórnarformann RARÍK og Kristján Jónsson, forstjóra fyrirtækisins, að þeg- ar farið væri út í uppsagnirnar, þá væri -staðiö manneskjulega að verki, og menn fengju góð- an og rúman tíma til þess að útvega sér aðra vinnu. „Það skiptir mig ekki höfuðmáli,“ sagði ráðherra, „hvort það tekur þrjá, scx eða níu mánuði að fólk hætti starfi sínu, ef þessum skipulagsbreytingum verður á annað borð hrint í framkvæmd, sem ég vænti að leiða muni til verulegs sparnað- ar.“ Sverrir sagði jafnframt að hann vissi ekkert um tölulegan sparnað sem af uppsögnum þeim sem Hagvangur leggur til, hlytist. Hann hefði enn engar slíkar tölur heyrt, og því gæti hann hvorki staðfest þá tölu sem greint er frá í Morgun- blaðinu í gær, né nokkra aðra tölu. Iðnaðaráðherra sagði jafnframt: „Hagvangsmenn leggja það til, að sjálfstæði svæðisskrifstofanna úti á landi, verði aukið svo mikið, að bók- hald og uppgjör á öllum fjár- reiðum skrifstofanna fari þar einnig fram,“ og taldi ráðherr- ann að þetta þýddi hugsanlega að eitthvað þyrfti að fjölga starfsmönnum svæðisskrifstof- anna úti á landi. Að lokum sagði ráðherra: „Það er auðvit- að sársaukafullt, þegar fyrir- vinnur missa atvinnu sína, en við verðum auðvitað til hins ítrasta að reyna spamað í kerfinu og ég vil ekki vera æðsti yfirmaður neinna fyrir- tækja nema vita hvernig er í pottinn búið“. - AB. svæðisskrifstofum fyrirtækisins. í frétt sem fyrirtækið sendir frá sér vegna þessa máls, segir m.a. „Meðan athuganir standa yfir, eru rangar eða villandi frétt- ir í fjölmiðlum síður en svo lagaðar til þess að greiða fyrir farsælli niðurstöðu.“ Tillögur þær sem Hagvangur hefur gert varðandi rekstrarhagræðingu fyrirtækisins eru nú til umfjöllun- ar hjá Rafmagnsveitum ríkisins og jafnframt eru þær í athugun hjá iðnaðarráðherra. Ma húast við því að niðurstöður um fjölda uppsagna og fleira liggi fyrir snemma í janúar. _AB Úttektá Orkustofnun skammt á veg komin ■ Úttekt Hagvangs hf. á Orku- stofnun er skammt á veg komin, samkvæmt því sem Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra upplýsti Tímann í gær, en sam- kvæmt beiðni iðnaðarráðherra vinnur Hagvangur að úttekt á rekstri stofnunarinnar. Iðnaðarráðherra sagði að þessi könnun Hagvangs hefði dregist svona, því Hagvangur hefði einbeitt kröftum sínum að úttekt og tillögugerð varðandi rekstur Rafmangsveitna ríkisins, en þegar því verki væri alveg lokið, sagði ráðherra að búast mætti við að hraðað yrði úttekt- inni á Orkustofnun. -AB

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.