Tíminn - 08.12.1983, Side 10

Tíminn - 08.12.1983, Side 10
10__________ menningarmál FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 IVIótettukór ■ „Nú skaltu heyra kór sem syngur hreint" hafði mér verið sagt fyrir aðventu- tónleika Mótettukórs Hallgrímskirkju sem haldnir voru í Kristskirkju, Landa- koti, annan sunudag á aðventu, 4 desem- ber, „því stjórnandinn heyrir“, og var þar átt við Hörð Áskelsson. Og þetta reyndist alveg hárrétt - Mótettukór Hallgríms- kirkju er hrífandi kór, og sumt af því sem hann flutti þennan sunnudag hreint af- bragð að fegurð. Mótetta er, skv. Hall- grími Helgasyni, oftast andlegt söngverk fyrir kór án undirleiks, í ströngum kon- trapunktískum stíl, og þannig hófust tón- leikamir með. „Kom þú, kom vor Imman- úel“ eftir Róbert A. Ottósson, Almennt munu menn geta tekið undir með Carnot (1796-1832) að „guð sé óþörf tilgáta í raunvísindum", en hitt kann vel að vera að guð sé í hverjum manni og verða menn hans þá mest og minnst varir í kirkju - mest þá hlýtt er á fagran söng í slíku húsi sem Kristskirkja er, en minnst þá hlustað er á bull í pokaprestum. Eða það fannst mér a.m.k. á þessum tónleikum Mótettu- kórsins, og víst er að tónlist Bachs og Mózarts vitnar annað hvort um mikilleik mannsins eða undur almættisins (nema hvort tveggja sé). „Immanúel" fylgdu verk eftir ýmis tónskáld, forn og ný, ýmist með hljóðfæraundirleik eða án, en síðast á efnisskránni var Kantata nr. 36. eftir Johann Sebastian Bach, „Schwingt fre- udig euch empor". Þar lék með kammer- hljómsveit skipuð 6 fiðlum, 2 lágfiðlum, kné- og bassafiðlu, sembal, tveimur óbó- um d’amore og fagotti, en 4 einsöngvarar sungu með: Margrét Bóasdóttir sópran, Elísabet Waage mezzósópran, Garðar Cortes tenór og Halldór Vilhelmsson bassi. Satt að segja er það að vissu leyti vanþakklátt hlutverk að syngja einsöng með hreinradda kór og hljómsveit, því fáar dauðlegra manna raddir eru svo hreinar og gallalausar að þær þoli þann samanburð vel. En þó var þetta yfirleitt fallegur og lystilegur flutningur - ég nefni líka einleik Rutar Ingólfsdóttur, sem var konsertmeistari kammersveitarinnar sem lék með, Ingu Rósar Ingólfsdóttur (kné- fiðla) og Kristjáns Þ. Stephensen á óbó d’amore, nýkeypt til landsins að því er sagt er. Einhern veginn svona hefur það verið þegar fjárhirðarnir heyrðu sönginn og hljóðfærasláttinn og jólanóttina, eins og segir í guðspjöllunum. Kristskirja er mjög hátíðlegur salur fyrir tónlist sem þessa, þótt hún sé að vísu guðshús kaþólskra manna hér á landi, en æðri kirkjuleg tónlist oftast eftir mótmælendur, en aðallega státar kirkjan þó af mjög góðum hljómburði og bezta orgeli landsins, skilst mér, eina almennilega konsert-orgelinu, þótt ekki reyndi á það að þessu sinni. Hins vegar mun Hörður Áskelsson, kórstjóri og organisti Hall- grímskirkju, halda tónleika í Kristskirkju í marz nk. á vegum Listavinafélags Hallgrímskirkju, en lífleg starfsemi þess mun véra til styrktar orgelsjóði Hallgríms- kirkju. Menn vona nefnilega, að sú kirkja muni verða miðstöð kirkjutónlistar í Reykjavík þegar fram líða stundir. 6.12. Sig St. BRAHAMS- TÓNLEIKAR ■ Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar 1. desember voru helgaðir Brahms, sem á 150 ára afmæli um þessar mundir. Þýzkur maður, Klauspeter Seibel, stjórnaði, en franskur fiðlari, Jean-Pierre Wallez lék einleik í fiðlukonsert Brahms. Tón- leikarnir voru sérlega og óvenjulega glæsi- legir og vel heppnaðir, og enda fór saman góð tónlist og góður leikur. Menn telja sig greina verulegar framfarir hljómsveitar- innar í seinni tíð, einkum í strengjunum, og hefur þá margt verið til talið til skýringar: Fjölgað hefur verið í fiðlunum, og eru nú að jafnaði 12 fyrstu fiðlur og 10 í annarri fiðlu, en hafa stundum verið 8 og 8. í annan stað er alltaf að bætast við ungt, frískt og vel menntað fólk; í þriðja stað hefur starfsemi eins og Nýja strengja- sveitin vafalaust sín áhrif, en í henni æfa sig að staðaldri saman félagar úr Sinfóníu- hljómsveitinni. Og í fjórða stað er ræktun sinfóníuhljómsveitar að því leyti lík lík- amsrækt, þar sem hver vöðvi er æfður sérstaklega, að hver stjórnandi leggur sérstaka áherzlu á mismunandi atriði: Jacquillat kvað svera sérstakur áhugamað- ur um takt, en Seibel leggur mest upp úr „tónblæ”, og allt þarf þetta að vera í lagi á góðum tónleikum. Klauspeter Seibel virtist ná mjög góðum tökum á hljómsveit- inni, þannig að hún gerði hinum þremur glæsiverkum Brahms hin beztu skil. Fyrst var'flutt 3. sinfónía skáldsins óp. 90, þá fiðlukonsertinn í D-dúr óp. 77, og loks lll' Akademíski hátíðarforleikurinn óp. 80, og mun hafa verið í telefni dagsins, sem var 1 des. eins og áður sagði. Jean-Pierre Wallez (f. 1939) er sagður víðkunnur fiðlusnillingur, enda lék hann fiðlukon- sertinn mjög glæsilega, og þá ekki síður aukalagið, sem var síðasti hluti cinleiks- chaconnu eftir Bach. Hins vegar koma gallar Háskólabíós sem tónleikasalar aldrei betur fram en í konsertum kurteisra hljóðfæra eins og fiðlu eða flautu - einleikshljóðfærin vilja hverfa að mestu leyti á sumum stöðum í húsinu. Hinn 150 ára Brahms telja margir „creme de la creme“ í tónskáldahópi, sem nefnara vandaðrar æðri hljómsveitartónlistar, þar sem aldrei er gripið til ódýrra bragða. Sumir telja þó að hann sé leiðinlegur, og hefur svo lengi verið, en oftast er það vegna þess að þeir hafa ekki heyrt hann nógu vel fluttan. Á tónleikunum 1. des. held ég engum geti hafa leiðst, þeir voru svo dæmalaust góðir. 4.12. Sig St. Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist 1 ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN dddda h f. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 bækur Á brauði einu saman Nýlega kom út bókin Á brauði einu saman eftir Mohamed Choukri. Choukri er Mar- okkómaður, og rekur hann í bókinni upp- vaxtarár sín í skuggahverfum tveggja stór- borga í Marokkó. Hungur, ofbeldi, eiturlyf, vændi og glæpir varpa skugga á líf hans, en hann reynir að lifa eins og manneskja þrátt fyrir þesar erfiðu aðstæður. Bókin er spenn- andi og tæpitungulaus, en hún hlýtur að verða íslenskum lesendum sérstaklega minn- isstæð af því að hún lýsir menningarheimi sem okkur er framandi. Sakir hreinskilni sinnar hefur bókin ekki fengist útgefin í Arabalöndunum. Halldór B. Runólfsson þýddi sögu Choukris og hannaði kápu. Bókin er gefin út hjá Svart á hvítu og unnin hjá Guðjón Ó og Félagsbókbandinu. Hún er 200 bls. að stærð og kostar 590 krónur. KRISTNAR HUQVEKJUR SfOARA BINDl Kristnar hugvekjur Síðara bindi — Seinni hluti kirkjuársins Frá Bókhlöðunni hefur borist bókin Kristnar hugvekjur, síðara bindi. Með þeirri bók lokast hringur kirkjuársins. Hugvekjur þessa bindis ná yfir tímabilið frá hvítasunnu til aðventu. Höfundar þessara bóka eru alls fimmtíu og sjö íslenskir kennimenn, sem skrifa hver um sig hugvekjur fyrir eina viku kirkjuársins. Æviágrip og mynd hvers höfundar fylgir hugvekjunum. Meðal þeirra eru bæði fyrr- verandi og núverandi biskup fslands, margir prófastar og aðrir þekktustu klerkar landsins. Breiddin meðjjl þessa fjölda höfunda sést m.a. á því, að aldursmunur hins elsta og þess yngsta er 54 ára. Kalli og sælgætisgerðin Svart á hvítu hefur sent frá sér barnabókina Kalli og sælgætisgerðin eftir Ronald Dahl. Höfundurinn hefur áður unnið sér frægð með smásögum sínum, en sagan um Kalla hefur farið sigurför um heiminn. Kalli hrósar því happi að mega skoða undur sælgætisverk- smiðju Villa Wonka og lendir þar í furðu- legum ævintýrum. Böðvar Guðmundsson hefur þýtt þessa bók og kvæðin í henni. Bókin er myndskreytt af Faith Jaques og unnin í Guðjon Ó og Félagsbókbandinu. Hún er 134 blaðsíður að stærð og kostar 470 krónur. PÉTUR ZOPHONÍASSON Enginn veit sín örlög, saga eftir Evi Bögenæs Iðunn hefur gefið út nýja bók eftir hinn vinsæla norska höfund, Evi Bögenæs. Nefnist hún Enginn veit sín örlög. Eftir Evi Bögenæs hafa komið út á íslensku allmargar sögur og notið vinsælda en sögur hennar eru einkum við hæfi ungra stúlkna. Engin veit sín örlög er 100 síðna bók. Margrét Jónsdóttir þýddi söguna. Oddi prentaði. Brian Pilkington gerði kápumynd. S7;/ö/i LINDA *V> GOODMAN a Iftyndáfdómat afhjupaói? tc Yfii ein miiljon eintaka þegaí seld Linda Goodman Stjörnumerkin og áhrif þeirra Leyndardómar stjörnu- fræðinnar afhjúpaðir ÆGISÚGÁFAN hefur gefíð út bók eftir Lindu Goodman, sem heitir Stjömumerkin og áhrif þeirra. I bókinni er fjallað ítarlega um öll stjörnumerkin og skýrðir kostir og gallar í fari karla og kvenna í hinum einstöku mekjum. Þær eru margar kunnuglegar skýringarnar í þessari bók, og hun finnur fljótlega í hvaða merki viðkomandi er án þess að vita hvaða mánaðardag hann eða hún eru fædd. Hegðan þeirra skýrir það allt. -^IITargit Sandemo Vefrarhríd Margit Sandemo „Vetrarhríð" „Vetrarhríð“ er tíunda bókin í bókaflokkn- um Sagan um ísfólkið eftir Margit Sandemo, sem Prenthúsið hefur gefið út. Villimey Kalebsdóttir er aðeins sautján ára, þegar hún verður yfir sig ástfangin af Eldari frá Svartaskógi, sem er átta ámm eldri en hún. Það stoðar lítið, þó að allir segi, að Eldar sé af illum ættum og samviskulaus kvennabósi. Villimey verður að gjalda trú sína á Eldar dýru verði, því að hann hefur blandast bæði í uppreisn og blóðhefnd, þó að ungur sé... Bókaflokkurinn Sagan um ísfólkið hóf göngu sína á síðasta ári og hefur hann fengið mjög góðar viðtökur enda Margit Sandemo einn vinsælasti rithöfundur á Norðurlöndum. LANGSOKKUR ISUDUR HÖFUM ASTRID UNDGREN Lína langsokkur í Suðurhöfum Bókaútgáfan FRÓÐI hefur gefið út bók Astrid Lindgren Lína langsokkur í Suður- höfum, og segir þar margt frá ævintýrum Línu, t.d. þegar hún keypti 18 kg. af karamell- um og þegar hún fór á markað og tamdi risaslöngur, tígrisdýr og þorpara og þegar hún fór með Tomma og Önnu út í eyðieyju og var skipreka þar í tvo daga. VtKINGS l.rKlARflT I NIÐJATAL GUÐRÍÐAR EYJÖIFSDÓTTUR ' OG BJARNA HALLDÖRSSONAR HREPPSTJÖRA Á VlKINGSLÆK. Pétur Zophoníasson Víkingslækjarætt I Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út fyrsta bindið af nýrri útgáfu af Víkingslækjarætt, niðjafal Guðríðar Eyjólfs- dóttur og Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra á Víkingslæk. Þetta er verk Péturs Zophon- íassonar ættfræðings, sem varð ekki gefíð út nema að hluta til á sinni tíð, fjögur hefti 1939-1943 og eitt hefti 1972. Drög Péturs Zophoníassonar að síðara hluta niðjatalsins, sem til em í vélriti Zop- honíasar sonar hans, verða nú fullunnar og búin til prentunar, svo að allt verkið verði gefið út, eins og til stóð í upphafi. Miklu fleiri myndir verða í nýju útgáfunni en hinni eldri og myndir í hverju bindi einungis hafðar af því fólki, sem þar er nefnt. Hvert bindi verður sér um blaðsíðutal. Ráð- gert er, að allsherjarnafnaskrá verði í loka- bindi útgáfunnar. Víkingslækjarætt I er 276 bl. að stærð. Bókin var filmuunnin og prentuð í Steindórs- prenti hf. og bundin í Bókfelli hf. JflMTlNI Rafael Sabatini Valentina Frá Bókhlöðunni hf. hefur borist bókin VALENTINA EFTIR Rafael Sabatini. Á bókarkápu segir VALENTINA er spennandi ástarsaga, sem fjallar um ættardeilur og afbrýði, og óvæntar uppljóstranir og ókunnar hættur auka enn á spennuna. Bakgrunnurinn er eitthvert liðskrúðugasta tímabil mann- kynssögunnar. Sabatini skapar enn eina meistaralega skáldsögu rómantíkur og ævin- týra.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.