Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 1
Dagskrá ríkisfjölmiðlanna næstu viku - Sjá bls. 10 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAD! Föstudagur 16. desember 1983 292. tölublað - 67. árgangur Síðumuia 15-Postholf 370 Reykjavík-Ritstjorn 86300-Auglýsingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvöldstmar 86387 og 86306 Alls hafa 4700 manns sótt um viðbótarlán til Húsnædismálastjórnar: AÆTUÐ AD 250-300 MIUJÓNIR KRÓNA FARI í VWBÓTARLANIN — fyrstu aðgerðir stjórnarinnar farnar að skila jákvæðum árangri, segir Alexander Stefánsson, féiagsmálaráðherra ■ „Meginstefna þessa hús- næðismálafrumvarps er auðvitað sú, að landsmenn geti búið við örvggi í húsnæðismálum, og fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar á sviði húsnæðismála eru þeg- ar famar að skila sér í jákvæðum árangri,“ sagði Alexander Stc- fánsson félagsmálaráðherra m.a. er Tíminn ræddi við hann í gær um umbætur á sviði húsnæðis- mála. Alexander upplýsti að þann 1. þessa mánaðar hefðu 2600 aðilar þegar notfært sér heimild til þess að fresta greiðslu afborgana og verðbóta íbúðalána, samkvæmt því sem hann hefði fengið upp- lýst hjá Veðdeild Landsbanka íslands. Hann sagði að rúmlega 1000 lánum hefði verið skuld- ■ breytt í bönkum og sparisjóðum að fjárhæð tæplega 110 milljónir króna, og benti á að skuldbreyt- ingalán árið 1981 hefðu aðeins numið 24 milljónum króna. Þá sagði Alexander að nú þegar væri Húsnæðisstofnun búin að afgreiða til Veðdeildar4 þúsund gildar umsóknir um 50% viðbótarlán af um 4700 sam- kvæmt samþykkt ríkisstjórnar- innar frá í september, og Veð- deildin hefði þann 12. þessa mánaðar verið búin að afgreiða 1500 þessara lána og reiknað væri með að Veðdeildin af- greiddi 10 til 150 viðbótarlán á dag þar til afgreiðslu viðbótar- lánanna væri lokið. Sagði hann að reikna mætti með að viðbótar- lánin yrðu samtals á bilinu 250 til 300 milljónir, en G-lánin eru á bilinu 37 til 50 þúsund og F-lánin frá 80 og upp í 100 þúsund krónur. Félagsmálaráðherra sagði að fjármögnun viðbótarlánanna færi fram með sölu verðtryggðra verðbréfa, en að öðru leyti sæi fjármálaráðuneytið um fjár- mögnun þeirra. Hann sagði að gengið yrði frá sérstökum lána- samningi þegar heildarfjárhæðin lægi fyrir. -AB Sjá nánar bls 5 ■ t>að var uppi fótur og fit þegar nokkrir strákar í Hlíðun- um urðu varir við að búið var að kveikja í áramótakestinum þeirra. Brugðu þeir skjótt við og tókst að slökkva eldinn áður en allt sem þeir voru búnir að safna brann. Fengu þeir enga aðstoð við slökkvi- starfið - hvorki frá lögreglu né slökkviliði. Tín Lögfræðingur bændasamtakanna um orðróm um smyglað nautakjöt: HEF RÖKSTUDDAN GRUN UM ?? AD ORBROMURINN Sf RÉTTUR Söguþekking 16-20 ára íslendinga bágborin: AÐEINS 13.1% VISSUUM FYRSTA FOR- SETA ÍSIANDS ■ Aðeins 58,8% þjóðarinnar veit að Sveinn Björnsson var fyrsti forseti íslenska lýðveldis- ins, samkvæmt skoðanakönnun sem fyrirtækið Kaupþing gerði nýlega. 17,5% héldu að það hefði verið Jón Sigurðsson, 5,7% að það hefði verið Ásgeir Ásgeirsson og heil 18% sögðust alls ekki vita það. íbúar höfuðborgarsvæðisins virðast samkvæmt könnuninni vera aðeins betur að sér en fólk úti á landsbyggðinni, en 62,7% svöruðu spurningunni rétt. í þéttbýli annars staðar á landinu svöruðu 55,9% rétt, en 52,9 í dreifbýli. Sé þeim sem spurður voru skipt niður í aldurshópa, kemur í Ijós, að aðeins 13,1% fólks á aldrinum 16-20 ára svar- aði rétt. Eftir því sem fólk eldist virðist það betur að sér, en 83,9% fólks á aldrinum 56-67 ára vissi hver var fyrsti forseti lýðveldisins. Hvenær var Kristni lögtekin Þeirri spurningu svöruðu 49,8% rétt en 50,2% rangt. óverulegur munur var á svörum fólks eftir aldri, en 57,8% kvenna vissu svarið en aðeins 41,9% karla. 53,6% þátttakenda af höfuðborgarsvæðinu svöruðu rétt, en 44,4% þátttakenda úr dreifbýli. -Sjó. ■ „Á grundvelli upplýsinga sem fram komu í rannsókn okkar í nóvember s.l. tel ég mig hafa rökstuddan grun um að orðróm- ur um erlent nautakjöt hér á markaði sé á rökum reystur. Samkvæmt þeim upplýsingum sem mér voru þá gefnar virðist þetta misferli vera stórfellt og hafa staðið yfir um nokkurn tíma“, sagði Jón Þórarinsson, lögfræðingur bændasamtakanna er Tíminn ræddi við hann í gær. Jón sagði þá Gunnar Guð- bjartsson hjá Framleiðsluráði og Andrés Jóhannsson, yfirkjöt- matsmanna hafa verið samráðs- menn sína. „Við mátum efni þeirra upplýsinga sem við feng- um þannig, að ástæða væri til að senda málið til Rannsóknarlög- reglu ríkisins til frekari rann- sóknar. Málið hefur nú verið hjá R.L.R. síðan í nóvemberlok og hafði ég síðast samband við þá á mánudag,*' sagði Jón. Efni kær- unnar kvaðst hann þó ekki geta látið uppi. „Við höfum fengið upplýsing- ar víða að og ég tel að á töluverðum rökum sé að byggja í þessu máli. „Ég get ekki sagt frá þeim í blöðum, en við munum láta þau uppi við dómara ef til þess kemur“, sagði Gunnar Guð- bjartsson í samtali í gær. „Sér- staklega bendum við á að ekki sé nógu traust gæsla með flutn- ingum út af Keflavíkurflugvelli og ekki heldur með þeim skipum sem koma til landsins. Við vilj- um að kannað verði hvort toll- verðir horfi framhjá þessum flutningum, eða að farið sé bak við þá, þar sem við teljum að leki sé á báðum þessum leiðum,“ sagði Gunnar. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.