Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson.
Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friörik Indriðason, Guömundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guöni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:-
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guöný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verö í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuöi kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent hf.
Dragast Bandaríkin
inn í styrjöld í
Líbanon?
■ Við erum á sömu leið og þegar við drógumst inn í
styrjöldina í Víetnam. Eitthvað á þessa leið, féllu Gary
Hart öldungadeildarþingmanni orð, þegar hann frétti af
loftárás Bandaríkjahers á stöðvar Sýrlendinga í Líbanon
fyrri sunnudag, en tvær bandarískar herflugvélar voru þá
skotnar niður. Af hálfu Bandaríkjastjórnar var þá hótað
að hefna þessa grimmilega.
Gary Hart er einn þeirra leiðtoga demókrata, sem gefa
kost á sér til framboðs í forsetakosningunum á næsta ári.
Hann er ekki einn bandarískra þingmanna um framan-
greinda skoðun. Einn virtasti öldungadeildarmaður repú
blikana, Barry Goldwater, sem var frambjóðandi þeirra í
forsetakosningunum 1964, hefur ekki aðeins tekið í sama
streng, heldur krafizt þess að bandaríska friðargæzlusveit-
in í Líbanon verði kvödd heim.
Helzt virðast nú horfur á, að Bandaríkjastjórn sækist
eftir því að dragast inn í stríðsátök í Líbanon. Hún taldi
sig hafa gert áðurnefnda loftárás til að hefna fyrir, að
Sýrlendingar hafa skotið á bandarískar könnunarflugvél-
ar, sem hafa flogið yfir hernámssvæði þeirra í Líbanon.
Að dómi margra, sem bezt þekkja til, er þetta
könnunarflug með öllu óþarft. Bandaríkjamenn geta
fengið allar þær upplýsingar, sem þetta könnunarflug
veitir, frá gervihnöttum og Israelsmönnum. Letta könnun
arflug virðist því fyrst og fremst flogið í ögrunarskyni.
Dvöl hinnar svokölluðu friðargæzlusveitar Bandaríkja-
manna í Líbanon þjónar hins vegar ekki að neinu leyti
þeim tilgangi að gera ástandið þar friðvænlegra, heldur hið
gagnstæða. Þetta lið veitir ekki neina vernd, þar sem það
hefur nóg verkefni við það eitt að verja sig fyrir
skæruliðum og öfgahópum Irana, sem einskis svífast. Þær
árásir, sem friðargæzlusveitin verður fyrir, eru svo notaðar
til að réttlæta árásir á Sýrlendinga, þótt engar sannanir séu
fyrir því, að þeir standi að baki þessum árásum.
Sá ótti, að styrjöld sé að brjótast út í Líbanon, hefur
svo aukizt stórlega við það, að Bandaríkjastjórn hefur
tekið upp miklu nánari hernaðarlega samvinnu við ísrael
en áður. ísraelsstjórn hefur það að markmiði að hrekja
Sýrlendinga frá Líbanon og brjóta þá hernaðarlega á bak
aftur. Fái hún að ráða ferðinni, virðist styrjöld óhjákvæmi-
leg.
Bandaríkjastjórn hefur átt og á enn aðra leið til að koma
á friði í Líbanon. Það er að koma fram breytingum á
samningnum um brottflutning ísraelshers, sem gerður var
milli stjórna ísraels og Líbanons á síðastliðnu vori, en
samkvæmt honum fær ísrael að hafa gæzlulið í Líbanon.
Við það geta Sýrlendingar ekki sætt sig og neita því að
flytja her sinn heim. Jafnframt eiga Bandaríkin að knýja
ísrael til að flytja allan her sinn frá Líbanon, en nokkurn
veginn augljóst virðist, að Arabaríkin myndu þá knýja
Sýrlendinga til að gera hið sama. Eftir það er fyrst hægt
að ræða um sjálfstætt Líbanon. Þetta hvort tveggja getur
Bandaríkjastjórn, ef hún sýnir sömu röggsemi og Eisen-
hower 1956, þegar hann rak ísraelsher frá Súezsvæðinu.
Það hafa verið tilmæli Gemayel forseta Líbanons, að
Bandaríkin hjálpuðu til að fá samningnum við ísrael
breytt. Stjórn Bandaríkjanna hefur daufheyrzt við því, en
í staðinn tekið upp nánari hernaðarsamvinnu við ísrael.
Jafnframt eru flest tækifæri notuð til að réttlæta árásirnar
á Sýrlendinga.
Þetta er sagan frá Víetnam endurtekin. Það verður ekki
hægt að fagna vaxandi friðarhorfum um jólin. Þ.Þ.
skrifað og skrafað
Ekki markað-
ur fyrir há-
stemmd
yfirboð
Ráðvillt stjórnarandstaða
hefur átt erfitt með að fóta
sig á hinu pólitíska svelli.
Stjórnarandstöðuflokkunum
fjórum á Alþingi hefur ekki
tekist að ná neinum þeim
tökum sem gerir málflutning
þeirra trúverðugan.
Alþýðubandalagið reynir
að ná frumkvæði og forystu
fyrir stjórnarandstöðunni en
glamur og yfirboð hljóma
ekki trúverðuglega eins og á
stendur í þjóðfélaginu og
mönnum er í fersku minni,
að alþýðubandalagsmenn
stóðu eins og þursar í vegi
fyrir öllum nauðsynlegum
ráðstöfunun) í efnahagsmál-
um þegar þeir höfðu aðstöðu
til að hafa raunveruleg áhrif
á gang mála. Það er því ekki
fýsilegt fyrir hina smáflokk-
ana að treysta á forystuhlut-
verk Alþýðubandalagsins í
stjórnarandstöðunni.
Magnús Bjarnfrerðsson
skrifar m.a. um auma stjórn-
arandstöðu í grein í DV:
„Það vekur athygli hve
ráðvillt stjórnarandstaðan
virðist vera. Maður hefði get-
að búist við mjög harðri og
óvæginni stjórnarandstöðu,
sem notfærði sér kjaraskerð-
ingu út í ystu æsar og gerði
harða hríð að ríkisstjórninni.
En það er nú öðru nær.
Einstaka stjórnarand-
stöðuþingmenn reyna að
halda uppi málþófi sem eink-
um snýst um einhver mjög
afmörkuð svið efnahags-
mála, utanríkismál eða ein-
stök gæluverkefni, sem ekki
hefur verið unnt að tala mikið
um þegar flokkurinn hefur
verið í ríkisstjórn. En um
harðvítuga, samstilla stjórn-
arandstöðu sem leggur spil
sín á borðið og kynnir þjóð-
inni sín úrræði er ekki að
ræða. Kannski veldur þar
mestu um að stjórnarand-
staðan er klofin í fjórar fylk-
ingar, eina allstóra og hinar
minni, sem eiga fátt sameig-
inlegt annað en það að vera
ekki í ríkisstjórn. Vafalítið
kemur þarna einnig til al-
mennur ótti við ástandið á
næsta ári, einkum ef farið
verður eftir tillögum fiski-
fræðinga um botnfiskaflann.
Almenn viðbrögð þjóðarinn-
ar í nýafstaðinni skoðana-
könnun benda líka til þess að
hún vilji sjá hvað setur og
ekki flana út í neinar van-
hugsaðar aðgerðir. Stjórnar-
andstaðan finnur því að ekki
er „markaður“ fyrir há-
stemmd yfirboð og innantóm
slagorð í umræðunni eins og
stundum áður, þegarfólk tók
lítið mark á varnaðarorðum
og enginn vildi sleppa neinu
sem hann hafði náð í.
Það er mjög eftirtektarvert
að lágtekjufólk í þessu landi
virðist nú hvorki setja traust
sitt á stjórnarandstöðu né
forystu heildarsamtaka laun-
þega heldur búast við ein-
hverjum aðgerðum úr hendi
ríkisvaldsins. Hefði einhvern
tímann þótt tíðindum sæta
að slíkt traust lágtekjufólks í
launþegastétt beindist eink-
um að ríkisstjórn Framsókn-
arflokks og Sj álfstæðisflokks.
En svo þreytt er lágtekjufólk.
orðið á því að verá platað við
samningaborðið eða af slag-
orðaglamri stjórnarandstöðu
að þessi virðist raunin á.
Hlýtur það að vera svoköllu-
ðum verkalýðsflokkum mik-
ið umhugsunarefni.
Hvað getur ríkisstjórnin
svo gert? Svigrúm hennar er
vissulega ekki mikið fremur
en annarra í þjóðfélaginu.
Helst virðist hún eitthvað
geta gert í formi skattaíviln-
unar. Raunar er tekjulægsta
fólkið í landinu tekjuskatts-
frjálst, en þá vaknar sú spurn-
ing hvort ekjuskattur þessa
fólks verði ekki að vera nei-
kvæður, þannig að hann
komi hreinlega til útborgunar
til tekjulægsta fólksins. Von-
andi verður einhver slík leið
farin fremur en farið verði að
útbúa skrautlega félagsmála-
pakka í stíl fyrrverandi ríkis-
stjórna. Reynslan af þeim
hvetur ekki til eftirbreytni.
En eitthvað þarf að gera fyrir
tekjulægsta fólkið með mestu
framfærsluna og það sem
allra fyrst.
Hlunninda-
búskapur
Arni G. Pétursson hlunn-
indaráðunautur segir frá
skemmtilegri tilraun sem ver-
ið er að gera með uppeldi
æðarunga að Vatnsenda og
Oddsstöðum á Melrakka-
sléttu í Frey:
Þann 20. júní voru 12 ung-
ar og 10 ábrotin egg tekin í
hreiðri í Eyjum og flutt í dún
í pappakassa heim í Vatns-
enda og skriðu ungar í
ábrotnu eggjunum út um
kvöldið og nóttina. Ungarnir
voru hafðir í hlýju í eldhúsi
fyrsta sólarhringinn og fyrstu
dagana var fylgst með að
notalegt væri á ungunum
jafnt úti sem inni, og voru
þeir náttaðir í pappakassa
innandyra um nætur. Upp-
eldi þetta var búskaparlegs
eðlis og litið svo á, að það
skyldi gert út frá hagrænu
sjónarmiði. Ungarnir nutu
þess vegna sjálfræðis, sem
henta þótti, og voru því ekki
mjög dekraðir. Fljótt kom í
Ijós að fóðrið (gæsarunga-
blanda) var ekki á allan hátt
fullnægjandi fyrir þrif og vel-
líðan unganna og greinileg
einkenni um eymsli í fótum
(periósis) komu fram hjá
sumum þeirra. Ungarnir
voru mjög í leit eftir ein-
hverju, sem vantaði í fóðrið,
jafnt um holt og móa og í
leirflögum, sem í tjörnum og
mýrum. Þeir virtust ekki
treysta á, að allt fengist í
kjarnfóðri sem gefið var
heima við bæ og þurfti því
gjarnan að kalla þá heim til
máltíða, ólíkt því sem er
þegar gjöf fullnægir þörfum.
Fimm ungar misfórust og var
því 17 ungum sleppt til
sjávar. Væntanlega mun um
helmingur vanhalda hafa
stafað af einhvers konar efna-
vöntun í fóðri. Hin tilfellin
má rekja til óhappa. Þegar
ljóst var að fóðrið var ekki
fullnægjandi, var farið að
gefa þurrger í fóðrir og líf-
kjúklingafóðurblanda fengin
til íblöndunar. Tók þá fyrir
leiðindin og eftir að ungarnir
komu til sjávar þann 22. júlí
öðluðust þeir fullt traust á
matargjöfinni og runnu upp
eins og gorkúlur.
Ungarnir vöndust við
sund, sull og köfun frá 2ja
daga aldri og urðu fljótt
vatnsþolnir.
Eins og undanfarin ár
hændist geldfugl að ungun-
um, en þeim var lítið um þær
fóstrur gefið. Ungunum var
gefið daglega með sjávarbeit
í 10 daga og tvisvar úr því
með eins og tveggja daga
millibili.
Um miðjan september var
enn slangur af ungum heima
við bæ í Oddsstaðalónum.
menningarmál
Alþjóðleg
hljómplata
■ Fyrir skemmstu kom út hljómplata
með píanóleik Eddu Erlendsdóttur. Edda
býr og starfar í Frakklandi, en hefur kom-
ið hingað annað veifið og haldið tónleika.
Auk þess bárust hingað fréttir af frábær-
um viðtökum sem hún hlaut á konsert-
ferðalagi um Svíþjóð í sumar. Þetta er
fyrsta hljómplatan, sem Edda spilar inn
á svo mér sé kunnugt.
Á hlómplötunni eru þrjú píanóverk,
öll fremur fáeyrð: Drei Klavierstúcke
(þrír píanóþættir) eftir Schubert, píanó-
sónata nr. 1 eftir Alban Berg, og Drei
Klavierstúcke eftir Arnold Schönberg.
Á umslaginu segir, að Schubert hafi
samið þetta verk á síðasta æviári sínu,
og hafi það legið í gleymsku þar til
Brahms gaf það út 40 árum síðar. Hin
tvö verkin eru fyrstu píanóverk hvors
tónskálds, Albans Berg og Arnolds
Schönberg, og verk Schönbergs er hið
eina sem talið er í Penguin Stereo
Record Guide.
Ég hlýt að taka undir það með Svíum,
að Edda Erlendsdóttir er afburðagóður
píanóleikari, enda er þessi hljómplata
verulega vel og fallega leikin. Upptakan
fór fram í Háskólabíói og annaðist hana
Sigurður Rúnar Jónsson í Stúdíó
Stemma (að því er segir á umslaginu).
Hins vegar sagði mér kunnáttumaður
nokkur um flygla, að flygillinn í Há-
skólabíói, sem er Steinway, hljóti að
vera bezti flygill í heimi, og hvort sem
einhver betri flygill finnst, þá er hann
mjög góður. Upptakan virðist semsagt
hafa tekizt mjög vel, enda álít ég að þessi
plata hafi alþjóðlegt gildi: hér cru flutt
fáeyrð en áhugaverð verk á glæsilegan
hátt. Það er gaman að því, að íslendingar
leggi þannig sinn skerf til heimsmenning-
arinnar. Hins vegar eiga Fransmenn líka
sinn þátt í plötunni: allir þeir sem hlut
eiga að máli við útgáfu og umslag heita
Manoury: Olivier tók forsíðumyndina,
sem er listræn mynd af Eddu, Philippe
skrifaði textann á bakhliðinni, en útgef-
andi er Roland Manoury. Einkennis-
■ númer plötunnar er CLASSICORAMA
FLK 547009.
14. 12. Sigurður Stcinþórsson