Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 6 STtttmm í spegli tímans ■ Þegar Lech Walesa var spurður að því, hvort hann héldi að kona hans væri fær um að veita friðarverðlaunum Nóbels viðtöku fyrir hönd hans, svraði hann eitthvað á þá leið, að kona, sem hefði alið upp 7 börn í Póllandi, væri fær um allt! Hér eru þau hjón í barnafansinum sínum. DANUTA ER KOMIN HEIM IFAÐM FJÖLSKYLDUNNAI - OG LÖGREGLUNNAR! ■ í nýjustu sjónvarpsþáttunum „Mansfield Park“ ásamt Angelu Pleasence ■ Leikarinn Bernard Hepton hefur unnið sér mikla frægð fyrir leik sinn . í stríðsmyndum, svo sem er hann lék hinn hugprúða foringja í neðanjarð- arhreyfingunni í Belgíu í sjónvarps- þáttunum „Hulduherinn" (Secret Army) og þá þótti hann ekki síður ' leika vel nasistaforingjann í sjón- varpsþáttunum Colditz afburðavel. Það gekk ekki eins glatt hjá honum í raunveruleikanum að ávinna sér frama í herþjónustu. í byrjun stríðsins gaf hann sig fram sem sjálfboðaliða í „Svörtu varð- sveitina" (Black Watch). Faðir hans varð öskuvondur og kallaði hann bannsettan asna, því sú hersveit væri sífellt send fram í fyrstu víglínuna. „Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af því, að ég færi mér að voða í bardögum, því að við fyrstu her- skoðun var mér sparkað, - þeir sögðust ekki geta notað hálfblindan vesaling" sagði Bernard, þegar hann rifjar upp reynslu sína úr hernum. „Þetta voru mér mikil vonbrigði, en líklega er ég að reyna að bæta mér það upp, þegar ég leik í stríðsmynd- um“, sagði leikarinn nýlega við blaðmenn. Þá var veríð að kynna nýja þætti, sem eru gerðir eftir sögu Jane Austen, og heita „Mansfi- eld Park“. Þeir þættir eru nú sýndir í breska sjónvarpinu. „Það var dálítið sérstakt fyrír mig, að fara svona 100 ár aftur í tímann", sagði hann. „Ég varð að kynna mér ýmislegt sögulegt frá þessum tíma, - en verst af öllu var að þurfa að nota þessar hárkollur, sem maður svitnaði undan og langaði mest að rífa af sér og klóra sér rækilega í kollinum. Bernard Hepton lék í áhugamannaleikhópi á stríðsárun- um. Þar kynntist hann Nancie Jack- son og þau giftust. Nancie lék eigin- konu hans í Colditz-þáttunum. Hún dó mjög ung, og þá var gömul vinkona hans og samstarfsmaður, Hilary, hans besta stoð og stytta. Þau giftu sig síðar, og eiga heima í Barnes við Thamesána í London. „Mér er sagt að hér í Barnes eigi heima fjöldi leikara, en sem betur fer þekki ég engan þeirra“, sagði Bern- ard í fyrrnefndu viðtali, en hann er þekktur fyrir að vilja lifa rólegu lífi og síst af öllu vill hann vera í sviðsljósinu í einkalífinu.. ■ Bernard Hepton sem hetjan Albert Fouret í „Hulduhern- um“ skrýddur heiðursmerkjum ■ Um síðustu helgi fór fram afhending friðarverðlauna Nóbels, eins og kunnugt er. Fyrir hönd manns síns tók Dan- uta Walesa á móti þeim og þótti henni takast með sóma öll fram- koma í því sambandi. Sjálfur treystist maður hennar ekki til að fara til Oslóar í þessum erindagerðum, þar sem han ótt- aðist að pólsk stjórnvöld gripu til þess ráðs að hleypa honum ekki inn í Pólland aftur. Ekki fór svo illa, að Danutu væri ekki hleypt inn í heimaland sitt aftur, en heldur voru óblíðar móttökur. Síðan hafa þau verið hundelt af lögreglunni og fregnir herma að ítarleg leit hafi verið gerð í bifreið þeirra hjóna að segulbandsupptökum, auk þess, sem lögreglan hefur hvað eftir annað stöðvað þau á ferðalagi, sem þau tókust á hendur til Czestochowa, þar sem þau ætl- uðu að vera viðstödd messu í tilefni af því að tvö ár eru liðin frá setningu herlaga í Póllandi og banns á starfsemi Einingar. „STRÍÐSHETJAN", SEM HERINN HAFNAÐI! ■ Lífið á sínar ánægjulegu hliðar hjá þeim Lech og Danutu Walesa, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Þau hjón héldu hátíðlegt, þegar tilkynnt var um verðlaunaveitinguna, með því að fara í veislu til vinafólks, þar stigu þau dansinn og skemmtu sér vel fram eftir nóttu. Síðustu fréttir herma, að Lech Walesa hafi verið kvaddur á fund saksóknara, svo að ofsókn- unum linnir ekki enn, hvað sem öllum friðarveðlaun, um líður. „Neytandinn aðalatriðið, ekki áfengið“ - rætt við Steinar Guðmundsson höfund bókarinnar Furðuheimar aikóhólismans ■ „Mér er Ijóst að misskiln- ingur og þekkingarskortur veld- ur því að það er meira gert úr ástandinu „alkóhólismi“ en þarf að gera. Til þess að reyna að ráða bót á þessu lýsi ég í bókinni hvemig alkóhólisminn myndast frá upphafi. Hann myndast nátt- úrlega þannig að maður neytir áfengis í hófi eins og það er kallað, en löngu áður en hann gerir sér það sjálfur Ijóst, þá er hann farinn að missa stjórn á áfengisneyslu sinni, þótt hann átti sig ekki á því,“ sagði Steinar Guðmunds- son höfundur bókarinnar „Furðuheimur alkóhólismans" í samtali við Tímann í gær. Þessi bók er nýkomin á markað, gefin út af styrktarfélagi Sogns. „Eg dreg upp myndir í bók- inni til viðmiðunar þeim sem eftir leita, en það eru í flestum tilvikum menn sem ekki eru komnir mjög langt á braut drykkjuskapar. Hinir sem eru langt leiddir, þeir leita ekki. Það eru aðstandendurnir sem leita fyrir þá. Bókin er í raun og veru skrifuð fyrir þessa tvo hópa, aðstandendur alkóhólista og þá sem eru að leita en gera sér ekki grein fyrir því hvar þeir eru á vegi staddir í drykkjunni. Þess vegna er þætti aðstandenda gerð veruleg skil í bókinni. Mjög sterkur þáftur alkóhólisma er afneitun á eigin ástandi. Þá eru gjarna notaðar viðmiðanir, „ekki er ég eins slæmur og þessi". Slíkir menn eru dómbærir á drykkjuskap annarra en ekki sjálfra sín. Mig minnir að ég komist þann- ig að orði í bókinni að milli þess svarta og hvita sé grái liturinn. Og hvað drykkjuskap varðar, þá er þessi grái hluti lang stærstur ef við miðum við höfðatölu. Það eru mennirnir sem stunda sína vinnu, þótt þeir verði að svitna undan henni, sjá fyrir sínu heim- ili, en eru að farast undan fargi seigdrepandi drykkjuskapar. Hvenær hætta menn að teljast hófdrykkjumenn? „Maður sem drekkur, við skulum segja 100 daga á ári getur ekki talist hófdrykkjumaður. En allur fjöldinn hugsar þannig að það sé ekkert athuga- vert við það að drekka eitt kvöld í viku eða jafnvel tvö, föstudags og laugardagskvöld. Það er mis- skilningur að afréttari hljóti að vera morgunafréttari. í fleiri til- vikum er afréttari tekinn kvöldið eftir. Þeir sem svona drekka líta oft með mikilli fyrirlitningu á þá sem fara á nokkurra daga túr með margra vikna eða mánaða milli- ■ Steinar Guðmundsson Tímamynd GE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.