Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 3
— athuganir sýna að séu útivistardagar 6 eða fleiri fer verulegur hlui aflans í annan flokk ■ Mörg rök viröast hníga að því að útivistartími togara ætti að vera verulega miklu styttri en hann er almennt í dag, samkvæmt því sem fram kom í máli Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í sjávar- útvegsráðuneytinu, i fundi með starfs- mönnum framleiðslueftirlits og fiskmats- mönnum, þá hafði hann yfirlit úr einni löndunarhöfn sem tók til 73 landaha skuttogara, sem m.a. sýndi fram á, að aflinn fram á 5. til 6. dag var metinn svo til 100% í fyrsta flokk, en frá 6. degi og til 12 dags, þá flokkaðist um 50% aflans í fyrsta flokk og hlutfall annars flokks jókst að sama skapi, en eftir 12. dag fór þriðji flokkur að sýna sig, þegar fiskur- inn var flokkaður. Jón benti á að að vísu væru þessar upplýsinga aðeins frá einni löndunar- höfn, en engu að síður taldi hann að þær gæfu nokkuð rétta mynd, kannski væri matið þó aðeins í linara lagi sagði Jón. í framhaldi þessa sagði Jón að ef verð aflans væri reiknað væri reiknað út frá þessum tölum, en yfirleitt gefur annar flokkur um 77% af verði fyrsta flokks. Sýndi Jón línurit, þar sem fram kom, að afli upp í 12 daga gamall, hann skilaði 95 til 97% af fullu verði, þannig að frávik frá fullu verði væri mjög lítið. Það væri því ekki fyrr en eftir 11. til 12. dag, sem verðmæti aflans færi að hrynja niður. Jón sagðist telja að mismunurinn á betri og lakari gæðaflokkum fisks í dag, væri ekki nærri nógu mikill, og bætti við: „Ef heildargreiðsla í dag er rétt, þá þýðir það, að ofgreitt er fyrir gamla aflann og undirgreitt fyrir þann nýja, og það munar töluvert miklu.“ Jón taldi að breyta þyrfti verðlagning- arkerfinu, til þess að bæta gæðin, og sagði hann í því sambandi m.a.: „1. skrefið er að verðieggja hráefnið í samræmi við gæðin, og ef það verður gert, þá væru togarar skilyrðislaust í skemmri útivist. Við sjáum það, að þegar togarar eru 10 til 11 daga úti, þá geta þeir fengi svo til fullt verð fyrir aflann, og þá sjá allir að það er beinlínis kolrangt að haga sér öðru vísi. Ef einn skuttogari getur fengið fullt verð fyrir afla úr 10 til 12 daga útivist, af hverju skyldi hann þá vera lengur úti?“ -AB Einvígi Ríblí og Smyrslov: JAFNTEFLI —Smyrslov tefldi af öryggi,— ■ Riblí og Smyrslov sömdu um jafn- tefli eftir 30. leik í gærkvöldi. Smyrslov tefldi af miklu öryggi og var skákin í jafnvægi allan tímann. Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf nú aðeins hálfan vinning úr þeim tveimur skákum sem eftir eru til þess að sigra í einvíginu. -BK FOSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 fréttir Harðnandi samkeppni skipafélaganna: Eimskip lækkar taxta á stykkja- vöru um 7% ,,Ekki merkileg nýjung’% segir Axel Gíslason, framkvæmda- stjóri Skipadeild- ar Sambandsins ■ Eimskip hefur ákveðið að lækka gjaldskrá fyrir flutning á stykkjavöru til landsins um 7%. Gildir þessi lækkun frá öllum höfnum erlendis og heim. Tekur hún gildi á mánudaginn og miðast við komudag skips. „Það eru einkum tvær ástæður fyrir því að þessi lækkun er möguleg. Annars vegar er um að ræða aukna hagkvæmni í rekstri félagsins, sem meðal annars er til komin vegna meiri gámanotkunar, fjárfestingu í nýjum tækjum og aðstöðu, og endurnýjun á skipastóli félagsins. Hins vegar er um að ræða bætt rekstrar- skilyrði félagsins almennt,“ segir í frétt frá Eimskip. Axel Gíslason, framkvæmdastjóri Skipadeildar Sambandsins, var spurður hverja þýðingu þessi lækkun hefði fyrir félögin sem keppa við Eimskip: „Ég vil nú vekja athygli á því að um er að ræða lækkun á hámarksgjaldskrá, sem ákveð- in er af Verðlagsstofnun, og gildir alls ekki fyrir stærstu viðskiptavinina, sem semja sérstaklega um sína flutninga. Annars má segja að um sé að ræða aðlögun að staðreyndum markaðarins því að það getur ekkert skipafélag haldið uppi hærri flutningsgjöldum en önnur til langframa. Það eru öll skipafé- lögin í stöðugri leit til að lækka kostnað- inn og þess vegna er ekki um að ræða neina merkilega nýjung í sjálfu sér." sagði Axel. _sjó. Ásókn í hús- nædissamvinnu- félagid: Á þriðja þús- und manns í Búseta ■ Yfir 2000 manns gengu í Húsnæðis- samvinnufélagið Búseta áður en frestur til þess að gerast stofnfélagi rann út á miðnætti 14. des. sl. Þettaer miklumeiri fjöldi heldur en aðstandendur bjuggust við, en þeir höfðu sett sér það mark að félagar yrðu 1000, 1. desember sl. Sam- vinnufélagið hyggst byggja og eiga íbúð- irnar, en félagsmenn fá búseturétt, eins og um eign væri að ræða. Til þess að félagið fái lán úr framkvæmdasjóði til 30 eða 42ja (eða jafnvel fleirri) ára, þarf lagabreytingu, en frumvarp sem innifel- ur þá breytingu var lagt fram á Alþingi af Félagsmálaráðherra í fyrra og aftur í haust. RIÍ Tveimur mönnum við Bakkasel gert að rifa kvisti sem þeir hafa byggt leyfislaust á hús sín: Hótað annars 500 króna dagsektum Borgarráð staðfesti á síðasta fundi sínum kröfu bygginganefndar Reykja- víkurborgar, þess efnis að tveim mönnum skyldi gert að rífa kvisti sem þeir hafa gert Ieyfislaust á húsum sínum. Er mönnunum settur frestur til að Ijúka verkinu til 15. janúar en eftir það skulu þeir sæta 500 króna dagsektum þar til kvistirnir hafa verið Ijarlægðir. Hér er um að ræða kvisti á raðhúsum nr. 3 og 7 við Bakkasel. Eigandi hússins nr. 3 er Kristján Guðjónsson pípulagningameistari og byggði hann kvistinn án þess að sækja um leyfi til bygginganefndar. Bygginga- nefnd ályktaði sérstaklega á fundi sínum 8. desembers.l. aðhúnteldi þaðvítavert að trúnaðarmaður nefndarinnar skuli gerast brotlegur við byggingarreglugerð. Eigandi Bakkasels 7, Birgir Scheving húsasmíðameistari hafði hins vegar sótt tvívegis um leyfi til að byggja kvist við hús sitt en fengið synjun bygginganefnd- ar. Birgir fékk viðurkenningu nefndar- innar sem húsasmíðameistari árið 1977, en hann var ekki meistari við byggingu umræddra húsa. Honum cr gert að rtfa kvistinn eins og áður sagði að viðlögðum dagsektum eftir 15. janúar og missi viðurkenningar bygginganefndar. Þess skal getið að eigendur húsanna nr. 7-1T við Bakkasel hafa allir tvívegis sótt um léyfi til að byggja kvisti á hús sín en fengið synjun bygginganefndar. Þeir kvisteigendur, Kristján og Birgir vildu ekki tjá sig um málið í gær. Töldu báðir eðlilegt að bíða eftir formlegu bréfi borgaryfirvalda. -JGK ■ Ragnar stýrimaður ræðir við blaðamann. Tímam. GE ■ Hinir umdeildu kvistir í Bakkaselinu. Annar var byggður fyrir tveimur árum, en hinn er tiltöiulega nýkominn á. Tímam. Róbert Skipverjar á „Þyrli/Vöku”: EIGA INNILAUN FYRIR MARGRA MANAÐA VINNU ■ Flutningaskipið Vaka, sem áður hét Þyrill, kom til Reykajvíkur í gærmorgun og fara nú fram viðræður um kjaramál skipverja, en þeir eiga inni laun fyrir marga mánuði. Blaðamaður Tímans brá sér uni boð í Ms. Vöku í gær og leitaði álits skipverj- anna á erfiðleikum þeim, sem þeir hafa átt í undanfarið. Ragnar Agnarsson 1. stýrimaður á Ms. Vöku, vildi ekki segja mikið frckar en aðrir skipvérjar sem við hittum. „Það myndi spilla fyrir þeim viðræðum sem nú eru í gangi var viðkvæðið, ef við færum að vera með einhverjar miklar yfirlýsingar eða svakalegar lýsingar. Þetta er atvinnuspursmál fyrir okkur að skipið geti siglt áfram.“ Þeir sögðu að ástandið í Kristjánssundi hefði ekki verið gott, fábreytt og lélegt fæði og skipverjar peningalausir. Ragnar stað- festi að þeir hefðu getað fengið fyrir- greiðslu hjá Félagsmálastofnuninni í Kristjánssundi og farseðla heim. Ástæða þess að svo fáir hefðu leitað eftir því, hefði verið vilji manna til að vera áfram á skipinu, og halda þannig atvinnu sinni. Þyrill kom til Reyðarfjarðar á mánu- dag og skipti þar um nafn og heitir nú Vaka. í gær voru yfirmenn á fundi með fulltrúum frá Farmanna og fiskimanna- sambandinu, en skipverjar eiga inni nokkurra mánaða laun hjá útgerðinni. Þá þarf skipið líklega nýtt haffærnisskírt- eini áður en það getur farið að sigla aftur. Það er skipamiðlun Gunnars Guðjónssonar sem tekið hefur yfir rekst- ur skipstins til næstu sex mánaða. Aukin gæði aflans ef úti- vistartími togara styttist FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 fréttir HAMSKIPTIN Ein af perlum nútlmabókmennta HAMSKIFTIN Hamskiptin Nýr doktor ■ Guðjón Elvar Theodórsson, læknir, lauk doktorsprófi frá lyfja- fræðistofnun Karolinska Institutet í Stokkhólmi f nóvcmber sl. Verkefni hans var á sviði peptíðboðefna og fjallar um ncurotensin, sem gegnir hlutverki bæði f taugakerfinu og við stjórnun starfssemi þarma. Guðjón er fæddur í Reykjavík 18. mars 1953. Kona hans er Ingrid Norheim læknir og eiga þau þrjú börn. Guðjón Elvar er sonur hjónanna Theodórs Guðjóns- sonar skólastjóra og Esterar Jónsdótt- ur kennara. - BK ■ Biskupinn og Bernharður kynna „Friðarjólin“. Tímam. G.E gerðist það sama, í fyrra varð þetta að alheimsviðburði og í ár mun friðarljósið loga í yfir 50 löndum, þar sem allar höfuðkirkjudeildirnar hafa kvatt til þess að Alkirkjuráðið og Sameinuðu þjóðirn- ar hafa veitt stuðning til þess að „ljós- keðja friðarins umvefji heiminn á að- fangadagskvöld“. Þetta er einföld athöfn - öllum fær, en kirkjan biður menn að fara varlega bæði með þetta Ijós og önnur - því að eldhættan er allsstaðar. En þetta er ekki eina erindi kirkjunnar til okkar. Hún vill að nú á sunnudaginn sleppi menn úr einni máltíð, fasti, og gefi andvirðið til þeirra sem ekki eiga annars kost en að fasta um jólin, gefi þeim sem hungrar. Á slíkum er enginn skortur. Hjálparstofnun kirkjunnar hef- ur það til dæmis fyrir satt að á þurrka- svæðum Afríku sjái margir fram á hungurdauða að óbreyttu. Áætlað er að Ámörkum raunveru og goðsagnar UNGUNGUR í vitfirríngu stríðsins Dagbók Önnu Frank ■ Kirkjan er að skapa nýja hefð, venju. Hún beinir því til okkar að við tendrum, kerti, útikerti eða innikerti kl. 9 á aðfangadagskvöld, berum það að glugga eða út í garð og látum það lýsa til næstu nágranna með ósk um gleðileg jól og með bæn um fríð á jörðu. I bréfi sem biskup íslands hr. Pétur Sigurgeirs- son hefur ritað fjölmiðlum segist hann vænta þess að „þátttaka okkar í þessari friðarboðun geti orðið sem almennust og áhrifamest.“ Þessi kertaljósahreyfing hófst í Genf í Sviss á aðfangadagskvöld 1979, þar sem kaþólskir og mótmælendur lýstu inn- byrðist samstöðu sinni með því að tendra á aðfangadagskvöld jólaljós á heimilum sínum. Var það gert þannig að fólkið hélt ljósinu út að glugganum og lét það lýsa út til nágrannans. Þessi einfalda athöfn hafði mikil áhrif, á næstu jólum senda þangað milljón fiskpillur, til þess eftir því sem Tíminn hefur fregnað þá þegar hefur safnast nokkurt fé. þarf að safna noickrum milljónum og hafa landsmenn brugðist mjög vel við og Ríki af þessum heimi útrýmingarberferö fas- MEÐAN ELDARNIR BRF.NN gatinanna sem rekttir voru i gródursnauðum auðnum Kti heimsstyrjiildinni i ista gegn hittum svokölluðu „lcegri kynþcitt- um “. Að baki þeim geisar stríðið — fram- undan bíður auðn og dauði. Hinn tnikli sagnameistari Rúrnena, /xtharia Stancu, heldttr lesendum síttum í stöðugri sþenttu tneðan eldamir brenna við búðir sígaunanna. Átakanleg hamt- saga hins nafnlausa fjölda sem dcetndur er til tortímingar í gritnmdarceöi stríðs og styrjalda. Kristín R. Thorlacius þýddi. Kr. 797.80 Hr. Pétur Sigurgeirsson, biskup: „Tendrum friðarljósið á aðfangadagskvöld“ Bókasölulisti Félags ísl. bóka- útgefenda: Skrifað ■ skýin efst ■ Skrifað í skýin eftir Jóhannes Snorrason er í fyrsta sæti samkvæmt könnun Félags íslenskra bókaútgefenda á bókasölunni, en sú könnun nær til 15 bókaverslana um iand allt. Skæruliðarnir eftir Alistair Maclean er í öðru sæti, Eysteinn í eldlínu stjórn- málanna í þriðja sæti, Jakobsglíma í fjórða sæti, Landið þitt í 5 sæti, Bjarni Benediktsson í 6 sæti', Aldnir hafa orðið í 7 sæti Borgfirsk blanda í 8 sæti, Saga Hafnarfjarðar í 9. sæti og Öldin okkar í 10 sæti. Fjórtán...bráðum 15 er í fyrsta sæti af barna- og unglingabókum. - AB Alejo C.arþentier er mesti rithöfundur Kúbu og eittn fremsti höfundur Suður- Ameríku. RÍKIAF ÞESSUM HEIMI erbyggðá sönnum atburðum, þrcelauþþreisn á Haítí á átjándu öld. Hún erþó ekki söguleg skáld- saga í venjulegum skilningi, öllu heldttr áleitinn sannleikur um líf og andlegt ástanci þjóða. Gttðbergur Rergsson þýddi bókinct og ritar ítcirlegan eftirmála um höf- nnclinn og baksvið verksins. RÍKI AF ÞESSUM HEIMi veitir einstceða innsýn í fjarlcegan menningarheim ogger- ist á mörkum rattnveru og goðsagnar, þrungin ofsa og átökum. Kr. 548.35 Sönn frásögn óharðnaðs unglings í vit- firringu stríðsitis. Atina var ung stúlka af gyðingacettum sem í tvö árleyndist t felum í Amsterdam með fjölskyldu sinni. ídagbók- inni segir hún frá þessari dvöl af þeim ncemleik setn fáa lcetur ósnortna. Hún lét lífið ífangabúðurn nasista ett dagbókin fór tnikla sigurför um heiminn. Nú er þýðing sr. Sveins Víkings endurútgefiti. DAGBÓK ÓNNU FRANK er átakanleg heitnilcl um eitt svartasta skeið sögunnar. Kr. 548.35 í ár er þess minnst víða utn heitn og tneð ýmsu móti, að öld er liðin stðan Franz Kafka fceddist, eittn hittna miklu brautryðj- ettda nútímalegs skáldskaþar í lausu máli. Hftir Kafka birtist fretnur fátt á þrenti tneðan hantt var uþþi. Langlengstci sagan settt hatttt lét frá sér fara, og jafnframt eitt frcegasta verk bans fyrr og stðar, er HAM- SKIPTIN sem nú ketnur út í tilefni af aldar- aftnceli höfuttdáritts t endurskoðaöri þýð- ittgu Hanttesar Péturssonar skálcls. HAMSKIPTIN — ógnþrungin og áhrifa- tttikil saga. Eitt af sígildutn verkum heims- bökmenntanna. Kr. 494.00 Bræðraborgarstíg 16 Pósthólf 294

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.