Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 5
Félagsmálaráðherra: Ríkisstjórnin hefur áorkað miklu í húsnædismálum á þessu ári:
UM 2600 MANNS HAFA NOIFÆRT
SÉR 25% GREIÐSUIFRESTUNINA
— um 1000 hafa fengið skuldbreytingarlán og um 4700 hafa sótt um viðbótarlán
■ „Það er staðreynd, að ríkisstjórnin hefur áork-
að miklu í husnæðismalum á þessu ári. Ég bendi
bara á örfá atriði, eins og frestun á 25% greiðslu
afborgana og verðbóta íbúðarlána, sem 2600
manns hafa þegar notfært sér, skuldbreytingalánin
sem yfir 1 þúsund hafa notfært sér, lengingu
lánstíma og 50% hækkun húsnæðislána,“ sagði
Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra er
Tíminn ræddi við hann í gær um árangur þann sem
náðst hefur í húsnæðismálum síðan að þessi
ríkisstjórn tók við.
„Eins og kunnugt er voru gefin út
bráðabirgðalög þann 27. maí s.l. um
frestun greiðslu afborgana og verðbóta
íbúðalána banka og sparisjóða er gjald-
falla á 12 mánaða tímabili, 1. maí 1983
- 30. apríl 1984,“ sagði Alexander, „og
gilti frestun þessi fyrir 25% af framan-
greindum greiðslum. Ég hef fengið upp-
lýsingar frá Veðdeild Landsbanka
fslands, um að þann 1. þessa mánaðar
höfðu 26 aðilar notfært sér þessa aðgerð
að fjárhæð um 5 milljónir króna. Ég hef
ekki fengið upplýsingar um fjölda frá
sparisjóðum, lífeyrissjóðum og öðrum
bönkum, þannig að það er ljóst að mjög
margir hafa notfært sér þessa aðgerð."
„Um 1 þúsund lánum
verið skuldbreytt“
- Hvað með þann fjölda sem hefur
notfært sér heimildina til að láta skuld-
breyta láni?
„Já, það náðust eins og kunnugt er
samningar um að íslenskir viðskipta-
bankar og Samband íslenskra spari-
sjóða skyldu skuldbreyta skuldum hús-
byggjenda og íbúðakaupenda. Því er
ekki að neita að ég hef orðið fyrir vissum
vonbrigðum yfir tregðu þeirri er fram
kom hjá ýmsum bankastjóranna í þessu
sambandi, en þó hefur tekist að leysa
mörg slík vandamál. Samkvæmt upplýs-
ingum sem ég hef í höndum frá bankaeft-
irlitinu, þá höfðu rúmlega 1000 lán verið
afgreidd sem skuldbreytingalán í
bönkum og sparisjóðum um mánaðamót-
in, að fjárhæð tæplega 110 milljónir
króna, og enn vantar upplýsingar frá
nokkrum sparisjóðum. Til samanburðar
má geta þess að skuldbreytingalán 1981
námu aðeins24 milljónum króna, þannig
að hér er Ijóst að þessi aðgerð ríkis-
stjórnarinnar hefur orðið árangursrík til
að létta lánamál húsbyggjenda.“
„Umsóknir um
viðbótarlán 4700“
- Hvað með viðbótarlánin - hve
margir hafa sótt um þau?
■ Alexander Stefánsson, félagsmálar-
áðherra
„Samkvæmt upplýsingum Húsnæðis-.
stofnunar er fjöldi þessara umsókna
orðinn 4700, en lántakendur sem hefðu
rétt til slíkra lána voru um 6500.
Þann 12. desember var Húsnæðis-
stofnun búin að afgreiða til Veðdeildar
um 4000 gildar umsóknir og Veðdeild
var þann dag búin að afgreiða um 1500
lán og reiknað er með því að Veðdeildin
afgreiði 100 til 150 viðbótarlán á dag, þar
til þau hafa öll verið afgreidd.
Þessi lán eru G-lán sem eru frá 37
þúsund krónum upp í 50 þúsund krónur
og F-lán sem eru frá 80 þúsund krónum
upp í 100 þúsund krónur. Við gerum ráð
fyrir að heildarupphæð þessara viðbó-
tarlána verði á bilinu 250 til 300 milljónir
króna. Þau verða fjármögnuð með sölu
sérstakra verðtryggðra verðbréfa, eins
og fram hefur komið, en fjármögnun
þessara lána er að öðru leyti í höndum
fjármálaráðuneytisins.
Ég hygg að það sé nú þegar komið í
Ijós, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til
þess að leysa fjárhagsvanda húsbyggj-
enda í landinu liafi skilað umtalsverðum
árangri, og þá ekki síst hjá þeim sem
voru í byggingaframkvæmdum og lán-
tökum á mesta verðbólgutímabilinu, frá
1981 til 1983,“ sagði félagsmálaráðherra
að lokum.
-AB
Bflastæðishúsid í Arnarhóli
tekið í notkun:
Hvert bílastæði mun
kosta um 270 þúsund
■ í gær var tekið í notkun bíla-
stæðishús Reykjavíkurborgar við
Kalkofnsveg, en það er grafið inn
í Arnarhólinn og myndar undir-
stöðu hinnar nýju Seðlabanka-
byggingar. Framkvæmdum er ekki
að fullu lokið og verður áfram
unnið að ýmsum frágangsverkum.
Þegar allt er nýtt verða stæðin 176
og skiptast þau á tvær hæðir. Gert
er ráð fyrir að endanlegur kostnað-
ur við framkvæmdina verði tæpar
50 milljónir, eða 270 þúsund krón-
ur á hvert stæði. Talið er að
BK
bílastæði í opnum húsum ofanjarð-
ar kosti 170-200 þúsund hvert.
Talið er eðlilegt að tímagjald í
bílastæðishúsum af þessu tagi verði
20-30% ódýrari en stöðumælagjald
og mun það haft í huga þegar
gjaldtaka verður tekin upp í þessu
húsi.
Húsið er hannað af arkitektunum
Guðmundi Kr. Guðmundssyni og
Ólafi Sigurðssyni. Borgarstjóri
opnaði húsið í gær við hátíðlega
athöfn, að viðstöddum topp-
mönnum.
■ Fyrsti bíllinn var ekki af verri endanum: borgarstjórabfllinn.
Tímamynd: Ámi Sxberg
Vidrædur stóridjunefndar og fulltrúa Alusuisse:
Mikid ber á milli um hvad
sé edlilegt vidmiðunarverð
Dregið í jólagetraun-
inni 20. desember.
■ Stóriðjunefndin og fulltrúar Alus-
uisse báru saman gögn þau sem aðilar
hafa viðað að sér frá því síðasti fundur
var haldinn, um raforkuverð til álvera í
Ameríku og Evrópu, á viðræðufundum
sem aðilar héldu með sér nú sl. mánudag
og þriðjudag, þar sem þeim tókst að
mestu að samræma upplýsingarnar.
Næsti fundur aðilja hefur verið ákveðinn
hér í Reykjavík. 5. og 6. janúar nk. Eins
og kunnugt er, er ákvæði í bráðabirgða-
samkomulaginu frá því 23. september sl.
um að raforkuverð skuli endurskoðast
með tilliti til tveggja atríða: Annars
vegar þess verðs sem álver greiða í
Evrópu og Ameríku og hins vegar sam-
keppnisaðstöðu ÍSAL. Það var því
fyrrihluti þessa ákvxðis sem aðilar
reyndu að ná samkomulagi um á þessum
fundi nú í upphafi vikunnar, þ.e. hvert
sé raforkuverð til álvera í Ameríku og
Evrópu, hvað tókst í meginatriðum, að
því er segir í frétt iðnaðarráðuneytisins
um viðræðufundina.
Tíminn hefur heimildir fyrir því, að
þótt aðilar hafi verið nokkuð sammála
um að þær upplýsingar sem hvor aðili
fyrir sig lagði fram á fundinum, þá sé það
svo sem enginn vísbending um að aðilar
séu eitthvað nær samkomulagi, heldur
en þeir voru fyrir þennan síðasta fund.
Ástæða þess sé sú, að slíkur reginmunur
sé að milli álvera, hvað snertir raforku-
verð, að næsta ómögulegt sé að geta sér
til um eða ákveða hvað sé eðlilegt
viðmiðunarverð, að nú ekki sé talað um,
að ná samkomulagi á milli aðilja um
hvað sé eðlilegt viðmiðunarverð.
Svo dæmi séu nefnd í þessu sambandi,
þá kom fram á fundinum að raforkuverð-
ið til álvera í Evrópu er frá 5 mill (1 mill
er 1/1000 úr dollar) og upp í 40 mill fyrir
KWh (kílówattstund en eftir að bráð-
abirgðasamkomulagið tók gildi hér, þá
hækkaði KWh í 9.5 mill). í Ameríku
mun raforkuverðið til álvera vera á álíka
breiðu bili, eða frá 4 mill upp í 34 mill.
Það er því Ijóst að mikil vinna er óunnin,
áður en aðilar geta komið sér saman um
hvað teljist eðlilegt viðmiðunarverð fyrir
álverið í Straumsvík.
-AB
■ Vegna óska frá lesendum Tínians
úti á landi verður drætti í jólagetraun
blaðsins frestað til 20. desember næst-
komandi.
VIÐBOT VIÐ SAMTAL
9 9
99
■ Matthías Jóhannessen ritstjóri
Morgunblaðsins hefur beðið Tímann
um að birta eftirfarandi athugasemd:
„Til áréttingar og í framhaldi af
símtali okkar Agnesar Bragadóttur,
langar mig til að það komi fram að
kona hefur verið formaður Mennta-
málaráðs og ætti mér síst af öllum að
gleymast það, þar eð ég sat í því ráði.
Það var Inga Birna Jónsdóttir og var
allt samstarf með ágætum. Ég hefði að
sjálfsögðu átt að segja í samtali okkar
Agnesar að vonandi væri þetta forboði
þess að kona verði aftur formaður
Menntamálaráðs. Það sem ég átti við
var að sjálfsögðu fögnuður yfir því að
tvær merkiskonur sitja nú í stjórn
ráðsins, Áslaug Brynjólfsdóttir vara-
formaður og Sólrún B. Jensdóttir ritari
og vænti ég þess að í ráðinu verði ekki
neitt karlaveldi í framtíðinni, heldur
sé stefnt að því að þar sitji konur til
jafns við karla - og þá að sjálfsögðu
ekki síður í sæti formanns.
Formennskutíð Ingu Birnu var
ánægjulegur tími í sögu ráðsins, þótt
stuttur væri.
Þakka svo blaðamanninu Agnesi
Bragadóttur fyrir þátt hennar í samtal-
inu sem var prýðilegt frá hennar
hendi."
Matthías Jóhannessen