Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 9
líirmfn
lW
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983
9
menningarmál
Listaverk um listamann
Kristján Eldjárn: Arngrímur málari.
Iðunn 1983.
247 bls.
■ Þegar dr. Kristján Eldjárn féll frá á
síðastliðnu ári hafði hann að mestu lokið
ritun ævisögu Arngríms Gíslasonar mál-
ara. Eftir voru aðeins nokkur frágangs-
atriði. Kristján hafði unnið lengi að
bókinni, ogenn lengurhafði hann safnað
að sér fróðleik um Arngrím og verk
hans, en eftir því sem fram kemur í
þessari bók hafði sú söfnun staðið með
hléum í tæp fjörutíu ár.
Arngrímur Gíslason var maður 19.
aldar, fæddur 1829 og lést 1887. Hann
var Þingeyingur að ætt og uppruna og
átti heima í Þingeyjarþingi lengi framan
af ævi, en fluttist síðan í Svarfaðardal og-
var þar búsettur síðustu æviár sín. Hann
var ein þessara sérstöku íslendinga fyrri
alda, gæddur miklum og fjölhæfum lista-
mannsgáfum, en felldi sig illa við búskap
og tolldi raunar hvergi við bú, nema þá
skamma stund í einu. Og eins og Kristján
Eldjárn bendir á, mun honum aldrei
hafa fallið vel að vera kallaður bóndi. Á
okkar tímum hefði Arngrímur án alls
efa komist í hóp stórbrotnustu lista-
manna þjóðarinnar, á 18. öid hefði hann
líkast til farið á vergang og dáið úr
hungri og með ítölum eða Hollendingum
hefði hann orðið heimsfrægur.
Á listamannsbrautinni var Arngrímur
ekki við eina fjölina felldur. Hann lærði
bókband á unga aldri og stundaði það
um alllangt skeið og þótti einkar listfeng-
ur bókbindari, eins og sýnishorn af
verkum hans á því sviði, sem birt eru í
bókinni, bera með sér. í bókbandinu
fékk hann einnig að nokkru svalað
fróðleiksfýsn sinni, en um hendur hans
fóru þá fleiri bækur en ella hefði orðið.
Hann var einnig dágóður hljómlistar-
maður á þeirra tíma vísu, lék bæði á
flautu og fiðlu, og höfðu margir góða
skemmtun af leik hans.
Þekktastur mun Arngrímur þó hafa
orðið sem myndlistarmaöur, enda festist
viðurnefndið málari við hann. Hann var
algjörlega sjálfmenntaður myndlistar-
maður og fékkst bæði við að teikna
mannamyndir, landslagsmyndir og síð-
ast en ekki síst málaði hann tíu altaris-
töflur og eru sumar þeirra enn í kirkjum
landsins. Tilsögn fékk hann enga í list-
inni, utan það að hann skrifaðist um
skeið á við Sigurð málara Guðmunds-
son, sem veitti honum bréflega leiðbein-
ingu um nokkur undirstöðuatriði.
í bók sinni rekur Kristján Eldjárn ævi
Amgríms, fjallar um verk hans og birtir
myndir af þeim þeirra, sem varðveist
hafa. Hann lýsir einkar vel þroskaferli
Arngfíms sem listamanns, sýnir hvernig
hann fikrar sig stig af stigi, hvemig hann
tekst á við eitt verkefnið á eftir öðru.
eftir því sem hann fann getu sína aukast,
og hvernig honum tókst, þrátt fyrir
kröpp ytri kjör og veraldlega erfiðleika,
að bæta stöðugt list sína, uns hann féll
frá tæplega sextugur. í bókarlok er svo
birt húskveðja og líkræða sr. Kristjáns
Eldjárns Þórarinssonar, erfiljóð Þor-
steins Þorkelssonar á Syðrahvarfi og
Uppdráttarlist, einskonar kennslu- eða
leiðbeiningarkver í mýndlist, sem Am-
grímur þýddi og varðveitt er með hendi
hans.
Kristján Eldjárn fjallar um listamann-
inn Arngrím Gíslason af þeirri nærfærni
og smekkvísi, sem honum var lagin, en
jafnframt á svo persónulegan hátt, að
stundum er eins og hann tali beint til
lesandans. Að lestrinum loknum þykist
maður skilja Arngrím Gíslason. ævi
hans, ævikjör og listþrá og finnur nánast
til með honum er hann reyndi sífellt að
brjóta sér braut sem listamaður við
erfiðustu aðstæður.
Kristján hefur við samningu verksins
stuðst við þær heimildireinar, sem hann
taldi traustar, bæði munnlegar og ritað-
ar. Að því leyti víkur hann hvergi frá
ströngustu kröfum, sem gerðar verða til
fræðimanna, og á stundum tekur hann
fram, að fróðleikur um eitt og annað sé
ekki fyrir hendi, þótt ráða megi sumt af
iíkum.
Á unglingsárum mínum norður í
Eyjafirði heyrði ég eldri menn stundum
minnast á Amgrím málara og í eyfirskum
kveðskap frá 19. öld er hans allvíða
getið. Kristján Eldjárn hefur tekið þann
kost, sem er að öllu leyti eðlilegt, að
byggja aldrei á heimildum, sem með
nokkrum hætti mætti telja til skáldskap-
ar. Er og valt að treysta slíkum heimild-
um. Engu að síður geta þær geymt
ýmsan fróðleik, sem ekki má glatast og
gaman væri að kæmist á prent nú þegar
vönduð bók er út komin um Arngrím
málara. Má í þessu viðfangi benda á eina
frásögn af Arngrími, sem vafalaust er
mörgum kunn, en ekki er víst að allir
hafi áttað sig á, að ætti við hann. Hún er
í upphafskafla bókarinnar Nonni og
Manni, eftir pater Jón Sveinsson. Þar
segir frá því er Arngrímur kom í
heimsókn til fjölskyldu Nonna á Akur-
eyri og lék fyrir fólk á flautu. Sjálfsagt
hefur Nonni séð heimsóknina og flautu-
leikinn í hillingum er hann skrifaði
frásögn sína mörgum árum síðar, en hún
lýsir þó einkar vel þeim áhrifum sem
Arngrímur hafði á drengina Qg hve
mikill viðburður það var að hljóðfæra-
leik. Má þá bæta við því, að þeir
Arngrímur og Sveinn Þórarinsson, faðir
Nonna, voru góðir vinir og að í bókinni
eru birtar myndir, sem Arngrímur gerði
af Sveini og af Manna, sem þá var á 3.
ári.
■ Dr. Kristján Eldjárn
Að lokum skal það áréttað, að hér er
á ferðinni afbragðsgóð bók, sem enginn
verður svikinn af, merkileg menningar-
söguleg heimild og verðugur minnisvarði
listamannsins Arngríms Gíslasonar.
Eins og áður sagði auðnaðist Kristjáni
Eldjárn ekki að Ijúka bókinni að fullu
áður en hann féll frá. Þórarinn Eldjárn
hefur því annast frágang og útgáfu
handritsins.og á hann ekkert nema hrós
skilið fyrir sitt verk. Frá útgáfunnar
hendi er bókin mjög vel úr garði gerð og
falleg, en laus við þann leiðindaglans,
sem því miður hefur einkennt mörg
meiriháttar verk, sem út hafa verið gefin
hérlendis á undanförnum árum.
Jón Þ. Þór.
Jón Helgason: Tyrkjaránið.
Iðunn 1983 (2. útg.).
235 bls.
■ Sú saga var eitt sinn sögð, að
skömmu eftir að heimsstyrjöldin fyrri
braust út haustið 1914 hafi prestur einn
úr Skagafjarðardölum verið staddur í
kaupstaðarferð á Sauðárkróki. Þar fékk
hann fréttir af ófriðnum, en stríðssagan
hafði ekki spurst fram í sveitir. Á
heimleiðinni kom prestur víða við og
sagði tíðindin yfir kaffibolla, og ef til vili
einhverju sterkara á stöku stað. Þóttu
mörgum fréttirnar válegar, en aðrir létu
sér fátt um finnast. Þar kom að kerling
ein á bæ, sem prestur hafði viðkomu á,
elti hann út undir túngarð er hann hélt á
brott og spurði: Eru Tyrkir komnir í
striðið? Ekki kvaðst klerkur hafa heyrt
þess getið. Mikil Guðs miskunn er það,
Gjallandi
Jón Helgason rítstjórí
Tyrkjaránið
í endurútgáfu
sagði kerling, þá er ekki örvænt, að
íslendingar fái að vera í friði.
Sjálfsagt er þetta gamansaga frá
rótum. en öllu gamni fylgir nokkur
alvara og því er hún rifjuð upp hér, að
hún sýnir glöggt hve mikil og langæ áhrif
ógn Trykjaránsins hafði á íslendinga.
Fólki var nokkuð sama þótt þjóðir
norðanverðrar Evrópu bærust á bana-
spjótum, ef aðeins væri hægt að halda
hinum hryllilegu Trykjum í skefjum.
Tyrkjaránið svokallaða átti sér stað
sumarið 1627. Þá komu hingað til lands
ræningjaskip frá Alsír og gengu rænin-
gjarnir á land á sunnanverðum Aust-
fjörðum, í Vestmannaeyjum og Grind-
avík, drápu fjölda manns, en tóku miklu
fleiri til fanga og höfðu með sér til Alsír,
þar sem þeir voru seldir í þrældóm.
Nokkra hinna herleiddu tókst Dönum
að kaupa aftur og eru þau Trykja-Gudda
Hallgríms Péturssonar og sr. Ólafur
Egilsson frægust þeirra, en sr. Ólafur
samdi bók um ferð sína og er hún
athyglisvert heimildarit um þessa at-
burði.
Bók Jóns heitins Helgasonar ritstjóra
um Tyrkjaránið kom fyrst út fyrir réttum
tuttugu árum og hlaut þá þegar hinar
bestu viðtökur og að maklegheitum. í
henni rekur hann sögu Trykjaránsins,
segir frá strandhöggi sjóræningjanna hér
á landi og rekur síðan sögu þeirra eftir
bestu fáanlegum hiemildum. Er sú saga
öll bæði sorgleg og magnþrungin og
óvíða mun frásagnargafa Jóns Helgason-
ar hafa notið sín betur. Hann var sem
kunnugt er einna mestur stílsnillingur
íslenskra rithöfunda á þessari öld og lét
einkar vel að fella sögulegar frásagnir í
þann búning að saman færu rismikil
frásögn og söguleg nákvæmni. Er því oft
svo, að lesandanum finnst hann vera að
lesa sögulega skáldsögu þótt hvergi sé
hallað réttu máli né rangt farið með
staðreyndir.
Þessi endurútgáfa var bæði þörf og
fimabær.
Jón Þ. Þór.
Þorgils gjallandi (Jón Stefánsson). Rit-
safn II. Gamalt og nýtt. Upp við fossa.
Jóhanna Hauksdóttir og Þórður Helga-
son sáu um útgáfuna.
Skuggsjá 1983.
237 bls.
■ Mývetningurinn Jón Stefánsson,
alias Þorgils gjallandi, mun jafnan verða
talinn einn merkasti rithöfundur íslend-
inga á 19. öld og í upphafi þeirrar 20.
Sögur hans mörkuðu á margan hátt
fimamót, hann var með þeim fyrstu sem
boðuðu nýja hugsun í ýmsum við-
kvæmum þjóðfélagsmáium og gerði það
með svo afdráttarlausum og oft berorð-
um hætti að hneykslaði marga smáa
íhaldssálina.
í þessu öðru bindi ritsafns Þorgils er
að finna tvær af veigamestu og um leið
merkustu sögum hans, Gamalt og nýtt
og Upp við fossa. Þær birtust fyrst með
stuttu millibili og eru um margt keimlík-
ar, þótt ýmislegt beri vitaskuld í milli. í
báðum endurspeglast átök gamla og
nýja tímans og í báðum er ástin veiga-
mesti þátturinn. Þorgils taldi ástina eitt
aðalatriðið í mannlegu lífi og hann hélt
því hiklaust fram, að fólk ætti að hlýða
kalli hennar hreinskilnislega og hafa rétt
til að njóta ástar sinnar eins og því sjálfu
líkaði, án þess að þurfa að fela sig að
baki lygum, hræsni og yfirdrepsskap,
eins og svo títt var á hans tímum. Hann
deilir oft hart á hjónabandið og taldi, að
það ætti ekki að vera neins konar
órjúfandi bönd þegar ástin væri
slokknuð. í stað þess vildi hann að fólk
gæti gert með sér einskonar sambúðar-
samning til skamms tíma, sem síðan
mætti endurnýja og gæti vitaskuld staðið
ævilangt, ef svo bæri undir. Þarna má
greina áhrif nýrrar stefnu, borgaralegrar
rómantíkur, sem mjög var að ryðja sér
til rúms í Evrópu á þessum tíma, en féll
illa að rótgróinni hugsun í íslenska
bændasamfélaginu, þar sem hjónabönd-
in, góð og vond, voru ein af meginundir-
stöðum sveitabúskaparins og þá um leið
samfélagsins í heild. Þessar hugmyndir
áttu ekki upp á pallborðið hjá fjöldanum
af samfimamönnum höfundarins, sem
létu hann hafa það óþvegið. Ráðsettum
frúm þótti harkalega að sér veist og
rosknir góðbændur, sem í sjálfu sér
höfðu ekkert á móti því að vera einir
með vinnukonum sínum á engjum eða
öðrum afviknum stöðum, þóttust hafa
orðið fyrir alvarlegu aðkasti. Til þess að
bæta gráu ofan á svart skapaði höfundur
svo sögupersónur, umhverfi og atvik
með þeim hætti, að ýmsir sveitungar
Ferðasaga í endurútgáfu
Sigurður A. Magnússon: Við elda
Indiands. Ferðasaga.
Mál og menning 1983. 2. útg.
295 bls.
■ Nú eru rúmir tveir áratugir liðnir
síðan Sigurður A. Magnússon fór í
Indlandsför þá, er frá greinir í þessari
bók. Síðan hefur mikið vatn til sjávar
runnið, en að sögn höfundar heldur
bókin enn gildi sínu nokkuð svo, ind-
verskt þjóðlíf ogsamfélag breytist hægt.
Á meðan á Indlandsheimsókninni
stóð notaði Sigurður tímann vel. Hann
feðaðist vítt og breitt um hinn mikla
skaga, heimsótti marga merkisstaði og
skoðaði flest það sem honum þótti
markvert og hann átti kost á. Hann
kostaði kapps um að kynnast indverskri
menningu og þjóðlífi sem best af eigin
raun og hikar ekki við að segja á því
bæði kost og löst, þótt auðséð af ýmsum
lýsingum, að hann hefur oft á tíðum
hrifist af Indlandi og Indverjum og dáist
að menningararfleifð þeirra.
011 er frásögn Sigurðar skemmtileg,
lýsingar hans á mönnum og því, sem
fyrir augun bar, eru lifandi og hressileg-
ar og hann hefur gott lag á því að láta
lesandann ferðast með sér, svo honum
finnst hann sjálfur hafa orðið vitni að
mörgu því sem höfundur kynntist af
eigin raun. Á þetta jafnt við um t.d.
trúarathafnir ýmsar all forneskjulegar
og lýsingar á mannvirkjum, þjóðlífs-
myndum og náttúrufyrirbærum. Mætti
tilfæra um þetta mörg dæmi þótt ekki
verði það gert hér. En þrátt fyrir aðdáun
sína á Indlandi og Indverjum, verður
Sigurður aldrei svo bergnuminn af hrifn-
ingu að hann gleymi húmornum. Hann
hefur næmt auga fyrir því, sem okkur
Evrópumönnum a.m.k. þykir skoplegt í
fari manna austur þar og segir frá ýmsu
slíku af ríkri en græskulausri kímni.
Litskrúðugt og öðrum þræði dularfullt
mannlíf Indlandsskagans hefur löngum
heillað ferðalanga norðan af íslandi og
líklega hafa fleiri Indlandsfarar sett
ferðaminningar sínar á bók en aðrir
íslenskir ferðalangar. Indlandsbók
Kjartans Ólafssonar er nýlega út komin
og nefna má miklueldri ferðasögur frá
Indlandi, svo’ sem Ferðaminningar
Sveinbjarnar Egilssonar og reisubækur
Jóns Indíafara og Árna frá Geitastekk.
Við fyrstu sýn gætu þessar bækur virst
gjörólíkar, en þegar grannt er skoðað
kemur í ljós, að ferðalöngunum ber
saman í grundvallaratriðum, en þeir lýsa
hans þóttust þekkja sjálfan sig og nágr-
anna sína í sögunum.
Nú á dögum myndu sögur Þorgils
gjallanda víst engan hneyksla, enda eru
flestar þær hugmyndir, sem hann og
vopnabræður hans börðust fyrir, löngu
orðnar úreltar og gamaldags. Nú viður-
kenna íslendingar ekki aðeins ástir sínar
hiklaust, hcldur þurfa margir þeirra að
skrifa um tilfinningar sínar í blöð, tala
um þær í útvarp og jafnvel sýna þær
almenningi á götum og torgum. Allt um
það eru sögurnar fróðlegar heimildir um
það mannlíf, sem hér hrærðist fyrir svo
sem einni öld og þær eru stórskemmtileg-
ar aflestrar og munu halda gildi sínu sem
bókmenntaverk svo legni sem íslensk
tunga er töluð í þessu landi.
í 1. bindi ritsafnsins gerðu útgefendur
grein fyrir rithöfundinum Þorgils gjall-
anda í ýtarlegum inngangi, sem og
verkum hans. Skal lesendum, sem vilja
fræðast frekar um Þorgils, bent á inn-
ganginn.
Allur frágangur ritsins er með
ágætum.
Jón Þ. Þór.
■ Sigurður A. Magnússon
því sem fýrir augun bar. Segir það sína
sögu um Indland og Indverja.
Jón Þ. Þór.