Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983
13
12
HK-Grótta
í Kópavogi
■ Leikur HK og Gróttu í annarri deild karla
í handknattleik er klukkan 19.30 í kvöld í
Digranesi í Kópavogi, en ekki á Seltjarnarnesi
eins og stendur í mótaskrá HSÍ. Ástæöan er sú
að fyrri leikur liðanna átti að vera í Kópavogi,
en þá var Digranes ekki tilbúið svo heima-
leikjum var snúið.
Viðureignin í Kópavogi í kvöld hefur mikla
þýðingu fyrir bæði liðin. Gróttá er nú í fjórða
sæti annarrar deildar, en HK í fimmta. Grótta
sigraði í fyrri leik liðanna. Ef HK-liðið, sem
hefur sýnt miklar og örar framfarir í vetur, nær
að sigra Gróttu í kvöld, á Kópavogsliðið góða
möguleika á að komast í hóp fjögurra efstu
liða, og berjast þar um fyrstu deildarsætin í
úrslitakeppninni. Sigri hins vegar Grótta, eru
Seltjarnarnesbúarnir komnir með annan fótinn
í efri hluta úrslitanna í annarri deild.
Aðrir leikir í handboltanum í kvöld er
Reynir-Fram í annarri deild karla, í Sandgerði
klukkan 20.00, og tveir leikir í 3. deild,
Akranes-Ármann á Akranesi klukkan 20.30,
og Afturelding-Ögri á Varmá klukkan 20.00.
-SÖE
Wales gerði
jafntefli við
Júgóslavíu
■ Wales og Júgóslavía gerðu jafntefli í fjórða
riðli undankeppni EM landsliða í knattspyrnu
í fyrrakvöld í Cardiff. Úrslit urðu 1-1. Robbie
James skoraði fyrir Wales, en Bazdarewic
jafnaði fyrir Júgóslavíu. Wales er nú efst í
riðlinum, en kemst ekki áfram nema jafntefli
verði í leik Júgóslava og Búlgara, sem er nú
einn leikja eftir í þessum riðli. Wales kemst
einnig áfram ef Búlgaría vinnur 1-0, en vinni
Búlgarar stærra, eða ef Júgóslavar vinna, er
Wales út úr myndinni. Öll þessi þrjú lið eiga
möguleika.
Staðan:
Wales................ 6 2 3 1 7-6 7
Júgóslavía........... 5 2 2 1 9-9 6
Búlgaria............. 5 2 1 2 5-5 5
Noregur.............. 6 1 2 3 7-8 4
Urslrt
í 6 landa keppninni:
■ í blaðinu í gær féllu út úrslit í lcikjum 6
landakeppninnar í handknattleik í Austur-
Þýskalandi fyrstu tvo leikdagana. Þau urðu
þessi:
Island-Alsír .......................29-22
A.-Þýskaland A-A-Þýskaland B........27-22
Pólland-Tékkóslóvakía...............22-19
Pólland-Alsír ......................33-19
A-Þýskaland A-Island ...............26-14
Tékkóslóvakía-A-Þýskaland B ...... 35-22
Ártþing BTÍ
■ Ársþing Borðtennissambands íslands verð-
ur haldið laugardaginn 18. desember klukkan
14.00 í félagsheimili Rafveitunnar við Elliðaár-
vog.
-SÖE
■ Það var vængbrotið lið íslendinga
sem mætti Pólverjum í gær í Rostock í
A-Þýskalandi, og útkoman eftir því.
Pólverjar sigruðu 24-15, eftir að hafa
haft yfir 10-6 í hálfleik. Með Atla
Hilmarsson meiddan eftir leikinn við
Alsír, Sigurð Sveinsson farinn til V-
Þýskalands, og Kristján Arason meidd-
an eftir leikinn við Austur-Þjóðverja,
náði íslenska liðið sér lítt á strík. íslenska
liðið barðist þó allan tímann, en með
fremur dræmum árangri. „Sterk vöm
Pólverjanna, góð markvarsla ásamt
mikilli samæfingu gaf þeim stóran sigur,
þessir karlar em mildu betri en við, enda
um að ræða eina af bestu þjóðum heims
■ Guðni Guðnason KR-ingur skorar hjá Val, Tómas Holton kemur ekki vömum
við. Þessi tveir era meðal Ijölmargra bráðefnilegra ungra leikmanna sem nú era að
koma upp í körfuboltanum.
^ Tímamynd Róbert. _
ORUGG UÐSSTJORN
FÆRM KR SIGURINN
KR vann Val 62-60 í úrvalsdeildinni í gær
■ Það var öðru fremur frábær liðs-
stjórn sem færði KR sigur gegn Val í
gærkvöldi, 62-60, er liðin mættust í
úrvalsdeidlinni í körfuknattleik í íþrótta-
húsi Hagaskóla í gær. Með frábærum
kafla í lok síðari hálfleiks komst KR yfir
og náði ijögurra stiga forskoti. Þegar
tvær og hálf mínúta voru eftir höfðu
KR-ingar yflr 62-58, og með því að
stjórna leiknum, hanga á boltanum og
leika skynsamlega tóks þeim að koma í
veg fyrír að Valsmenn skoruðu nema tvö
stig það sem eftir var.
KR-ingar byrjuðu með látum og kom-
ust í 10-2. Valsmenn sneru dæminu við,
og komust í 11-10, og höfðu yfir 15-12
og 17-14. KR-ingar komust yfir 22-19,
en Valsmenn skoruðu næstu 8 stig, 27-22
og höfðu svo yfir 37-32 í hálfleik.
f síðari hálfleik skoruðu Valsmenn
tvær fyrstu körfurnar, 41-32, en KR
lagaði í 39-41. Valsmenn höfðu yfir
48-41, en þá fóru KR-ingar að sækja á,
45-50, 48-53, og 52-54. Svo kom frábær
kafli sem endaði 62-58.
Eins og í upphafi var sagt var það
liðsstjórnin sem gaf KR sigurinn. Jón
Sigurðsson er frábær stjórnandi, bæði
utan vallar og innan. Það sýnir líka góða
breidd í KR-liðinu, að þegar besti kafli
KR var í leiknum, var Jón fyrir utan, en
Páll Kolbeinsson stjórnaði spilinu. Þar
borgaði sig yfirvegaður leikur, þar sem
spilað var upp á öruggt skot, og Ágúst
Líndal og Geir Þorsteinsson brugðust
ekki þar. Jón, Páll og Ágúst stóðu upp
,úr KR-liðinu, og Geir Þorsteinsson tók
flest fráköst í síðari hálfleik. Hjá Val
ríkti hálfgerð ringulreið þegar leið á,
liðið virtist ekki þola mótlætið, og leik-
stjórnin féll niður í ekki neitt. Kristján
Ágústsson var langbesti maður liðsins,
gefst aldrei upp, tekur fráköst og skorar.
Stigin: KR: Jón Sig 16, Guðni 12, Páll
10, Ágúst 7, Geir 6, Garðar 4, Kristján
2 og Ólafur 1. Valur; Kristján 25, Jón
Steingríms 16, Torfi 10, Tómas 5, Leifur
2 og Einar 2.
Dómarar Gunnar Valgeirsson og Sig-
urður Valur Halldórsson, dæmdu vel
framan af, en misstu dálítið tökin í
lokin. Mistök þeirra komu verr niður á
KR ef eitthvað var.
- SÖE
í handknattleik“, sagði Fríðrík Guð-
mundsson formaður Handknattleiks-
sambands Islands eftir leikinn.
Pólverjar höfðu frumkvæðið allan
leikinn, komust í 4-2, 5-3, 7-4, og 10-6 í
hálfleik. í síðari hálfleik tóku Pólverjar
öll völd í byrjun, skoruðu þrjú fyrstu
mörkin, 13-6. Þá klóraði íslenska liðið í
bakkann, 10-13, fjögur mörk í röð, en
svo kom „Slæmi kaflinn".
Pólverjar komust í 17-11, og 22-13, og
þar með var draumurinn um lítinn mun
búinn, úrslitin 24-15.
Páll Ólafsson var bestur íslendinga,
skoraði 7 mörk í leiknum. Sigurður
Gunnarsson kom og vel út, skoraði 4
mörk, Steinar Birgisson 3 og Þorbjörn
Jensson 1. Jens Einarsson stóð í markinu
mest allan tímann, og varði vel.
Eins og sjá má af dreifingu markanna,
skora hornamenn íslendinga ekkert í
leiknum. „Vörn Pólverjanna leikur mjög
framarlega, og mjög grimmt í hvern
mann. Þetta réðum við ekki við“, sagði
Friðrik Guðmundsson.
Aðalskyttan pólverjanna Waskewic
skoraði aðeins eitt mark í leiknum, og
má segja að það ætlunarverk íslendinga
í leiknum, að taka hann grimmt hafi eitt
tekist markmiða. Hins vegar var gamli
jaxlinn Zimzak í markinu íslendingum
erfiður ljár í þúfu, varði vel. Zimzak er
góður markvörður, sem ekki lætur á sjá
þrátt fyrir aldurinn, hann er orðinn 36
ára. Á hann kölluðu Pólverjar nýverið,
leikmann með mikla reynslu og í fullu
fjöri, og er stefnan að sjá hjá Austur-
blokkinni, að sögn Friðriks Guðmunds-
sonar, að nota mikið gamla og reynda
leikmenn.
Önnur úrslrt:
Alsír gerði jafntefli við B-lið Austur-
Þjóðverja í gær, 25-25. Þá sigruðu Aust-
ur-Þjóðverjar Tékka 20-18 í hörku-
spennandi leik. Þegar 12 mínútur voru
eftir var staðan 17-17. Þá hafði Hirner
verið eins og berserkur í marki Tékk-
anna, en Hofmann lítið sem ekkert í
marki A-Þjóðverja, en hafði þó leikið
allan leikinn. En nú var Hofmann skipt
útaf, og Schmidt settur inn. Hann varði
á heimsmælikvarða, lokaði markinu í 12
mínútur, og fékk ekki á sig mark fyrr en
12 sekúndum fyrir leikslok. Schmidt
varði aílt, þar með talin vítaskot.
-SÖE
■ íþróttamenn ársins 1983, eða fulltrúar þeirra með verðlaunin sem úthlutað var í
gær: Frá vinstri: Sigurður Pétursson úr röðum fatlaðra, Gylfi Kristinsson golfmaður,
Jón linndórsson glimumaður, Tómas Guðjónsson borðtennismaður, Lárentsínus H.
Agústsson blakmaður, Sigurður Jónsson knattspyrnumaður, eiginkona Krístjáns
Ágústssonar körfuboltamanns, Baldur Borgþórsson lyftingamaður, Jóhannes Öra
Ævarsson siglingamaður, Krístín Magnúsdóttir badmintonmaður, Bjarai Friðríksson
júdómaður, Berglind Pétursdóttiur eiginkona Jónasar Tryggvasonar fimleikamanns
með son þeirra á handleggnum, Brynjar Kvaran handknattleiksmaður, Carl J.
Eiríksson skotmaður, Tryggvi Helgason sundmaður og Hreggviður Jónsson formaður
Skíðasambands íslands með verðlaun Nönnu Leifsdóttur. Örn Eiðsson formaður
Frjálsíþróttasambands íslands tók við verðlaunum Einars Vilhjálmssonar, og er ekki
á myndinni. Tímamynd Róbert
HGITMIENN ARSINS 1983
— í hverri íþróttagrein heiðraðir f gær á Hótel Loftleiðum
■ I gær voru heiðraðir af íþróttasam-
bandi íslands og Frjálsu framtaki hf.
íþróttamenn ársins í hverrí íþróttagrein,
valdir af sérsamböndunum sjálfum. Var
þetta gert í veglegu hófi á Hótel Loft-
leiðum.
Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ setti
samkomuna, og ávarpaði gesti. Síðan
kynnti Björa Vilmundarson skrifstofu-
stjórí ISI hvem íþróttamann, og Magnús
Hreggviðsson forstjóri Frjáls framtaks
afhenti silfurbikar hverjum íþrótta-
manni, eða fulltrúa þeirra.
Eftirfarandi íþróttamenn voru heiðr- Handknattleiksmaður ársins: Bjarai Ásgeir Fríðríksson Árm.,
aðir í gær: Brynjar Kvaran Stjömunni, íþróttamaður fatlaðra 1983: Knattspyrnumaður ársins: Sigurður Jónsson í A,
Badmintonmaður ársins: Sigurður Pétursson Ösp, Borðtennismaður ársins:
Krístín Magnúsdóttir TBR, Frjálsíþróttamaður ársins: Tómas Guðjónsson KR,
Skíðamaður ársins: Einar VOhjálmsson UMSB, Siglingamaður ársins:
Nanna Leifsdóttir Akureyri, Körfuknattleiksmaður ársins: Jóhannes Öra Ævarsson Ymi,
Lyftingamaður ársins: Kristján Ágústsson Val, Sundmaður ársins:
Baldur Borgþórsson KR, Skotmaður ársins: Tryggvi Helgason Selfossi.
Blakmaður ársins: Carl J. Eiríksson Skotfél. Rvík. - Nánar verður fjallað um útnefning-
Lárentsínus H. Ágústsson Þrótti, Glímumaður ársins: una í blaðinu á morgun.
Fimleikamaður ársins: 'Jón Unndórsson KR, -SÖE
Jónas Tryggvason Ármanni, Júdómaður ársins:
■ Staðan er nú þessi í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik:
KR-Valur ....................62-60
Njarðvík-Haukar..............76-64
Njarðvík....... 10 7 3 789-741 14
KR ............. 10 7 3 723-689 14
Valur........... 10 5 5 816-753 10
Haukar......... 10 5 5 707-727 10
ÍBK.............. 9 4 5 610-684 8
ÍR............... 9 1 8 664-715 2
NIAREHIÍK TÚK SPRETT
í síðari hálfleik og vann Hauka 76-64
■ Njarðvíkingar hleyptu á mikinn
sprett í síðarí hálfleik í leik þeirra við
Hauka í úrvalsdeUdinni í körfu í Njarð-
vik í gærkvöld, og náðu 17 stiga forskoti,
Fram vann
í tvískiptum leik 70-63
■ Leik toppliðanna í 1. deildinni í
körfuknattleik, Fram og ÍS lauk með
sigri Fram 70-63, eftir að staðan í
hálfleik var 46-19 Fram í hag.
Framarar hófu leikinn af miklum
krafti og baráttu og kafsigldu Stúdenta
eins og staðan í hálfleik ber með sér. í
upphafi síðari hálfleiks vöknuðu leik-
menn ÍS til lífsins og hófu að pressa mjög
stíft á Framara. Við það urðu algjör
þáttaskil í leiknum og Stúdentum tókst
að vinna hinn mikla mun nokkuð upp,
þegar um 6 mínútur voru til leiksloka var
aðeins fjögurra stiga munur 56-52. Fram-
arar voru hinsvegar sterkari á enda-
sprettinum og sigruðu eins og áður segir
70-63.
Dómarar í þessum leik voru þeir
Kristinn Albertsson og Guðni Ölvers-
son, þeir leyfðu allt of mikla hörku
sérstaklega í fyrri hálfleik en í þeim
síðari vöknuðu þeir af Þyrnirósarsvefn-
inum og dæmdu þokkalega.
Stigahæstir hjá Fram: Lárus 17, Guð-
brandur 14, Guðmundur 14 og Þorvald-
ur 10. Hjá ÍS: Guðmundur 19, Kristinn
17 og Björn 10.
-BL.
eftir jafnan leik. Haukum tókst ekki að
ráða við þetta forskot, og Njarðvíkingar
sigraðu með 12 stiga mun, 76-64. -
„Astæðan fyrir ósigrinum er einföld, við
höfum sigrað í fjórum leikjum í röð, og
ákafinn var ekki nógu mikill til að vinna
þennan líka“? sagði Einar Bollason
þjálfari Hauka eftir leikinn. „Betra liðið
vann, og ég er í sjálfu sér ekkert
óánægður með þetta, það hefur hingað
til ekki þótt skömm að tapa fyrir Njarð-
vík í „Ljónagryfjunni", bætti Einar við.
. „Okkur tókst að ná upp góðum leik í
síðari hálfleik, Haukarair börðust ekki
eins og í leikjum undanfaríð, og það
skapaði sigur okkar. En Haukarnir eiga
eftir að vera skæðir í vetur“, sagði Valur
Ingimundarson Njarðvíkingur eftir leik-
inn.
• Það var eins og Valur sagði, eftir mjög
jafnan og spennandi fyrri hálfleik, þar
sem Haukar höfðu undirtökin framan
af, Njarðvíkingar jöfnuðu, og Haukar
höfðu yfir 32-31 í háifleik, tóku Njarð-
víkingar leikinn í sínar hendur. ísak
Tómasson fór hamförum á vellinum og
Haukar rétt höfðu að halda í við ísak og
félaga hans. Njarðvíkingar höfðu yfir
41-38, og 57-54, en þá hættu Haukar að
fylgja og skoruðu ekki í 6 mínútur.
Njarðvíkingar gerðu það hins vegar
grimmt á meðan, og staðan varð 71-54.
Þrátt fyrir góðan kafla Pálmars Sigurðs-
sonar í lokin, minnkaði munurinn ekki
nema í 12 stig.
Sturla Örlygsson og ísak Tómasson
voru bestu menn Njarðvíkinga að þessu
sinni, Valur og Gunnar traustir. Pálmar
Sigurðsson var yfirburðarmaður í
Haukaliðinu, og Reynir Kristjánsson
var góður.
Stigin: LIMFN: Sturla 19, ísak 16,
Valur 16, Gunnar 11, Kristinn 6, Ingimar
5, Júlíus 3. Haukar: Pálmar 27, Reynir
16, Kristinn 10, Hálfdán 4, Eyþór 4,
Sveinn 2, Ólafur 1.
Leikinn dæmdu Davíð Sveinsson og
Gunnar Guðmundsson.
1 -Tóp/SÖE
Jólagjöfin i ár er CLAIROL líkamsnuddtæki
Fjórir nuddpúóar fylgja. Clairol nuddtækið er
heilsuræktartæki, sem allir þurfa að hafa við
höndina. Nuddið mýkir vöövana og
endurnærir, þannig að þreytuverkir hverfa
fyrir vellíðan.
Jólatilboð kr. 1.200,-
Skipholti 19 sími 29800
iþróttir
Keflavík-ÍR
í úrvalsdeildinni í kvöld:
■ í kvöld er einn leikur í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik, ÍR-ingar sækja Keflvíkinga
heim í Keflavík, og hefst leikurinn klukkan
20.00. Þarna fara tvö neðstu lið úrvalsdeildar-
innar, og kominn tími á ÍR-inga að fara að
vinna leik. ÍR hefur 2 stig í neðsta sæti
deildarinnar, en Keflvíkingar hafa 8 stig f næst
neðsta sæti. Það verður því áreiðanlega barist
til þrautar í kvöld. Það sem styður við bakið á
ÍR-ingum helst í kvöld er það, hversu slökum
árangri Keflavíkurliðið hefur náð á heimavelli
sínum í ár, þrátt fyrir aukna velgengni í síðustu
leikjum í deildinni.
Aðrir leikir í körfuboltanum í kvöld eru:
ÍA-Snæfell á Akranesi klukkan 20.00 í annarri
deild karla, Keflavík-ÍR í 2. flokki pilta í
Keflavík klukkan 21.30, og Breiðablik-Valur í
1. flokki karla í Digranesi að h'kindum klukkan
20.45.
-SÖE
VÆNGBROTHI UÐ
fSLENDINGA U
FYRIR PÖLVERIUM
Pólverjar unnu stórt, 24-15