Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 14
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 Islenzk söngsaga Kórs Langholtskirkju ■ Nýlega kom út afar vönduð hljóm- plata með söng eins hins fremsta bland- aða kórs landsins, Kórs Langholtskirkju í Reykjavík, sem Jón Stefánsson stjórnar. Platan er tekin upp og unnin með nýjustu tækni, „digital" og „direct metal mastering" (DMM) af sænskum og þýzkum aðilum; upptakan fór fram í Skálholti í lok apríl 1983. Hljómplata þessi nefnist yfirlit yfir íslenzka kórtón- list (An anthology of Icelandic choir music) og ber nafn með rentu: hún hefst með upphafi Þorlákstíða frá því um 1300, en endar með verkum efti Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörns- son. Um Þorlákstíðir segir í Tónlistar- sögu Páls Kr. Pálssonar: „Um 1100 var Gregorssöngur orðinn allsráðandi í landinu og 1107 fékk Jón Ögmundsson biskup franskan söngfræð- ing, Rikini, til kennslu í Hólaskóla. Líklegt er að Gizur biskup í Skálholti hafi ekki haft minna við, þótt þess sé ekki getið. Áríð 1193 deyr Þorlákur biskup Þórhallsson í Skálholti. Nokkrum árum síðar var hann grafin upp og „kista hans borin í sönghús með hymnum og lofsöngvum og sett þar niður undir Te-deum söng“. 1197 lýsti Páll biskup Jónsson í Skálholti því yfir á Alþingi að mönnum væri leyfð áheit á hinn sæla biskup, Þorlák, og skyldu menn syngja honum tíðir á andlátsdag hans (23 des.). Þorlákstíðir eru að mestu til enn í tíðabók frá Skálholti. Talið er að biskup- arnir Páll í Skálholti og Guðmundur góði Arason hafi samið þá tíðabók í sameiningu. Söngurinn er íburðarmikill, mjög melismatískur, oft með 9, 15 og jafnvel 18 tónum í atkvæði. Talið er að á þessum tíma hafi messusöngur risið einna hæst á íslandi." Næst fylgir tvísöngslagið „Ó mín flask- an fríða" við Máríukvæði Jóns Arasonar - tvísöngur var iðkaður hér á landi um 6 alda skeið og er hér fallega sunginn en í nokkuð íburðarmikilli útgáfu. Þá taka við hinir fyrstu nútímamenn: Ó guð vors lands eftir Sveinbjörn Svein- björnsson er eitt glæsilegasta og áhrifa- mesta kórlag vort, enda segir Þorkell Sigurbjörnsson sem ritar stuttar skýring- ar á plötu-umslag, að slíkt lag sé „ekki til að raula í einmana afdölum. Hjá Sveinbirni Sveinbjörnssyni fer saman metnaður og heimsborgarleg kunnátta; hann gerir þær kröfur til kunnáttu og getu kórs, sem eru í anda þess er tíðkaðist með nágrannaþjóðum undir lok 19. aldarinnar.“ Þá fylgir Lofsöngur Helga Helgasonar og tvö kórlög Sigfúsar Einarssonar; síðan þrjár útsetningar þjóðlaga eftir Hallgrím Helgason og Jón Ásgeirsson, í stíl þjóðlegrar viðreisnar Béla Bartóks o.fl. Og loks Requiem eftir Jón Leifs, mjög skemmtilegt og gott söngverk við texta Jónasar Hallgrímssonar „Sofinn er fífill/ fagr í haga/ mús undir mosa/ már á báru...“ - enginn hefur ennþá komist með tær þar sem hann hafði hæla. Hér má sjá þróun íslenzkra tónsmíða, frá hreini evrópskri tónlist við kvæði ís- lenzkra stórskálda (Sveinbjörn, Helgi og Sigfús) til íslenzkrar tónlistar, útsetn- inga (og annarra verka) Hallgríms, Jóns Ásgeirssonar og Jóns Leifs. Og Síðan tekur alþjóðahyggjan við aftur: Gunnar Reynir Sveinsson, Atli Heimir og Þor- kell Sigurbjörnsson; verkið eftir Atla er meira að segja „The Sick Rose“ við kvæði Williams Blake og til heiðurs Benjamin Britten. Þessi hljómplata Kórs Langholts- kirkju er að mínu mati óvenjulega glæsileg, vel unnin og áhugaverð, fyrst fyrir íslendinga sem vonandi finna ennþá einhvern samhljóm í eigin tónlist, en einnig fyrir útlendinga sem kynnu að hafa áhuga á því sem gerzt hefur og er að gerast í tónlist vorri í 600 ár - hér vantar raunar ekkert nema rímur, en rétt kveðnar rímur eru einmitt ekki „söngur“, þær eru „söngl“. Einkennis- númer er BLS LP-239 STEREO. 14.12 Sigurður Steinþórsson. Dr. Benjamín H. J. Eiríksson: Ég er. Arnartak 1983. 399 bl. ■ Einhverntíma á haustmánuðum sagði „ólyginn" maður mér að von væri á sjálfsævisögu dr. Benjamíns H. J. Eiríkssonar. Það þóttu mér góð tíðindi, vissi að maður væri bæði hámenntaður og langmenntaður og þar að auki lík- legur til að segja sína meiningu án þess að fella nokkuð undan. Þegar bókin svo kom reyndist hún ekki vera sjálfsævisaga í eiginlegri merkingu þess orðs, heldur safnrit þar sem birtar eru ritsmíðar af ýmsu tagi. Sumar hafa birst áður, en aðrar ekki, og þær fjalla um óskyldustu mál, trúarbrögð, efnahags- og stjórnmál, menningarmál o.s.frv. í inngangi segist höfundur ekkert hafa skrifað nema nafnið sitt, fáein óhjá- kvæmileg sendibréf, skattaframtalið ■ Dr. Benjamín H. J. Eiríksson. Ovenjulegt safnrit o.fl. þessháttar í full 14 ár. Þá taldi hann sig nauðbeygðan til að leggja orð í belg í umræðum um hitaveituna og þar með fór skriðan af stað: Hann tók að skrifa aftur í blöð um ýmisleg efni. Eins og áður sagði kemur höfundur víða við í bók sinni. Hann ræðir mikið um trúmál og ræðst harkalega að því sem æhann kallar afkristnunaráróður íslensku þjóðkirkjunnar. Einnig birtir hann hér í fyrsta skipti bréf til þriggja guðfræðinga, Sigurbjarnar Einarssonar biskups, dr. Þóris Kr. Þórðarsonar próf- essors og dr. Jakobs Jónssonar, þar sem hann deilir við þá um trúarskoðanir. Ekki kann ég að dæma um rétt eða rangt í þessu efni, en skrifin þóttu mér hund- leiðinleg aflestrar. Allnokkuð skrifar dr. Benjamín einnig gegn Halldóri Laxness og fer þar fram með þvílíkri dómhörku að mér þótti oft nóg um og er þá vægt að orði kveðið. Allt öðru máli gegnir um ufjöllun höfundar um efnahags- og þjóðmál og þar sem hann segir frá sjálfum sér og störfum sínum. Þar setur hann oft á tíðum fram bráðsnjallar athugasemdir og frá sjálfum sér segir á skemmtilegan og fróðlegan hátt. Frá útgáfunnar hendi er bókin vel úr garði gerð og hún er prýdd allmörgum myndum, sem auka mjög gildi hennar. Jón Þ. Þór. Nýr reyfara höfundur Birgitta H. Halldórsdóttir Inga Opinská lífsreynslusaga ungrar stúlku Bókaútgáfan Skjaldborg. ■ Þegar nýr höfundur kemur fram vekur það löngum nokkra forvitni og eftirvæntingu. Margan langar til að kynna sér nýjungar. Hér er kominn reyfari sem gerist einkum í útgerðarþorpi syðra. Söguhetj- an er dóttir skipstjóra og útgerðar- manns, fljótfærin og glannaleg stúlka um tvítugt, sem aldrei fer ódrukkin á ball. Hún hefur haldið við strák um tveggja ára skeið, en verður allt í einu hrifin af öðrum sem heima á í Reykjavík og flytur fljótlega til hans. Sú sambúð endar með ósköpum. Válegir hlutir fylgja á eftir. Inga tekur upp þráðinn með sínu fyrra viðhaldi, en hittir svo nýjan mann sem hún verður allra hrifn- ust af, giftist í snatri, sagan búin. Sumt er heldur ósennilegt í þessari sögu. Stúlka býr vikum eða mánuðum saman með eiturlyfjaneytenda án þess að gera sér grein fyrir þeirri neyslu hans. Hann er að vísu geðbilaður. Hún trúir því allan tíman að hann stundi nám í Iðnskólanum. Látum gott heita að móðir hans stytti honum aldur með eitri í örvæntingu sinni. Hitt er undarlegt að lögreglan er sannfærð um að ekki geti verið um sjálfsmorð að ræða, jafnvel þó að hún tryði því að hinn myrti hafi fengið heimsókn síðasta kvöldið. Hitt er engan veginn skýrt af hverju móðirin vill kenna Geira um morðið og hvers vegna hún byrlar Ingu eitur. Það er heldur auðveld lausn að segja bara að manneskjan sé geðbiluð. Kannske er hægt að hugsa sér skýr- ingu. Móðirin vonaði um skeið að sam- búðin við Ingu yrði syni sínum til bjargar og telur sér ef til vill trú um það eftir á að það hafi ekki verið fullreynt. Inga hafi brugðist og veróskuldi hefnd. Leyfum svo höfundi að segja það sem okkur finnst ótrúlegt. Víst getur ásthrifin stúlka verið sljó á sitt af hverju. Til hvers er þá sagan sögð? Það er vitanlega tilraun að skemmta, að segja spennandi sögu. Og hér vantar ekki að gerist válegir hlutirog tvísýnir. Kannske á líka að minna á að fljótræði unglings og hlaup að heiman í sambúð með ókunnugum getur verið varasamt. Hvað sem um það er verð ég að finna að því hvernig sögnin að elskast er notuð. Hún er höfð um þau kynmök sem kallað hefur verið að njótast, eðla sig eða maka sig, auk ýmissa annarra orða. Hér er höfundur sem virðist vera það hispurslaus í orði að ekki ætti að vera vandamál með annað orðalag en að elskast. Þessi ósiður er lapinn upp eftir Dönum og er bæði málvilla og hugsana- villa. Elska er tilfinning. Ást er allt annað en ástaratlot. Hvernig eiga næstu kynslóðir að skilja eldri bókmenntir þar sem talað er um elskendur og að elska eða elskast ef þessi danski ósiður er látinn viðgangast og verða ríkjandi? En hér er ekki fyrir einum að lá. Þessi meðferð á elskunni hefur sést í sjónvarpinu okkar. Birgitta hefur vald á máli og kann að segja sögu svo að vel fari á. Þess vegna er þessi reyfari hennar læsilegur enda þótt nokkuð þyki skorta á listræn tök á söguefninu. -H.Kr. ju J ■ Hulldór Kristjáns- son skrífar um bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.