Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBF.R 1983 Jolagjofin i ar Commodore 64 er lítil tölva og nett, og þó öflugri en margar viöskiptatölvur sem nú eru í notkun. Ólíkt mörgum öðrum heimilistölvum hefur Commodore 64 alvörulyklaborð, svo þægilegt er að vinna með hana. Hún hefur mikið minni og því raunhæft að beita henni í alvöru tölvuvinnslu. Samt er Commodore 64 lítið dýrari en heimilis- tölvur sem einungis eru hannaðar til leikja án þess þó að jafnast á við Commodore 64 á því sviði. Þetta eru nokkrar af óteljandi ástæðum fyrir vinsældum Commodore tölva. Samkvæmt niður- stöðum sjálfstæðrar bandarískrar upplýsinga- miðlunar (Dataquest) eru 43 af hverjum 100 tölvum, sem seldar eru í heiminum og kosta undir 1000 dollurum, af Commodore gerð. Nú fer í hönd geysileg tölvuvæðing á öllum sviðum. Börnin okkar þurfa að skipta við tölvur alla daga og allar stundir, og þeir sem nú eru á besta aldri- finna þegar að þekking á tölvum borgar sig. - Tölvur, vel að merkja, eru á allra meðfæri og nú þegar getum við boðið þessa frábæru tölvu á einstæðu verði er kominn tími til að búa börnin undirframtíðina, auðvelda fullorðn- um störfin og gæða heimilið um leið nýju lífi. Gefið allri fjölskyldunni þessa fjölhæfu tölvu, leikið og lærið um leið og þið fjárfestið á framtíðinni með Commodore. ÞORf ARMÚLA11 SlMI 81500 Sími 44566 RAFLAGNIR Menningarsjóður Norðurlanda Hlutverk Menningarsjóös Norðurlanda er að stuðla að norrænni samvinnu á sviði menningarmála. í þessum tilgangi veitir sjóðurinn styrki til norrænna samstarfsverkefna á sviði vísinda, fræðslumála og almennrar menningarstarfsemi. Á árinu 1984 mun sjóðurinn úthluta 10 milljónum danskra króna. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag styrkveitinga úr sjóðnum eru birtar í Lögbirtingablaði nr. 135/1983. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar má fá frá skrifstofu sjóðsins: Nordisk Kulturfond, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Kobenhavn K, (sími (01) 114711), svo og í menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík. Styrkir úr Fjölskyldusjóði Carls Sæmundsen og konu hans Vörslumaður Fjölskyldusjóðs Carls Sæmundsen og konu hans hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum, að stjórn sjóðsins hafi ákveðið að veita 30.000.- d.kr. til að efla tengsl íslands og Danmerkur. Ákveðið hefur verið að verja fénu til að styrkja íslendinga til dönskunáms í Danmörku og kemur þá til greina bæði háskólanám og kennaranámskeið. Er hér með auglýst eftir umsóknum um styrki af þessu fé. Umsóknum, ásamt upplýsingum um náms- og starfsferil, svo og staðfestum afritum prófskírteina og meðmæla, skal skila til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 15. janúarn.k. á sérstökum eyðublöðum er þar fást. Menntamálaráðuneytið 12. desember 1983 Tölvari Reiknistofnun Háskólans óskar að ráða tölvara. Starfsreynslu er ekki krafist, en umsækjendur þurfa að hafa stúdentspróf eða hliðstæða menntun. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofnun fyrir 28. desember. Reiknistofnun Háskólans Hjarðarhaga 2, Reykjavík sími 25088 Auglýsing um próf fyrir skjalþýðendur og dómtúlka Þeir, sem öðlast vilja réttindi sem skjalaþýðendur og dómtúlkar, eiga þess kost að gangast undir próf, er haldin verða í febrúar n.k., ef næg þátttaka fæst. Umsóknir skal senda dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fyrir 6. janúar 1984 á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást. Við innritun í próf greiði próftaki gjald, er nemur helmingi gjalds fyrir löggildingu til að verða dómtúlkur og skjalþýðandi. Gjaldið, er óafturkræft, þó próftaki komi ekki til prófs eða standist það ekki. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 13. desember 1983. BILAPERUR ÓDÝR CÆÐAVARA FRÁ MIKIÐ ÚRVAL ALLAR STÆRÐIR Tónlist á hveriu heimili umjólin ÍÍPryGÖ Hverjum^^ bjargar það næst UXF IFEROAR Kvikmyndir SALUR 1 Jólamyndin 1983 Nýjasta James Bond myndin Segðu aldrei aftur aldrei SEAN CONNERY is JAME5 BOND00? Hinn raunverulegi James Bond er mættur aftur til leiks i hinni splunkunýju mynd Never say nev- er again. Spenna og grin i há- marki. Spectra meö erkióvininn Blofeld verður að stððva, og hver getur það nema James Bond. Eng- in Bond mynd hefur slegið eins rækilega í gegn við opnun i Banda- rikjunum eins og Never say never again. Aðalhlutverk: Sean Connery, Klaus Maria Brandauer, Barbara Carrera, Max Von Sydow, Kim Basinger, Edward Fox sem „M“. Byggð á sögu: Kevln McClory, lan Fleming. Framleiðandi: Jack Schwartzman. Leikstjori: Irvin Kershner. Myndin er tekln í Dolby Sterio. Sýnd kl. 3, 5.30,9 og 11.25. Hækkað verð. SALUR2 Skógarlíf og jólasyrpa af Mikka mús Einhver sú alfrægasta grinniynd' sem gerð hefur verið. Jungle Book hefur allstaðar slegið aðsóknar- met, enda mynd fyrir alla aldurs- hópa. Saga eftir Rudyard Kipling um hið óvenjulega lif Mowglis. Aöalhlutverk: King Louie, Mowgli, Baioo, Bagheera, Shere-Khan, Col-Hathi Kaa. Sýnd kl. 3,5 og 7. Seven Sýnd kl. 9 og 11. SALUR3 La Traviata Sýnd kl. 7 Zorroog hýrasverðið Sýndkl. 3, 5,9.10 og 11.05. SALUR4 Herra mamma Splunkuný og jafnframt frábær grínmynd sem er ein aðíóknar-' mesta myndin i Bandarikjunum þetta árið. Mr. Mom er talin vera grinmynd ársins 1983. Jack missir vinnuna og verður að taka að sér heimilisstörfin, sem er ekki beint við hans hæfi, en á skoplegan’hátt krallar hann sig Iram úr þvi. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Teri Garr, Martin Hull, Ann Jilllán, Lelkstjóri: Stan Dragoti Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Svartskeggur Disneymyndin fræga Sýnd kl. 3 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.