Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 15
FOSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983
15
menningarmál
Með
Stephani
G. og
Snorra
í Reyk-
holti
Finnbogi Guðmundsson:
Ord og dæmi.
Ræður og greinar 1965-1981
Nýtt safn
Prentsmiðjan Leiftur
■ Lest þú Stephan G., Noregskon-
ungasögur eða Egilssögu? Ef svo er
ættirðu að gefa gaum að þessari bók.
Hér er sem sé fjallað um þær bókmennt-
ir.
Það verður seint sannað hvers vegna
Stephan G. raðaði kvæðum sínum eins
og hann gerði í Andvökum en gaman er
að sjá tilgátur Finnboga um það. Raunar
gildir sama um ýmsar skýringar í sam-
bandi við Snorra í Reykholti og Egils-
sögu. Egilssaga er stórbrotið listaverk og
seint verður því svarað til hlítar með
fullri vissu hvað höfundi hennar var í
hug. Hitt er þó víst, að arfsagnir hafa
gengið um Egil Skallagrímsson áður en
sagan var rituð. Því aðeins gat Egil
Halldórsson á Borg dreymt hann er
hann spurði hvort „Snorri frændi vor“
ætlaði að flytja frá Borg.
Hér er nú ekki tóm til að rekja slíkar
hugleiðingar en gaman þykir mér að
fylgjast með athugunum Finnboga. Að
vísu veit ég ekki hvort hægt er að segja
fortakslaust að Egill segi að Eiríkur
blóðöx sé göfuglyndur allvalds sonur þó
að hann spyrji hvar sá sé er þegið hafi
æðri gjöf en höfuð sitt og líf af göfug-
lyndum allvaldssyni. Egill taldi að eng-
inn gæti þegið meiri gjöf en líf sitt af
nokkrum höfðingja en sjálfsagt hefur
hann ætlast til að Eiríkur mætti skilja
þetta svo að faguryrðin um göfuglyndið
ættu við hann.
En Finnbogi ber víðar niður en á þeim
miðum sem fyrr voru nefnd. Einkar
skemmtilegur er þátturinn um vináttu og
bréfaskipti Halldórs Hermannssonar og
Sigurðar Nordals. Þar er víða komið við.
Hér skal aðeins minnt á umræðu þeirra
um æviskrár bókmenntafélagsins. Hall-
dór segir m.a.:
„í innganginum eða formálanum nefn-
ir PEÓ ekki með einu orði hvaða reglum
hann hafi fylgt í vali mannanna enda er
það auðséð að hann hefur engri reglu
fylgt. Hann gefur Ara fróða 20 línur en
Hallgrími Þórðarsyni norðan úr Keldu-
hverfi heilan dálk þó hann hafi það eitt
unnið sér til ágætis að barna vinnukonu
á Bessastöðum, var rekinn úr skóla og
dó að lokum úr krampa, líklega í ölæði“.
Sigurður Nordal sagði aftur á móti í
svarbréfi:
„Enginn maður leitar fróðleiks um
mikilmennin í slíkt rit, en einmitt um
hina þurfum við íslendingar oft að fá að
vita hið nauðsynlegasta (sem vitanlega
getur farið í öfgar). Jón Helgason hefur
sagt við mig að hann fletti aldrei upp í
bókinni að hann hneykslist ekki - og
samt sé hann alltaf að fletta upp í henni.
Svipuð er mín reynsla. Og - ef P.E.Ó.
hefði ekki sóðað þessu af má hamingjan
vita hvenær við hefðum fengið það“.
Aftast í þessari bók er viðtal sem
Valgeir Sigurðsson átti við Finnboga
fyrir Tímann 1975. Þar kemur m.a.
fram, að Finnbogi er skautamaður. f
sambandi við það segir hann nú í
formála þessarar bókar: „Ég vona að sú
andlega skautaíþrótt, sem þreytt er á
síðum þessarar bókar, megi verða les-
endum hennar til nokkurrar gleði og
fróðleiks því að til þess er leikurinn
gerður“.
Ég held að þær vonir rætist.
-H.Kr.
Sviplegur
ástvinamissir
Paula DÁrcy.
Óðurinn til Söru.
Torfi Ólafsson þýddi
Víkurútgáfan.
■ Höfundurinn er sagður fæddur 1947.
Þetta er lífsreynslusaga.
í formála segir höfundur að þessi bréf
séu „tekin úr dagbók sem ég byrjaði að
skrifa árið 1973 þegar mér var ljóst, að
ég var orðin barnshafandi. Ekki flaug
mér þá í hug að eftir hálft þriðja ár yrði
sú bók orðin að minningasafni um tíma-
bil og mannslíf, sem bundinn var endir
á, skyndilega og miskunnarlaust. Og þó
færði þjáningin og ofbeldi dauðans mér
að lokum slíkan skilning og þroska að
þessar línur til Söru urðu ekki angistar-
vein, heldur óður“.
Hún varð fyrir bílslysi. Ölvaður bíl-
stjóri ók á vagn þeirra hjóna og þannig
missti hún mann sinn og dóttur. Það var
svo sviplegt og átakanlegt sem orðið
getur. Og auðvitað spurði ekkjan sig
margs um hvernig slíkt mætti vera, hver
stjórnaði slíku og hvaða tilgang það
hefði.
Svo hlýtur öllum að fara þegar slíkan
harm ber að höndum.
Þetta er saga um ástvinamissi og
vandfundin mun betri heimild um það
hvað ástvinamissir er.
Konan hafði lifað í trúræknu samfélagi
og því talaði hún við prest sinn þegar
hún átti í þessum raunum. Það bar^áð
vísu þannig að að ungur sveinn bað
prestinn að tala við hana. Presturinn
sagði henni í fyrsta lagi að söknuður
hennar og viðbrögð væri eðlileg andlega
heilbrigðri konu.
Eftir samtalið við prest sinn skrifar
hún í dagbókina: „Ég held að ástæðan
til þess að slysið varð felist að nokkru
leyti í því að menn eru frjálsir. Allir
menn eru frjálsir að því að hugsa og gera
það sem þeir vilja og velja sjálfir milli
kosta. - Þess vegna gat það gerst að þessi
maður drakk og ók svo eins og bíllinn
komst eftir þjóðveginum. Það var hans
val. Og við vorum á heimleið í okkarbíl.
Það var okkar val. og við lentum hvert
inn í annars lífsferli með hræðilegum
hætti“.
„Hann skapaði okkur frjáls og með
því skelfilega frelsi verðum við að lifa“.
Þetta er lítil bók og lætur ekki mikið
yfir sér. En efni hennar er óvenjulega
mikið. Og það mun enginn hafa illt af að
lesa hana. Efni hennar á erindi við okkur
öll. Öll höfum við gott af því, að vita
hvað ástvinamissir er. Allir þekkja sorgir
og söknuð og eiga að þola slíkt. En
mörgum fereins og Paulu þegarslíkt ber
að höndum að hugsa óheppilega mikið
um sjálfa sig og gleyma að hugsa um
aðra. Þar er hægra um að tala en í að
komast. En margt er hægt að læra af
þessari litlu bók. H.Kr.
IÐNAÐARMENN SUÐUR MEÐ SIÓ
Guðni Magnússon: Iðnaðarmannatai
Suðumesja. Bókarauki eftir Eyþór
Þórðarson og Andrés Kristjánsson.
Iðunn 1983.
571 bls.
■ Áugi á hverskyns mannfræði og
ættfræði hefur lengi verið landlægur á
íslandi og að líkindum meiri og almenn-
ari en í öðrum löndum. Gott dæmi um
það eru hin fjölmörgu stéttatöl, sem hér
hafa verið gefin út og margir sækjast
eftir. Kemur þar hvorttveggja til, að
margir vilja fræðast um náungann, og
þó enn frekar hitt, að þessar bækur
geyma yfirleitt geysimikinn fróðleik,
sem oft er gott að hafa við hendina.
Flestar, ef ekki allar, þær bækur
þessarar gerðar, sem gefnar hafa verið
út hérlendis hafa náð yfir heilar stéttir
um ailt land. Þetta rit er þeim ólíkt að
því leyti, að það nær aðeins yfir eitt
landsvæði, Suðurnes. Það hefur að
geyma mörg hundruð æviágrip iðnað-
armanna á Suðurnesjum og voru þeir
elstu fæddir fyrir miðja 19. öld, en hinir
yngstu á síðustu áratugum. Þá eru taldir
iðnnemar á Suðurnesjum 31. desember
1979 og í bókarlok er ýtarleg ritgerð eftir
Andrés Kristjánsson fyrrverandi rit-
stjóra um iðnaðarmannafélög á Suður-
nesjum og önnur eftir Eyþór Þórðarson
um iðnir og handíðir á Suðurnesjum á
iiðinni fið.
Myndir fylgja öllum æviágripunum og
þar að auki er bókin prýdd bæði ljós-
myndum og teikningum. Hún er öll
mjög vel úr garði gerð og er ekki að efa,
að þeim, sem áhuga hafa á ættfræði á
persónulegum upplýsingum um iðnaðar-
menn og Suðurnesjum mun þykja mikill
fengur að henni.
Jón Þ. Þór.
Jón Þ. Þór skrifar
um bækur
BÆNDUR
TRIOLIET
TRIOLIET
Dráttarvélar
Frá 52 hö. Verö frá kr. 320
þús.
Dráttarvélar
50-60 hö. Verð frá kr. 220
þús.
Sláttuþyrlur
Verð frá kr. 41 þús.
Heyþyrlur
Verð frá kr. 43 þús.
Heyhleðsluvagnar
Verð frá kr. 154 þús.
Heybindivélar
Verð kr. 150 þús.
Hnífaherfi
Verð kr. 55 þús.
Votheysbönd
13 m. Verð kr. 93 þús.
Matari 3ja fasa
Aðfærsluband
Verð kr. 290 þús.
Heyblásarar
Verð kr. 57 þús.