Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 11
Magnaðar spennubækur FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 ísa- fjarðar- tak ■ Háskólakótinn átti mjög glæsilegt 3ja ára tímabil þegar Hjálmar H. Ragn- arsson stjórnaði honum. Síðari hluta þess tímabils flutti hann einkum verk Hjálmars sjálfs, sem samdi þau sérstak- lega fyrir kórinn, helzt við texta atóm- skálda eins og Stefáns Harðar Grímsson- ar eða Dunganons. En á milli voru flutt verk eftir annan ísfirðing, Jónas Tómas- son. Sumarið 1983 fór kórinn svo til Sovétríkjanna, og þótti mönnum þar mikið til „vestrænunnar" koma, sjálfsagt orðnir þreyttir á sósíalrealisma eins og gengur. Og nú hefur Háskólakórinn reist þessu glæsitímabíli verðugan minnisvarða í hljómplötu sem nefndist Háskólakórinn: á annarri hliðinni er Kantata IV - Mansöngvar eftir Jónas Tómasson, sem hann samdi 1981 fyrir þennan kór, en hljóðritunin var gerð árið 1982 á vegum Sameinuðu þjóðanna. Texti Jónasar eru Manvísur, eða söngvar um ástina, eftir Hannes Pétursson. Á hinni hliðinni eru tveir söngvar um ástina eftir Hjálmar H. Ragnarsson, við texta Stefáns Harðar Grímssonar; þeir voru samdir fyrir kórinn fyrri hluta árs 1983 og fluttir í Sovét í marz það ár. Hjálmari tekst mjög vel að ná „atóm- anda“ ljóða Stefáns Grímssonar - þetta er undarleg tónlist og þrungin; hins vegar tel ég að hún sé ennþá áhrifameiri á tónleikum en af plötum því Hjálmar hefur mikla tilfinningu fyrir því að gera sýningu úr hlutunum. Kantata IV er frá nýju tímabili í tónsköpun Jónasar Tóm- assonar - tímabili sem er „vingjarnlegra við hlustendur“ en hið fyrra. Þessi hljómplata er, að mfnum dómi, mjög gott dæmi um það sem framsæknast er í íslenzkri tónlist vorra daga, a.m.k. í kórsöng, og ættu þeir sem vilja kynnast því, kynna öðrum það, eða minnast þeirra stunda með Háskólakórnum þeg- ar hárið reis á höfðinu, að tryggja sér eintak, sem fæst m.a. í ístóni, Freyju- götu 1. 14.12. Sigurður Steinþórsson Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist Ekki leiðirhaltur blindan Krókur á bragði... Drottning sakamálasagnanna er hér í sínu besta formi. Agatha Christie hefur skrifað margar sakamálasögur og allar orðið metsölu- bækur. Auk þess að skrifa heilar bækur um einn atburð, þá hefur hún skrifað margar smásögur og þar nýtur hún sín best. Frá fyrstu setningu til hinnar síðustu heldur hún lesandanum í spennu. móti Verð kr. 555.75 1 þessari bók birtast 10 smásögur hver annarri betri. Flestar þeirra hafa verið kvikmyndáðar og fengu íslendingar smjörþefinn af þessum sögum í nokkrum þáttum í íslenska sjónvarp- inu s.l. vetur. Hver saga er mátulegur skammtur fyrir svefn- inn á kvöldin og hver þeirra sýnir snilld þess- arar heimsfrægu skáldkonu. Ef þú ert ekki þegar orðin aðdáandi Agöthu, þá verður þú það við lestur þessarar bókar. Hún á í dag 50 milljónir aðdáenda í öllum löndum heims. Sven Hassel Bækur Sven Hassel eru þær bestu sem skrifaðar hafa verið um átökin í seinni heimsstyrjöldinni. Hann hefur aftur og aftur sett sölumet með bókum sínum. Hann segir frá átökum, vosbúð og hörm- ungum hermannanna er börðust í fremstu víglínu á þann hátt, að lesandinn er stadd- ur á vígstöðvunum þegar atburðirnir gerast. Hann segir frá hlutunum eins og þeir gerðust og dregur ekkert undan. Sven Hassel vill að enginn gleymi því sem gerðist á þessum tímum. Verð kr. 494.00 — „Leikrit 11“ eftir Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar Dr. Han — Kínverski kvenlæknirinn Þessi bók er skrifuð af kínversku skáldkonunni Han Suyin, en hún er löngu orðin heimsfrægur rithöfundur. Hún hefur skrifað margar metsölubækur en Doktor Han er þeirra þekktust og hefur verið kvikmynduð. Sagan segir frá ástarsambandi kínversks kvenlæknis og englendings sem kynnast í Hong Kong. Hún menntuð Asíukona trú þeim hefðum er uppeldið hefur kennt henni og hann vesturlandamaðurinn með gjörólíkan bakgrunn. Þeirra ólíku uppeldisáhrif spanna gegnum þessa margþrungnu ástarsögu og gefa henni stórkostlegan bakgrunn. Verð kr. 494.00 William Shakespearc: Leikrít II Helgi Hálfdanarson þýddi Alm. bókafélagið 1983 ■ Nú er það auðvitað deginum ljósara að þýðingar Helga Hálfdanarsonar á leikverkum Shakespeares eru meðal allra mestu afreka íslendings á sviði bókmenntaþýðinga; um það þarf ekki að hafa mörg orð. Margar þýðinga hans hafa verið settar upp á sviði og reynst prýðilega „leikrænar"; þá er ekki blöð- um um það að fletta að skáldskapargáfu hefur Helgi í meira en hálfum mæli, þó hann kjósi að birta hana með þessum hætti en ekki eigin frumsmíðum. Helgi hvarf í.fyrra frá forlagi Máls og menning- ar, sem gaf út sex bindi þýðinga hans, og í ár kemur út önnur bók í nýjum flokki sem Almenna bókafélagið gefur út með nokkurri viðhöfn og mun, ef mér skjöpl- ast ekki því meira, eiga að innihalda öll leikrit Shakespeares. Minna má ekki gagn gera. Það er byrjað á konungaleikritunum, ellegar söguleikjunum. Fyrir ári kom út fyrsta bindið í flokknum og í því voru Ríkarður annar, bæði leikritin um Hin- rik fjórða og Hinrik fimmta, en í þessu bindi nú koma öll þrjú leikritin um Hinrik fjórða og loks birtist sá svarti sjálfur: Ríkarður þriðji - sem er, að áliti þessa lesara, magnaðasti söguleikur Shakespeares og slagar hátt upp í hina glæsilegustu harmleiki hans að kynngi. Ríkarð þriðja má og hafa til marks um endurskoðun þá sem Helgi mun hafa gert á áður birtum þýðingum sínum. Ég fæ ekki séð, eftir að vísu ögn handahófs- kenndan samanburð, að breytingar séu miklar. Auk Rikka þriðja hafa aðeins leikritin tvö um Hinrik fjórða birst áður, eða í fyrrnefndri útgáfu Máls og menningar. Þessi stuttorði pistill hér getur aðeins þjónað einum tilgangi; ef hann má verða til þess að auka ögn við athyglina sem þessar bækur fá er þeim tilgangi náð. Starf Helga Hálfdánarsonar er að sönnu ekki hafið yfir gagnrýni fremur en önnur mannanna verk, en hér verður slíkt ekki stundað svo að nokkur mynd sé á - til þess bjóða dagblöð skrifurum sínum upp á of skamman tíma, of lítið pláss, eins og gengur. Því hlýtur að mega treysta að unnendur bókmennta renni á ■ Illugi Jökuls- son skrifar um bækur lyktina og lesi sig eftir Rósastríðum Shakespeares í fylgd Helga Hálfdanar- sonar - þar leiðir ekki haltur blindan. Ljúft er og skylt að geta þess að bækur þessar eru frá hendi Almenna bókafé- lagsins hinar veglegustu og greinilega mikið til þeirra vandað, þótt íburður sé enginn. Bækurnar koma út undir sam- nefnaranum Úrvalsrit heimsbókmennt- anna - í þeim nýja flokki er einnig að finna Don Kíkóta í þýðingu Guðbergs Bergssonar en riddarasagan sú mjatlast nú smátt og smátt á markaðinn. Shake- speare-þýðingarnar eru stærri bækur, prentaðar á vandaðan pappír og letur- gerð til fyrirmyndar, auk þess sem formáli Helga Hálfdanarsonar í fyrra bindinu og skýringar hans aftast í hvorri bók munu reynast Iesendum gagnlegar. -U

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.