Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 17

Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 17 heimilistíminn ■ Á skrifstofu Mæðrastyrksnefndar, Guðlaug Runólfsdóttir og Unnur Jónasdóttir ræða við einn af skjólstæðingum sínum (Tímamynd GE) Jólasöfnun Mæðrastyrks nefndar hafin: Mæðrastyrksnefnd hefur starfað í 54 ár í Reykjavík ■ Mæðrastyrksnefndin í Reykjavík hefur nú hafið jólasöfnun sína, og hafa samskotalistar þegar verið sendir út til fyrirtækja. Er blaðamaður Heimilistímans kom á skrifstofu Mæðrastyrksnefndar, að Njálsgötu 3, sl. þriðjudag, var þar mikið að gera, síminn hringdi án afláts, fólk kom sem vildi láta eitthvað af hendi rakna, -og svo var komið til að biðja um aðstoð, bæði fatnað og peningahjálp. „Það hefur aldrei verið meiri aðsókn og eftirspurn eftir hjálp en nú í ár“, sagði Unnur Jónasdóttir á skrifstofu Mæðra- styrksnefndar. Guðlaug Runólfsdóttir, sem hefur starfað á skrifstofunni í mörg ár, tók undir það, að þörfin í ár virtist vera mjög aðkallandi. „En því miður hefur ekki borist enn svipað framlag af peningum, og við höfum á árum áður verið búnar að fá um þetta leyti. Það er afar mikilsvert fyrir okkur, að fólk - sem getur hjálpað - komi með sína aðstoð sem fyrst, svo við getum betur áætlað hvernig úthlutinin á að fara fram, og hversu mikið við getum hjálpað í hverju tilviki“. Guðlaug sagði, að í fyrra hefðu 284 einstaklingar og fjölskyldur sótt um hjálp til Mæðrastyrksnefndarinnar, og hefðu allir fengið einhverja úrlausn. Orðsending til skreiðar- verkenda frá Verðjöfnunar- sjóði fiskiðnaðarins Þar sem fyrirhugað er að greiða upp í væntanleg- ar verðbætur á Afríkuskreið (ekki hausa) fram- leiddri á árunum 1981,1982 og 1983 er nauðsyn- legt, að skreiðarframleiðendur sendi Verðjöfnun- arsjóði hið fyrsta neðangreindar upplýsingar: 1) Fyrirliggjandi birgðir af skreið metinni og pakkaðri, þ.e. magn (pakkar eða kíló) skipt á hinar ýmsu fisktegundir eftir gæðum (Astra og Pólar). 2) Afríkuskreið sem flutt hefur verið út frá og með 1. nóv. 1982, skipt á sama hátt og í lið 1) og í gegnum hvaða útflytjendur var selt. Birgðir skulu staðfestar af matsmanni á viðkom- andi stað. Verðjöfnunargreiðslur verða ekki inntar af hendi út á skreiðarbirgðir, sem ekki hafa verið metnar og pakkaðar, en jafnskjótt og það hefur verið gert koma þær birgðir til sömu meðferðar og aðrar skreiðarbirgðir. Upplýsingar þessar skulu sendar til Seðlabanka íslands, c/o Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins. Nánari upplýsingar veitir ísólfur Sigurðsson, starfsmaður sjóðsins. Reykjavík, 12. desember 1983 Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins Aðstoð Mæðrastyrksnefndar er aðal- lega hugsuð sem hjálp fyrir einstæðar konur og börn, og því er fatnaðurinn sem nefndinni hefur borist helst við þeirra hæfi, en þegar úthlutað er aðstoð við heimili, þá stendur líka til boða einhver fatnaður á karla. Mæðrastyrks- nefnd hefur borist mikið af nýjum og notuðum góðum fatnaði og hefur út- hlutun á fötum farið fram í Grjótagötu 14 á 2. hæð, en betra er að hafa fyrst samband við skrifstofuna á Njálsgötu 3 til þess að fá upplýsingar um á hvaða tíma úthlutunin fer fram o.fl. Mæðrastyrksnefndin í Reykjavík tók fyrst til starfa fyrir jöl fyrir 54 árum. Fyrsti formaður hennar var Laufey Valdimarsdóttir. Það er margs konar félagasamtök sem standa að Mæðrastyrksnefnd. Þar má m.a. nefna kvenfélög stjórnmálaflokka, Kvenréttindafélagið, Verkakvennafé- lagið Framsókn, Starfsstúlknafél., Sókn, Kvenfél., stúdenta, Kvenfélag Árbæjar o.fl. Skrifstofa Mæðrastyrksnefndar er að Njálsgötu 3, póstgíró er nr. 36600-5. Á skrifstofunni er tekið á móti framlögum ogeinnigumsóknum um hjálp. Skrifstof- an er opin kl. 14-18 (2-6) daglega og sími Mæðrastyrksnefndar er 14349. Þægileg afgreiðsla i Húsi Versiunarinnar. Jtaðsetning okkar hér í glæsilegu Húsi Verslunarinnar og aðstæður allar eru hinar ákjósanlegustu. Það gerir þér sérlega létt fyrir að sinna bankamálum þínum, jafnt innlendum og nú einnig að hluta til erlendum, á þægilegan og öruggan hátt. Hér erum við MIÐSVÆÐIS, þar sem er AUÐVELD AÐKEYRSLA, NÆG BÍLASTÆÐI og LIPUR BANKAÞJÓNUSTA. Við erum mættir á ,,miðsvæðið“, til þjónustu reiðubúnir. Verið velkomin. V€RZLUNRRBRNKINN Húsi Verslunarinnar - nýja miðbænum. Símanúmer til bráðabirgða eru: 84660 & 84829. Endanlegt símanúmer verður 687200. Vernd, 3. tbl. 1983, er komin út. Þar er m.a. viðtal við Jón Helgason, dómsmálaráðherra, sem ber yfirskriftina Mikilvægt að aðstaða í fangelsum sé bætt og föngum sköpuð viðun- andi skilyrði. Brynleifur H. Steingrímsson, trúnaðarlæknir á Litla-Hrauni, skrifar grein, þar sem hann greinir frá að 75% vist- manna á Litla-Hrauni séu náð vímugjöfum. Litið er við á heimilum Verndar viö Ránar- götu og Skólavörðustíg. en þar hafa menn komist að raun um þaö að ..Edrúmennskan er besta dópið", enda liafa 547o þcirra, sem þar hafa dvalist, staðið sig mjög vel. Halldór Fannar skrifar frá Litla-Hrauni og ber fram spurninguna: Eru framin mannréttindabrot á geðsjúkum föngum? Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 1984 Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvina- félagsins hefur gefið út Almanak hins ís- lenska þjóðvinafélags 1984, en aöalhluti þess er Almanak um árið 1984 sem dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur hjá Raunvís- indastofnun Háskólans hefur reiknað og búið til prentunar. Annað efni Þjóðvinafél- agsalmanaksins þessu sinni er: Árbók íslands 1982 eftir Heimi Þorleifsson sagnfræðing og Nokkrar gamansögur er Jón Thor Haralds- son cand.mag. hefur skráð. Þetta er 110. árgangur Þjóðvinafélagsalm- anaksins sem er 183 bls. að stærð, prentað í Odda. Umsjónarmaður þess er dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags. Forstöðumenn þjóðvinafélagsins auk hans eru: Bjarni Vil- hjálmsson þjóðskjalavörður, Einar Laxness sagnfræðingur, Jóhannes Halldórsson deild- arstjóri og dr. Jónas Kristjánsson forstöðu- maður Stofnunar Árna Magnússonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.