Tíminn - 18.12.1983, Síða 6

Tíminn - 18.12.1983, Síða 6
e_________ bókmenntir fímttm SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 Mikil lærdómsbók Mikil lærdómsbók Vilhjálmur Hjálmarsson Eysteinn í cldlínu stjórnmálanna. Ævisaga Eysteins Jónssonar, fyrrum ráðherra og formanns Framsóknar- flokksins. I. hluti Vaka. ■ l'etta fyrsta bindi Eysteinssögu nær fram á haustið 1942 þegar Sjálfstæðis- flokkurinn er einn í ríkisstjórn og stjórn- arskrárbreyting hefur verið gerð. Það væri ofmælt að segja að þessi bók sé stjórnmálasaga íslendinga. Svo laus- lega er fjallað um vissa þætti hennar svo sem átök innbyrðis meðal jafnaðar- manna enda þótt þeirra sé getið. En margs verður sá, sem hana les, vís um íslenska stjórnmálasögu þau ár sem bókin nær yfir. Frásögnin er studd mörgum samtíma- heimildum, blaðagreinum, þingræðum, þingskjölum.fundargerðum miðstjórnar Framsóknarflokksins og bréfum. Auk þess er vitnað í rit fræðimanna og eru þar fremstir Agnar Kl. Jónsson og Þór Whitehead. Oft er líka til samanburðar vitnað til minninga Stefáns Jóhanns, Sveins Björnssonar og ævisögu Ólafs Thors eftir Matthías Jóhannesen, þó að túlkun mála sé ekki alltaf samhljóða henni. Allt er þetta einkenni á vandaðri vinnu við fræðirit. Það er ekki margt sem ég finn að þessari bók að lestri loknum. Ég kann að vísu ekki við að tala um Flaffjarðará á Mýrum fremur en Eldborg á Mýrum þó að ég viti að það sé ekki fyrir einum að lá. Á blaðsíðu 150 er undarleg missögn. Þar er minnst á fyrstu lögin um bein innllutningshöft og sagt: „Þá var Sjálf- stæðisflokkurinn (gamli) í stjórn1'. Síðan eru ráðherrarnir Jón Magnússon og Magnús Guðmundsson nefndir. Þeir voru hvorugur í Sjálfstæðisflokknum gamla. Jón Magnússon var heimastjórn- armaður en Magnús taldist utan flokka í kosningum 1916 og 1919, en þó talinn í bandalagi við heimastjórnarmenn. Hér hefur trúlega vakað fyrir höfundi að minna á að upphafsmenn lögbundinna hafta voru þeir sem á sínum tíma mynduðu núverandi Sjálfstæðisflokk og forvera hans, íhaldsflokkinn, en orðið á þessi pennaglöp. Þar sem sagt er frá Rauðku, - skipu- lagsnefnd atvinnumála, - er þess rétti- lega getið að hafin var karfaveiði til bræðslu og niðursuða rækju. Mér finnst að segja hefði mátt ákveðnara að það var aljgört nýmæli að nýta karfa og rækju. Það er ekki víst að ungt fólk í byggðarlögum, sem mjög styðjast við rækjuveiðar og rækjuvinnslu, geri sér Ijóst, að fyrir 50 árum var engin rækju- veiði við ísland. Það er auðvitað lengi hægt að finna atriði þar sem einn vill hafa meiri áherslu en annar og þýðir ekki að eltast við það. Mestu skiptir að hér er sagan rétt sögð og skilmerkilega. Víst er fróðlegt að rifja upp gömul blaðaummæli. Enda þótt fylgst væri með blaðaskrifum er margt í fyrnsku fallið. Og ungu fólki eru slík sýnishorn ný. í tilvitnunum þessarar sögu er rifjað upp kappsamleg barátta Vísis gegn stjórnar- samstarfi 1939. Þá var m.a. sagt: „Sjálfstæðismenn hafa óþrotlega - þó eigi nógsamlega - í ræðu og riti lýst og vítt þá takmarkalausu spillingu og glæp- samlega athæfi sem Framsókn hefur innleitt og iðkað í stjórnarathöfnum og opinberu lífi síðan hún komst í valdaað- stöðu. Það er því fullkomið óðs manns æði ef nokkur sjálfstæðismaður hygði á samneyti eða samstarf með slíkum stór- brotamönnum.“ Það hefur eflaust kostað mörg orð og ærna fyrirhöfn, að ná eins atkvæðis meirihluta með stjórnarsamstarfi í Sjálf- stæðisflokknum. Vísir sagði að með því móti myndu sjálfstæðismenn „fyrirgera trausti og virðingu allra heiðvirðra og rétthugsandi manna í landinu, ata og svívirða sjálfa sig með því að gera sig samseka afbrotamönnunum“ auk þess sem þeir „sýndu og sönnuðu í verki að allt sem þeir hafa sagt og ritað um athæfi Framsóknar er einbert fals og lýgi, sprottið af öfund og illgirni". Þannig hljóða þau orð. Sögulegur vitnisburður. En Sjálfstæðisflokkurinn gekk til sam- starfsins. Það verður aldrei sannað hvað hefði getað orðið ef öðru vísi hefði verið á málum tekið og aðrar leiðir valdar. En flestir munu telja að vandfundinn hefði verið betri kostur en þjóðstjórnin, sem mynduð var þegar styrjaldarárin fóru í hönd. Skoðanir eru skiptar um höft og hömlur en staðreynd er það, að með ströngu aðhaldi við ráðstöfun gjaldeyris vannst að koma á fót nýjum atvinnu- greinum og sjá atvinnuvegunum fyrir nauðsynlegum rekstrarvörum. Vandséð er hvernig það hefði tekist öðru vísi. Stjórn ríkisins eftir 1934 var á margan hátt til fyrirmyndar enda tókst þá að rétta við hag almennings enda þótt þröngt væri í búi miðað við þá tíma sem nú eru. Það tókst að jafna kaupgetuna og glæða atvinnulífið svo að meira yrði til skipta. Það þykja engin tíðindi þó að gamall Framsóknarmaður meti stjórnmálastarf Eysteins Jónssonar mikils og dáist að lífsstarfi hans. Flestir munu ganga út frá því sem gefnu, að mér líki saga hans vel. Fleiri en Egill eru vilkvæðir um vini sína. En hér má benda á ýmsa þætti sem snerta sögu hans. Eitt af því sem mætti vera til umhugsunar er það, hvernig hann hefur sigrast á sjúkleika sínum. Áratugum saman var hann þjáður af magasári. Sagt er að helsta vörn og lækning á þeim krankleika sé að lifa áhyggjulaust. Það hefur oft orðið erfitt þeim sem fremstir fara í stjórnmálum. Ég er sannfærður um að það er skapgerð Eysteins, útilíf og sú andlega fullnæging sem því fylgir sem hefur verndað og styrkt heilbrigði hans og fetti þá að nefna heimilislíf hans um leið. Það er margt hægt að læra af Eysteini Jónssyni og sögu hans. H.Kr. ^ ,' ■ ■% \ t| 1 Halldór Kristjáns- son skrifar um bækur * Astarsæla -ástarsorg Indriði Úlfsson Sumarið 69 Ástarsaga fyrir unglinga Bókaútgáfan Skjaldborg. ■ Hér lætur Indriði Úlfsson 16 ára mann segja frá sinni fyrstu ást. Sögumað- ur vinnur um skeið við sumarbústað á Þingvöllum. Þar kynnist hann stúlku sem er með móður sinni í súmarbústað. Hún er frjálsleg og hress í tilsvörum og sennilega nokkru eldri en sögumaður og lífsreyndari. Henni geðjast vel að honum, vill vera honum góð og njóta félagsskapar hans. Og sögumaður verð- ur gagntekinn af ást. En þessi ástarsaga þeirra verður enda- slepp. Fleira fólk kemur við sögu. Tveir skólabræður sögumanns dvelja um tíma á Þingvöllum og þeir hafa sínar hug- myndir um samkvæmi og skemmtanir. Draumastúlkan á sér foreldra sem eru að því komin að skilja þó að þau hætti raunar við það. Faðirinn hefur um skeið búið með stúlku sem virðist vera laus og ör í ástamálum. Það verður þó ekki endingargott, en hún þekkir fleiri. Hún gegnir ærnu hlutverki í þessari sögu þar sem hún að lokum skírskotar til lífs- reynslu sinnar í viðtali við sögumann. Indriði Úlfsson vex af þessu verki. H.Kr. Hlægilegur dauði lögregluþjóns I SJOMðlK vmwixs — „Lögreglumorð” eftir Sjöwall & Wahlöö Maj Sjöwall och Per Wahlöö: Lögreglumorð - skáldsaga um glxp Olafur Jónsson þýddi Mál og menning 1983 Níunda, og jafnframt næstsíðasta, bókin í flokknum um Martin Beck og félaga hans í morðdeild Stokkhólmslög- reglunnar. Þeir karlamir eru í upphafi , bókárinnar að fást við innbrotsþjóf sem grunaður er um tnofðí en síðan faka tvö önnur mál tímá þeirra allan - kona hverfur í suðurparti landsins og finnst seinna myrt, það kemur til skotbardaga milli lögreglunnar og unglings og einn lögreglumaður deyr af áverkum sem hann fær í viðureigninni. Beck vinnur engin stórafrek að þessu sinni. Tilviljun, og glöggskyggni Lennarts Kollberg, leys- ir annað málið - í hinu grípur Gunvald Larsson til sinna ráða. Áhugasamir les- ■ endur oókaflokksins munu vera farnir að kannast við ráð Gunvalds Larsson. Eins og hinar fyrri bækur er þessi hér spennandi á sinn eigin hátt, en um leið verður æ meira áberandi sú breyting sem varð á þessum bókaflokki eftir því sem árin liðu. Skörp þjóðfélagsádeila Þjóðfélagsádeilan varð sífellt skarpari og „raunsæið" lét að sama skapi undan síga. Sjöwall og Wahlöö var umhugað um að lýsa þeim þáttum í sænsku þjóðlífi sem þeim féll ekki allskostar við, og það gerðu þau svo hraustlega að Svíþjóð er líkust helvíti á jörð í seinni bókunum. Raunar jafnast þessar síðari bækur á við lýsingar amerískra höfunda á Harlmen og viðlíka hverfum - það eru lýsingar sem ekki allir eru tilbúnir að skrifa undir. En samúð hjónanna með afbrota- mönnum varð stöðugt ríkari, eða altént opinskárri, og nú er svo komið að næstum hver einasti morðingi er um leið fórnarlamb, á í höggi við óljóst en alltumlykjandi vald sem heitir Þjóðfélag. í þessari bók koma við sögu tveir af fyrri morðingjum scm Beckog kó háfa komið upp um, óg alli í einu er varpað fram efasemdum um sekt Róseönnu-mórð- ingjans. Að minnsta kosti er deginum ljósara að hann var á sínum tíma fórnar- lamb gildru sem aldrei hefði viðgengist í sönnu réttarríki. Ekki er að vísu fjölyrt um hvert það- réttarriki gieti ver(ð og skoðanir lesanda á uppljóstrun Rásé- önnu-málsins munu vart br.ejýtást. 'j"g Löggur eru fól og fífl Satt að segjá er þessi sarhúð þeirra ágætu hjóna fullmikið. af því góða. Á meðan eru nefnilega flestallir-lpgreglu- menn og fulltrúar hins opinbera ánnað- hvort hin verstu fól ellegar dómadags fífl - nema hvort tveggja sé. Þá eru aðeins undanskildir Beck og strákarnir - sem vilja altént vel þó augljóst sé að höfu- ndarnir telja þá hvergi nærri nógu með- m'ó, ■ I lllugi Jökufsson skrifar um bækur vitaða - svo og nokkrar sveitalöggur sem ekki hafa lent í þeim fúla pytt sem Stokkhólmur er. Ekki svo að skilja að •lýsingar á lögreglumönnunum megi ekki til sanns vegar færa - lesandi á bara bágt með að trúa á öll þessi ósköp vegna þess að þau eru augljóslega sett frarrt til þess áð renna stoðum undir tilteknar skoðan- ' ir hjónanna - þetta um að þjóðfélagið sé. til vansa. Til mótvægis er boðið upp á eins konar síðhipparómantík, senr ein- kum kristallast í Rheu Nielsen. Það er. og til marks'úm áherslúbreytingú bóka- flokksins að dauði lögregluþjónsins er gerður beinlínls hlægilegur .en aftur á móti sleppur einn morðingjanna; á sinn Jrátt. Eftir sem áður skortir ekkert á að Lögreglumorð sé hjn læsilegasta bók og . skemmtileg - Béck og félagar eru allir Ármann Kr. Einarssun Þegar ástin grípur unglingana Vaka ■ Jón Valur heitir sá er söguna segir. Hann á að fara að fermast ojj sagan er af honum og bekkjarsystkinum hans. Þar er það fyrirferðarmest að hann verður ástfanginn af Hönnu-Lísu, en því fylgir ýmiskonar hugstríð og áhyggjur eins og gengur. En þetta fer þó vel og hann nær ástum stúlkunnar. En sagan er ekki öll um Jón Val og Hönnu-Lísu. Hafi þau átt að vera aðal- persónur lætur nærri að segja megi að Láki „steli senunni" frá þeim. Þorlákur ér nefnilega persóna' sem vert cr að kynnast og fylgjast með. " *■ ■ Ármann Kr. Einarsson er svo kunnur höfundur að lítt er þörf á að kynna hann. ' Það er ekki fyrr en á síðari á’rum sem ■ hann velur sér sögusvið í þéttbýli síðustu j ára. Þá skrifar hann um afastrák og ömmustelpu og Reykjavíkursöguna Himnaríki fauk ekki um koll, þar sem gengið er beint að viðfangsefnum líðandi stundar í höfuðstaðnum. Ármann var vinsæll höfundur áður, en með þessum bókum færist hann nær ungum lesendum samtímans í höfuðstaðnum. Þessi.nýja saga gerist að vísu ekki í Reykjavík, heldur í þorpi nokkru, en viðfangsefnin eru ekki staðbundin. Hér er sagt frá því sem er sameiginlegt á reynslusviði unglinga almennt. Sjálfsagt verður þetta kallað unglinga- bók en varast skulum við allt kynslóðabil umfram þarfir. Hér er líka sagt frá fullorðnu fólki. Einn kaflinn er um þorrablót. Ef sagt er vel frá börnum eða ung- lingum er það menntandi lestur fyrir alla. Allt uppeldi og allt samlíf byggist á skilningi sem á upphaf sitt í þekkingu. H.Kr. SKA1..DSÁGA IH/IGIÆP í\ -v. \ fj M i .f „AisasrA í ;w W M'- f ■ \ Lögreglumorð orðnir þvílíkir heimilisvinir að það þarf meira en lítið til að lesandi gleypi ekki í sig bækur um þá. Kannski terroristar dugi... Illugi Jökulsson !Ármann Kr. Einarsson GRÍPUR UNGLINGANA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.