Tíminn - 18.12.1983, Qupperneq 8

Tíminn - 18.12.1983, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. { Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingasfjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjori: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. i Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð i lausasolu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Góður árangur fyrstu að- gerða í húsnæðismálum ■ Verulegur árangur hefur þegar orðið af fyrstu aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, greindi frá nokkrum helstu atriðunum í viðtali við Tímann á föstudaginn. Þar skýrði félagsmálaráðherra frá því, aö þúsundir hús- byggjenda hefðu notfært sér þær umbætur í lánamálum, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir. „Eins og kunnugt er voru gefin út bráðabirgðalög 27. maí s.l. um irestun greiðslu afborgana og verðbóta íbúðalána banka og sparisjóða er gjaldfalla á 12 mánaða tímabili - 1. maí 1983 til 30. apríl 1984, og gildir þessi frestun fyrir 25% af framang'reindum greiðslum. Eg hef fengiö upplýsingar hjá Veðdeild Landsbanka íslands um að þann 1. þessa mánaðar höfðu 2600 aðilar notfært sér þessa aðgerð að fjárhæð um 5 miiljónir króna. Ég hef ekki fengið upplýsingar um fjölda frá sparisjóðum, lífeyrissjóðum og öðrum hönkum, en ljóst er að mjög margir hafa notfært sér þessa aðgerð,“ sagði félagsmálaráðherra. Um skuldbreytingar í bönkum sagði ráðherrann: „Það náðust eins og kunnugt er samningar um að íslenskir viðskiptabankar og Samband íslenskra sparisjóða skyldu skuldbreyta skuldum húsbyggjenda og íbúðakaupenda. Því er ekki að neita að ég hef orðið fyrir vissum vonbrigðum yfir tregðu þeirri er fram kom hjá ýmsum bankastjóranna í þessu sambandi, en þó hefur tekist að leysa mörg slík vandamál. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef í höndum frá bankaeftir- litinu, þá höfðu rúmlega 1000 lán verið afgreidd sem skuldbreytingalán í bönkum ogsparisjóðum um mánaðamót- in, að fjárhæð tæplega 110 milljónir króna, og enn vantar upplýsingar frá nokkrum sparisjóðum. Til samanburðar má geta þess að skuldbreytingalán 1981 námu aðeins 24 milljón- um króna, þannig að hér er ljóst, að þessi aðgerð ríkisstjórn- arinnar hefur orðið árangursrík til að létta lánamál húsbyggj- enda“. Félagsmálaráðherra var einnig spurður um 50% viðbótar- lánin til húsbyggjenda, og sagði þá: „Samkvæmt upplýsingum Húsnæðisstofnunar er fjöldi þessara umsókna orðinn 4700, en lántakendur sem hefðu rétt til slíkra lána voru um 6500. þann 12. desember var Húsnæðisstofnun búin að afgreiða til Veðdeildar um 4000 gildar umsóknir og Veðdeild var þann dag búin að afgreiða um 1500 lán og reiknað er með því að Veðdeildin afgreiði 100 til 150 viðbótarlán á dag, þar til þau hafa öll verið afgreidd. Þessi lán eru G-lán sem eru frá 37 þúsund krónum upp í 50 þúsund krónur og F-lán sem eru frá 80 þúsund krónum upp í 100 þúsund krónur. Við gerum ráð fyrir að heildarupp- hæð þessara viðbótarlána verði á bilinu 250 til 300 milljónir króna. Þau verða fjármögnuð með sölu sérstakra verð- tryggðraverðbréfa, eins og fram hefur komið, en fjármögnun þessara lána er að öðru leyti í höndum fjármálaráðuneytis- ins“. Um árangurinn af þessum fyrstu aðgerðum ríkisstjórnar- innar í húsnæðismálum sagði Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra: „Ég hygg að það sé nú þegar komið í ljós, að aðgerðir ríkisstjórnafinnar til þess að leysa fjárhagsvanda húsbyggj- enda í landinu hafi skilað umtalsverðum árangri, og þá ekki síst hjá þeim sem voru í byggingaframkvæmdum og lántökum á mesta verðbólgutímabilinu, frá 1981 til 1983“. Það er vissulega rétt hjá félagsmálaráðherra, að verulega munar um þær aðgerðir sem hann og ríkisstjórnin hafa beitt sér fyrir. Félagsmálaráðherra hefur gengið fram í húsnæðis- málunum af krafti og dugnaði á erfiðum tímum og fengið fram verulegar umbætur nú þegar, eftir allt of langt stöðnunartímabil í þessum efnum í valdatíð Alþýðubanda- lagsins í félagsmálaráðuneytinu. Jafnframt hefur verið lagður grunnur að stefnumörkun í húsnæðismálum til framtíðar, í frumvarpi því, sem félagsmálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi og er nú til meðferðar þar. -ESJ BESTU BÆKURNAR1983 — val ritstjóra IMew York Times Book Review og nokkurra þekktra Breta Nú, ÞEGAR LÍÐA FER AÐ ÁRSLOKUM, ER GJARNAN LITIÐ YFIR FARINN VEG. í breskum og bandarískum blöðum hefur þannig að undan- förnu mátt sjá samantekt um bestu bækur ársins í þeim löndum. Bandaríska vikuritið New York Times Book Review hefur þannig valið bestu bækur ársins í Bandaríkjunum að mati ritstjóra ritsins - en slíkt val fer fram á hverju ári. Sömuleiðis hcfur Sunday Times í Bretlandi fengið hóp þekktra bókavina til að skýra frá eftirlætisbók sinni á árinu. Kennir þar margra grasa svo sem vænta mátti. Sunday Times fékk 34 þekkta breska borgara til þess að velja eftirlætisbækur sínar á árinu, en hér skulum við aðeins minnast á val nokkurra þeirra. Nóbelsverðlaunaskáldið bandaríska Saul Bellow kvaðst hrifnastur af bandarísku skáldsögunni „Ironweed“ eftir William Kennedy (sjá nánar síðar), en sú saga og tvær aðrar tengdar skáldsögur Kennedys verða gefnar út hjá Penguin næsta vor. Rcyndar voru tiltölulega fáar skáldsögur meðal nefndra eftirlætisbóka í Sunday Times. Bandaríski skáld- sagnahöfundurinn John Updike valdi þó sérstaklega nýjustu skáldsögu Iris Murdoch. Sú heitir „The Philosopher’s Pupil“ og Updike spyr: hvenær fær hún Nóbelinn? Ævisögur og endurminningar af ýmsu tagi voru vinsælar meðal viðmælenda blaðsins. Sagnfræðingurinn Isaiah Berlin nefndi þrjár bækur af því tagi: „Still Life“ eftir Richard Cobb, sem eru endurminningar frá barnæsku hans, ævisögu „Dider- ot“ eftirPeter France og nýtt safn bréfa rússneska skáldsins Turgenevs. Erkibiskupinn af Kantaraborg var hins vegar hrifnastur af nýrri ævisögu George fimmta Englandskonungs eftir Kenneth Rose. William Golding, sem nýlega var sæmdur Nóbelsverðlaununum, sökkti sér niður í þriggja binda ævisögu tónskáldsins Franz Liszt, sem Alan Walker hefur skráð. Leikritaskáldið John Osbornc var í engum vafa um sitt val: að sjálfsögðu dagbækur Peter Hall, þjóðleikhússtjóra í London. Rithöfundurinn Salman Rushdie valdi aðra ævisögu; „The Emperor“ eftir pólskan blaðamann, Ryszard Kapuscin- ski, en þar er lýst síðustu valdadögum Haile Selassie keisara í Eþíópíu. Tvær aðrar ævisögur er rétt að nefna. Philip Roth, bandariski rithöfundurinn, valdi bók, sem áður hefur verið getið á þessum stað - ítarlega ævisögu Karen Blixen eftir Judith Thurman. Og rithöfundurinn George Steiner valdi nýja ævisögu Jean-Jacques Rousseau eftir Maurice Cranston, en það var fyrsta bindið sem kom út á árinu. RITSTJÓRAR NEW YORK TIMES BOOK REVIEW ENDUÐU Á AÐ VEUA ÞRETTÁN BÆKUR SEM ÞÆR BESTU Á ÁRINU í BANDARÍKJUNUM. Sjö þessara bóka töldust til skáldskapar; ýmist smásögur eða skáldsögur, en sex skrif af öðru tagi; ævisögur, endurminningar, sagnfræði, greinasöfn. Bækurnar eru þessar: „Cathedral" eftirRaymond Carver. Hér er um að ræða smásagnasafn, þar sem lífinu í venjulegum bandarískum iðnaðarbæ er lýst að ýmsu leyti á nýjan hátt. Carver, sem er á miðjum fimmtugsaldri, hefur áður sent frá sér tvö smásagna- söfn: „Will You Be Ouet, Please?" og „What We Talk About When We Talk About Love“. „During the Reign of the Qucen of Persia“ eftir Joan Chase. Fjölskyldudrama í sveitahérðuðum Ohio. Aðalper- sónur sögunnar eru allt konur - amma gamla, sem stjórnar fjölskyldunni með harðri hendi; dætrum sínum og dætrum þeirra. Fyrsta skáldsaga höfundar. „The Name of the Rose“ eftir Umberto Eco. Ein óvenju- legasta metsölubókin jafnt í Evrópu sem Ameríkuáþessu ári. Morðsaga, sem gerist í munkaklaustri. „Attlee“ eftir Kenneth Harris. Ný ævisaga breska stjórn- málaforingjans Attlees, sem var formaður Verkamanna- flokksins og forsætisráðherra Bretlands fyrstu eftirstríðsárin. „The Price of Power“ eftir Seymour M. Hersh. Víðfræg úttekt á Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, eftir rannsóknarblaðamanninn Fjersh. Það þarf vart að taka það fram, að þeir félagar Kissinger og Nixon, forseti hans, fá hér illa útreið. „Modern Times“ eftir Paul Johnson. Þessi athyglisverða bók fjallar um sögu jarðarbúa síðustu sextíu árin eða svo, að ýmsu leyti frá öðrum sjónarhóli en gjarnt er. „Ironweed“ eftirWilliam Kennedy. Þriðja skáldsaga Kenn- edys um líf nokkurra sérstæðra einstaklinga í Albany í Bandaríkjunum á fyrstu áratugum aldarinnar. Fyrri bækurnar heita „Legs" eftir höfuðpersónunni þar, glæpamanninum Legs Diamond, og „Billy Phelan’s Greatest Crime“. Nýja skáldsagan segir einkum frá föður Billy Phelan á kreppuárun- um, en hann kemur þá til Albany á ný eftir 22 ár á refilstigum. „Chronicle of a Death Foretold“ eftir Gabriel Garcia Maarquez - skáldsaga sem óþarfi er að kynna hér frekar. „The Moons of Jupiter" eftir Alice Munro. Hér er um að ræða smásagnasafn, hið fjórða í röðinni sem Munro, sem er kanadisk, sendir frá sér í Bandaríkjunum. Viðfangsefni hennar er líf og vandamál kvenna. „The Rosenberg File“ eftir Ronald Radosh og Joyce Milton. Sumir segja að þetta sé endanleg og afgerandi úttekt á Rosenberg-málinu, sem svo lengi hefur valdið áköfum deilum víða um lönd. Rosenberg-hjónin voru sem kunnugt er tekin af lífi fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna - nánar tiltekið fyrir að koma til Rússa kjarnorkuvopnaleyndarmálum Banda- ríkjanna. Niðurstaða höfundanna er sú, að Julius Rosenberg hafi verið mikilvægur njósnari Rússa, en jafnframt að kona hans hafi átt lítinn þátt í njósnastarfi hans og það hafi bandarísku lögreglunni veriðfullkunnugt um, þótt ákæruvald- ið krefðist - og fengi - dauðadóm yfir henni líka. „The Anatomy Lesson“ eftir Philip Roth. Þriðja skáldsaga Roths um rithöfundinn Zuckerman, sem í flestu líkist Roth sjálfum. Hinar fyrri eru „The Ghost Writer" og „Zuckerman Unbound". „The Social Transformation of American Medicine“ eftir Paul Starr. Þetta er úttekt á lyfja- og læknaveldinu í bandarískum fjármálaheimi og lýsing á því, hvernig læknis- þjónusta mun gjörbreytast þar vestra á næstu árum. „Hugging the Shore“ eftir John Updike. Safn ritgerða og ritdóma sem Updike hefur skrifað síðustu átta árin. Hann fjallar þar m.a. mikið um aðra bandaríska skáldsagnarhöfu- nda. Elías Snæland Jónsson, ritstjóri, skrifar -ESJ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.