Tíminn - 18.12.1983, Qupperneq 9

Tíminn - 18.12.1983, Qupperneq 9
SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 9 menn og málefni Hvers vegna varð Jónas Jónsson ekki forsætisráðherra árið 1934? ■ {bók Vilhjálms Hjálmarssonar um Eystein Jónsson er m.a. sagt frá stjórnarmynduninni 1934, sem þótti söguleg m.a. vegna þess, að Jónas Jónsson varð ekki forsætisráðherra eins og margir áttu von á þá. í ritdómum, sem birzt hafa um bókina bæði í Morgunblaðinu og Þjóð- viljanum, er frásögnin af þessum at- burði gerð sérstaklega að umtalsefni, og í því sambandi rifjuð upp sú fullyrðing leiðtoga Alþýðuflokksins, að þeir hafi gert það, vegna tilmæla þingmanna í Framsóknarflokknum, að hafna Jónasi sem forsætisráðherra. Mér finnst rétt í tilefni af þessu að rifja örlítið upp kynni okkar Jónasar Jónssonar frá sumrinu 1934, en ég hafði þá nýlega hafið blaðamennsku við Nýja dagblaðið og Tímann og hafði það með höndum að skrifa pólitískar fréttir. Sökum þess átti ég náin skipti við Jónas Jónsson flesta daga, sem hófust oftast með því að hann hringdi til mín snemma morguns til að ræða um verkefni dagsins, sem var framundan. Að sjálfsögðu bar þá dægurmálin mest á góma, m.a. stjórn- armyndunina. Áður en ég vík að því finnst mér rétt að bregða upp mynd af því, hvernig viðhorfið í stjórnmalunum var eftir þingkosningarnar 1934. Bráðabirgðastjórn hafði farið með völd síðustu sjö mánuðina. Stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar hafði beðizt lausnar í nóvember 1933, en enga stjórn reyndist unnt að mynda og fól Kristján konungur því stjórn Ásgeirs að sitja framyfir kosningar, sem fóru fram 24. júní. . Efnahagserfiðleikar voru miklir af völdum heimskreppunnar og fleiri áfalla og höfðu hrannazt upp, m.a. vegna þess, að stjórnin hafði ekki vald til að takast á við þá. Hrun vofði yfir landbúnaðinum og atvinnuleysi magnaðist við sjávarsíð- una. Þessi aðstaða krafðist þess að ekki drægist að mynda nýja stjórn eftir kosningarnar. Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn höfðu gefið til kynna fyrir kosningarnar, að þeir myndu taka höndum saman að þeim loknum, ef þeir fengju meirihluta á þingi. Úrslitin urðu þau, að þeir fengu 25 þingmenn kosna af 49 alls. Þetta tryggði þeim meirihluta í sameinuðu þingi og annarri deildinni, en í hínni deildinni var úrslitavaldið í höndum utanflokkamanns, Ásgeirs Ásgeirsson- ar. Starfhæf stjórn varð ekki mynduð, nema með stuðningi eða hlutleysi hans. Jónas Jónsson var óumdeilanlega sigurvegari í kosningunum, því að þær snerust mjög um klofninginn, sem hafði orðið í Framsóknarflokknum. Úrslit kosninganna sýndu, að Jónas hafði farið með fullan sigur af hólmi. Alþýðuflokkurinn leit hins vegar svo á, að hann væri ekki síður sigurveg- arinn en Jónas. Hann bætti við sig verulegu fylgi og fékk 10 þingmenn kosna, en hafði fengið fjóra þingmenn kjörna í kosningum árið áður. Næstum engu munaði á fylgi hans og Framsóknarflokksins. Framsóknar- flokkurinn fékk 11.377 atkvæði, en Alþýðuflokkurinn 11.269. Sigurinn fyllti Alþýðuflokkinn mikl- um sóknarhug. Það bættist svo við, að í kosningunum hafði nýr keppinautur hans, Kommúnistaflokkurinn, færzt í aukana. Hinir sigurglöðu foringjar Al- þýðuflokksins settu sér það markmið í næstu kosningum að verða stærri flokkur en Framsóknarflokkurinn og hrista jafnframt af sér kommúnistana. Eftir það yrðu þeir óumdeilanlega aðalandstæðingar Sj álfstæðisflokks- ina. Það kom oft í ljós hjá Jónasi, þegar við ræddumst við um þessi mál, að hann taldi stjórnarsamvinnu við Al- þýðuflokkinn ekki álitlega undir þess- um kringumstæðum. Flokkurinn yrði baldinn og erfiður bandamaður, eins og líka átti eftir að koma á daginn, þegar hann sendi Framsóknarflokk- num hinn svokallaða þriggja mánaða víxil haustið 1936, en samkvæmt hon- um hótaði Alþýðuflokkurinn að rjúfa stjórnarsamstarfið innan þriggja mán- aða, ef ekki væri áður búið að fallast á kröfur hans, m.a. víðtæka þjóðnýt- ingu. Þá leizt Jónasi ekki heldur á að eiga örlög stjóniaiimiar undii urslitavaldi Ásgeirs Ásgeirssonar, einkum þó ef hann yrði forsætisráðherra. Þeir voru engir vinir. Ásgeir mun hins vegar hafa gætt þess að hyggindum sínum að hafa sig lítið í frammi í þeirri deilu, sem reis um hugsanlegan ráðherradóm Jónas- ar. Vafalítið var þó, hvar hann stóð. Jónas hafði vitneskju um það fljótt eftir kosningarnar, að Alþýðuflokkur- inn var mófallinn því að hann yrði forsætisráðherra. Það mátti skilja á Jónasi, að það væri í samræmi við úrslit kosninganna, að hann myndaði stjórnina.' En jafn áberandi var hitt, að hann taldi sigur- inn leggja sér þá skyldu á herðar, að vinna að því framar öðrum að mynduð yrði starfhæf stjórn. Annars færi sigur- inn forgörðum og íhaldið tæki við. Einmitt vegna sigursins hvíldi hér meiri skylda á honum en nokkrum öðrum. Fyrir því yrðu persónuleg sjónarmið að víkja, ef þörf krefði. Miklar per- sónulegar deilur í upphafi mættu ekki setja svip á samstarfið og veikja trú manna á það. Þáttur Vilmundar Jónssonar Ég man ekki hvað stjórnarmyndun- arviðræður voru langt komnar, senni- lega hefur verið langt komið að ná samkomulagi um málefnasamning, en ráðherravalið var eftir, þegar Jónas lét orð falla við mig eitthvað á þessa leið: Við vorum að tala saman, við Vil- mundur, og ég held að hann hafi sannfært mig um það, að hvorugur okkar ætti að vera í stjórninni. Því miður man ég ekki nákvæmlega rökin, sem hann færði fyrir þessu. Eitthvað voru þau á þá leið, að sam- vinna flokkanna yrði erfið, eins og allt væri í pottinn búið, báðir væru þeir Vilmundur ráðríkir og stórhuga og óvíst hvernig þeim lynti saman, kraftar þeirra myndu nýtast bezt, ef þeir stæðu að baki þeim mönnum, sem væru í ráðherrastólunum. Þá þyrfti að huga að kosningum, því að þær gætu orðið skammt undan. Margt fleira var nefnt, sem ég man svo óglöggt, að ég treysti mér ekki til að reyna að hafa það eftir. Það var ekki óeðliiegt, að Jónas Jónsson ræddi um þessi mál við Vilmund, því að Vilmundur var sá maður, er leiðtogar Alþýðuflokksins höfðu sameinazt um sem ráðherraefni flokksins, eins og þeir Héðinn Valdi- marsson og Stefán Jóhann Stefánsson hafa sagt frá í ritum sínum. Vilmundur var hins vegar ófáanlegur til þess að verða ráðherra. Hann gat því rakið það vel fyrir Jónasi, að hann teldi sig ekki heppilegan til ráðherrastarfs. Fleira kom líka til en að þeir Jónas og Vilmundur væru helztu ráðherra- efni flokka sinna. Jónas hafði boðið Vilmundi landlæknisembættið og ráðið hann í það haustið 1931. Jónasi gekk tvennt til samkvæmt því, sem hann hefur rakið í mikilli grein, sem hann skrifaði um Vilmund sumarið 1940 og bar nafnið: A public gentleman. Hann taldi Vilmund lfkleg- an til að reynast góður landlæknir, „en ofan á þessar röksemdir bættist sú staðreynd, að Vilmundur Jónsson var talinn áhugasamur maður í yngsta og veikasta flokki landsins", og „að þann flokk skorti í fremstu varnarlínu menn, sem hefðu sterka ábyrgðartilfinningu í mannfélagsmálum". Svo var þá komið sambúð Jónasar og helztu leiðtoga Alþýðuflokksins, að hann hafði lítið samband við aðra en Jón Baldvinsson. Hinn aðalleiðtogi Alþýðuflokksins, Héðinn Valdimars- son, átti ekki lengur samleið með Jónasi. Jónas Jónsson mun hafa talið, að það myndi styrkja Jón Baldvinsson að fá sterkan mann eins og Vilmund til liðs við sig. Vilmundur myndi reynast jafningi Héðins og jafnvel vel það. Þannig hafði hann reynzt á ísafirði. Jafnframt kann Jónas að hafa gert sér vonir um, að hann gæti átt gott sam- starf við Vilmund og bætt sér þannig það, að Héðinn var genginn úr skaft- inu. Víst er það, að fyrst eftir að Vil- ■ Jónas Jonsson mundur kcm til Revkiavíkur. ræddust þeir oft við og greinilegt var, að Jónas hafði mikið álit á Vilmundi. Alþýðuflokkurinn hafnar Jónasi Hér skal ekki dæmt um, hvort áðurnefnt viðtal þeirra Jónasar og Vilmundar hafi haft varanleg áhrif á Jónas en mér fannst það styrkja það mat hans, að hann ætti ekki að sækjast mikið eftir forsætisráðherraembætt- inu, eins og málin stóðu, en ekki heldur hafna því, ef það fengist án verulegrar baráttu. Það mætti hins vegar alls ekki leiða til þess, að sam- starf flokkanna rofnaði, upplausn yrði í landinu og íhaldið fengi völdin á silfurbakka. Álit mitt er það, að Jónas hafi verið búinn að taka þá ákvörðun áður en kosningar fóru fram á ráðherraefnum flokksins í þingflokknum og miðstjórn- inni að láta ckki stjórnarsamstarfið bresta á því. hvort hann yrði ráðherra eða ekki. Frá sjónarmiði hans hafi kosningin á forsætisráðherraefni flokksins einkum verið eins konar könnun á fylgi hans. Ákveðið var fyrirfram, að kosningin í þingflokknum færi þannig fram, að atkvæðatölur yrðu ekki birtar, aðeins meginniðurstaða. Hún varð sú, að Jónas hefði fengið yfirgnæfandi meiri- hluta. Bernharð Stefánsson segir í endur- minningum sínum, að Jónas hafi feng- ið 10 atkvæði, en þingmenn flokksins vora 15. Bernharð telur ennfremur, að þeir, sem ekki kusu Jónas, hafi verið Jónas sjálfur, Bjarni Ásgeirsson, Einar Arnórsson og Bernharð. Honum sé hins vegar ekki fullljóst, hver fimmti maðurinn hafi verið. í miðstjórninni fékk Jónas öll at- kvæðin. Foringjar Alþýðuflokksins brugðust fljótt við þessum úrslitum. Frá þeim bárust þau boð, að Alþýðuflokkurinn gæti ekki stutt Jónas sem forsætisráð- herra. Jónas brást jafnskjótt við. Á fundi þingflokksins næsta dag tilkynnti hann, að hann gæfi ekki kost á sér. Þá var Hermann Jónasson kosinn forsætisráðherraefni flokksins. Ég tel víst, að hefði Jónas neitað að sætta sig við afstöðu Alþýðuflokksins, hefði Framsóknarfiokkurinn staðið næstum óskiptur með honum og undantekningarlaust allir hinir yngri þingmenn flokksins, en í þeim hópi voru þeir Hermann Jónasson og Ey- steinn Jónsson. ■ Vilmundur Jónsson Hvað réði afstöðu Alþýðuflokksins? Þeirri sögu hefur verið haldiA tals- vert á loft, að Alþýðuflokkurinn hefði hafnað Jónasi vegna beiðni nokkurra þingmanna Framsóknarflokksins. Sá saga komst fyrst á kreik vegna bréfaskipta, sem fóru milli Jónasar og nokkurra leiðtoga Alþýðuflokksins nokkru eftir stjórnarmyndunina. Það er rangminni, sem kemur fram í endurminningum Stefáns Jóhanns Ste- fánssonar, að þessi bréfaskipti hafi átt sér stað meðan á stjórnarmynduninni stóð. Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar tók við völdum 28. júlí, en samkvæmt frásögn Héðins Valdimarssonar (Skuldaskil Jónasar Jónssonar vlð sósíalismann) barst 10 leiðtogum Al- þýðuflokksisns bréf Jónasar um 20. ágúst, en það var dagsett 8. ágúst. í bréfi þessu gerir Jónas upp reikningana við Alþýðuflokkinn vegna andstöðu flokksins við hann. Leiðtogar Alþýðuflokksins svöruðu óstinnt og m.a. á þá leið, að Jónasi hefði m.a. verið hafnað af Alþýðuflokknum vegna þess, að nokkrir þingmenn Framsóknarflokks- ins hefðu beðið um það. Þeim var þá vel kunnugt um þá andspyrnu, sem Jónasi hafði verið sýnd við kosninguna í þingflokki Framsóknarflokksins. Ef til vill hafa einhverjir Framsóknar- menn rætt um þetta við einhverja leiðtoga Alþýðuflokksins. Fyrst og fremst held ég þó, að það hafi vakað fyrir leiðtogum Alþýðu- flokksins með þessum söguburði, að gera Jónasi gramt í geði með því að vitna til þeirrar mótspyrnu, sem hann hafi sætt í þingflokknum. Hún var þeim líka nokkur styrkur. Hitt er jafnvíst, að það var ekki vegna beiðni einhverra Framsóknar- manna, að Alþýðuflokkurinn hafnaði Jónasi. Það var einvörðungu gert vegna meintra flokkshagsmuna Al- þýðuflokksins. Foringjar Alþýðuflokksins höfðu undir forustu Héðins Valdimarssonar ætlað sér stóra hluti. Þetta hafði ekki minnkað við það, að miklir ráðagerða- menn eins og Finnbogi Rútur Valdi- marsson og Vilmundur Jónsson höfðu bætzt í hópinn. Sigur Alþýðuflokksins í kosningunum 1934 og velgengni Al- þýðublaðsins um þessar mundir undir forustu Finnboga höfðu gert þá enn meira stórhuga. í næstu kosningum skyldi Alþýðuflokkurinn verða stærri en Framsóknarflokkurinn og komm- únistar gerðir óvígir. Áður hefur verið minnzt á þriggja mánaða víxilinn. Það þótti m.a. vænlegt til þess að ná þessu marki, að þoka Jónasi Jónssyni til hliðar. Jónas Jónsson hafði oft í samstarfi þessara tveggja flokka „stol- ið senunni", eins og það er kallað. Það skyldi útilokað nú með því að koma í veg fyrir ráðherradóm hans. Jafnframt yrði það viss lítillækkun fyrir Fram- sóknarflokkinn, að foringja hans væri þannig hafnað. Til að réttlæta þetta var þvi haldið fram, með nokkrum rétti, að Jónas væri ráðríkur og gæti því reynzt erfiður í samstarfi. Það var ekki annað Ijóst en að Jónas tæki því vel næstu árin, að stjórnar- myndunin 1934 var viss persónulegur hnekkir fyrir hann. Hann studdi stjórn- ina ötullega og samvinna hans við Hermann Jónasson og Eystein Jónsson var góð allt til kosninganna 1937. Sameiginlega unnu þessir menn að góðum sigri Framsóknarflokksins þá, en Alþýðuflokkurinn beið mikið afhroð, því að of djarft hafði verið siglt. Eftir stjórnarmyndunina 1937 reit Jónas ítarlega grein, þar sem hann gerði grein fyrir því hvers vegna hann varð ekki ráðherra. Hann sagði m.a.: „Ég sagði flokksbræðrum mínum í miðstjórn og þingflokki frá þessari niðurstöðu, að stjórnarmyndun og frjósöm umbótapólitík væri lífsskil- yrði. Lýðræðisflokkarnir yrðu að láta verkin tala. Framsóknarflokkurinn ætti marga vel hæfa menn til að fara í stjórn, bæði innan þings og utan. Meirihluti lýðræðisflokkanna væri veikur. Þyldi ekki deilur nema um þýðingarmikil þjóðmál. Innan skamms yrðu kosningar. Ef til vill yrði kjör- dæmamálið tekið upp af íhaldi og sósíalistum og landið gert að einu kjördæmi. Þá myndi höfðatalan ráða. Framsóknarflokkurinn þyrfti að hafa eflzt svo á nýtilegum aðgerðum í landsstjórninni og með því að vekja þjóðina til meðvitundar um fegurð frjálsmannlegs lífs, en andstyggð íhalds og nazisma, að svarta stefnan geti aldrei fengið yfirráð í þessu landi. Þéssu var vel tekið. Framsóknar- flokkurinn valdi tvo unga og óvenju- lega álitlega menn í ríkisstjórnina. Flokkurinn stendur fast með þessum mönnum... Það er alveg sérstaklega ánægjulegt fyrir mig, að þeir menn, sem nú tóku sæti í landsstjóninni, eru allt ungir menn. Ég hefi frá því ég fór að eldast haft mikla hneigð til að draga fram hlut þeirra ungu og unna þeim þess að taka snemma á erfiðum viðfangsefnum. Þau tvö ár, sem liðin eru síðan ég fór úr landsstjórninni, hef ég notað til að skipuleggja Framsóknarflokkinn. Það starf er að miklu leyti fólgið í þvíað leita að mannsefnum til starfs, ábyrgð- ar og áreynslu... Gyðingar voru 40 ár á eyðimörkinni áður en þeir fundu framtíðarheim- kynni sín. Framsóknarflokkurinn hef- ur verið þrjú ár á hættulegum vegum. En nú er þeirri eyðimerkurferð lokið. Framundan er landið, sem á að græða ogbyggja". Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri skrifar itti1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.