Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.12.1983, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 Meðal jólabókanna í ár er sérstæð bók um persónu, sem flestir telja sig þekkja, en enginn veit í raun hver er. Það er hann Elli, - hinn eini sanni. Elli er í hæsta máta óvenjuleg bók og þykir sem vænta má forvitnileg, ekki síst þar sem hún er byggð á útvarpsþáttunum vinsælu, „Á tali“. Höfundar bókarinnar eru hinir sömu og samið hafa og flutt útvarpsþættina, þær stöllur Edda Björgvinsdóttir og Helga Thorberg. Þær urðu í 1. sæti í nýlegri hlust- endakönnun Ríkisútvarpsins meðþennan um- rædda bátt, þar sem fréttir af Ella og vanda- mönnum hans eru sagðar í simtölum í upphafi og lok hvers þáttar. Það er bókaútgáfan Vaka, sem gef ur bókina út, en Ragnheiður Kristjánsdóttir hefur myndskreytt hana. Tíminn hefur fengið leyfi til þess að birta kaflabrot úr bókinni um Ella og eru það tvö simtöl aðalpersónanna með dálitlu millibili. Hið fyrra er sagt hafa farið fram 13. apríl en árið vitum við ekki. Og nú skulum við hlera: alveg heima þar til hann kæmi heim. Jú, jú, elskan mín, það er víst gert ógurlega mikið fyrir fólkið þarna. - Já, er það ekki? Voða fjör? - Jújú. Það eru alls konar ferðir. Þeir voru til dæmis nýkomnir úr asnaferð. - Nei var það! Og voru margir asnar í ferðinni? - Já, já, einn á mann. Og það var víst ægilega gaman. Elli sagðist hafa verið lang bcstur, komið fyrstur í mark! - Jæja, voru þetta svona asnakapp- reiðar? - Já, það er víst. Heyrðu! Hann var ægilega óheppinn hann Dói vinur hans. - Hvað segirðu? Dó vinur hans? - Nei Dói... þú veist Halldór... hann lenti á svo ægilega þrjóskum asna. - Nohh, tveir góðir saman! - Jájá, þeir eru ægilega góðir vinir. Hafa þekkst frá því þeir voru í skóla. - Dói og asninn? - Nei Elli og Dói. Þeir bjuggu í sömu götu þegar þeir voru litlir. - Jájá, þannig. - Já og sem sagt Dói dregst víst svona voðalega mikið aftur úr og það var komið fram yfir kvöldmat og átti víst bara að fara að leita að honum, en þá loksins sást til hans þar sem hann hálf bar asnann niður einhverja brekkuna. Dói varð bara að draga hann í mark! Heldurðu að hann hafi verið óheppinn! - Já heldur betur! Eyðilagði þetta bara ekki fyrir honum ferðina? - Nei, ég held hann hafi nú fengið - Hvað segirðu? - Ég finn bara engan stað fyrir asnann. - Láttu ekki svona! Ertu ekki fegin að vera búin að fá hann heim! - Ha? Nei almáttugur! Ég er ekki að tala um Eila, heldur asnann sem hann kom með. - Er hann komin úr viðgerðinni hjá bólstraranum? - Jájá og það var settur í hann nýr hálmur. Hann er bara alveg eins og nýr. - Já, en hvað segirðu? Finnurðu eng- an stað fyrir hann? Það var nú verra. - Já, nei... hann er svo ægilega stór. Elli vildi sko hafa hann inni hjá Dolla litla. Hann ætti sko eiginlega mest í honum. En Dolli vildi það ekki, því hann fékk svo mikla martröð og svo er hann svo myrkfælinn. Þá vildi Elli hafa hann inni í stofu við hliðina á sjónvarp- inu, en þá var ekki hægt að horfa á sjónvarpið úr hornsófanum. - Vandræði eru þetta. En til fóta hjá ykkur? - Nei, elskan mín! Hann tekur alveg hálft rúmið! Við reyndum það einmitt. Hann vildi hafa hann mín megin en þá komst ég alls ekki fram úr svo það var ómögulegt. - En stelpan, vill hún ekki hafa hann inni hjá sér? - Hún Ella! Hún brjálaðist alveg og sagði að annað hvort færi þessi ljóti asni út í bílskúr eða hún flytti að heiman! Þau rifust svo ægilega út af þessu, feðginin. í asnaferð og grtsaveislu Kaflahrot úr bðkiiim EDi, cAir þeer Eddu Eyörgvinsdóttur og Hdgu Tharbag „Hann Elli, — já hann er svo gasalega ynd- islegur, þessi elska...” Edda og Helga á tali - Sæl elskan! - Sæl elskan mín og takk fyrir síðast! - Já, sömuleiðis. - Mikiðagalegavargamanhjáokkur! - Já... ja... guð! Ég hef ekki hlegið svona mikið í lengri tíma! - Já, við verðum að endurtaka þetta við fyrsta tækifæri og fara út að skemmta okkur. - Já þú segir það, manneskja mín. Við sjáum nú til með það. Ég get svarið það, ég hélt að það myndi líða yfir mig þegar þú kleipst í rassinn á honum Jóel vini hans Ella og sagðir: „Hérna er nú eitthvað til að klípa í!“ - Já... nú en hann varsvo margorður um það að brjóstin á þér væru nú heldur bctur eitthvað til að klípa í, að ég stóðst ekki freistinguna. - Já, hann sagði nú bara svona. Annars var hann nú allan tímann að tala um Ella. Hvað hann væri góður strákur og þeir miklir vinir. - Já! Hann hcfur þá bara misst jafn- vægið þegar hann datt þarna þrisvar oní hálsmálið á þér! Þeir eru svo valtir þessir barstólar. - Æ... hann Jóel fer alltaf að fjolla á þriðja glasi. Mér finnst það nú bara fyndið, tek hann ekkert alvarlega. - Ætli konunni hans hafi fundist það eins fyndið? Mér sýndist ekki. - Nei veistu, þau eru nefnilega svo ólík. Hann Jóel sagði mér að það væri bara svo oft sem hún skildi hann alls ekki. Það getur orðið ansi mikið vanda- mál... þú veist. - Já ég skil. - Hann trúði mér fyrir svo mörgu úr þeirra hjónabandi, sem ég skal segja þér í verulega góðu tómi. Eins og til dæmis það að hún hlcypir honum aldrei einum á skemmtistað! Hún bara þorirþaðekki, segir hann. Hann Jóel! Hugsaðu þér! Hann sem myndi aldrei halda framhjá konunni sinni, eins og hann sagði við mig. Aldrei í lífínu! - Var hann að segja þér það þarna þegar hann var sestur í fangið á þér? - Nei, það var nú bara óvart. Hann ætlaði að setjast við hliðina á mér í sófann en bara hrasaði. En ég skil bara ekkert í þér að hellayfir hann úr glasinu! Hvað kom eiginlega yfir þig!? - Nei, það var bara þegar hann fór að trúa mér líka fyrir því hvað eiginkonan væri skilningssljó, þarna þegar þú fórst á klósettið. Og hann fór líka að tala um hvað það væri heitt þarna og stakk upp á því að við færum út saman. Þá sagðist ég vera með betri lausn og kældi hann svolítið. - Guð! Hann var alveg eyðilagður. - Þetta var nú bara vatn, varla hálft glas. - Guð, ég sá ekki betur én konan hans hafði bara hálfdregið hann heim. - Já. Var það ekki um það leyti sem hann var farinn að klæða bardömuna úr? Þá hefur hún kannski verið orðin dálítið þreytt á þessu. - Guð! Var hann að því? Ég sá það ekki. Almáttugur! Ég vona bara að Elli frétti ekki af þessu. - Með Jóel og bardömuna? - Nei, með mig og ballið! - Nei, heldurðu að Jóel verði nokkuð til frásagnar um þetta kvöld? - Nei, kannski ekki en Elli hringdi nefnilega heim rétt eftir að ég var farin til þín þarna um kvöldið. - Það er naumast símasambandið á ykkur milli landa! Er hann ekki rétt ókominn heim? - Jújú, sem betur fer. Nei hann var bara að heyra í mér. Hvort ég hefði ekki örugglega munað eftir að flytja gömlu svefnbekkina upp á háaloft. Þeir voru alltaf í gangveginum og það fór svo í taugarnar á honum. Svo hann varð alveg brjálaður þegar ég var ekki heima og hringdi morguninn eftir eldsnemma! - Hvað bráðlá svona á að flytja þessa bekki? Af hverju var hann þá ekki búinn að því sjálfur? - Nei, elskan mín. Hann hafði bara svo miklar áhyggjur af hvað ég væri að dandalast... svo ég varð auðvitað að segja honum hvert við hefðum farið. - Var það nú alveg nauðsynlegt? - Guðjá! Éggatekkifariðaðskrökva að honum. Hann var líka svo ofboðslega æstur. - Jæja? Hann hafði aldeilis efni á því! - Já, það segirðu satt. Hann hafði svo sannarlega ástæðu til þess. Enda sagðist hann vera hættur við að fara þarna í grísaveisluna um kvöldið... ég væri búin að eyðileggja fyrir honum fríið með svona léttúðugri framkomu. - Sagði hann það? - Já, en sem betur fer gat ég talið hann á að fara í grtsaveisluna með strákunum. Enda er það víst aðalhátíðin í svona ferðum... svona spánskt þorra- blót víst. - Af hverju þarf hann m* að iáta svona? Hann sem er í fríi aS skemmta SÉR! Eins og þú megir ékki aðeins lyfta þér upp? - Já... en skohann var bara að benda mér á hvað þetta væri hættulegt út af þessu umtali sem konur fá á sig sem fara einar út á skemmtistaði... skilurðu? - Já, já! Hann hefur náttúrlega bara verið að hafa áhyggjur af þér. - Já, það var nú það sem var, þessi elska. Hann er alltaf að hugsa um mig. - En sagði hann ekki neitt skemmti- legt? ^ - Jújú, svona þegar hann var búinn að jafna sig og ég var búin að lofa að vera endurgreitt. - Asninn? - Nei, Dói. Það var asninn sem var svo þrjóskur! - Já auðvitað! - En svo fara þeir í hellaferð á morgun og ég hlakka agalega til að heyra hvernig það gengur. Svo verðurðu nú endilega að koma og sjá myndirnar þegar Elli kemur heim. Hann lofaði að taka alveg fullt af myndum. - Já, ég bíð spennt eftir að sjá myndirnar úr asnaferðinni! - Já, ég vona bara að þær heppnist vel. Jæja elskan mín, ég verð að drífa mig, málningin er örugglega orðin þurr svo ég get farið aðra umferð. Ég heyri í þér. - Já láttu heyra frá þér. - Bless. - Bless. Og nú líða fram stundir til 30. apríl. Þá hringir síminn í húsi annarrar frúar- innar, sem voru á tali hér rétt á undan. Margt hefur gerst í millitíðinni og það merkast að Elli sjálfur er kominn heim. Og hvað skyldi nú vera helst að frétta? - Sæl elskan! - Nei, komdu blessuð! - Hvað segir þú? - Nú allt þetta fína, farið að vora og hlýna! En þú? - Allt fínt, nema hvað ég er bara alveg tóm í hausnum! - En hvað með að láta hann vera við símann? Þú varst aldrei reglulega ánægð með símastólinn. Er ekki upplagt að nota tækifærið og losa sig við hann. - Jú... ja ég reyndi það nú til bráða- birgða. En það finnst bara öllum svo ægilega pínlegt að sitja klofvega á asnanum og tala t' síma... og svo er frckar erfitt að komast inn á klósettið. Maður þarf eiginlega að skáskjóta sér inn á það... framhjá asnanum. - En ertu viss um að þetta sé ekki bara úlfaldi eða fíll? Mér heyrist það svona af lýsingunni. - Nei, nei, þetta er asni. - Nú, þið verðið bara að byggja við. - Já, svei mér þáþú segir nokkuð! - Heyrðu! Þú sagðir mér aldrei hvað hann keypti meira en þennan asna. Þú hefur auðvitað fengið slönguskinns- skóna? - Hvaða slönguskinnsskó? - Manstu ekki? Hann fór með skó- númerið þitt með sér og ætlaði að kaupa fyrir þig svona slönguskinnskó eins og hún Jonna fékk þarna niður frá í fyrra. Keypti hann þá ekki? - Já... jú... sko hann keypti skó... jájá. Hann skoðaði einmitt í svona skóbúð sem var rétt við hótelið þarna morguninn sem hann fór heim. Þeir áttu sko að mæta um hádegið þarna í anddyrinu á hótelinu. Og hann sagði að það hefðu verið svo margir ljótir skór þama í þessari búð eða alveg hryllilega dýrir og hann náttúrlega ekki með nógu mikið eftir af gjaldeyri... þú veist... búinn að kaupa asnann og svona ýmis- legt... þannig að hann var eiginlega ekki ánægður með neina af þessum skóm. - Nú,enhvernigskókeyptihannþá? - Hann keypti skal ég segja þér... svona ægilega lekkera strandskó. - Sandala? - Ja... sko ekki beint sandala!.. þeir eru svona flatbotna, ljósbláir... eigin- lega úr gúmmíi... voða skemmtilegir... svona gagnsæir... æ, þú veist. Hefurðu ekki séð svoleiðis? - Jújú... nú veitégalveghvernigþeir eru. - Þeir eru ægilega góðir ef maður fer í sund og svoleiðis... þeir voru reyndar aðeins of litlir á mig svo ég gaf Ellu þá bara. - Jæja, og getur hún notað þá? - Já... já... égheld ábyggilegaað hún ætli að gera það. - Já og keypti hann ekki eitthvað meira? - Jújú. Svo keypti hann ægilega skemmtilegt plaggat með nauti á fyrir Dolla litla... þú veist... svona naut og nautabani... og það var búið að setja nafnið hans Dolla inn á það. - Já, en skemmtilegt. - Og svo kom hann með voða stórt baðhandklæði handa Ellu litlu sem á stóð „Hotel Enrico“... það var sko hótelið sem þeir voru á. - Jájá! - Voða skemmtilegt handklæði... svona hvítt. - Já og eitthvað meira? - Já, svo kom hann með nokkur glös, svona vínglös á fæti... ábyggilega keypt þau á hótelinu... það stóð nefnilega líka „Hotel Enrico“ á þeim... og svona plastnaut já... ekki má ég gleyma því. - Vonandi ekki eins stórt og asninn? - Nei, nei, bara svona lítið til að hafa á borði... nú ég man ekki eftir meiru... og svona glasabakka og ýmiskonar skraut fyrir heimilið... svona könnu með mjóum stút eins og þeir nota í grísaveislunum. - Jájá. - Það er svona hellt upp f fólkið... hefurðu ekki séð það? - Jú, jú, það er svona á öðru hvoru heimili. - Ja ég held að það sé allt komið, nema svo svona öskubakka frá hótelinu og svoleiðis. Jæja elskan. Ætli það sé ekki best að fara að drífa sig í að pressa fötin hans Ella. - Ætliði að skreppa eitthvað út? - Já... eða sko. Elli ætlar að fara að hitta hópinn sem hann var með úti á Spáni. - Jæja, en gaman. Þá færðu að hitta allt þetta skemmtilega fólk! - Nei,elskanmín.Égætlaekkimeð. - Nú af hverju ekki? - Ég þekki engan! Enda er þetta bara fyrir hópinn. Þau ætla sko að hittast reglulega á laugardagskvöldum á Mím- isbar og rifja upp ferðina og plana næstu ferð. Þau ætla nefnilega að halda hópinn og fara öll aftur næsta sumar á sama stað. - En gaman hjá þeim!! - Já. Ég vona bara að Elli treysti sér í kvöld. Hann er bara svo slæmur af útbrotum. - Hvað segirðu! Fékk hann þau eftir að hann kom heim? - Ja-það byrjaði aðeins þarna úti. Hann fékk smáútbrot á tærnar og aðeins á handarbökin, en það hefur nefnilega aukist svolítið og nú er komið svona eins og hrúður á bak við eyrun! - Aumingja strákurinn! Er þetta ekki óþægilegt? - Jú, hann klæjar svo hryllilega í þetta. - Hefur hann ekki fengið bara ein- hvern spænskan sandmaur? - Ohoh... ekki segja þetta! - Hann verður bara að drífa sig til læknis. - Það er nú það! Hann þorir ekki til læknis. Hann vissi nefnilega um einn sem fékk svona útbrot og hann var hreinlega tekinn úr umferð í margar vikur. Var lagður inn á Borgarspítalann svo hann er nú ekki áfjáður í það... þú manst... brúðkaupsferðina? - Já, auðvitað! - Jæja elskan, ég vona bara að þetta lagist. En nú hlýtur járnið að vera orðið vel heitt. Ég ætla að drífa mig og pressa fötin. - Þú lætur mig vita hvernig þetta gengur með útbrotin. - Já, ég hringi í þig fljótlega. - Bless. - Vertu blessuð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.