Tíminn - 18.12.1983, Qupperneq 12

Tíminn - 18.12.1983, Qupperneq 12
II mmmn )l?5fifíŒtíaí®í .KHi IIlJ3yi‘®i8fííf!Ifl5ífc SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 ■ Með siguriaunin frá heims- meistaramóti unglinga. Sem fyrr kom fram kemur Kasparov þessi frá Bakú, en borgin sú er höfuð- staður sovéska „lýðveldisins" Azer- bædzjan. Azerbædzjan er í Kákasus- fjöllum, allstórt ríki á evrópskan mæli- kvarða þó lítið fari fyrir því á víðáttum Sovétríkjanna, og íbúarnir munu vera skyldir nágrönnum sínum þarna í fjöll- unum, Georgíumönnum og Armenum. Bakú er langstærsta borgin og stendur við Kaspíhafið. Hún er kunnust fyrir geysimikla olíuvinnslu sem þar fer fram og íbúarnir sinna flestir, á einn eða annan hátt. í síðari heimsstyrjöldinni gerðu herir Þjóðverja ítrekaðar tilraunir til þess að leggja undir sig olíulindirnar við Bakú en tókst ekki. Veðurfar á þessum slóðum er eitt hið mildasta í Sovétríkjunum; meðalhiti í janúar er rétt yfir frostmarki en milli 20 og 30 gráður á Celcíus í júlí. • Miklar skákþjóðir í Kákasus Þjóðirnar í Kákasusfjöllum standa á gömlum merg og eiga sér litríka sögu, ekki síst Armenar sem farnir voru að láta að sér kveða mörgum öldum fyrir Kristsburð, og reyndust meðal annars Rómverjum þungir í skauti. Eins og títt er um fjallaþjóðir hefur eitt aðaleinkenni Kákasusbúa löngum verið sterk sjálf- stæðisþrá og allt fram á þessa öld hafa þeir verið óþægur Ijár í þúfu herraþjóð- anna hverju sinni. Eftir byltingu bols- évíka 1917 komust þær þó um síðir undir ráðstjórn og hafa verið það síðan. — Af Garí Kasparov, næsta heimsmeistara í skák ■ í febrúar árið 1975 birtist eftirfarandi skakpistill í breska blaðinu The Guardian: „Hver sem örlög heimsmeistaratitilsins í skák verða nú í ár, þá spá flestir sérfræðingar því að Karpov verði eftirmaður Fischers - núna, 1978 eða 1981. En hver verður arftaki Karpovs? Að mínu áliti,“ skrifaði blaðamaður- inn Leonard Barden, „er nú kominn fram á sjónarsviðið piltur sem hefur alla burði til að verða heimsmeistari árið 1990. Hann er ellefu ára gamall, kemur frá Bakú og heitir Garí Vænstæn.“ Barden, kunnur skákskrifari getur nú hælt sér vegna getspekinnar. Væn- stæn þessi, sem nú gegnir nafninu Kasparov, siglir hraðbyri að heimsmeistaratitlinum í skák, og spurningin er aðeins hvort hann muni ná honum þegar á næsta ári og verði þannig yngsti heimsmeistari skáksógunnar, 21. árs. Skák mun lengi hafa verið iðkuð á þessu svæði og ekki að furða þar sem náinn samgangur var lengst af við þá hluta Asíu þar sem manntaflið þróaðist. Elstu heimildir um skák í Azerbædzjan eru frá sjöttu öld eftir Krists burð og var þar að sjálfsögðu um frumstæða útgáfu að ræða. Næst verður vart við taflið í fornum sögum frá tólftu öld og var þá svo komið að mikil tengsl virðast hafa verið milli skáklistarinnar og ljóðagerð- ar. Liðu svo aldirnar og fjallabúar undu glaðir við sína skák en á nítjándu öld var nútímaútgáfa taflsins kynnt í landinu og öðlaðist fljótt miklar vinsældir. Fyrstu skákmenn landsins sem nafnkunnir urðu voru bræður frá Bakú, Vladímír og Mikhaíl Makógónov, sem báðir voru í hópi sterkustu meistara Sovétríkjanna á þriðja og fjórða áratugnum. Einkum lét Vladímír að sér kveða og lenti nieðal annars tvívegis í fjórða sæti á Sovét- meistaramótum. í lok sjötta áratugarins kom svo fram á sjónarsviðið Vladtmír Bagírov og skipaði sér þegar í stað t' hóp sterkra meistara þó það tæki langan tíma að útvega sér stórmeistaratitilinn. Af öðrum kunnum skákmönnum Azer- bædzjan er helst að nefna Tatjönu Zatúlovskæju, stórmeistara kvenna. Reyndar geta öll ríkin í Kákasusfjöllum státað af sterkum skákmönnum. Armen- ar eiga um þessar mundir tvo sterka stórm.eistara í karlaflokki, þá Tígran Petrósjan og Rafael Vaganjan, en báðir tengjast þeir viðfangsefni þessa pistils - Kasparov - nokkuð. Petrósjan er meðal þeirra sem Kasparov telur sig hafa lært mest af, en Vaganjan og Kasparov eru aftur á móti vinir. Georgíumenn hafa og alið upp nokkra stórmeistara karla - þeirra stigahæstur nú er Tamaz Georg- adze - en eru ótrúlegt stórveldi í skák kvenna. Öll kvennasveit Sovétríkjanna á síðasta ólympíumóti var skipuð konum frá Georgíu - þeim Tjíbúrdanídze, Alexandríu, Gaprindasvíli og Jóselíaní. Garí Kasparov nýlega kominn á táningsaldur. Nafnbreytingin fræga Og þá er komið að næsta heimsmeist- ara. Garí Kimovitsj Vænstæn fæddist þann 13. apríl árið 1963 í Bakú og hefur alið allan sinn aldur þar í borg. Faðir hans, Kim Mojseievitsj, var Gyðingur eins og ráða má af föðurnafni hans - Mósesarson - en móðir hans, Klara Sjagenovna, er hins vegar armensk að ætt þó hún sé fædd og uppalin í Azerbædzjan. Þegar Garí, eða Garik eins og hann er kallaður, var sjö ára, lést faðir hans fyrir aldur fram, tæplega fertugur, og eftir það sá móðir hans um uppeldi sonarins, að vísu með dyggri aðstoð foreldra sinna. Klara, er, segja heimildir, viljasterk kona og ákveðin ög Garik fellur þar með eins og flís við rass inn í það mynstur sem einkennir marga skákmenn í fremstu röð - nefnilega að þeir hafa alist upp hjá mæðrum sínum einum og þær jafnan verið miklir forkar. Hér má nefna til sögunnar þá Spasskí, Fischer og Korchnoi sem að auki eiga það sameiginlegt með Kasparov að vera allir af gyðingaættum. Strax og það var leyfilegt samkvæmt sovéskum lögum skipti Garik um ættar- nafn og nefndist eftir það Kasparov. Þá var hann tólf ára og þarf ekki að fara í grafgötur með að þessu mun Klara hafa ráðið. Sagt er að hún hafi viljað firra son sinn hugsaniegum vandræðum vegna þess hversu áberandi gyðinglegt nafnið Vænstæn hlýtur að teljast, en aðrir halda því fram að nafnbreytingin hafi verið gerð að frumkvæði sjálfra skákyfirvald- anna. Sovéskir gyðingar eiga sem kunn- ugt er undir högg að sækja enda þótt margir snjöllustu skákmenn þeirra séru af þessari merkilegu þjóð - auk Spasskís og Korschnoi nægir að nefna Tal, Smyslov, Bótvinnik, Bronstæn og nátt- úrlega Gúljkó. Altént breyttist Vænstæn snögglega í Kasparov. Ættarnafn Klöru var Kasparjan, upp á armenska vísu, en Kasparov er rússneska útgáfan af því nafni. Ekki er gott að segja hvers vegna hún var valin fremur en hin armenska. Garik leysir skákþraut Mýtur eru fljótar að myndast um bestu skákmennina. Þegar er komin á kreik saga af því hvernig uppvíst varð um hæfileika Gariks á sviði manntaflsins og er ekki að vita nema hún sé dagsönn. Að minnsta kosti hefur hún fundið sér leið inn í opinbera ævisögu Kasparovs sem þegar hefur verið gefin út undir nafninu Fighting Chess og hér er stuðst við að ýmsu leyti. (Raunar er sú bók ekki nema að hluta eftir Garik sjálfan heldur hefur Robert Wade tekið hana saman með aðstoð Eric Schillers, en stórmeistarinn mun þó hafa lagt blessun sína yfir allt saman.) Sagan er á þessa leið: faðir Gariks, Kim Mojseievitsj, var verkfræðingur að mennt en hafði fjöl- breytt áhugamál, þar á meðal tónlist og skák. Hann náði nokkurri leikni í að spila á fiðlu en gerði aldrei meira en að dútla við skákina, þá gjarnan ásamt eiginkonu sinni sem einnig var áhugasöm um reitina 64. Kvöld eitt þegar Garik var sex ára höfðu foreldrar hans komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að senda pilt hið fyrsta í tónlistarnám, en að því máli afgreiddu tóku þau til við að leysa skákþraut sem birt var í einu Bakú-dag- blaðanna, nánar tiltekið í skákþætti Súrjens Abramjans. Staðan í þrautinni var sett upp á skákborð en hún vafðist illilega fyrir þeim hjónum og ákváðu þau að láta hana bíða til morguns. Morgun- inn eftir kom Garik litli foreldrum sfnum rækilega á óvart með því að stinga upp á leið til þess að leysa skákþrautina. Þau höfðu ekki haft grænan grun um að hann kynni yfirleitt mannganginn, en strákur reyndist þá hafa lært reglur taflsins með því að horfa á aðra tefla. Sama gerði José Raul Capablanca sem kunnugt er. Reyndar má geta þess að Garik hafði þegar sýnt merki um góða greind, því hann var bæði læs og skrifandi er þetta gerðist og auk þess vel að sér í samlagn- ingu og frádrætti. „Hann á engan sinn líka“ Tónlistarnámið var lagt á hilluna og ári síðar hóf Garik reglulega skákþjálf- un. Piltur í nágrenninu sem var nokkrum árum eldri en Garik og heitir Rostik Korsunskí fór með hann í ungherjahöll- ina í Bakú þar sem meðal annars var kennd skák. Þar tók kennarinn Óleg I. Privorotskí þann sjö ára upp á arma sína og undraðist stórum hæfileika hans. „Ég veit ekki,“ mælti Pricorotskí, „hvort áþekkir byrjendur finnast í öðrum borgum. Hann á að minnsta kosti engan sinn líka í Bakú.“ Frammistaða Gariks fyrstu árin var máske ekkert til þess að hrópa húrra fyrir en sérstaka athygli vakti hann fyrir frábært minni sitt og mikla einbeitingarhæfileika af svo ungu barni að vera. Það tók innan skamms að skila árangri; Garik æddi upp skákmet- orðalistann fneð fágætum hraða. Hann fór úr fjórða flokki (sem samsvarar hér um bil 1450 Eló-stigum) beint upp í annan (1800 stig) og er hann var aðeins níu ára komst hann í blöðin í fyrsta sinn. Þá var skýrt frá því að piltur einn frá Bakú, sem kominn væri í fyrsta flokk með um 2000 stig, hefði náð alla leið í úrslit hraðskákmóts i Bakú. í árslok 1973 tók hann síðan þátt í skákmóti þar sem skákþjálfarar tefldu við keppendur úr fyrsta flokki og þar náði Garik þvílíkum árangri að hann var útnefndur kandídatsmeistari. Það merkir að hann hafi haft um það bil 2150 Eló-stig. Skákþjálfararnir hrifust mjög af tafl- mennsku Gariks og var honum þá þegar spáð miklum frama. Alkunna er að í Sovétríkjunum er allt kapp lagt á að þroska til hlítar þá unglinga sem sýnast geta skarað fram úr á einhverju sviði írþótta ellegar lista, svo fremi sem viðkomandi er þóknanlegur yfirvöldunum. Um þetta leyti komu til skjalanna þeir menn sem enn þann dag í dag eru helstu þjálfarar og aðstoðar- menn Gariks, en það eru þeir Alexandr Sakarov og Alexandr Nikitín sem báðir eru alþjóðlegir meistarar. Það var Nikít- ín sem kom því til leiðar að tíu ára að aldri fékk Garik boð um að ganga í hinn fræga skákskóla Bótvinniks. „Þú gætir orðið nýr Larsen!“ Bótvinnik-skólinn er eiginlega bréfa- skóli. Nemendur leysa ýmis verkefni heima hjá sér en hitta kénnara sína tvisvar til þrisvar á ári, oftast í skóla- leyfum. Áhersfa er lögð á að vekefnin séu sniðin eftir hverjum einstakling og Bótvinnik var ekki í vafa um hvert beina ætti huga Gariks. Pilturinn hafði þegar hrifist af kraftmiklum sóknarstíl Alek- hines, fyrrum heimsmeistara, og Bót- vinnik lagði að honum að halda áfram á þeirri braut, en þó með fullri gát. Síðar skrifað Bótvinnik: „Það var fullljóst frá upphafi að hann bar af hinum drengjun- um vegna hæfni sinnar til að reikna út leikjaraðir og sjá marga leiki fram í tímann. En Garí var mjög ákaflyndur piltur. Ég varð að krefjast þess að hann huggaði sig um áður en hann svaraði leik andstæðingsins. Ég sagði við hann: „Garí, það er hætta á að þú verðir nýr Larsen eðaTæmanov. “ Þótt þessir ágætu stórmeistarar séu komnir á miðjan aldur eiga þeir það enn til að leika fyrst og hugsa svo.“ Bótvinnik hafði Garik undir sínum verndarvæng í fimm ár og hefur sá síðarnefndi látið svo um mælt að þessi ár hafi verið honum algerlega ómetan- leg. í skóla Bótvinniks lærði Garik að aga villtan skákstíl sinn og í viðtali við ólympíuskákblaðið í Luzern í fyrra sagði Garik að auk einbeitingarhæfninnar ætti Pilturinn ráðgast við sér reyndari menn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.