Tíminn - 18.12.1983, Side 13

Tíminn - 18.12.1983, Side 13
wimiiWHi SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 ™______— v. Tv^’i 1 iw*vw&ív* hvÍVí •* '*• > i » IV 13 var útnefndur stórmeistari á næsta FIDE-þingi, sá næstyngsti sem þann heiður hefur hlotið. Aðeins Fischer var yngri, eða fimmtán ára, Um sumarið veittist honum létt að vinna heimsmeist- aramót unglinga í Dortmund, og um haustið var hann annar varamaður í sovésku sveitinni á ólympíumótinu á Möltu og lagði sitt af mörkum til naums sigurs Sovétmanna. Þá kom sérstök sveitakeppni fjögurra sovéskra liða þar sem Garik tefldi á efsta borði fyrir ungu mennina og gekk mjög vel, þjarmaði meðal annars tvívegis að Karpov heims- meistara sem þó slapp með skrekkinn. Síðan deildi hann 2.-4. sæti á geysisterku skákmóti í Moskvu með Pólúgaévskí og Smyslov en Karpov sigraði með yfir- burðum. Lengra verður saga Gariks ekki rakin í smáatriðum enda mun hún vera flestum kunn. góð þjálfun sennilega mestan þátt í árangri hans. Geta má þess að fyrir utan skákskóla Bótvinniks, þar sem Sakarov og Nikitín komu mjög við sögu, naut Garik aðstoðar Bagírovs í heimaborg sinni svo það var sannarlega hlúð að honum. í janúar 1975 tefldi Garik, sem þá hét ennþá Vænstæn, á æskulýðsmeistara- móti Sovétríkjanna í fyrsta sinn. Hann var yngsti keppandinn og vakti mikla athygli, eins og frétt Leonards Bardens sem vitanð var til í upphafi greinarinnar sýnir ljóslega. Teflt var í Vilnius í Litáen, ellegar Lithaugalandi; níu um- ferðir eftir svissneska kerfinu. Sigurveg- arinn varð sautján ára piltur frá Alma- Ata, höfuðborg Sovétlýðveldisins Kas- akstan, og heitir hann Évgení Vladímír- ov. Hann hlaut 7 1/2 vinning en Garik lenti í sjöunda sæti ásamt nokkrum öðrum keppendum sem allir fengu 5 1/2. Þótti sú frammistaða með miklum ágæt- um. Tap fyrir Karpov Síðar á árinu mætti Garik, nú Kaspar- ov, sjálfum heimsmeistaranum í skák, Anatólí Karpov, en að vísu í fjöltefli. í Sovétríkjunum er haldin sérstök sveita- keppni unglinga og er eínn sterkur meistari fyrir hverju liði, oftast stór- meistari. Þeir tefla síðan klukkufjöltefli við ungmennin. í keppni þessari í nóvember 1975 gerði Garik jafntefli við stórmeistarana Viktor Korchnoi, Lew Pólúgaévskí og Gennadí Kúsjmín en tapaði fyrir Vassilí Smyslov og Karpov. Garik hafði svart í skák sinni gegn heimsmeistaranum, náði góðri stöðu en ætlaði sér um of og varð að gefast upp eftir 45 leiki. Snemma árs 1976, er Garik var tólf ára, sigraði hann á æskulýðsmeistara- mótinu sem að þessu sinni var haldið í Tíflis í Georgíu. Sigurinn var reyndar naumur; hann varð jafn E. Stúrúa með sjö vinninga af níu en hafði ögn betri útkomu samkvæmt Bucholz-reiknings- aðferðinni. Þessi árangur varð til þess að Garik var í fyrsta sinn sendur til útlanda sem fulltrúi sovéska skákskólans. Hann tefldi í heimsbikarkeppni unglinga undir 18 ára aldri sem haldin var í Frakklandi og varð þriðji með sex vinninga af níu mögulegum. Sigurinn féll í skaut N. Grinberg frá ísrael, annar varð Murray Chandler frá Nýja-Sjálandi (nú stór- meistari sem teflir fyrir England), og í þriðja sætinu komu, auk Gariks, Rogers frá Ástralíu, Groszpeter frá Ungverja- landi og Margeir Pétursson. Þeir Mar- geir og Garí Kasparov tefldu ekki saman á þessu móti. Framfarir Gariks voru nú mjög örar. í janúar 1977 varð hann öðru sinni æskulýðsmeistari Sovétríkjanna og nú með miklum yfirburðum; hann hlaut 8 1/2 vinning af níu og leyfði aðeins eitt jafntefli. Hann tefldi skömmu síðar á sérstöku móti til að skera úr um fulltrúa Sovétríkjanna á heimsmeistaramóti ung- linga undir tvítugu og varð þar í öðru sæti á eftir Artúr Júsúpov. Júsúpov fór á heimsmeistaramótið, sem haldið var í Kólombíu, og sigraði en Garik fór aftur til Frakklands. Mótið þar var nú orðið opinbert heimsmeistaramót sveina undir sautján ára aldri og aftur varð Garik í þriðja sæti. Hann var sá eini sem Iagði sigurvegarann, Jón L. Árnason,að velli. Garik slær í gegn! Um þessar mundir var Mikhaíl Bót- vinnik farinn að tala um Garik sem efnilegasta nemanda sinn fyrr og síðar - Karpov heimsmeistara til lítillar ánægju því hann hafði sjálfur lært hjá Bótvinnik og verið í miklum metum. En þrátt fyrir allt var Garik þó aðeins einn í hópi fjölmargra sovéskra unglinga sem taldir voru líklegir til að halda uppi merki ■ Kasparov teflir hina frægu skák gegn Korchnoi í Luzem. Beljavskí og Karpov fylgjast spenntir með Korchnoi, sem er í þann veginn að leika af sér i 23. leik. ■ Nýleg mynd af Karpov heims- meistara. Ef myndin prentast vel kemur nokkuð furðulegt í Ijós: hann virðist hafa hlaupið í spik! gamla lífvarðarins. Kynslóðaskipti eru nokkuð greinileg í hópi bestu stórmeist- ara Sovétríkjanna. Eftir langt hlé komu fram fjölmargir ungir og efnilegir stór- meistarar um og upp úr 1970 og voru það menn fæddir á árunum 1946-1953, gróf- lega áætlað. Nú er hins vegar að koma fram ný kynslóð skákmeistara sem fædd- ir eru ca. 1958 og síðar. Fimm úr þessum hópi hafa þegar áunnið sér stórmeistara- titil og látið að sér kveða á opinberum vettvangi; Kasparov, Júsúpov, Psakhis, Dolmatov og Agzamov, en fjöldamargir standa á þröskuldi frekari frama. Má af handa hófi nefna Lpútjan, Azmæpara- svíli, Ehlvest, Sólókov, Gavríkov, Dvojris, Júdasín... svona mætti lengi halda áfram. Það er enginn hörgull á bráðvænlegum skákmönnum austur í Sovét. En alfént var Garik lengi framan af aðeins talinn vera einn af mörgum ungmeisturum; það var árið 1978 sem hann sýndi í fyrsta sinn hvað raunveru- i lega í honum bjó. Fyrst sigraði hann á sterku skákmóti sem haldið var í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Keppendur voru átján, allir Sovétmenn, og Garik sigraði eftir harða keppni við Viktor Kúpreit-! sjik; hann fékk 13 vinninga en Hvít- Rússinn hálfum vinningi minna. Þeir félagar höfðu mikla yfirburði yfir aðra t keppendur og Garik hlaut þremum og | hálfum vinningi meira en hann þurfti til að vera útnefndur sovéskur meistari. Um sumrið tefldi hann á úrtökumóti fyrir 46. meistaramót Sovétríkjanna og gerði sér lítið fyrir og sigraði ásamt ígor ívanov sem síðar baðst hælis í Kanada. Garik var langyngstur og fjöldi stór- meistara meðal þátttakenda en það hafði engin áhrif á snilldarlega taflmennsku hans. Hann fékk sæti í úrvalsflokki á Sovétmeistaramótinu og var það haldið í Tíflis. ■ Kasparov og Karpov i sveitakeppni þar sem þeir mættust tvisvar. Kasparov þótti vinna móralskan sigur því hann neyddi heimsmeistarann í vöm í báðum skákunum þó þær enduðu með jafntefli. Sigurgangan hefst Árangur Gariks þótti fréttaefni um allan heim. Fimmtán ára gamall atti hann kappi gegn sextán stórmeisturum og einum alþjóðlegum meistara og bjuggust við að hann hlyti að verma neðsta sætið. Það fór á annan veg. Garik átti meira að segja um tíma ágæta möguleika á verðlaunasæti en þrjú töp undir lok mótsins gerðu þær vonir að engu. Að lokum stóð hann upp með 8 1/2 vinning af 17 mögulegum, eða 50%. Það var að sjálfsögðu aldeilis frábær árangur; saga til næsta bæjar. Enn stórkostlegri þóttu þó næstu fréttir sem af honum komu, þær bárust frá Júgóslav- íu. Garik byrjaði á sextánda afmælisdegi sínum að tefla á mjög sterku skákmóti í Banja Luka í Júgóslavíu. Keppendur voru sextán; þar af fjórtán stórmeistarar. Úrslitum þessa móts má jafna við San Sebastian 1911 þegar Capablanca skaut eftirminnilega fram í sviðsljósið; Garik sigraði með feiknalegum yfirburðum, hlaut 11 1/2 vinning af fimmtán mögu- legum, og varð tveimur vinningum á undan næstu mönnum, Andersson frá Svíþjóð og Smejkal frá Tékkóslóvakíu. Hann náði og áfanga að stórmeistaratitli, léttilega! Eftir þetta hefur saga Gariks verið nær samfelld sigurganga. Hann tefldi á 47. skákþingi Sovétríkjanna undirárslok 1979 og hafnaði í þriðja sæti ásamt Júrí Balasjov, en gamla kempan Efím Géller sigraði óvænt og Júsúpov náði silfurverð- laununum. Því næst var hann annar varamaður í sovésku sveitinni í Skara og stóð sig frábærlega, og í apríl 1980 vann hann alþjóðlegt skákmót í heimaborg sinni, Bakú, eftir harða keppni við Alexandr Beljavskí. Þar með hafði hann náð síðari áfanga að stórmeistaratitli og „Dirty tricks" Karpovs? Eftir að Garik sannaði ótrúlega hæfi- leika sína var að sjálfsögðu farið að tala um hann sem líklegan arftaka Karpovs og víst er að Karpov hefur áhyggjur af skjofu gengi unga mannsins. Fyrirfáein- um árum fóru að bcrast þær fregnir til Vesturlanda að Karpov beitti hinum miklu áhrifum sínum í sovésku skáklífi til þess að hindra Garik og aðra hugsan- lega keppinauta af yngri kynslóðinni. Var í þessu sambandi bent á að Garik og Lev Psakhis - annar ungur maður sem um hríð var talað um sem heimsmeist- arakandídat - fengju undarlega sjaldan að tefla á alþjóðlegum skákmótum þar sem þeir gætu eflst að reynslu og styrk. Hafi þessi verið raunin þá hefur þetta bragð ekki haft sýnileg áhrif á Garik. Hann hefur enn ekki látið staðar numið á ferli sínum og gerir það vart í bráð. Hann verður óefað næsti heimsmeistari í skák, og lætur ekki bregða fyrir sig fæti. Enda hefur Garik sýnt og sannað það fyrir löngu að hann er algerlega óhrædd- ur við hvern sem er; sjálfstraust hefur hann í mjög ríkum mæli án þess þó að jaðri nokkurn tíma við mont. Skákhæfi- leikana þarf enginn að efast um. Þegar þetta er ritað er allt útlit fyrir að Garik vinni næsta auðveldan sigur á Viktor Korchnoi á undanúrslitum áskor- endakeppninnar, eftir að hafa verið í vanda staddur í byrjun einvígisins. Korchnoi lét þess reyndar getið fyrir einvígið að hann teldi Karpov sigur- stranglegri en Garik ef einvígi þeirra færi fram nú. Hann líkti Garik við hnefaleikara sem leggur allan sinn kraft í að sigra andstæðinginn á rothöggi en ef það tekst ekki lendi hann í erfiðleikum. Svo virtist sem Korchnoi ætlaði sjálfur að sanna þessa kenningu er hann vann fyrstu skákina og hélt stráknum sínum örugglega í skcfjum í næstu skákum. En Garik tókst að brjóta ísinn og stendur nú með pálmann í höndunum. Einvígið við Korchnoi, svo gamalreyndan einvíg- isjaxl sem hann er, hefur áreiðanlega fært honum mikla og ómetanlega reynslu, gott vegarnesti fyrir einvígið gegn Karpov sem næstum ábyggilega fer fram á næsta ári. Og þá er spurningin: Tekst Garik að vinna og hrifsa til sín titilinn eða verður hann að bíða í fjögur ár enn? Því heimsmeistari verður hann, hvað sem tautar og raular. Og víst er að Garik frá Bakú er ekki hræddur....

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.