Tíminn - 18.12.1983, Qupperneq 17

Tíminn - 18.12.1983, Qupperneq 17
t *• t éiw iraswsY’ra >■ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1983 ástæðum misstuð þið það niður í miðjum klíðum. Jói uppgötvaði þetta fyrst og hann tók undir sig stökk út af sviðinu og þið allir í halarófu á eftir. - Jú, jú, ég man vel eftir þessu, sagði Magnús og nú hlæja þeir báðir dátt“ Eftirminnilegur dansleikur Næst skulum við grípa niður í kaflan- um með Sverri Pálssyni og það er Sverrir sem segir sjálfur frá: Eitt sinn fórum við Jói og Áskell til Reykjavíkur og sungum þar fyrir útvarp. Á eftir fórum við upp í Borgarfjörð og héldum konsert að Brún í Bæjarsveit og ball á eftir. Við fórum uppeftir með fullan bíl af gosdrykkjum og sælgæti, sem við keyptum í heildsölu. Ellen og Ástríður mágkona hennar sáu um sæl- gætissöluna og tveir fílefldir Borgfirðing- ar önnuðust dyravörslu. Tveir bræður frá Hvammi í Norðurárdal voru fengnir til að spila á harmonikkur fyrir dansin- um. Þetta gekk ágætlega. Okkur leist þó ekki á blikuna, rétt eftir að ballið byrjaði, þegar rútubíll renndi í hlaðið þéttsetinn blindfullum togarasjó- mönnum frá Akranesi. Þeir voru sko tilbúnir að kenna Borgfirðingum að ganga á afturfótunum, enda frægir slags- málahundar. En það varð öllum til happs, að þeir „dóu“ flestir í bílnum áður en þeir komust inn á ballið. Einhver komst samt inn og fékk laskað einn stól. Þegar við félagarnir gerðum svo upp fyrir húsið var okkur gert að greiða stólinn. Það var sjálfsagt, en þá vildum við líka fá gripinn. Ég veit ekki betur en hann sé enn til á heimili Fanneyjar. - Er einhver af konsertum ykkar Jóa þér minnisstæður öðrum fremur? - Já, alveg hiklaust; konsertinn í Snartarstaðakirkju gleymist mér aldrei. Við félagarnir vorum á söngferðalagi fyrir austan og gistum á Kópaskeri hjá Erlendi lækni Konráðssyni og Kristjönu konu hans, en hún er systir Áskels. Það fréttist að við værum á ferðinni og skömmu eftir komu okkar til Kópaskers var hringt í Kristjönu. Ég man ekki lengur hver það var, gott ef það var ekki formaður kvenfélagsins, en erindið var að biðja okkur að bæta við einum konsert og syngja í Snartarstaðakirkju um kvöldið. Við slógum til. Við Jói vorum báðir í besta formi og Áskell líka. Okkur leið vel og við vorum glaðir í sinni. Einhvern veginn varð stemningin slík á þessum konsert, að ég hef aldrei upplifað annað eins. Samkvæmt okkar ósk var ekki klappað, en þá lá eitthvað mikið í loftinu. Það var þrungið. Það hlóðst upp í kirkjunni einhvers konar spenna, sem ómögulegt er að lýsa. Hámarki náði konsertinn með síðasta dúettinum, sem var úr „Valdi örlag- anna“ eftir Verdi. Þetta var afskaplega merkileg stund, ég get ekki útskýrt hvers vegna. Svona lagað verða menn að upplifa í sjálfum sér. Að ferðalokum í síðasta bókarkaflanum fjallar Gísli m.a. um útreiðartúr, sem hann og Jói fóru í síðasta haustið sem Jói lifði. „Jói þurfti ekki annað en kalla einu sinni til hestanna þegar við komum í hagann, þá komu þeir fagnandi, enda áttu þeir vísan brauðbita úr lófa eiganda síns. Jói talaði við þessa málleysingja eins og bestu vini sína og ég veit ekki nema þau hafi skilið hann. A.m.k. fannst mér Geysir setja upp ólundarsvip, þegar Jói hafði sagt honum að hann ætti að bera mig! Það var líka hálfgerð ólund í honum fyrst þegar við lögðum af stað fram bakkann. Jóa þótti það miður, enda vildi hann að hesturinn sýndi mér hvað hann gæti. - Láttu ekki svona karlinn minn, sagði hann við Geysi, það er allt of gott veður í dag til að vera með ólund. Síðan vékk hann máli sínu til mín. - Ég skal segja þér það Gísli, áð þegar þeir láta svona, þá er bara að syngja fyrir þá eitthvað taktfast lag. Það þarf ekki einu sinni áð vera lag, það er nóg að tralla bara taktvisst, þá lifna hestamir allir við. Og síðan byrjaði Jói að tralla. Geysir sperrti strax eyrun og lifnaði allur við. Hann tók við sér svo um munaði. Hann iðaði af fjöri klárinn, og stöðugt herti Jói taktinn. Fyrr en varði vorum við komnir á fljúgandi tölt. Mér varð um og ó, því ég þekkti hestinn lítið, og þar að auki var langt síðan ég hafði riðið út. Þess vegna fannst mér ég var frekar laus í hnakknum. Satt best að segja var ég orðinn skíthræddur. Ég átti orðið erfitt með að hemja hestinn, sem þráði að taka sprettinn við dillandi söng Jóa Konn. Já, hann hefur fleiri kætt en mennska með söng sínum, maðurinn sá.“ ÍÉi 17 Fanginn í fjöllunum ÉIEIMÍLANNA SÖGUSAFN HEIMILANNA Grettisgötu 29. Símar 27714 - 36384 GeorfpSand ARABAHÖFÐINGINN skáldsaga eftir E.M. Hull. Fræg ástarsaga úr eyði- mörkinni. Verð kr. 494.-. KORDULA FRÆNKA eftir E. Marlltt. Þekkt og vinsæl saga um ástir og mannleg örlög. Verð kr. 494,-. ÆTTARSKÖMM eftir Charles Garvice. Ein af allra vinsælustu sögum þessa dáða höfundar. Verð kr. 494,-. VALDIMAR MUNKUR eftir Sylvanus Cobb. Þessi gamla góða saga er alltaf jafnvinsæl. Verð kr. 494,-. FANGINN í FJÖLLUNUM eftir A.J. Cronin. Margir þekkja bækur þessa fræga rithöfundar, svo sem Borg- arvirki og Lykla himnaríkis- ins. Hér er á ferðinni skemmtileg saga eftir þennan vinsæla höfund. Verð kr. 494,-. LITLA SKOTTA eftlr George Sand. Jón Óskar íslenskaði. Sagan var lesin í útvarp fyrir nokkrum árum og vakti þá mikla aðdáun og ánægju hlustenda. Þetta er heillandi frönsk sveitalífssaga. Verð kr. 494,-. RAMÓNA eftir Helen Hunt Jackson. Sagan fjallar um viðskipti hvíta mannsins við indíána, en þó fyrst og fremst um hina fögru Ramónu, ástir hennar og örlög. Verð kr. 494,-. SYNIR ARABA- HÖFÐINGJANS eftlr E.H. Hull. Þessi bráð- skemmtilega saga er fram- hald af Arabahöfðingjanum eftir sama höfund. Verð kr. 494,-. íslensk bókamenning er verómæti , „Óla/urBriem: Utilecjumenn og auóar tóttir Útilegumenn og auðar tonir Ný útgáfa endurskoðuð og aukin. Bókin lýsir úti- legumannabyggðum á íslandi fornum og nýjum og lýkur upp hulduheimi þjóð- trúar og þjóðsagna. Gísli Gestsson og fleiri eiga í ritinu fjölda Ijósmynda. MENNINGARSjOÐUR SKÁLHOLTSSTÍG 7— REYKJAVÍK — SÍMI 13652

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.