Tíminn - 20.01.1984, Page 1
Dagskrá rlkisfjölmiðianna — Sjá bls. 13
■ ■
FJ( OG JLBREYTTARA BETRA BLAÐ!
j
Fc 17 >studagur 20. janúar 1984 . tölublað - 68. árgangur
Sadumula 15 — Postholf 370Reykjavik — Ritstjorn8630C - iitugðysingar 18300— Afgreiðsla og asKrift 86300 - Kvöidsimar 86387 og 86306
FJOLMHHARISI FYRIR REYKJA-
VIKURSVÆÐIÐ STOFNAÐURIDAG
— Sex aðilar taka höndum saman um stofnun myndbandafyrirtækis
■ „Hugmyndin með stofnun
þessa fyrirtækis er sú að það geti
sinnt myndbandavæðingu og
myndbandagerð og fjölmiðla-
þjónustu með þeim bestu tækj-
um sem völ er á, þ.e. að hafa það
svo stórt og myndarlegt að ráðist
verði í þessa hluti af bæði þekk-
ingu og getu, til að framleiða
fyrsta flokks efni“, sagði Kjartan
P. Kjartansson, framkvæmdastj.
fræðsludeildar Sambandsins,
spurður um nýja Ijölmiðlaris-
ann, Isfilm h.f., sem stendur til
að stofnaður verði í Reykjavík í
dag.
Auk Isfilm s.f. - sem er einn
aðili að þessu nýja fyrirtæki - og
Sambandsins munu hluthafar
verða: Reykjavíkurborg, Árvak-
ur, Almenna bókafélagið og
Frjáls fjölmiðlun. Hlutir munu
skiptast jafnt milli þessara sex
eignaraðila.
Einhverjum finnst þetta
kannski skrýtin blanda? „Sam-
bandið er fyrst og fremst að leita
eftir - mcð þátttöku sinni - að
auka menningu og fróðleik í
landinu og þá m.a. fróðleik um
Samvinnuhreyfmguna. Við eig-
um að sjálfsögðu að geta starfað
með öllum sem byggja vilja upp
menningarþjóðfélag og meining-
in er sú að setja bæði á fyrirtækið
sjálft og framleiðslu þess ein-
hvern menningarblæ. Hvernig
það tekst verður að koma í ljós“,
sagði Kjartan. Hann gat þess að
hann - fyrir hönd Sambandsins -
hafi fyrir nokkrum árum skoðað
mjög gaumgæfilega möguleika á
því að Sambandið og samstarfs-
fyrirtæki þess settu sjálf á stofn
myndbandafyrirtæki, þó ekki
hafi orðið af því. Síðan hafi
komið í Ijós í tímans rás að hefðii
verið farið af stað á þeim tíma
stæði Sambandið nú uppi með
úrelt tæki. 1
„En við höldum að þegar
svona öflugir aðilar eiga þarna I ekki vera með útvarp eða kapal-
hlutaðmáli.aðþaðverðigerlegt sjónvarp í huga, þótt enginngeti
fyrir þá að ráða til sín menn og að sjálfsögðu fullyrt neitt um
afla þeirra tækja og þekkingar hvað framtíðin beri í skauti sér.
semerjafnvelþaðbestasemtiler: En hann kvaðst reikna með að
á Islandi", sagði Kjartan. Hann' reynt verði að hafa rekstur fyrir-
kvað þó hvorki búið að festa tækisins eins víðtækan og kostur
húsnæði né að hefja manna- er. Pað muni væntanlega búa til
ráðningar til fyrirtækisins. En fjölbreytt myndbandaefni,
fljótlega verði væntanlega hafist fræðslumyndir, auglýsingar,
handa um kaup á tæknibúnaði kynningarmyndir og ýmiskonar
og ráðningu tæknimanna. menningarefni.
Aðspurður kvað Kjartan menn | -HEI
Magnús Ólafsson
Nútíminn:
■ Sigurdur Skagfjörð Sig-
urdsson
RITSTJÓRI OG
FRAMKVÆMDA-
STJÓRI RADNIR
■ Stjórn Nútímans.hins nýja
rekstrarfélags Tímans, sem
taka á yfir 1. apríl nk. hefur
ráðið Magnús Ólafsson, hag-
fræðing, sem ritstjóra og Sig-
urð Skagfjörð Sigurðsson, við-
skiptafræðing, sem fram-
kvæmdastjóra.
Magnús Ólafsson er tæplega
þrítugur að aldri. Lauk stú-
dentsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík árið 1974,
stundaði síðan hagfræðinám í
York í Englandi og lauk þaðan
prófi árið 1978. Árið 1979 lauk
hann mastcrprófi í sömu grein
í Southampton. Á ánmum
1980-1982 starfaði Magnús sem
hagfræðingur við sjávarútvegs-
ráðuneytið, en hefur síðan
unnið að doktorsritgerð í Bonn
í Þýskalandi. Magnús vann
með námi sínu sem blaðamað-
ur á Tímanum. Hann er giftur
Hrefnu Pórarinsdóttur.
Sigurður Skagfjörð Sigurðs-
'son er 31 árs. Lauk stúdents-
prófi frá Mcnntaskólanum við
Hamrahlíðárið 1973,enstund-
aði síðan viðskiptafræðinám
við Háskóla íslands og lauk
þaðan prófi árið 1977. Sigurður
var við framhaldsnám í rekstr-
arhagfræði við verslunarhá-
skólann í Kaupmannahöfn á
árunum 1977-1980, en vann
eftir það hjá Monopol Tilsynet
í Kaupmannahöfn um tveggja
ára skeið. í ársbyrjun 1982 tók
hann við starfi framkvæmda-
stjóra Félagsstofnunar stúd-
enta, en er auk þess formaður
stjórnar Lánasjóðs islenskra
. námsmánna. Hann er giftur
Margréti Zophaníasdóttur.
■ í gærmorgun hófust yfirheyrslur fyrir Sakadómi Reykjavíkur undir stjórn Ágústs Jónssonar fulltrúa ísvokölluðu „Skaftamáli“ sem
fram fer að ósk embættis Ríkissaksóknara. Er búist við að yfirheyrslurnar standi yfir eitthvað fram í næstu viku. í gær voru
yfirheyrð kærandi málsins, lögreglumennimir sem hlut eiga að máli svo og lögmaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Á meðfylgjandi mynd
sem Ami Sæberg Ijósmyndari tók má sjá einn lögreglumannanna ásamt réttargæslumanni sínum.
Forystumenn landbúnadarins:
VARA BÆNDUR VIÐ AUKNINGU
Á MJÓLKURFRAMLEIÐSLUNNI
■ Forystumenn landbúnaðar-
ins telja nú fulla ástæðu til að
vara bændur við frekari aukn-
ingu á mjólkurframleiðslu. Um
106,4 milljónir lítra af mjólk
bámst til mjólkurbúanna í land-
inu á síðasta ári, sem er 1,77%
eða nær 1,9 milljónum lítra meiri
framleiðsla en árið 1982.
Eftir fádæma ótíð s.l. sumar
gætti verulegrar svartsýni hjá
mörgum bændum á Suðurlandi í
haust um að mjólkurframleiðsla
myndi minnka á svæði Mjólkur-
bús Flóamanna. Það fór á annan
veg. í september s.l. reyndist
aukning hjá búinu tæp 6% miðað
við sama mánuð 1982. Til MBF
komu í fyrra samtals 38,3 mill-
jónir mjólkurlítra.
Að sögn Agnars Guðnasonar,
er nú frekar talin ástæða til að
hafa áhyggjur vegna aukinnar
mjólkurframleiðslu, þar sem
meiri framleiðsla myndi að öllum
líkindum leiða til einhverrar
skerðingar á útborgunarverði til
bænda umfram það sem verið
hefur.
-HEI