Tíminn - 20.01.1984, Qupperneq 3

Tíminn - 20.01.1984, Qupperneq 3
F’Ö'STObÁ&lJR ÍO. JANÚAfc lOM : *♦* VV\ 31 fréttir „OKKAR STEFNA AD FULLVINNSLA FBK AFURDA FARIFRAM Á KSLANDIFYRIR EVRÓPUMARKAÐINN” — segir Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri lceland Seafood Ltd. í ■ Sölufyrirtæki Sambandsins í Bret- landi, Iceland Seafood Limited seldi á liðnu ári sjávarafurðir fyrir 9.4 milljónir sterlingspunda og er þetta 57% sölu- aukning miðað við árið 1982, eins og kom fram í Tímanum í gær. I tilefni þessarar fréttar var haft sam- band við Benedikt Sveinsson, fram- kvæmdastjóra Iceland Seafood og hann inntur eftir því hvort uppi væru hug- myndir hjá þeim Sambandsmönnum um byggingu fiskréttaverksmiðju í Bret- landi: „Ég held ég megi segja, að á þessu stigi eru slíkar hugmyndir ekki uppi. Okkar stefna er sú, að fullvinnsla afurða fyrir Bretland og meginlandsmarkaðinn í Evrópu skuli, eftir því sem frekast er unnt, fara fram á íslandi og þá helst af öllu í þeim vinnslustöðvum sem fyrir eru.“ Er slík vinnsla þegar hafin? „því má hiklaust svara játandi. Enda ■ Benedikt Sveinsson Bretlandi þótt megnið af sölu okkar á s.l. ári hafi verið í hefðbundnunt pakkningum, má þó ekki gleyma hlut nýrra pakkninga, sem var verulegur - nokkuð á annað þúsund tonn.“ Er hægt að rekja hina miklu söluaukn- ingu Iceland Seafood Ltd. á s.l. ári til þessara nýju pakkninga? „Á því er ekki nokkur vafi. Markaður- inn tók vel við þessum nýju pakkningum, enda voru þær í fyllsta máta sniðnar að kröfum kaupendanna. Stundum var það svo, að við áttum erfitt með að svara eftirspurn." Ber þá að skilja þetta svo, að framboð héðan að heiman hafi ekki verið nægjan- legt? „Það skorti í sjálfu sér ekki fiskinn, en hins vegar kom það fyrir, að framleiðslu- getan var hinn takmarkandi þáttur og þá á ég við framleiðslugetu í lausfrystingu. Fram til þessa hefur lausfrystigeta á íslandi ekki verið nægjanleg til þess að hægt væri að fullnýta þau tækifæri, sem Evrópumarkaðurinn hefur upp á að bjóða. Nú verð ég var við mikinn hug hjá frystihúsamönnum að bæta úr þessu en því miður heyri ég frá sumum þeirra að bann íslenskra stjórnvalda við 100% kaupleigu geri þeim erfitt fyrir um nauðsynleg tækjakaup. Úr þessu þarf að bæta.“ Að lokum Benedikt, hafið þið hug á að byggja eigin frystigeymslu í Bret- landi? „Það finnst mér ekki sennilegt. Evr- ópumarkaðurinn er nokkuð dreifður og sá freðfiskur, sem við seljum, tekur land á ýmsum höfnum í ýmsum löndum. Við höfum verið svo lánssamir að geta selt langmest af freðfiskinum beint upp úr skipi. Þannig eru birgðir okkar af fryst- um botnfiski um s.l. áramót langt innan við 100 tonn, sem er hverfandi miðað við sölu. Ef við þurfum að geyma, er ekki líklegt að þar verði um mikið magn að ræða, það gæti verið dreift eftir höfnum og við höfum raunar reiknað út að starfræksla eigin frystigeymslu mundi verða okkur miklum mun dýrari en að geyma hjá öðrum - cn alls staðar á þessum markaði eru nægar frystigeymsl- ur fyrir hendi.“ Borgarnes: Fimrrvtfu manns eru skraðir at- vinnulausir ■ Um 50 manns eru nú á atvinnuleysis- skrá á svæði Vcrkalýðsfélags Borgar- ness, eða nær helmingi fleiri en á sama tíma árið áður þegar þeir urðu flestir 27. Að sögn Jóns Agnars Eggertssonar, formanns V.B. hefur og sú breyting orðið að í fyrra voru nær eingöngu konur á skrá, en nú þó nokkuð af karlmönnum. í hópi atvinnulausra er m.a. ungt fólk, sem var að Ijúka námi um áramótin og fær nú enga vinnu á heimaslóðum. Jón Agnar kvaðst ekki sjá neitt fram- undan sem bendi til að þetta ástand komi til með að batna á næstu mánuðum. Samdráttur virðist í ýmiskonar þjón- ustu og fólki hafi verið fækkað hjá Kaupfélaginu. Eitthvað af þessu fólki fari þó sjálfsagt burtu af staðnum í atvinnuleit annars staðar. -HEI ■ Þóra Harðardóttir og Lára Ann Howser hinar ánægðustu með snjóinn i Vestmannaeyjum. Tímamynd Guðmundur Sigfússon. „Adstædur ekki upp á það allra besta hér á gangstéttinni,T — spjallað við tvær gönguskídakonur í Vestmannaeyjum ■ Vcstmannacyingar hafa fengið orð á sig fyrir annað en að vera skíðamenn, enda eru skíðabrekkur fáar og yfirleitt snjólétt á eyjunum. Það var því ekki laust við að bæjarbúar rækju upp stór augu þegar sást til tveggja kvenna á gönguskíðum í miðbænum fyrir skömmu. Konurnar reyndust heita Þóra Harðardóttir og Lára Ann Howser, báðar kennarar i Hamarsskólanum, og það kom einnig í Ijós þegar blaðamaður Tímans spjallaði við þær að hvorug þeirra er fædd í Eyjum: Þóra er fra Akureyri og Lára frá Hafnarfíröi. „Það hefur verið óvenju mikill snjór hér undanfarið og við notuðum auðvitað tækifærið á meðan“ sagð Þóra þegar hún var stöðvuð á leið úr innkaúpaleiðangri úr miðbænum ásamt Láru. „Aðstæðurn- ar eru að vísu ckki uppá það allra besta hér á gangstéttinni en við höfum fengið heilmikið út úr þessu. Börnin hafa líka fagnaðsnjónum: við fórum með krakk- ana í skólanum í þotuferð í Herjólfsdal og þau voru himinlifandi“. Þóra sagði að þær hefðu látið nægja að ganga á skíðum í þænum enda væri hörgull á skíðabrekkum. Þó væri e.t.v. möguleiki að finna brekkur í Herjólts- dalnum þar sem hægt væri að koma við svigskíðum en þær væru sjálfsagt hættu- legar vegna grjóts og þetta væri skíða- þyrstum norðanmönnum betra en ekkert. - GSH. Yfirlýsing — frá starfsmönnum á ritstjörn Tfmans ■ Starfsfólk á ritstjórn Tímans harm- ar þá ákvörðun stjórnar Nútímans sem tekin var á fundi hennar í gær, að ganga framhjá Elíasi Snæland Jóns- syni, ritstjóra blaðsins, þegar ráðið var í starf ritstjóra hins nýja hlutafélags. Lýsir starfsfólk yfir fyllsta trausti á störf Eltasar þau tæpu þrjú ár sem hann hefur gegnt ritstjórastöðu. Er starfs- mönnum ritstjórnar með öllu óskiljan- lcgt hvers vegna gcngið var framhjá einum reyndasta blaðamanni íslenskra fjölmiöla þegar ráðið var í stöðu þá sem Elías hefur gegnt með slíkum ágætum undanfarin ár. Jafnframt lýsa starfsmcnn yfir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru við þcssa ákvörðun. Utför Magnúsar Jónssonar í dag ■ Útför Magnúsar Jónssonar fyrrver- andi ráðherra og bankastjóra fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík árdegis í dag, en hann andaðist hinn 13. janúarsl. Magnús fæddist hinn 7. september árið 1919 á Torfmýri í Blönduhlíð. Hann varð stúdent frá MA árið 1949 og cand. juris, frá Háskóla (slands árið 1946. Magnús vr kjörinn á þing árið 1951 og sat þar samfleytt til ársins 1974. Gegndi hann störfum fjármálaráðherra í við- reisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks á árunum 1965-1971. Árið 1961 var Magnús ráðinn bankastjóri við Búnaðarbanka íslands og gegndi þeini starfa til æviloka, að undanteknum þeim tíma sem hann var fjármálaráðherra.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.