Tíminn - 31.01.1984, Side 9

Tíminn - 31.01.1984, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 19M 9 menningarmál á vettvangi dagsins "7 „Borealis — norræn myndlist ■ Fyrsta farsýning mvndlistar á vegum Norrænu listmiðstöðvarinnar í Sveaborg stendur nú yfír. Hlaut hún nafnið „Bor- ealis - norræn list 1983“, og voru valdir til hennar þrír listamenn frá hverju norðurlandanna, nema einn færeyingur. Af íslands hálfu eru þátttakendurnir þau Ásgerður Búadóttir. Gunnar Örn Gunn- arsson og Magnús Tómasson, en Svíinn Tage Martin Hórling valdi verkin á vegum Sveaborgar. Sýningin hljóp af stokkunum í Hels- ingfors Konstahall þann 27. maí síðstlið- inn og stóð fram í júlí, en var þaðan flutt á Charlottenborg í Kaupmannahöfn, en nú síðast var hún í Listasafni Suður- Jótlands, þar sent henni lauk nú 15. janúar. Næsti áfangi hennar verður Kunstnernes Hus í Osló, en hingað á Kjarvalsstaði er hún væntanleg næsta sumar. Allmikið hefur verið um sýninguna skrifað, og hafa nú borist umsagnir um Borealis í hinu nýja og glæsilega lista- safni í Tönder. Ulf Gudntundsen skrifar í blaðið Vestkysten og segir: „ísland kemur á óvart. Vefnaðir Ásgerðar Búa- dóttur. með upphleyptum hrosshársflöt- um, eru heillandi, og MagnúsTómasson ítrekar af snilld hið gamalgróna hug- myndafrelsi Sögueyjunnar. Kassar hans með uppstoppuðum fuglum eru einkar áhrifaríkir: Hér gengur eggið á fótum. spörinn er sýndur sem stríðsþota, leð- urblakan hefur sig til flugs, og gott ef steinninn fær ekki líka vængi! Hér mætir auganu fugl í rafmagnsstól, gagnnístur söngvari, og margt annað ótrúlegt er á seyði. Hinn þriðji ísiendinganna er Gunnar Örn Gunnarsson, sem er sjálfur talsverður örn í áhrifamiklú málverki sínu og kröftugu litum. Bravó ísland!" í Jydske Tidende segir Morten Böcker: „Skoðandinn hefur ntikið upp úr Borealis. Sýningin er stórkostlega eggjandi, hneykslandi, „geggjuð", full af andstæðum - og í heild sinni tjáning þeirrar veraldar sem við lifum í. Og hér er það vel að merkja, að Norðrið er ekki neitt einangrað fyrirbæri á jarðarkringlu þessa áratugar. Listamennirnir anda frjálslega, guði sé lof, því skelfing væri það leiðinlegt ef sýningin hefði vcrið skorin niður við einhvern „skandinaviskan samnefnara". fað er fullt af slæmum dæmum slíkrar meðalmennsku annarstaðar á hnettin- um. Borealis sýnir margan vott þess, að það sé raunverulega mikið um að vera í listinni nú um stundir. Og ef til vill með meiri hraða en jafnvel sá, sem opinn er fyrir flestum nýjungum, getur með góðu móti fylgt. Borealis er ein af mest spennandi sýningum sem Listasafn Suður-Jótlands hefur enn boðið upp á." I blaði þýskumælandi jóta: Der Nord- schleswiger, kallar Uwe Lempelius um- sögn sína „Mögnuð listaverk tjá kalda storma okkar tíma". Síðan segir hann: „Hér er ekki sýnd nein glaðleg stofulist. Hér er ekki leitast við að skapa yndi eða samræmi, heldur er sýningin í teikni aflmikillar listar, þar sem fjallað er um ýmiskonar mannlegar hneigðir á mynd- rænan hátt. Hvergi bregður þar fyrir köldum formalisma af ætt l'art pour l’art-viðhorfa. Fuglar íslendingsins Magnúsar Tóm- assonar verka í senn sem ákæra og hrollvekja. Hann setur hluti sína á svið. Rós liggur undir fallöxi, spörfugl er reyrður niður í rafmagnsstól. Áhorfand- inn hlýtur að spyrja sig: Hver var dómarinn? Þessar sviðsetningar Magn- úsar Tómassonar eru listrænt-fagur- fræðilegar, en þær knýja skoðandann til þess að tengja þær hliðstæðum úr mann- lífinu sjálfu. Mjög fáir hlutir á sýningunni eru hugsaðar sem hrein hugleiðingarverk (Meditationsobjekte). Helst væri þarað nefna vefnaðina. Ásgerður Búadóttir sýnir stærð og formrænan styrk í vegg- klæðum sínum, og með því að vefa í þau stríð hrosshársform tekst henni að skapa úr þeim sjálfstæðan hlutveruleika. Þótt málaralistin hafi hvað eftir annað verið dæmd dauð, og einkum snemma á sjöunda áratugnum, þegar objektið - hlutgervingurinn - var í hæstum metum, koma samt stöðugt fram ungir listamenn. sem notfæra sér þann gamla miðil, olíulitina, penslana og léreftið. Þannig skapar Islendingurinn Gunnar Örn Gunnarsson mannamyndir og andlit úr óblönduðum litflekkjum, sem eru þó í eðli sínu annað og meira: ímynd þeirra átakamiklu og sprengikenndu afla sem stjórna mannlegri tilvist. í því minnir hann mjög á Francois Bácon." Uwe Lempelius lýkur grein sinni með þeirri ósk, sem margir sýningargcstir muni taka undir, að Borealis mætti einnig finna sér gististað sunnan landamær- anna. yiagnús Pálsson: Er hægt að taka hvern sem er fastan? ■ Vegna skrifa um lögregluna í dag- blöðunum að undanförnu, langar mig til að senda þér, frú lögfræðingur Lögreglu- félags Reykjavíkur, eftirfarandi línur: Það var haustið 1968 í ágúst eða septcmber. að ég fór í Glaumbæinn okkar gamla, og skemmti mér þar, eins og gengur og gerist með 18 ára unglinga. Ballið cndaði vel og ég hélt heim á leið ásamt öllum öðrum, sem voru á heimleið að dansleiknum loknum. Er ég var í Lækjargötu. á móts við þar sem nú heitir víst „Skallinn", hitti ég tvo eða þrjá Englendinga. sem voru á gangi saman, ásamt einni íslcnskri stúlku. Þeir voru þá að kýta við einn eðá tvo Islendinga vegna stúlkunnar. sem vildi heldur labba nieö Englendingunum en fara með Islendingunum tveimur. Égfór að segja við Englendingana, að með þessu áframhaldi, ef þeir ætluðu að fara að slást um stúlkuna kæmi áreiðanlega lögreglan til skjalanna. Allir voru viö skál, en enginn ofurölvi. Ég hafði varla sleppt orðinu við Eng- lendingana þegar sírenuvæl heyrðist og lögreglubíll kom þjótandi með blikkandi Ijós á fullu. Ut þustu fjórir eða fimm lögreglumenn og skipuðu Englending- unum upp í bílinn og stúlkunni mcð, - og mér einnig, en ég hélt nú ekki að ég færi upp í bílinn. Ég hefði ekkert til saka unnið. Nú, það skipti engum togum, að cinn tók utan um hálsinn á mér aftan frá, annar um vinstri handlegg, sá þriðji um. hinn handlegginn og fjórði reyndi við fæturna, en gekk ekki sem best. Urðu harðar stimpingar, sem enduðu með því, aö þcir höfðu mig undir og hcntu. mérinn íbílinn. Þarvaréghandjárnaður - og ekki nóg með það, þeir settust tveir ofan á mig á leiðinni í Steininn, sem var nú frekar stutt leið sem betur fór. Þcgar á stöðina kom var gefin munn- leg skýrsla vegna handtöku okkar, og Englendingunum var síðan slcppt og stúlkunni líka. Þau vildu fyrir alla muni, að ég fengi þá að fara líka, þar sem ég hefði hvcrgi við söguna komið, né skipt mér af stimpingunum, en ég neitaði alveg að tala. Ég man að ég var ofsalega sár og reiður, og neitaði að skýra frá nafni og heimilisfangi. Þá hcntu þeir mér inn í lítinn klefa, og ég lá þar á gólfinu í stund, 1/2 tíma kannski aðeins lcngur. Þá var opnað og tveir komu inn. Ég hafði heyrt þá fyrir framan. áður en þeir opnuðu. Þeir sögðust skyldu láta þcnnan kauða tala! Nú komu þeir inn og annar hélt mér uppi, en hinn sló ntig í andlitið og magann, hvað eftir annað, - en ég var enn í handjárnum. Ég man enn, að annar sagði viö hinn: „Sláðu þannig, aö það sjái ckki á honum". Ég missti rænu þarna hjá þeim og varö alveg meðvitundarlaus, en rankaði við mér aítur á leiðinni út í bíl og á leið upp í Síðumúlafangelsið, þar var ég um nóttina. Um morguninn var tekin skýrsla, scm var þó ansi fátækleg, því maðurinn, sem tók skýrsluna, sagði við mig, aöégskyldi bara hypja mig hiö snarasta burt, því þctta væri allt saman cintóm vitlcysa. Hann sagði að þetta hefði verið mér að kenna hvernig fór, þar scm ég hcfði sýnt mótþróa. - En ég bar spyr: - Er hægt að taka hvern sem er fastan, án þess að hann hafi til saka unnið? Svo ég tali nú ekki um, að berja menn og þaö í hand- járnum? Þetta er í fyrsta - og eina sinnið - sem ég hef lent í fangelsi, cn ófögur var framkoma lögreglunnar við mig, og hef ég andstyggð á henni síöan, og verð sennilega alltaf á móti henni mcðan ég lifi. - Finnst þér þaö nokkuð skrýtið, frú Svala Thorlacius hdl.? Magnús Pálsson DREYER LIFIR ENNÞÁ ■ Þrátt fyrir mikinn samdrátt í útgáfu bóka að undanförnu, lifir forlágið Drey- er enn góðu lífi og gefur út merkar bækur. Þó hefir verió stofnað dótturfyr- irtæki er nefnist Aventura, sem hefir tekið yfir mikinn hluta bókaútgáfunnar og mun ég koma að því seinna. Bækur Öistein Parmann má segja að beri hæst á útgáfulista liðins árs. Þar er fyrst um að ræða „Norge sett med kunstneröyne". Er þetta einstaklega falleg bók með eftirprentunum fjölda listaverka, þeirra bestu cr í landinu finnast, og hið ritaða mál er sótt til bestu Ijóðskálda og rithöfunda í sögu landsins. Val Parmanns er svo gott að aðdáun vekur, hversu smekklega er valið og fallega uppsett. Margar bækur hefir Parmann gert fallegar um sína daga, en þessi er sú besta er ég hefi séð til þessa. Er öll útgáfa bókarinnar til fyrirmyndar. Önnur bók Parmanns á árinu var „Norsk billedvev". Er þetta samútgáfa Drever ásamt Kunstidustrimuseet í Oslo. Þarf vart að lýsa því að bókin er einstaklega fallega gerð og gerir mynd- vefnaði góð skil gegnum söguna. Er þetta og einstaklega fallega gerð og unnin bók eins og aðrar bækur Parmanns. „Troll og deres slektninger" er ein- staklega skemmtilcga unnin tröllabók_ fyrir yngri lesendurna eftir Jan Bergh Eriksen og myndirnar eftir Per Aase. Er bókin gefin út bæði á norsku og ensku og rekur ættarsögu trölla og annarra af þeirri fjölskyldu. Byggir bókin á þjóð- sögum og þjóðtrú og er skemmtileg. „Jernalderen" eftir Jan Deberitz, skeður í Valdres, 367 eftir Krist. Það er tími blóta, mánans og sagnanna. Skuggatímar í norskri sögu og þó sumt sé aðeins óljóst vitað er hún segir frá þá er það fært í skemmtilegan stíl og gott aflestrar. „A vokse í alder og visdom" eftir Tollak B. Sirnes, er baráttubók fyrir málefnum aldraðra, sem lýsir fyrir okkur hvað fylgir því að verða gamall. Profess- or Sirnes slær í gegn í þessari bók og fékk raunar einróma góða dóma fyrir hana. Bara að við ættum slíka bók á íslensku. Tvær bækur Tore Stubberud vil ég nefna hér. „Vedfyringensgleder" erbók hans þar sem hann endursegir 27 sögur fólks hér í landi á6. áratugnum. Lífssaga fólks sögð á einfaldan heillandi hátt. Þá vil ég einnig nefna þýðingar hans á Ijóðum Baudelaires. Prosadikt, sem út kom 1981, en er þýðing sígildra Ijóða um taugaveiklun borgarinnar. draum. meðkennd og hræðilegan veruleika. Inger Broehmann hefir skrifað bók um hugmyndafræði Rudolf Steiner. um lífið eftir dauðann eins og Raymond A. Moody lýsir því, sem lífinu eftir lífið. „Det ukuelige liv" heitir bókin. Eftir Irene Kassorla er bókin „Pene piker gjör det," sem lýsir því hvernig konur geta átt betra kynlíf og er skorað á karlmenn að lesa hana. „Handen forteller" eftir Peter West er ekki aðeins um hvernig eigi að spá í hendi en einnig um hvað höndin sem heild getur sagt okkur um eiganda hennar. Þar eru vísindin að skoða og meta hendur, nefnd kirologi. „Bedre grönnsaker, bær og frukt - utan gift“ er bók eftir Georg Parmann. Kennir hann þar almenningi hvernig best er að rækta þessa hluti og njóta til fullnustu. Parmann er blaðamaður við Aftenposten með umhverfisvernd sem sérgrein. Eftir Paul Uccusic er bókin „Doktor Bi". Bók þessi sem fjallar um hinn mikla lækningamátt efna þeirra er býflugurnar safna. hefir vakið mikla athygli hér í landi og verið umrædd í tímaritum. Er þetta holl lesning. ekki aðeins náttúrulækningafólki. heldur og öllum sem er annt um heilsu sína. í Hollandi hefir Vil Huvggen skrifað bækur um litla fólkið. búálfa. húsálfa eða nissa eins og þeir nefnast hér. Rien Povrtliet hefir myndskrevtt þessar bækur með miklum fjölda skemmtilegra mynda. Tvær þessara bóka hafa komið út á Dreycr forlagi og eru engar smábæk- ur, cða um 200 síöur hvor í stóru broti. þar cr okkur sagt frá upphafi, stærö, aldri og högum álfa, hvar þcir búa og hvernig, ótrúlcga líkir mönnum, en bara mun opnari og cðlilegri, auðtrúa og góðir hver viö annan og þá sem eru góöir yiö þá. En þeir verða bara nokkur hundruö ára, svo eins gott er aö fjölgunin icrði ckki mikil. Þessar bækur nefnast „Den store nisseboken" og „Nissens hemmelighet." Einstaklcga skemmtilegar, en jafnframt lær-dómsríkar bækur fyrir yngstu lesend- urna. Osló 19. jan 1984 Sigurður H. Þorsteinsson Sigurður H. Cs Þorsteins- VÉf \ son skrifar frá Noregi: Norges Boklag ■ Það eru kannskc ckki margar bækur, sem koma út á vegum Norges Boklag, en gæðin eru þá kannski enn meiri. „Bekken syng", eöa lækurinn syngur eftir Jan-Magnus Bruheim, myndskreytt af Reidar Johan Berle. Tilfinningar læksins í huga barnsins eru þarna túlkað- ar á einfaldan einlægan hátt svo að full- orðnir hafa gott af að lesa. Eru kvæðin öll á þann veg að þar mcga bæði börn og gamalmenni draga lærdóm af. E'r þctta í raun algilt fyrir mjög vandað barnaefni. Þá eru verk Olav H. Hauge í tveim bindum. Annarsvegar ljóðasafn ljóða þeirra er hann orti og hinsvegar eitt bindi Ijóðaþýðinga hans. Ljóð Hauge cru einstaklega þckk og ánægjulegt að lesa þau. Þau eru að mestu rímuð og falla því vel á tungu íslendingsins, eins og, Tár þú þarft ekki aö falla. Lítið fyrir þig, en mikið fyrir mig. ' Bros þitt í þörf og handtak var allt. Tár þú þarft ekki að falla. Ég veit þú ert sall. Mér dettur í hug Guðmundur skólaskáld er ég les Ijóö Hauge. Osló 19. jan 1984 Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.