Tíminn - 31.01.1984, Qupperneq 15

Tíminn - 31.01.1984, Qupperneq 15
ítfft ’i •.' > t í a v.. r; x i Jr ífJi æiwí m 15 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 smyaít® LOKS NÍÐU VALSMENN AÐ VINNA! lögdu Keflavík 92-69 í Seljaskólanum ■ Valsmenn unnu sannfærandi sigur á Keflvíkingum, 92-69 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, er liðin mættust í Seljaskóla á sunnudagskvöld. Staðan i hálfleik var 48-31 Valsmönnuin í vil. Það var Ijóst strax í upphafi hvert stefndi, því eftir aðeins 3 mínútur höfðu Valsmenn náð 11 stiga forskoti, 13-2. Valsmenn héldu uppteknum hætti og um miðjan háifleikinn var staðan orðin 30-14. í hálfleik höfðu Valsmenn síðan 17 stiga forskot 48-31. Óþarfí er að rekja nákvæmlega gang mála í síðari hálfleik, því hann var keimlíkur þeim fyrri, sem sagt algjörir yfirburðir Valsmanna, staðan um miðjan síðari hálfleik var 73-49. Þegar leiktímanum lauk höfðu Valsmenn tryggt sér 23 stiga sigur 92-69. Tímabær sigur Valsmenn sem tapað höfðu hverjum leiknum á fætur öðrum upp á síðkastið og máttu muna sinn fífil fegri, höfðu greinilega fundið fífilinn og lífgað hann við, því þeir léku á als oddi í leiknum og Keflvíkingar áttu aldrei glætu í þá. Helst virðist sem viljinn til að sigra hafi blossað upp meðal leik- manna liðsins, en þann blossa hefur skort að undanförnu. Bestu maður Vals í þessum leik var bakvörðurinn djarfi Tómas Holton, en Torfi Magn- ússon og Kristján Ágústsson áttu einn- ig góðan leik. Þá komust þeir Valdem- ar Guðlaugsson og Jóhannes Magnús- son ágætlega frá leiknum. Erfitt framundan hjá ÍBK Ef lið Keflvíkinga á að leika áfram í úrvalsdeildinni, verða leikmenn þess að leika betur en þeir gerðu í þessum leik. Baráttan verður vafalaust hörð í þeim leikjum sem eftir eru og ekkert gefið eftir í botnbaráttunni. Stig Vals skoruðu: Tómas Holton 20, Kristján Ágústsson,13, Torfi Magnússon 11, Jóhannes Magnússon 11, Valdemar Guðlaugsson 10 Björn Zöega 8, Leifur Gústafsson 8, Jón Steingrímsson 6, Helgi Gústafsson 3 og Páll Arnar 2. Stig ÍBK skoruðu: Jón Kr. Gíslason 18, Björn V. Skúlason 12, Óskar Nikulásson 11, Guðjón Skúlason 10, Sigurður Ingimundarson 10, Þorsteinn Bjarnason 4, Pétur Jóns- son 2 og Matti Stefánsson 2. -BL Góður sigur Gummersbach - Alfreð skoraði 4 mörk - nýr þjálfari hjá Gummersbach - Frá Gísla Ágúst Gunnlaugssyni, íþróttafréttamanni Tímans í V-Þýska- landi: ■ Handknattleikslið Essen, lið Alfreðs Gíslasonar, vann góðan og öruggan sigur á V-Þýskalands- og Evrópumeisturum Gummersbach á hcimavelli sínum á sunnudaginn. Leiknum lauk með sigri Essen 17-12, og var sá sigur aldrei í hættu. Essen náði fljótlega góðu for- skoti í leiknum, og staðan í hálfleik var 8-4 Essen í hag. Við þennan sigur skaust Essen upp í 3. sæti deilarinnar. Alfreð Gíslason skor- aði fjögur mörk fyrir Essen í leiknum, öll úr vítaköstum. Mark- verðir liðanna þóttu báðir eiga snilldarleik, en leikurinn var nokk- uð harður, þannig máttu leikmenn Gummersbach hvíla í samtals 12 mínútur utan vallar. Nýr þjálfari hefur nú tekið við liði Gummersbach, Klaus Brand að nafni. Hann var einn af bestu máttarstólpum Gummersbach fyrr á árum, en Herbert Wittchen, sem þjálfað hafði liðið síðan í sumar, sagði starfi sínu lausu síðastliðinn föstudag. -GÁG/SÖE ■ Alfreð Gíslason skoraði 4 mörk í 17-12 sigri Essen á Gummersbach um helgina. Essen á nú góðu gengi að fagna í v-þýsku Búndeslígunni í handbolta. ■ Besti maður Vals í leiknum á sunnudag, Tómas Holton, sækir hér djarflega að körfu Keflvíkinga. Til varnar er Pétur Jónsson. Tómas skoraði 20 stig í leiknum, sem Valsmenn unnu örugglega 92-69. _____ Tímamynd Árni Sæberg. KR rauf sigur- göngu Hauka — Vesturbæingarnir unnu 81-75 ■ Sigurganga Hauka í úrvalsdeildinni í körfuknattleik var rofin á laugardag þegar þeir fengu KR í heimsókn. KR-ingar sigruðu 81-75 eftir að staðan í hálfleik var 44-37 KR í vil. „Það er mikil spenna því samfara að vera í öðru sæti deildarinnar og þá spennu þoldu strákarnir ekki“ sagði Einar Bollason, þjálfari og leikmaður Hauka. „Við vorum búnir að vinna 7 af síðustu 8 leikjum og það hlaut að koma að því að við töpuðum. Svo bætti heldur ekki úr skák að við misstum Pálmar Sigurðsson út af strax í upphafi síðari hálfleiks og munar um minna,“ sagði Einarennfremur. Bestu menn Hauka voru þeir Kristinn Krist- KRISTJAN SIGRADI — í þyngsta flokknum á afmælismóti JSÍ ■ Fyrri hluti afmælismóts Júdósam- bands Islands, fór fram á laugardag, í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Úrslit í einstökum flokkum urðu sem hér segir. 60 kg. 1. Gunnar Jóhannesson UMFG 2. Guðmundur Sævarsson Ármanni 3. Kristján Svanbergsson UMFK 65 kg. 1. Rúnar Guðjónsson JR 2. Gunnar Jónasson Gerplu 3. Örn Arnarson Ármanni 71 kg. 1. Halldór Guðbjörnsson JR 2. Karl Erlingsson Ármanni 3. Rögnvaldur Guðmundsson Gerplu 86 kg. 1. Sigurður Hauksson UMFK 2. Magnús Hauksson UMFK 3. Sævar Kristjánsson Gerplu 95 kg. 1. Kristján Valdemarsson Ármanni 2. Arnar Marteinsson Ármanni 3. Runólfur Gunnlaugsson Ármanni -BL insson og Hálfdán Markússon. KR-ingar léku vel í þessum leik og voru vel að sigrinum komnir. Guðni Guðnason átti bestan leik KR-inga en þeir Jón Sigurðsson og Birgir Guð- björnsson áttu einnig ágætan leik. Stigahæstir KR-inga voru Guðni Guðnason með 24 stig, Jón Sigurðsson með 14, Garðar Jóhannesson með 14 og Birgir Guðbjörnsson með 12. Hjá Haukum skoraði Kristinn Kristinsson 13, Hálfdán Markússon 13, Pálmar Sigurðsson 11, Sveinn Sigurbergsson 10 og Einar Bollason 9, og aðrir skoruðu minna. -BL Sfadan ■ Staðan í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik eftir leiki helgarinnar er nú þessi. Njarðvík-ÍR...........................83-72 Haukar-KR ............................75-81 Valur-Keflavík .......................92-69 Njarðvík..... 13 10 3 1048-966 20 KR .......... 14 8 6 1005-988 16 Haukar....... 14 8 6 1015-1025 16 Valur........ 14 6 8 1149-1089 12 Keflavík..... 13 5 8 854-969 10 ÍR........... 14 4 9 985-1030 8

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.