Tíminn - 11.03.1984, Page 9
SUNNUDAGUR 11. MARS 1984
9
STtwmm
menn og málefni
Meiri kauphækkanir ykju
verðbólgu og atvinnuleysi
Boginn spenntur
til hins ýtrasta
Það er ekki ofmælt hjá Steingrími
Hermannssyni forsætisráðherra að
með hinum nýja aðalkjarasamningi
Alþýðusambands íslands og Vinnu-
veitendasambands íslands hafi boginn
verið spenntur til hins ýtrasta. Það má
litlu muna, ef stórt verðbólguflóð á
ekki að skella yfir að nýju.
Samkvæmt þessum samningi mun
kaupgjald í landinu verða 13% h ærra
í byrjun næsta árs en það er nú.
Meðaltalskauphækkun á þessu ári
verður hins vegar ekki nema rúm
6-7%, þar sem engin hækkun verður
tvo fyrstu mánuðina og síðan verða
hækkanir í áföngum.
Kauphækkunin á þessu ári verður
þannig um þriðjungi meiri en ríkis-
stjórnin gerði ráð fyrir, þegar gengið
var frá fjárlögum fyrir árið. Þar var
gert ráð fyrir 4% kauphækkun.
Sú áætlun byggðist m.a. á því, að
útsvarsbyrðin yrði ekki meiri á þessu
ári en á árinu 1983. Frá þeirri reglu var
hins vegar stórkostlega vikið, þegar
gengið var frá fjárhagsáætlun Reykja-
víkurborgar fyrir árið 1984. Eftir það
var ljóst, að 4% reglan, sem ríkis-
stjórnin vildi miða við, var úr sögunni.
Það staðfesta líka nýju kjarasamning-
arnir.
Launþegar munu áreiðanlega segja,
að þeir séu ekki miklu bættari með 6%
meðaltalshækkun á árinu. Vissulega
má færa það til sanns vegar, hvað hina
launalægri snertir.
Undir þeim kringumstæðum, sem
nú eru, hefði hins vegar meiri kaup-
hækkun ekki komið að notum. Á móti
meiri hækkun hefði ekki aðeins komið
meiri verðbólga, heldur stóraukin
hætta á atvinnuleysi.
Staðan í efna-
hagsmálunum
Af hálfu þeirra, sem láta óánægju í
ljós yfir samkomulagi Alþýðusam-
bands íslands og Vinnuveitendasam-
bands íslands, er því m.a. haldið fram,
að það sé ósigur fyrir verkalýðshreyf-
inguna.
Þeir, sem fella slíka dóma, gera sér
ekki grein fyrir því, hvernig ástatt er í
efnahagsmálum þjóðarinnar.
Launakjör þau, sem menn nutu á
árunum 1978-1982, byggðust að veru-
legu leyti á erlendri skuldásöfnun. Hin
erlenda skuldabyrði er nú orðin svo
þung, að frekari skuldasöfnun myndi
leiða til efnahagslegs ósjálfstæðis.
Óhjákvæmilega hlýtur það að skerða
kjörin að ekki er lengur hægt að lifa
um efni fram á þennan hátt.
Til viðbótar þessu kemur svo hinn
mikli samdráttur þorskveiðanna, sem
ekki verður bættur nema að litlu leyti
með aukinni loðnuveiði, þarsem loðnu-
verðið er líka fallandi.
Erfiðlega horfir með sölu á skreið og
saltfiski og fleiri sjávarvörum. Verðlag
á Bandaríkjamarkaði fyrir frystan fisk
helzt enn sæmilegt, en er þó fallandi.
Þar vofir yfir, að dollarinn lækki og
hefði það ófyrirsjáanlegar afleiðingar
fyrir sjávarútveginn og raunar þjóðar-
haginn yfirleitt.
Þótt afkoma ýmissa atvinnufyrir-
tækja hafi haldizt sæmileg, gildir það
ekki um önnur. Þau standa mjög
höllum fæti. Mjög hæpið er um sum
þeirra, að þau standist þá kauphækk-
un, sem búið er að semja um. Þess
vegna má búast við að nokkurt at-
vinnuleysi fylgi í kjölfar hinna nýju
kjarasamninga.
Mesti ósigurinn
Þegar litið er á þessar forsendur
allar, er það í meira lagi rangt að tala
um samkomulagið milli Alþýðusam-
bands íslands og Vinnuveitendasam-
bands íslands sem ósigur fyrir Alþýðu-
sambandið.
Það hefði komið flestum umbjóð-
endum þess verst, ef það hefði reynt
að spenna bogann hærra. Óhjákvæmi-
lega hefði þá meiri verðbólga fylgt í
kjölfarið og gert að engu kauphækkun-
ina hjá hinum launalægri og raunar
meira til. Aukið atvinnuleysi hefði þá
einnig komið til sögu með hörmulegum
afleiðingum fyrir þá, sem við það þurfa
að búa.
Alþýðusamband íslands hefur því
náð eins hagstæðu samkomulagi og
frekast mátti vænta undir ríkjandi
kringumstæðum. Þó er það ótalið, ef
með þessu samkomulagi tekst að
tryggja fullan vinnufrið.
Það er enn ekki séð, hvort svo
verður. Langflest félögin, sem hafa
fjallað um samningana, hafa samþykkt
þá, en nokkur tekið sér umhugsunar-
frest. Aðeins þrjú hafa fellt þá, þegar
þetta er ritað. Sennilega hugsa þau sig
um oftar en tvisvar áður en þau efna
til verkfalls.
Við nánari athugun hljóta forustu-
menn þeirra að gera sér ljóst, að eins
og staðan er nú, gæti meiri kauphækk-
un ekki leitt til annars en aukinnar
verðbólgu og meira atvinnuleysis. Það
yrði mestur ósigur fyrir alla hina kaup-
lægri launþega, sem yrðu að þola
aukna verðbólgu, og eiga atvinnuleys-
isvofuna helzt yfir höfði sér.
Vísitölukerfið og
Alþýðubandalagið
Nýju kjarasamningarnir, sem Al-
þýðusamband íslands og Vinnuveit-
endasambandið hafa orðið sammála
um, eru að því leyti frábrugðnir fyrri
samningum þessara aðila, að þar er
sýnd markviss viðleitni til að hækka
lægstu launin meira en hærri launin.
Að því leyti hefur Ásmundur Stefáns-
son markað sér sérstöðu meðal ís-
lenzkra verkalýðsleiðtoga í seinni tíð,
að hann hefur lagt mesta áherzlu á
hækkun lægstu launanna. Þetta hefur
alltof mikið gleymzt hjá fyrirrennurum
hans, eins og raun ber líka vitni.
Það er svo annað mál, að æskilegt
hefði verið að láglaunin hefðu getað
hækkað meira, eins og síðar verður
vikið að.
Það er óumdeilanlegt, að sá flokkur,
sem ber höfuðábyrgð á þeim vaxandi
launamun, sem hér hefur verið að
myndast síðustu árin, og þó mest í tíð
síðustu ríkisstjórnar, er Alþýðubanda-
lagið.
Alþýðubandalagið hefur öllum
öðrum flokkum haldið fastar í það
vísitölufyrirkomulag, sem mældi há-
launamanninum margfaldar vísitölu-
bætur á við láglaunamanninn. Það er
þetta vitlausa fýrirkomulag, sem hefur
aukið launamuninn meira en nokkuð
annað.
Það hefur markvisst fært hálauna-
manninn upp á við og láglaunamann-
inn niður á við.
Það er ömurlegt dæmi um þessa
afstöðu Alþýðubandalagsins, að í þau
rúmlega þrjú ár, sem þeir Svavar
Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og
Ragnar Arnalds sátu í ríkisstjórn,
töldu þeir það ósköp eðlilegt, að þeir
fengju margfalt meiri dýrtíðarbætur
en Dagsbrúnarmaðurinn. Ólafur
Ragnar Grímsson var heldur ekki
feiminn við það sem alþingismaður og
prófessor að taka á móti margföldum
dýrtíðarbótum á við Dagsbrúnar-
manninn. Þessum félögum fjórum
fannst það þannig sjálfsagður hlutur
að þeir væru( metnir margfalt á við
Dagsbrúnarmanninn.
Gagnrýni Tímans
Til þess að draga athygli frá þdssari
ósvinnu og ósvífni, hefur Þjóðviljinn
i
■ Guðmundur J. Guðmundsson.
reynt að beina árásum á Tímann.
Tíminn hafi gleymt því að hugsa um
láglaunafólkið. Forustugreinar Tím-
ans frá liðnum árum vitna þó vissulega
um allt annað. Ekkert annað blað
hefur deilt eins harðlega á hið vitlausa
vísitölukerfi og Tíminn.
Hvað eftir annað hafa birzt útreikn-
ingar í forustugreinum Tímans, sem
sýndu fram á, að þær vísitölubætur,
sem láglaunamenn fengu, nægðu alls
ekki til að vega gegn vaxandi dýrtíð, á
sama tíma og menn eins og Svavar,
Hjörleifur, Ragnar og Ólafur Gríms-
son fengu stórar upphæðir umfram
það sem dýrtíðaraukningunni næmi.
Enginn stjórnmálamaður hefur lagt
meiri áherzlu á það að undanförnu en
Steingrímur Hermannsson, að það
svigrúm, sem nú væri til launahækk-
ana, yrði fyrst og fremst látið koma
láglaunafólki til góða. f stað þess er
hlutur þess hækkaður lítillega, sem
vert er þó að meta, en 5% hækkunin
látin ná upp úr. Þetta er ekki sú stefna,
sem Framsóknarflokkurinn hefði helzt
kosið.
Það var mikil ólga á Dagsbrúnar-
fundinum á dögunum. Hún þarf ekki
að koma á óvart. Hún hlaut fyrr en
síðar að koma upp á yfirborðið eftir að
Alþýðubandalagið er áratugum saman
búið að viðhalda þeirri reglu, að há-
launamaðurinn fái margfaldar bætur á
við láglaunamanninn. Leiðir Alþýðu-,
bandalagsins og Dagsbrúnar hafa
sannarlega ekki legið saman.
Klofningurinn í
Alþyöubandalaginu
Það hefur kontið glöggt í ljós á
undanförnum misserum. að mikill tví-
skiptingur ríkti t röðum forustuliðs
■ Ásmundur Stefánsson.
Alþýðubandalagsins. Annars vegar
voru fulltrúar verkalýðshreyfingarinn-
ar, hins vegar hópur svokallaðra
menntamanna, sem slitnað hafði úr
tengslum við alþýðuna í landinu, en
telja sig þó sjálfkjörna vegna gáfna og
menntunar til að segja verkalýðsleið-
togunum fyrir verkum.
Þessi klofningur í forustusveit Al-
þýðubandalagsins hefur sjaldan komið
betur í Ijós en í sambandi við kjara-
samningana nú.
Langflestir verkalýðsleiðtogar í
flokknum hafa gert sér fuila grein fyrir
því, hvernig ástatt er í efnahagsmálum
þjóðarinnar. Á þessu stigi yrði ekki
hægt að endurheimta kaupmáttinn eins
og hann var mestur, því að tilraun í þá
átt myndi enda með nýju verðbólgu-
flóði og stórauknu atvinnuleysi.
Leiðina til að ná þessu marki yrði að
fara í áföngum og hún yrði því aðeins
fær, að hægt væri að auka og bæta
framleiðsluna. Verkalýðshreyfingin
yrði í samræmi við það að reyna að
hafa þau áhrif á atvinnurekendur og
stjórnarvöld að markvíst yrði stefnt að
aukinni og fjölþættari atvinnustarf-
semi.
í samræmi við þetta yrði að miða
kröfugerðina við það, að boginn yrði
ekki spenntur of hátt. Nú væri um
varnarbaráttu að ræða. Launþegár
yrðu sjálfir verst úti, ef afleiðingin yrði
aukin verðbólga og atvinnuleysi.
Menntamannahópurinn í Alþýðu-
bandalaginu hafði önnur sjónarmið.
Markmið hans var að nota verkalýðs-
hreyfinguna í pólitískri valdabaráttu
Alþýðubandalagsins. Ríkisstjórninni
yrði að misheppnast í baráttunni við
verðbólguna. Þannig yrði að reyna að
bæta taflstöðu Alþýðubandalagsins.
Dagsbrúnar-
fundurinn
Það er flestum verkalýðsforingjum
'innan Alþýðubandalagsins til lofs, að
þeir létu ekki blekkjast af þessum
áróðri menntamannahópsins. Þeir
tóku ábyrga og raunhæfa afstöðu undir
forustu Ásmundar Stefánssonar.
Þannig náðu þeir fram eins miklu og
frekast var mögulegt undir núverandi
kringumstæðum, ef ekki átti að efna til
meiri verðbólgu og atvinnuleysis.
Einn af hinum öldnu verkalýðsleið-
togum Alþýðubandalagsins, Guð-
mundur J. Guðmundsson, hlustaði þó
um of á málflutning þeirra Svavars
Gestssonar og Ólafs Ragnars Gríms-
sonar. Hann klauf sig frá meginþorra
vcrkalýðsleiðtoganna, sem unnu að
gerð nýju kjarasamninganna.
Það sýndi sig þó á fundi Dagsbrúnar
23. febr. sl. að Guðmundur J. ætlaði
að fara frekar hóflega í sakirnar. Hann
deildi að vísu hart á Ásmund Stefáns-
son og félaga hans fyrir áhugaleysi og
deyfð. Ætlun hans var ekki að láta
fella nýja kjarasamninginn, heldur
gagnrýna vissa þætti hans og óska eftir
frekari viðræðum við atvinnurekendur
í samræmi við það.
Hér stóð Guðmundur J. Guðmunds-
son nokkurn veginn í svipuðum spor-
um og Héðinn Valdimarsson, þegar
hann var að keppa við kommúnista í
Dagsbrún á sínum tíma. Hann gerði
yfirboð, en kommúnistar gerðu enn
meiri yfirboð og fengu þau samþykkt,
því að Héðinn var óbeint búinn að
undirbúa jarðveginn.
Pétur Tyrfingsson lék hér nákvæm-
lega sama leikinn. Hann gekk á lagið
og flutti tillögu um að fella samninginn.
Eftir ádeiluræðu, sem Guðmundur var
búinn að halda, var tæpast annað fyrir
hann að gera en að sætta sig við forustu
Péturs. Sú varð líka niðurstaðan.
Eftir þessa afgreiðslu málsins á
Dagsbrúnarfundinum er erfitt að
dæma um hver afstaða Dagsbrúnar
kann að vcrða. Boðskapur Guðmund-
ar eftír fundinn var þessi: Verum
harðir - en yfirvegaðir og rólegir.
Bersýnilegt er, að Guðmundur er hér
að leita að útgönguleið. En ræður
hann ferðinni lengur? Hann er búinn
að láta menntamannahópinn teyma sig
langt. PéturTyrfingsson, Ólafur Ragn-
ar Grímsson og Svavar Gestsson segja
nú líkt og maðurinn forðum: Nú get ég.
Þáttur ríkisins
Það er Ijóst, að samkomulag hefði
ekki náðst milli aðila vinnumarkaðar-
ins, ef ríkisstjórnin hefði ekki komið
til aðstoðar og fallizt á að auka veru-
lega framlag ríkisins til að bæta kjör
þeirra, sen lakast eru settir.
Þetta sannar réttmæti þess, sem
Framsóknarflokkurinn hefur haldið
fram, að ríkið verður að hafa hönd í
bagga við gerð kjarasamninga. Aðilar
vinnumarkaðarins einir eru ekki færir
um að leysa þessi mál svo vel sé.
Þetta þýðir, að ríkið verður í vax-
andi mæli að fylgjast með gerð kjara-
samninga og hafa afskipti af þeim
beint og óbeint. Það verður að beita
áhrifum sínum til aukinnar jöfnunar
og gæta hlutar þeirra, sem lakast eru
settir.
Þórarinn rn
Þórarinsson, Í5É' 1
ritstjóri, skrifar: