Tíminn - 12.04.1984, Síða 20

Tíminn - 12.04.1984, Síða 20
Opið virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 HEDD” Skemmuveg' 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 4 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs 5AMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 w abriel HÖGGDEYFAR (JJvarahlutir .SST’ Ritstjorn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Fimmtudagur 12. apríl 1984 ■ Hvaða fólk cr þetta? Ekki eru þetta íslendingar, og ekki heldur útlendingar. Þetta Verkin eru eftir norska listakonu, Gitte Dahlin að nafni og eru til sýnis á eru listavcrk. Verkið með manninum við spilakassann heitir Núllið, og hitt heitir Hún Kjarvalsstöðum á sýningunni Borealis. her með sér minninguna um jörðina. Hvert ber jörðin hana?, hvorki meira né minna. RÍKISVÍXLAR SELDIR FYRIR 28 MILUÓNIR ■ Alls23vildukauparíkisvíxla samtals að upphæð48,5 milljónir króna í 2. útboði þeirra sem tilboð voru opnuð í gær, þannig að færri fengu en vildu. í boði voru ríkisvíxlar að upphæð 30 milljónir króna. Tilboðum var tekið í víxla að upphæö samtals 28,5 milljónir að nafnvirði, fyrir samtals 26.901.650 kr. kaupverð. Jafn- gildir það 25,97% meðalárs- vöxtum reiknuðum eftir á, að sögn fjármálaráðuneytisins. Til- boðin sem tckið var voru á bilinu 470.900 krónur til 475.000 kr. íyrir hvert 500.000 króna víxla- sett. Næsta útboð er fyrirhugað í fyrrihluta maímánaðar. - HEI. Guðrún Á Símonar KEMUR FRAM EFTIR TVEGGJA ÁRA HLÉ ■ Guörún Á. Símonar, ó- pcrusöngkona. hefur ckki ver- ið mikið sviðsljósinu undanfar- ið, enda ekki komið fram um tveggja ára skeið. Það þýðir þó ekki aó hún sé hætt aö syngja opinberlega því að í dag klukkan 17.00 nfun hún koma fram fyrir gesti á „smáiðn- sýningu" í Álafossbúðinni við Vesturgötu. Með henni verður pianóleikari og hyggst söng- t konan sýna að hún hefur engu gleymt þau tvö ár sem rödd hennar hefur ekki heyrst. SKATTUR A FERÐAGJALD- EYRIENDAN- LEGA AF- NUMINN NÚ ■ Fjögur lagafrumvörp voru afgrcidd scm lög frá Alþingi í gær. Þrjú þeirra eru staðfesting á bráðabirgðalögum. Hið fyrsta þcirra cr frumvarp um fjármála- ráðstafanir til verndar lífs- kjörum, cn bráðabirgðalögin voru sett 27. maí s.l. í sambandi við efnahagsráðstafanirnar scm þá voru gerðar. í þessurn bráða- birgðalögum var tekjuskattur lækkaður. Lífeyrir og tekju- trygging var hækkuð svo og barnabætur. 150 millj. kr. var varið til jöfnunar og lækkunar hitunarkostnaðar og ríkisútgjöld voru lækkuð um 300 millj. kr. Staðfest voru bráðabirgðalög- in um niðurfellingu og endur- greiðslu stimpilgjalda af íbúðar- húsnæði frá 6. sept. s.l. Og enn voru staðfcst bráðá- birgðalögin um afnám álags á ferðamannagjaldeyri frá 29. júlí s.l. Frumvarp um gleraugnafræð- inga varð að lögum og er þar kveðið á um réttindi og skyldur þeirra sem selja og vinna gler- augu og skilgreining gerð á starfssviði þeirra og lækna. -OÓ „Silkitromman“ ný finnsk ópera frumsýnd í Helsingfors: GERD EFTIR SÖMU SÖGU OG SILKITROMMA ATLA HEIMIS „fengum hugmyndina óháð hvor öðrumj' segirAtli en hann er skólabróðirog kunningi finnska tónskátdsins ■ „Við Heinincn lærðum á sínum tíma saman við Tónlistar- háskólann í Köln og höfum alla tíð haldið kunningsskap síðan og fylgst hvor meðöðrum. Hann er afskaplega bókmenntalega sinnaður maður og eitt sinn er hann heimsótti mig á íslandi sátum við saman heilt kvöld og ræddum aðeins um hugsanleg efni til að gera óperur við. Síðan liðu nokkur ár og þá komumst við að því að við höfðum báðir fyrir milligöngu kunningja byrj- að að gera ópcru eftir sama efninu. japanska leikritinu um silkitrommuna," sagði Atli Hcimir Sveinsson tónskáld í spjalli við blaðið í gær. Tilefnið var að það vakti athygli blaða- manns er hann var i boðsferð í Finnlandi á dögunum að meðan á dvölinni stóð var frumsýnd í Þjóðaróperunni í Helsingfors ópera eftir Paavo Heininen, sem ber nafnið Silkitromman, og af blaðafregnum var Ijóst að til grundvallar lá sami efniviður og lá til grundvallar óperu Atla Heimis með sama nafni. „Nei, það hefur engin stolið af neinum í þessu efni, sagði Atli. Við leggjum gjörólíkan skilning í efnið, við Örnólfur Árnason settum söguna í nútímabúning, létum óperuna gerast í tísku- heimi samtímans, en ópera Heininens gerist í Japan á 14. öld eins og upphaflega leikritið. Ég get bætt því við að ég var eitt sinn á ferð í Finnlandi og heim- sótti þá Heininen þar sem hann býr, rétt fyrir utan Helsingfors og var þá með nóturnar að minni Silkitrommu í töskunni og vildi 'sýna honum. En það vildi hann ekki, „ekki fyrr en ég er búinn með mína," sagðLhann. Það var reyndar talað um það á sínum tíma að þessar tvær óperur yrðu frumsýndar saman, en af því varð ekki, ég lauk við mína óperu á undan og vildi að hún yrði frumsýnd hér heima," sagði Atli Heimir og lét í ljós ánægju yfir þeim tíðindum að Silkitromma Heininens hefði fengið frábæra dóma finnskra og sænskra gagnrýnenda. -JGK dropar Notaðir þú nafnið mitt? ■ Tveir sölumenn á ferðalagi þurftu að leita næturskjóls á bóndabýli vegna vélarbilunar. Hús- freyjan var falleg ung kona, nýorðin ekkja. Nokkrum mánuðum seinna vék annar sölu- mannanna að þessari nóttu við félaga sinn: „Segðu mér, ekki vænti ég að þú hafír læðst inn til ekkjunnar þarna um nótt- ina?“ „Jú“, svaraði hinn, „það gerði ég raunar. „Ekki vænti ég að þú hafír einnig notað mitt nafn?“ „Jú, ég gerði það, mér þykir það leitt.“ „Það þykir mér ekki. Ég var að fá bréf frá lögfræðingnum hennar. Hún er látin og arfleiddi mig að öllum eignum sínum.“ „Guð blessi kjaftshöggið“ ■ Löðrungurinn hans Árna Johnsens alþingis- manns hcfur orðið upp- spretta ýmissa viðbragða eins og komið hefur fram í Dropum undanfarið. Ný- lega heyrðu Dropar af við- brögðum forstöðumanns sértrúarsafnaðar hér i höfðuðborginni, sem hef- ur það m.a. sér til ágætis að vera Eyjamaður, en honum mun hafa orðið eftirfarandi að orði þegar tíðindin lágu fyrir: „Guð blessi Árna fyrir kjafts- höggið.“ Hagyrðingi datt þessi vísa í hug þegar hann frétti um lögðrunginn, og hafði þá jafnframt í huga hálf- tímaræðu þingmannsins um konubrjóst í þing- sölum nokkru áður: Hann Árni tók viðbragð að vonum, því víst er hann hrifínn af konum, svo ruddist það fram, gramm fyrir gramm, allt brjóstvitið sem blundaði í honum. Krummi ... ... sér að nemendur geta farið að hlakka til liausts- ins strax.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.