Tíminn - 23.02.1986, Blaðsíða 13
Sunnudagur 23. febrúar 1986
Tíminn 13
Giftu sig
um borð í
svifflugvél
Fyrir nokkrum dögum átti sérstað
óvanaleg giftingarathöfn á Nýja Sjá-
landi. John Phillips og Carolyn
Smith giftu sig í svifflugvél í tæplega
þrjú þúsund feta hæð yfir fjallinu
Maunganui við norðurströnd Nýja
Sjálands.
Presturinn sem athöfnina fram-
kvæmdi var í annarri svifflugvél
skammt frá en talstöðvarsamband
var á ntilli farkostanna en vottar voru
börn þeirra Carolyn og Johns frá
fyrra hjónabandi.
„Það hefur blundað í mér að gifta
mig á þennan hátt síðan ég fór að
velta giftingum fyrir mér." segir
John. „Mér tókst ekki að fá þessu
framgengt í fyrra skiptið sem éggifti
mig en þegar ég færði þetta í tal við
Carolyn þá varð hún stórhrifin af
hugmyndinni og við létum verða af
þessu ogsvífum nú á vit hamingjunn-
ar."
Þær
vildu
eign-
ast
barn
Á dögunum leysti erkibiskup kan-
adisku anglikana-kirkjunnar tvær dí-
akonessur frá störfum, þar sem þær
voru í lesbisku ástarsambandi og
önnur þeirra þunguð í ofanálag.
Höfðu konurnar skýrt frá hvernig
högum þeirra var háttað og þeirri
löngun sinni að eignast barn.
Erkibiskup kirkjunnar, Lewis
Garnsworthy í Toronto, sem sagði
diakonessunum upp þjónustunni,
sagði að sú athygli sem málið hefði
vakið væri kirkjunni til hneisu.
Anglikanakirkjan í Kanada, sem
er óháð bresku biskupakirkjunni,
leyfir að þjónar hennar séu kyn-
hverfir, en ekki að þeir stundi neins
konar ástalíf. í kirkjunni eru 900
þúsund manns og er þetta þriðja fjöl-
mennasta kirkjudeild í Kanada.
Erkibiskupnum barst tilkynning
um málið eftir að diakonessan Joyce
Barnett hafði lýst því yfir við guðs-
þjónustu í kirkju í Toronto að hún
væri þunguð vegna gervifrjóvgunar
og langaði sig og stöllu sína að eiga
barn og ala upp.
í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans
á þessu ári hefur stjórn bankans ákveðið að gera
sparifjáreigendum freistandi afmælistilboð:
100 ára afmælisreikningurinn er verðtryggður innlánsreikningur
sem gefur 7,25% ársvexti umfram vísitölu
og er aðeins bundinn í 15 mánuði.
Þetta er tilboð sem allir peningamenn
geta mælt með. _ . _ . .
m Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna