Tíminn - 23.02.1986, Blaðsíða 18

Tíminn - 23.02.1986, Blaðsíða 18
18 Tíminn Sunnudagur 23. febrúar 1986 Hlaðvarpinn: „Okkurvantarpening" Frá hátíðahöldum á s.l. sumri. - segja konurnar sem mikið vantar til þess að endar nái saman varðandi húsakaupin Eins og kunnugt er festu konur kaup á þremur húsum við Vestur- götu í Reykjavík á síöastliðnu ári. Hér er auðvitað átt við ' Hlaðvarp- ann þar sem meiningin er að reka menningarmiðstöð kvenna. Við fórum á stúfana til að kynna okkur starfsemina og hittum þar að máli Bergljótu Gunnarsdóttur sem er framkvæmdastjóri Hlaðvarpans. Þegar húsin voru keypt í júní s.l. kostuðu þau níu milljónir en illa hef- ur gengið að fjármagna kaupin þótt ríkið hafi styrkt fyrirtækið og veitt því tvær milljónir. Hlaðvarpinn hef- ur fjármagnað starfsemina með hlutabréfum sem kosta 1000 kr. hvert og eru hluthafar rúmlega þrjú þúsund nú en hefðu þurft að vera níu þúsund ætti dæmið að ganga upp. Konur búast varla við því að geta greitt húsin fyrir júní á þessu ári en þá á húseignin að vera fullgreidd. Berg- ljót sagði að í framtíðinni yrði þarna leikhús og svo væri gert ráð fyrir tónlistaraðstöðu, veitingahúsi og vinnustofum margskonar. Einnig eru uppi hugmyndir um að leigja út húsnæði tímabundið fyrir konur sem vildu vinna við allskonar listir. Ætla konurnar einnig að leigja eitt húsið næstu árin til að drýgja tekj- urnar cn ætlunin er að lokið verði við að gera upp húsin eftir 5-10 ár. Þær eru nú þegar búnar að koma upp svo- litlu leikhúsi þar sem Kjallara- leikhúsið er að sýna Reykjavíkur- sögur Ástu og þær sýningar hafa gengið mjög vel og er búið að sýna leikritið rúmlega 70 sinnum fyrir nærri fullu húsi. Mezzoforte var svo með eitt jazzkvöld sem gekk ntjög vel og vonast þær til að þau verði fleiri. Öll vinnan við húsin er sjálf- boðavinna en á skrifstofu er einn fastráðinn starfsmaður. J.E.T. (í starfskynningu). Elísabet, Jónheiður og Theodóra eru nemendur í Grunnskólanum á Sauðár- króki. Þær unnu sem blaðamenn á Tímanum í eina viku og skrifuðu meðal annars þá samantekt sem hér fylgir. Lausn á síðustu krossgátu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.