Tíminn - 16.03.1986, Side 11
Tíminn 11
á einstökum
Einstakt
HÓTEL
úpuvík á Ströndum hefur
hópur duglegs og kjarkmikils fólks
reist nýtísku hótel þar sem áður var
síldarbraggi.
Framtakssamur hópur fólks hef-
ur tekið sig til og komið upp hóteli
norður á Djúpuvík á Ströndum.
Síðastliðið sumar komu þangað
um 2000 gestir og Ásbjörn Þorgils-
son einn af eigendum hótelsins segir
að töluvert sé um fyrirspurnir og
pantanir fyrir næsta sumar.
Staðurinn er að sjálfsögðu fræg-
astur fyrir síldarverksmiðjuna sem
þar var byggð á árunum 1934 og
1935. Þessi eyðilegi staður varð á ör-
skammri stund eitt helsta síldar-
plássið á landinu en þegar síldin
hvarf fluttist fólk í burtu og eftir
stóðu hús og mannvirki og biðu þess
að verða vindi og veðrum að bráð.
Djúpavík komst síðan aftur í
heimspressuna á íslandi í sambandi
við svikamál sem nefnt hefur verið
„sölumannamálið“. Bíræfnir sölu-
menn keyptu aðstöðuna og seldu
sjálfum sér hana aftur og notuðu
víxla sem búnir voru til í þessu skyni
til að svíkja fé út úr fólki.
Hlutafélag, sem nefnist Magnús
Hannibalsson, eignaðist síðar húsin
og verksmiðjuna á Djúpuvík og
réðst í að gera upp eitt húsanna fyrir
hótelrekstur og fyrirhugar að koma
af stað fiskeldi í verksmiðjuhúsinu í
framtíðinni.
Petta er eins konar fjölskyldufyrir-
tæki hjá okku^segir Ásbjörn Þorgils-
son en móðurætt Ásbjörns bjó um
tíma í Djúpuvík og afi hans sem
fyrirtækið heitir í höfuðið á var for-
maður á hákarlaskipi sem gert var út
frá Djúpuvík.
„Við getum tekið á móti 70 manns
í mat og 20 í næturgistingu," segir
Ásbjörn sem telur að löngu sé kom-
inn tími til að dreifa ferðamanna-
þjónustunni víðar um landið en nú er
gert.
Ýmsir staðir hér í Strandasýslu
hafa upp á margt að bjóða sem ferða-
menn eru að sækjast eftir. Hrikaleg
og sérstök náttúra auk vegsum-
merkja horfinna kynslóða eru meðal
þess sem hér má finna og það er það
sem við höfum í hyggju að gefa
ferðamönnum kost á að uppgötva.
Hér er sannarlega margt að sjá og
þeir voru margir sem komu við sögu
þegar útgerð og síldarsöltun var hér í
blóma og margir þeirra heimsóttu
okkur í fyrra eftir að hótelið var
opnað.
Útlendingar hafa einnig sýnt þessu
mikinn áhuga enda fá hótel í heimin-
um sem geta státað af svipuðum að-
stæðum og hótelið okkar.
Við leggjum áherslu á góðan mat
og reynum að nýta þá matarkistu
sem Strandirnar eru. Sjófugl, fiskur,
egg og ber eru ofarlega á matseðlin-
um og fólki gefst einnig tækifæri á að
komast sjálft í veiði því hér er mikill
og góður sjóbirtingur og góður veiði-
staður í fjörunni niður af hótelinu.
Fjöllin í kringum okkur eru kjörin
til gönguferða og þegar skyggni er
gott má sjá gríðarlega borgarísjaka
sem rekið hafa frá Grænlandi og
jafnvel landið sjálft í hillingum.
Það sem einu sinni var síldar-
braggi er nú orðið hið glæsileg-
asta hótel.
Vel hefur tekist til varðandi allar innréttingar en hótelið rúmar 20
næturgesti og getur auðveldiega tekið á móti 70 manns í mat.
Frá Háafelli sem líka er nefnt fjall
hinna sjö sýslna má sjá til sjö sýslna í
landinu og eyðifirðirnir hér í kring
hafa einnig mikið aðdráttarafl fyrir
þá sem hafa gaman af sérstæðri nátt-
úru.“
Vegasamgöngur eru erfiðar en þó
er Djúpavík í vegasambandi við
Bjarnarfjörð en vegurinn er lokaður
eina sjö mánuði á ári vegna snjóa.
Hótelið hefur yfir að ráöa skipi en
sigling að Gjögri tekur aðcins um 45
mín. ogþaðan er flug tvisvar í viku til
Reykjavíkur.
Ásbjörn og samstarfsfólk hans
notuðu svokallaðan kvennabragga
undir hótelið en þar bjuggu fyrr á
öldinni tugir síldarstúlkna. Ásbjörn
sagði að á síðasta sumri hefðu komið
hjón sem kynntust á sínum tíma á
Djúpuvík og svo skemmtilcga vildi
til að þeim var úthlutað sama hcr-
berginu og konan hafði búið í hálfri
öld áður.
Það eru ýmsir skemmtiiegir munir
og tæki sem hafa komið í ljós við
hreinsunina á staðnum. Sumar vél-
arnar í verksmiðjunni mundu sóma
sér vel á tæknisöfnum og á staðnum
er gamall vörubíll af Ford gerð frá
árinu 1931 svo eitthvað sé nefnt.
Það er óhætt að fullyrða að á
Djúpuvík er sérstæður gististaður.
Þeir sem vilja ferðast um staði sem
ekki eru í alfaraleið ættu að geta
fundið þuð sem þeir sækjast eftir á
Djúpuvík.
Sunnudan'ir 16. mars 1986
Séð út Reykjarfjörð. Djúpavík þótti einkar hentugur síldarsölt-
unarstaður vegna þess hve hlíðin er skuggsæl.
Gamall bátur í fjörunni minnir á þau umsvif í útgerð og fiskveið-
um sem einu sinni áttu sér stað á Djúpuvík. Sumarið 1937 voru
brædd hér tæp 30 þúsund tonn af síld og saltað í um 11 þúsund
tunnur.