Tíminn - 18.03.1986, Qupperneq 13

Tíminn - 18.03.1986, Qupperneq 13
Þriðjudagur 18. mars 1986 ÍíllNÍÍiilÍ MINNING ^iilll Tíminn 13 Fæddur 24. febrúar 1910 Uáinn 7. inars 1986 Erlendur Guðmundsson, bifreiða- stjóri hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 7. ntars sl. 76 ára gámall en hann hafði átt við mikla vanheifsu að stríða síðustu árin. Erlendur föðurbróðir minn var fæddur24. febrúar 1910 í Jaðarkoti í Flóa og var hann yngstur sjö systkina en (rrjú þeirra létust í bernsku. Afi ntinn og amma, foreldrar Eri- endar, þau Kristín Stefánsdóttir og Guðmundur Þorvaldsson voru leigu- liðar Biskupstungnahrepps í Jaðar- koti og bjuggu þar við mikla fátækt og aðsteðjandi heilsuleysi síðustu árin. Erlendur var aðeins fjögurra ára þegar hann missti föðursinn og fjór- um árunt síðar varð móðir hans að leggjast á spítala vegna alvarlegra veikinda og var heintilið þá leyst upp og synimir fóru hver í sína átt- ina. Erlcndur fór þá í fóstur að Holta- kotum í Biskupstungum til aldraðra hjóna sem þar bjuggu. Ellefu ára gamall fékk Erlcndur aðkcnningu að berklum og fór’þá á Vífilstaðahælið og dvaldi þar í eitt ár. Eftir fcrming- una fór hann síðan í vinnumennsku til föðurbróður síns. Kristmundar sem þá bjó í Gýgjarhólskoti í Bisk- upstungum. Síðar fór Erlcndur að Króki í sömu svcit og var þar síðustu sex árin áður en Itann flutti suður tii Hafnarfjarðar. Fljótlega cl’tir suöurkomuna mun Erlendur hafa lært á bíl og tekið bif- reiðastjórapróf sem alls ekki þótti neitt sjálfsagt í þá daga. Erlendur Guðmundsson. eöa ..Elli l'rændi" eins og við kölluöum hann var ntikiö prúðntenni og dreng- ur góður og trúi ég því ekki að hann hafi nokkurtt tíma lagt annað en gott til samferðamanna sinna, skyldra jafnt scnt vandalausra. Eg man fyrst eftir honum við skepnuhirðingu í Hafnarfirði hjá þcim Gísla Gunnars- syni kaupmanni og Einari Halldórs- syni á Setbergi og kont ég þar stundum í fjósið til hans á báðum þessum stöð- utn og dáðist að snyrtimennsku hans og alúð við þessi'störf. Á þessum árum kom Elli frændi ntinn oft til forcldra minna sem þá bjuggu í Hafnarfirði, sömuleiðis Kristmundur bróðir hans og minnist ég þess sem barn að það var gaman nteð þeim að vera, þeir voru báðir eðlisglaðir en þó Itvor á sína vísu. Á þessum árum keypti Elli frændi forláta reiðhjól sem hann kom alltaf á til okkar þegar hann átti frí. Nú rúmunt 45 árum síðar er það Ijóst í minningu hversu Ijúfmannlega hann tók því að lána ntér hjólið sitt. þrátt fyrir að ég lenti í ýmsunt óhöppum á því og árekstrum sem örugglega hef- ir ekki bætt þennan glæsilega farkost frænda ntíns. Árin liðu og oft þurfti ég á því að halda að fá gistingu og jafnvel að dvelja tíma og tíma á heimili frænda míns en þegar fór að líða að því að ég keypti bíl fór ég á hans fund og reif- aði málið. Hann brást vel við, keypti gamlan ógangfæran bíl, gerði hann upp og færði mér síðan í sveitina, skoðaðan ásamt heilmiklu af vara- hlutum. Þannig var Elli frændi. Árið 1942 giftist Erlendur eftirlif- andi konu sinni. Guðrúnu Hjartar- dóttur, og hófu þau búskap í Reykja- vík en bjuggu síðar í Hafnarfirði. Kópavogi og svo mörg hin síðari ár aftur í Reykjavík. Erlendur hóf bifreiðaakstur sent aðalatvinnu 1942-43 á mjólkurflutn- ingabíl hjá Mjólkurbúi Hafnarfjarð- ar sem stóð við lækinn neðst við Öldugötuna og var glæsilegt fyrir- tæki á þeirri tíð. Þáverandi kúa- bændur í Hafnarfirði og nágrenni munu hafa fengið frænda minn til starfans og gegndi hann því við ann- an mann til ársins 1949er mjólkurbú- ið mun hafa veriö lágt niður. Þá hóf Erlendur bifreiðaakstur hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík við útkeyrslu á ntjólk og vann hann hjá því fyrirtæki meðan heilsa og kraftar entust. Alla tíð var mikill samgangur á ntilli foreldra minna og fjölskyldu Erlendar og minnist ég þess sérstak- lega þegar þau komu í sumarleyfum sínum til okkar að Syðri-Gróf og tóku þá virkan þátt í ýmsum búverk- unt í sveitinni. Eldri sonur þeirra hjóna. Hjörtur. var líktt á þessum umrædda tíma snúningadrengur hjá okkur í mörg ár. Guðrúnu konu Erlendar fylgdi ætíð frískleiki og glaðværð eins og hún á raunar kyn til. Að því leyti virtust þau hjón kannski nokkuð ólík á yfirborðinu en það kom ekki í veg fyrir það að sambúðin var ætíð ljútleg og traust enda þurftu þau á því að halda. Elsta barn þeirra, Kristín, er þroskaheft og hlýtur slíkt að hafa verið mikil lífsreynsla fyrir ungu hjónin með sitt fyrsta barn. Kristín frænka mín var oft hjá okkur með foreldrum sínum þegar hún var barn og niun ég ætíð minnast þess hversu natjn og þolinmóður lað- ir hennar var aö liðsinna henni og leiðbcina. Kristín hefir nú dvalist á Kópa- vogshæli unt langt árabil. 1 minningunni var þessi látni frændi ntinni dæmigerður þénari eins og þeir gerðust traustastir og bestir, daglaunamaður sem hrópaði ekki á samfélagið en vann samt hylli og traust samferðamanna sinna með einlægni og prúömennsku. Hann varð sent barn að sæta því að verða fluttur hreppatlutningi á heimasvcit foreldra sinna vegna heilsuleysis þeirra og fátæktar. Þrátt fyrir eigin heilsuleysi lians í æsku tókst honum að vinna sig upp, eignast góða kona, hillegt heimili og fjögur indæl börn. Hann tranaði sér aldrei frant cn var tryggur vinur vina sinna sem gott var að leita til. Þannig hefi ég einnig kynnst frændsystkinum mínum og börnum hans. Samheldni fjölskyldunnar hefur verið til fyrirmyndar og þegar aldur og heilsuleysi steðjuðu að stuöluðu börnin og tengdabörnin að því að þau Guðrún og Erlendur mæltu búa í sem næstu sambýli við þau og nutu þau þess í ríkum mæli. Aö endingu færi ég Guðrúnu og aöstandendum öllum innilegar sam- úðarkveðjur fjölskyldu ntinnar og ntóöur minnar viö fráfall frænda míns Erlendar. Börn þeirra Erlendar og Guðrún- ar eru: Kristín scm nú dvelur á Kópavogshæli eins og áður getur, Hjörtur bílamálari, kvæntur Ólöfu Smith, búsett í Rcykjavík. lngibjörg gift Matthíasi Sturlusyni, vélstjóra, búsett í Reykjavík og Guðmundur. húsasmiður sem cnn er í heimahús- um, ókvæntur. Hafstvinn Þurvaldsson. ///////////////// Blaðberinn ' ■ □ Við bjóðum gotl úrval gullfallegra plexiglerinnréttinga í einingum sem henta t.d. sem borð, hillur, blað- slandar, útstillingarefni i verslunum og verslunargluggum eóa bara eins og hugmyndaflug þtt leylir. Fást í glæru og reyklituðu. Hver kannast ekki viö ótrúlegustu blöö og bæklinga liggjandi í einum haug á miöju boröi í biðstofunni, á skrifboröinu eöa hillunni þar sem þaö ekki á heima! 4 VEGGINN Á BORÐIÐ Fjölmargir ánægöra viöskiptavina okkar hafa gert sér Ijóst aö Vestur-þýsku WERIT BLADBERARNIR eru ekki bara augnayndi heldur hinir bestu starfsmenn. Tilkoma þeirra hefur sett röð og reglu á hlutina á fjölmörgum biöstofum um land allt. Reynslan hefur sýnt aö meö tilkomu BLAÐBERANNA frá okkur fara bióstofurnar aö sjá um sig sjálfar, þaö er aö segja blöö og bæklingar . veröa aðgengilegir fyrir þá sem þurfa aö staldra viö á slíkum stööum. Vestur-þýsku WERITBLAÐBERARNIR eru sjálfsagt andlit á hverri biðstofu, fyrstu viökynni vióskiptavinar af þér og þínum! I Blaðberar a veggi i stærðunum: A4 (breiddir 22,5 og 21,5 cm) A5 (breidd 15,7 cm) A6 (breidd 11,2 cm) ■ Blaðberar á borð: A4 (breidd21,5cm) A5 (breidd 15,7cm) A6 (breidd 11,2cm) □□□□□□□□□□ □□□□□□□□□□ □□□□□□□□□□ “□□□□□ □ □□□ Steinunn Björk BirgisdóttirSkeifan 8-108 Reykjavlk 0 38555 Erlendur Guðmundsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.