Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 1
f ^ STOFNAÐUR1917 I iminn RAUSTIR MENN 25050 senoiBiusröom IÐNSKÓLADAGUR 1986 er í dag þar sem væntanlegum nemendum, aðstandendum þeirra og öörum áhuga- mönnum gefst tækifæri til aö skoöa starfsemi Iðnskólans á Skólavörðuholti. Allar deildir skólans veröa starfræ'ktar og nemendur veröa til viötals. Útvarpað verður frá Iðn- skóladegi á FM Sterio 98,7 MHz í dag kl. 10-15 og á morgun kl. 10-18. í dag veröa í þessu útvarpi fluttir pistlar úr öllum helstu deildum skólans. HELGI ÓLAFSSON er einn í efsta sæti á skákmótinu í New York meö 5 vinninga eftir 6 umferöir. Hann vann Banda- ríkjamanninn Bonin . í 6. umferð en aörir toppbaráttumenn geröu jafntefli.Jón L. Árna- son og Karl Þorsteins únnu einnig sína andstæöinga í 6. umferð en Margeir Péturs- son geröi jafntefli viö Abramovic. Margeir og Jón eru meö 4 vinninga en Karl ZVz. BENSÍNLÍTRINN lækkar um tvær krónur í dag og kostar eftir þaö 30 krónur. KÚABÆNDUR stofnuöu í gær Landssamband kúabænda og eru öll félög kúabænda um landið gjaldgeng í samband- iö. Formaður sambandsins var kjörinn Hörö- ur Sigurgrímsson i Holti. Sambandið hefur ákveoið aö sækja um inngöngu í Stéttasam- band bænda. HNÍFAMANNS var leitaö í Reykja- vík í gærdag. Maöurinn, sem oftlega kemur viö sögu lögreglu, ógnaöi manneskju með hnífsblaöi snemma í gærmorgun. Lögreglan mun þekkja andlitið vel og því er bara tímaspursmál hvenær hann verður gripinn. DISKÓTEKARAKEPPNI sem staöiö hefur yfir frá í janúar á vegum íþrótta- og Tómstundaráös Reykjavlkur, er nú nýlok- iö. Fjórir kepptu til úrslita í Félagsmiðstööinni Frostaskjóli og uröu úrslit þau aö Hlynur Sölvi Jakobsson varö hlutskarpastur. Hinir úrslitakeppendurnir voru Kristján B. Sölva- son í 2. sæti, Hörður Guðjónsson í 3. sæti og Gunnar Páll Jónsson í 4. sæti. Hlyns býöur aö spila í Hollywood, öllum félagsmið- stöðvunum og vera sérstakur gestur á Rás 2. PRESTAR höföu ekki áhuga á aö sækja um 3 af 10 embættum sem nýlega voru auglýst laus, Sauðlauksprestakall, Staðarprestakall og Bólstaðarhlíðarpresta- kall. Um embætti sjúkrahúsprests sótti sr. Jón Bjarman, um Seltjarnarnesprestakall sóttu sr. Ólafur Jóhannsson, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir og sr. Vigfús Árnason, um Bíldudal sótti sr. Höröur Þ. Ásbjörnsson, um Hólmavík sótti sr. Baldur Rafn Sigurösson og um Raufarhöfn sótti sr. Bjarni Th. Rögn- valdsson. Sr. Siguröur Guömundsson vígslubiskup sótti um Hólaprestakall, um Laugarlandsprestakall sóttu sr. Hannes Örn Blandon, sr. Haukur Ágústsson og þriöji umsækjandinn er erlendur. KRUMMI Það er greinilega heitt í kolunum sem þeir veiða í Bakka- flóa... Áöur óþekkt aukabúgrein fundin í Gunnarsholti: Seldu mykjuhaug á hálfa milljón! Holdanauta- og tilraunabúið í Gunnarsholti hcfur uppgötvað mjög ábatasama „aukabúgrein" sem til þessa hefur ckki sést getið í hagtölum sem blaðinu hafa borist. Meðal hæstu tekjuliöa búsins á síðasta ári var sala á fjóshaug til uppgræðslu fyrir hálfa milljón króna, eða um sjöunda hluta þess sem búið hafði í tekjur af sölu 94 holdanauta á árinu. að því er fram kom í svari við fyrirspurn Ólafs Þ. Þórðarsonar á Alþingi. Nautgripir í Gunnarsholti eru um 300, en um 70 þús. í landinu öllu, eða um 233 sinnum fleiri. Heildarársframleiðsla af fjóshaug í landinu ætti því að vcra um 115 milljóna króna virði. þ.e. cf bænd- ur finna almennt jafn góða fjós- haugsmarkaði og Gunnarsholts- búið. Af skýrslu um bústofn og rekstur Gunnarsholtsbúsins má glöggt ráða hvað sauðfjárbúskapur er „glötuð" atvinnugrein, en þar er rúmlega 100 kinda bú. Fyrir kjötið af 127 dilkum og ám á síðasta hausti - rúmlega 3 tonn - fékkst ívið minni upphæð heldur en fyrir fjóshauginn, eða um 487 þús. kr. Sömuleiðis tókst Gunnarsholts- búinu að hafa rneiri tckjur af sölu 21 hross heldur cn af kindakjötinu, eða áiíka og af fjóshaugnum. Gunn- arsholtsbúið skarar þarna langt frani úr öðruni bændum landsins sem aðeins cru taldir hafa um 1.5% af vcrðmætum húvörufram- leiðslunnar af sínum 40-50 þús. hrossum. en |iaö hlutfall er um 8% af smalahrossunum á búinu. I haust voru þar á fóðrum um 60 hross - notuð til að smala landgræðslugirð- ingarnar að því er fram kom í svarinu. Stærsti tckjuliður búsins var um 3,6 milljónir króna fyrir 17,4 tonn af holdanautakjöti af 94 gripum. Næst stærsti tckjuliðurinn var liins vcgar 1,1 milljón króna fyrirsölu á kjöti og innmat til mötuncytisins á staðnum. Ekki er tckiö fram hve þar er um mörg kíló að ræða, en reiknað á holdanautaverði samsvaraði það um 29 holdanautum í cldhúsið í fyrra, eða rúmlega 286 kinda- skrokkum cf rciknað er á meðal- vcrði þcss sem kindakjötið skilaði í sláturhúsinu. GSH Biðstaða í Bakka- flóadeilunni: Lokar Þórs- höfn líka? Ekki hefur fundist lausn í dcilu Bakkfirðinga og Þórshafnarbúa um veiðirétt á Bakkaflóa, scm Tíminn sagði frá í gær. „Við vcrð- um iíklcga að loka okkar hafnar- svæði og banna öðrunt að veiða þar," sagði Jóhann Jónsson fram- kvæmdastjóri hraðfrystihúss Þórs- hafnar hf. í samtali við Tímann í gær. Hann benti á að Bakkfirðing- ar væru þarna að rugla saman tveimur'meginreglum. I fyrsta lagi stjórnun fiskveiða við landið og hinsvegarumfcrð um hafnarsvæði. Guðríður Guömundsdóttir oddviti í Skeggjastaðahreppi lýsti því yfir í samtali við Tímann að bann þetta væri á vissan hátt frekari stjórnun á fiskveiðum við landið. Hún sagði að með banni á veiði á hafnarsvæðinu væri tekiö við stjórninni þar sem stjórn ráðu- neytisins þryti. „Guðríður verður að bíða með það að verða sjávarútvegsráð- herra," sagði Þórður Eyþórsson hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Hann sagði að allt í kringum landið væri sá vilji ríkjandi að menn vildu fá að eiga einhverja skika, sitt eigið verndarsvæði. „Ráðuneytið á erfitt með að hugsa sér að við förum að stúka hafsvæðum við landið niður vegna slíkra sjónarmiða. Við eruni ekkert hrifnir af því, hvort sem það er Bakkafjörður eða Þórshöfn, sem berast á banaspjótum, að þeir séu að færa út landhelgina eitthvað út í hafsauga og segja: Þetta er landsvæði sem við ráðum yfir,“ sagði Þórður. Kristinn Pétursson útgerðar- maður á Bakkafirði sagði í samtali viö Tímann í gær að sér féllu illa slík æsifréttaskrif, það væri ekki um neina deilu að ræða heldur einfaldlega skoðanaágreining. Hitt væri aftur ljóst að í leyfum drag- nótabáta væri tekiö fram að bátarn- ir yrðu að hlíta reglum hafnar- stjórna. Ekki hafa fleiri bátar verið kærð-. ir fyrir veiðar innan hafnarsvæðis Bakkafjarðar. _rc Gert að soðningunni Tímamvnd Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.